Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 12
/ V 12 r Langdregin, frönsk vonbrígði Fegurðarsamkeppni tslands var sá dagskrárliðurinn sem mesta athygli mun hafa vakið á mánudaginn. Það er gott og blessað að fólkið í landinu fái einu sinni að sjá. fegurðar- drottningu sfna kjörna, En ósköp voru stúlkurnar fáar. Það trúir enginn að ekki séu nema sjö fallegar stúlkur á landinu. Fóru fram einhverjar undanrásir? Hverjir völdu þá úr og hvenær? Það fylgdi ekki sögunni. En allt var þetta ósköp hátíðlegt og fallegt. Sjálfri fannst mér mest koma til Los Paraguayos. Þættirnir um Rikið í ríkinu eru ágætir og vafalaust mjög þarfir. Þessi um drykkjusiði unglinganna hlýtur að vekja eitthvað af fullorðna fólkinu til umhugsunar, þvi- vitanlega á það sökina á ástand- inu. Ellery Queen er nú reyndar ekki nýr eins og stendur l dag- skránni, en það er allt í lagi. Þessir þættir lofa góðu til afþreyingar, það er ekki of mikið af afþreyingarefni í þessu blessaða sjónvarpi okkar. En skelfing var þetta fyrsta vandamál keimlíkt Agöthu vin- konu okkar Christie, gæti verið DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. JtJNl 1977. eftir uppskrift frá henni. Svo kom hann Onedin, elsku vinurinn, aftur á miðvikudags- kvöldið og það er alltaf gaman að hitta gamla kunningja. Prúðu leikararnir virðast al- deilis ekki hættir og er það gott, því þeir eru alltaf bestir. Svo kom meira um Ríkið í ríkinu, einkar fræðandi þáttur um aðhlynningu drykkjusjúkra sem þyrfti raunar að vera mun meiri hér á landi. Börn leikhússins. Þessari gömlu frönsku mynd var hælt þau reiðinnar ósköp í blöðum og víðar, að maður fór að verða spenntur. En hvílík vonbrigði og ég er alls ekki ein um þau. Ég hef talað við margt fólk sem á ekki nógu sterk lýsingarorð til að harma það að hafa eytt kvöldunum til að horfa á þetta. Ég fórnaði reyndar engu til þess en get ekki skilið allt hólið Atburðarásin var ýmist óþol- andi hæg eða óskiljanlega hröð, hljóð og ljós fyrir neðan allar hellur og svo var þetta bara allt of langt. Smekkur fólks getur nú hafa breyst talsvert á þessum 40 árum eða hvað þau eru nú mörg, síðan mynd þessi var svona feikilega vinsæl eins og sagt var. Ég hélt að seinni helmingurinn yrði skárri, en svo reyndist ekki, ef til vill vegna þess að ég var fyrirfram ákveðin í að myndin væri öll hundleiðinleg. Litli lávarðurinn endaði á laugardaginn eins og hann átti að enda með því að allir voru ánægðir. Myndin um hestana var vel gerð og hefur vafalaust verið vel fagnað af hrossaunn- endum. Stundin okkar söng sitt síðasta á hvítasunnudag og veitti henni ekki af hvíldinni. Annars var þessi stund bara nokkuð lífleg. Eftir fréttir kom síðan Pólý-. fónkórinn með tónlist eftir Bach og var það kærkomið fyrir mig, þar sem ég þurfti að skjótast milli húsa, áður en Húsbændur og hjú byrjuðu, því ekki sleppi ég þeim. Myndin um Himalayafjöll hefði þurft að vera I litum, þar sem maður- inn var alltaf að lýsa fegurð blómanna og umhverfisins sem Sn jólaug Bragadóttir Snjólaug Bragadóttir áhorfendur sáu alls ekki. Jane Eyre mun vera á svipuð- um aldri og franska myndin um börn leikhússins, en hvílíkur munur á tækni! Þarna var ekki allt í hálfmyrkri og með urgi og sargi. Um