Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 30

Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 30
30 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. JUNl 1977. ( Bioaugiýsingar eru á bls. 29 ) (j Útvarp Sjónvarp g Þessi ungi sveinn er sennilega einn af fótboltahetjum framtíðarinnar. Hann heitir Skúli og er sonur Helga Skúlasonar leikara. DB-mynd Bjarnleifur. Sjónvarp kl. 20,30 sunnudagskvöld: íslandsf erð Eng- ströms frá 1912 ferð Alberts Engströms, sem 'hann fór árið 1912. Þýðandi er Vilborg Sigurðardóttir. „Þótt það sé ekki í mínum verkahring að auglýsa litsjón- vörp, þá get ég ekki orða bundizt hve miklu skemmtilegra er að sjá þessa mynd i lit. Það er sem sé fetað í spor Alberts Engström í tslandsferð hans árið 1912. I fyrsta þættinum er siglt inn Siglufjörðinn, og einnig siglt inn Eyjafjörðinn. Farið er á hestum frá Hjalteyri og þátturinn endar á Ljósavatni. Það er gerð tilraun til þess að bera saman búskaparhættina eins og þeir voru þegar þessi ferð var farin og hvernig sveitirnar eru orðnar vélvæddar í dag. Það er ekki ein einasta persóna sem kemur fram í myndinni að undanskildum fiskimönnum á Siglufirði. I myndinni skiptist á upplestur úr bók Engströms og síðan segir sögumaður frá. Myndin er alveg gullfalleg, hún var tekin af sænskum sjónvarps- mönnum árið 1973. Þetta eru alls fjórir þættir, sem verða á dagskrá sjónvarpsins næstu sunnudags- kvöld,“ sagði Vilborg Sigurðar- dóttir. - A.Bj. í íslandsferð Engströms er m.a. siglt inn Eyjafjörð. Myndin er af Laufási við Eyjafjörð, — úr bókinni Landið þitt, eftir Þorstein Jósefsson. — Þýðandi myndarinnar segir að i myndinni geti að líta ótrúlega náttúrufegurð, enda er myndin send út í lit. : Sænsk mynd tekin hér á landi Á sunnudagskvöld geta eig- endur litsjónvarpstækja vel við unað því stór hluti kvölddagskrár- innar er sendur út í lit. Skal þá fyrst frægan telja myndina Hús- bændur og hjú sem send er út í lit eins og jafnan auur. Nú bætist við nýr litmyndaflokkur, sem er meira að segja ekki af hinu svo- kallaða „pífu- og púfferma“- taginu. Hér er um að ræða sænska mynd í fjórum þáttum, Islands- Sjónvarp kl. 18,10 á sunnudag: Fyrir krakkana Faðirinn var dáð knattspyrnuhetja — sonurinn má ekki koma nálægt íþróttinni Nú er komið sumar í sjónvarp- inu og það þýðir að Stundin okkar er lögð ríiður en það barnaefni sem verið hefur á miðvikudags- kvöldum, myndin um bangsann Paddington og fræðsluþátturinn Gluggar verða á dagskránni kl. 18.00 á sunnudögum. Þá verður einnig sýndur nýr brezkur myndaflokkur 1 þremur þáttum er hlotið hefur nafnið Knatt- spyrnuhetjan, í þýðingu Jóhönnu Jóhannsdóttur. „Myndin er um tólf ára gamlan dreng sem er á ferðalagi með föður sinum. Þeir búa í hjólhýsi, faðirinn er lausamaður sem tekur þá vinnu sem honum býðst á hverjum stað,“ sagði Jóhanna. „Strákurinn hefur feikilegan áhuga á fótbolta. Faðirinn má hins vegar ekki heyra á fótbolta minnzt og bannar stráknum að hafa nokkur afskipti af jafnöldr- unum sem eru að æfa fótbolta, þar sem þeir feðgar koma. Nú kemur að því að þeir feðgar setjast að um tíma og faðirinn fær atvinnu. Þá kemur í ljós að faðir- inn var dáð knattspyrnuhetja á sínum yngri árum. Hann hafði orðið fyrir einhverjum skakka- föllum, stingur við eftir meiðsli sem hann varð fyrir. Vill hann ekki að strákurinn komi nálægt knattspyrnu og kýs helzt að fara huldu höfði. — Þá hafði það einnig gerzt aö móðir drengsins hafði látizt af slysför- um í beinu sambandi við slys föðurins þegar hann var fótbolta- hetja. -A.Bj. Útvarp )J(^Sjónvarp Föstudagur 3« / * . juni 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunlaikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7,30 