söguþráðinn er ekkert að segja, hann er alltaf eins og Jane Eyre á að vera, en Orson Welles er hreinasti snill- ingur, þarna sem í öðru sem hann leikur. Af því sem framundan er er auðvitað Abba einna merki- legast og var vonum seinna að við fengjum að sjá þetta fræga fólk. Nú Blóðrautt’sólarlag er forvitnilegt fyrir þær einar sakir að vera innlend fram- leiðsla. Svo kemur meira um Ríkið í rikinu og Ellery Queen. Annað bitastætt sé ég varla i dagskránni næstu viku, nema ef til vill laugardagsmyndina. Hvernig er það annars með aug- lýsingarnar? Hefur þeim fækkað stórlega eða er ég hætt að taka eftir þeim? Launþegar—viljalaus verkfæri vikadrengja .Aldrei fór þáð svo að laun- þegar fengju ekki að finna fyrir svipuhöggum þeirra vika- drengja sem ganga erinda forystumanna í sveit verkalýðs- rekenda, með því að krefjast skyndiverkfalla og yfirvinnu- banns, sem búið er að féfletta launþega svo að lengra verður vart gengið í þeim efnum, nema ætlunin sé beinlinis að láta launþega taka til sinna ráða sjálfa gegn því ofurvaldi sem verkalýðsforystan sýnir sig vera þegar hún grípur til laun- þega sem viljalaus verkfæri væru og otar þeim hverjum gegn öðrum undir kjörorðinu „stétt gegn stétt, — launþegar gegn þjóðfélaginu". Og nú hafa forystumenn verkalýðsrekendanna haft for göngu um það að stjórnir — og „trúnaðarmannaráð" verka- lýðsfélaganna, sem saman- standa af viðráðanlegum vika- drengjum, beiti verkfallsvopn- inu á launþega enn einu sinni, og að þessu sinni er bryddað á þeim nýmælum að taka upp éins konar „kjördæmaskipan“ i verkfallsboðun, — byrjað i Reykjavlk og haldið vestur og norður um land — með eins dags verkfalli I hverju kjör- dæmi. Engum öðrum en þaulæfðum verkalýðsrekendum hefði hug- kvæmzt að velja þann tlma sem einmitt nú er valinn til sllkrs verkfalla, — og að velja föstu- daginn 3. Júni einmitt fyrii Reykjavík kemur heim og saman við þá staðreynd, að verkalýðsforystunni er ljóst að launþegar almennt eru orðnir langþreyttir á digurbarkaleg- um slagorðum þessara sjálf- skipuðu „verndara“ sinna. Þessvegna varð að finna heppi- legan dag til verkfallsboðunar á fjölmennasta launþegasvæð- inu. Verkfallsdagurinn, föstudag- urinn 3. júní, er þvi valinn með það fyrir augum að slæva meðvitund launþega um skað- ræði það sem þetta skyndiverk- fall skapar í tekjumissi. Og treystandi á langlundar- geð launþega og fylgispekt vonar verkalýðsforystan að föstudagur sé sá dagur sem vinnandi fólk taki fegins hendi sem viðbótar-frídegi sem lengi helgina, og þess vegna sé vika- drengjum óhætt að láta svipuna riða á launþegum eina ferðina enn, áður en gripið er til rót- tækari ráðstafana. — Allt þetta á að lægja mótmælaöldur þær sem kynnu að risa í röðum launþega. Hins vegar leggur þetta þungar byrðar á einstakar stéttir launþega í auknu vinnu- álaei. t.d. það fólk sem vinnur 1 matvöruverzlunum. Eins og kunnugt er leiðir laugardags- lokun verzlana til þess að mikið álag er á afgreiðslufólki mat- vöruverzlana á föstudögum. Með skyndiverkfalli þvi sem boðað er til á föstudegi verður þetta álag helmingi meira, því verzlun sú sem fólk annars gerir á föstudögum flyzt nú yfir á fimmtudaginn, daginn fyrir boðað verkfall, — og er stór spurning hvort