8,15 (og forustugr. dagbl ), 9.00 og 10.10. Morgunbaan kl. 7.50. Morgunstund bornanna kl. 8.00: Baldur Pálmason les framhald „Æskuminninga smala- drengs“ eftir Árna Ólafsson (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bnndur kl. 10.05. Létt alþýftulög kl. 10.25 Morgun- tónlaikar kl. 11.00: Briissel-tríóið leikur Trló í Es-dúr op. 70 nr. 2 eftir Ludwig van Beethoven / Christian Ferras og Pierre IJarbizet leika Sónötu I G-dúr fyrir fiðlu og píanó eftir Guillaume Lekeu 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Viðvinnuna: Tónleikar. 14.30 Miftdagisaagan: „Nana" oftir Emile Zola Karl Isfeld þýddi. Kristln Magnús Guðbjartsdóttir les (19). 15.00 Miftdttgistónlaikar. Sinfóníuhljóm- sveit útvarpsins I Moskvu leikur 15.45 Lasin dagakrá nnstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. Vignir Sveinsson kynnir. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Úr atvinnulífinu. Magnús Magnús- son og Vilhjálmur Egilsson viðskipta- fræðingur sjá um þáttinn. 20.00 „Smámunir", ballettmúsík eftir Mo/art St. Martin- in-the-Fields-hljómsveitin Ieikur; Neville Marriner stj. 20.25 Tveir á tali. Valgeir Sigurðsson talar við Jóhannes Stefánsson frá Nes- kaupstað. 20.55 Einsöngur: Hollon/ka söngkonan Elly Ameling syngur á tónleikum Tón- listarfélagsins I Háskólablói I sept. s.l. Dalton Baldwin leikur á pianó. Slðari hluti tónleikanna. 21.30 Útvarpssagan: „Jómfrú Þórdís" eftir Jón Björnsson Herdis Þorvaldsdóttir leikkona les (28). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Vor i verum" eftir Jón Rafnsson Stefán ögmundsson les (18). 22.40 Áfangar. Tónlistarþáttur sem Ásmundur Jónsson og Guðni Kúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur A • * * 3. jum 20.00 Fréttir og veftur. 20.25 Auglýsingar og dagskré. 20.30 „MeA bléa grön og klaufalega fœt- ur..." Kvikmynd þessi var tekin um sauðburðinn vorið 1969 I Helgadal I Mosfellssveit. Kvikmyndun örn Harðarson. Umsjón Eiður Guðnason. Áður á dagskrá vorið 1970. 20.45 Innlendur umrœftuþáttur. 21.35 Þaft mé opna allar dyr (Háll alle dörrar öppna) Sænsk gamanmynd frá árinu 1973. Leikstjóri og höfundur handrits Per-Arne Ehlin. Aðalhlut- verk Börje Ahlstedt og Kisa Magnus- son. Steve er ungur og kvenhollur lásasmiður. Hann á sæg af vinkonum og á erfitt með að gera upp á milli þeirra, en einn góðan veðurdag kynnist hann Lottu og verður þá fyrst alvarlega ástfanginn. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.10 Dagskrérlok. Laugardagur 4» * * . jum 18.00 íþróttir. Hlé. 20.00 Fréttir og veftur. 20.25 Auglýsingar og dagskré. 20.30 Lnknir á ferft og flugi (L). Breskur gamanmyndaflokkur. Meft hjartaft a réttum staft. Þýðandi Stefán Jökuls- son. 20.55 Herra Rossi og Oscars-verftlaunin. Stutt, itölsk teiknimynd. 21.05 Auftnir og óbyggftir. Mato Grosso. Mato Grosso nefnist víðáttumikið svæði I Brasilfu. Það er vaxið þéttum frumskógi, og dýralíf þar er afar fjöl- skrúðugt. Nú er hafin eyðing skógar- ins, svo að þarna sé hægt að stunda nautgriparækt I stórum stíl, og dýrin sem þarna voru fyrir, tortímast flest. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannes- son. 21.35 Fjölskyldulíf. (Family Life). Bresk' biómynd frá árinu 1971. Leikstjóri Kenneth Loaeh. Aðalhlutverk: Sandy Kateliff, Bill Dean og Graee Cave. Janiee, 19 ára gömul stúlka, segir for- eldrum sinum, að hún sé þunguð, og þau krefjast þess að hún láti eyða fóstrinu. Tim vinur hennar segir henni, að hún verði að flytjast að heiman til að losna undan áhrifavaldi foreldra sinna. Mynd þessi var sýnd I Hafnarbiói 1975, og er hún sýnd I sjónvarpi með islenskum textum kvik- myndahússins. 23.20 Dagskrérlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.