verzlunar- fólk mun standast hið aukna álag, auk þess sem þetta kemur niður á öllum almenningi og skapar í raun aðra „hvíta-, sunnuhelgi“ f innkaupaháttum fólks og óeðlilegum útgjöldum. Það er ekkert nýtt í verka- lýðsbaráttu hér á landi að laun- þegum þeim sem verst eru settir sé beitt sem dráttardýr- um fyrir þann vagn sem árlega er fylltur af kröfum hinna hæstlaunuðu og dreginn er í hlað vinnuveitenda og ríkis- stjórnar, — og það láglaunafólk sem dregið hefur vagninn má síðan ganga til baka, án þess að hafa fengið svo mikið sem tuggu fyrir vikið, en er dæmt til þess að taka á sig þær kvaðir og skyldur sem verkalýðsforystan telur sér helztar til framdráttar hverju sinni. Ekki verður séð hvaða hlut- verki eins dags verkfall þjónar nú, þegar yfirvinnubann og skyndiverkföll hafa þegar svipt launafólk þriðjungi þeirra tekna sem það þó áður hafði, — auk þess sem verkfall nú þrýstir engan veginn á samn- ingagerð en gæti frekar en ekki ýtt undir úlfúð milli deiluaðila sem þegar hafa komizt að sam- komulagi um sérkröfur þær sem svo mikilvægt þótti að leystar yrðu, áður en tekið yrði til við aðalsamningagerð. Það er ömurlegt til þess að vita að hinir lægstlaunuðu og þeir sem bundnir eru af föstum mánaðarlaunum skuli ávallt láta glepjast, gegn vilja sínum, til þeirra sjálfspyntingarað- gerða sem verkföll eru og sem alltaf er undirstaða þeirrar viðbótarkröfugerðar sem þeir sem sérstöðu hafa, svo sem iðnaðarmenn og opinberir starfsmenn, ávallt gera að lokn- um samningum við þá lægra launuðu. Það liggur þó í loftinu nú að sú stund sé að renna upp að hin breiða fylking almennra laun- þega, ekki sízt þeir lægstlaun- uðu, sem gleypt hafa hráan boð- skapinn um yfirvinnubann og skyndiverkföll og sem skapað hefur örvæntingarástand hjá flestum hinna lægstlaunuðu, virði að vettugi verkfallsboðan- ir þær sem nú eiga að koma til framkvæmda, — a.m.k. meðan ekki fæst skýring á því fyrir hvaða aðila í þjóðfélaginu hinir lægstlaunuðu eru að berjast. Verkföll og launamissir laun- þega er ekkert einkamál þeirra 'verkalýðsforkólfa sem sitja bústnir og búralegir við sorter- ingu sérkrafna og forgangs- krafna dag- og næturlangt og hafa einskis i misst af launum sínum, hvort sem verkföll vara lengur eða skemur. Kjallarinn Geir R. Andersen Auðvitað ættu þeir forsvars- menn sérkrafna og forgangs- krafna að sjá sóma sinn í því að afboða þau eins dags verkföll sem boðuð eru frá og með nk. föstudegi, — þá myndu þeir e.t.v. geta eygt þann möguleika að vinna traust einhverra þeirra launþega sem nú þjást og örvænta vegna þeirra klyfja sem þeir eru nú skikkaðir til að bera til framdráttar óhófs- kröfum þeirra sem sérstöðu hafa til að knýja þær fram. Ef ekki verður afboðað það eins dags verkfall, verður það að tjeljast skylda þeirrar breiðu fylkingar launþegar, sem í raun er mótfallin því að láta hafa sig að féþúfu fyrir einstaka og fámenna sérstöðuhópa I þjóð- félaginu, að mótmæla í verki þeirri vinnustöðvun sem fram- undan er og mæta til vinnu sinnar. — Með því sýna íslenzk- ir launþegar bezt samstöðu sína og með því er veldi sjálfskip- aðra verkalýðsrekenda sem telja sig „verndara" islenzkra launþega hnekkt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.