Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. JUNl 1977. 14 r í ÁSGRÍMSSAFN KOMA ÞEIR SEM UWWA GÓÐBIUST Litið við í safninu þar sem nú er sumarsýning „Hingað koma aðallega er- lendir gestir. Þeir sem áhuga hafa á góðri list leita safnið uppi og koma í heimsókn," sagði Bjarnveig Bjarnadóttir forstöðukona Ásgrímssafns er DB kom í heimsókn í safnið í vikunni. Það er einkar skemmtilegt að koma i safnið sem er í vinnu- stofu listamannsins á efri hæð hússins að Bergstaðastræti 74. í einkahýbýlum hans á neðri hæðinni er allt með sömu um- merkjum og þegar lista- maðurinn lifði og bjó þar. í eldhúsinu stendur meira að segja litla kaffikannan hans enn á borðinu. „Ásgrímur arfleiddi þjóðina að á fimmta hundrað fullgerðra listaverka, bæði vatnslita og olíumynda, auk fjölda þjóðsagnamynda og ófullgerðra verka og einnig að lieimili sínu. I gjafabréfinu er tekið fram að myndir hans eigi aðsýna og geyma í húsinu þar.gað til byggt hefur verið listasafn, sem getur tekið við gjöfinni,“ sagði Bjarnveig. í kjallara hússins hefur verið innréttuð geymsla fyrir þau málverk sem ekki geta hangið uppi og er þar öllu mjög hagan- lega fyrir komið. Smíðaðar hafa verið rimlahillur, mismunandi stórar, fyrir hverja mynd. „Hér er hitastigið alltaf ná- kvæmlega 19 stig á celcius og fullkomnasta brunaöryggis- kerfi sem til er hefur verið sett hér upp,“ sagði Bjarnveig. Þar sem stigarnir í húsinu eru mjög þröngir er nauðsynlegt að taka stærstu málverkin úr römmunum, þeg- ar þau eru flutt i sýningar- salinn á efri hæð hússins. Að Munlrntr sem Asgrimur keypti úr búi franska konsúlsins, Brillouin, þess sem byggði og bjó i Höfða. Þessir munir sjást á mörgum mynda. Asgríms. A veggnum á bak við sést í stærsta eirdallinn, en málverkið er af Hli na kóngssyni. f kjallara Asgrímssafns hafa verið smiðaðar rimlahillur fyrir hverja mynd og þess vandlega gætt að hitastigið sé alltaf 19 stig. DB-mynd Bjarnleifur. t stofu Asgríms er þessi gamli skápur sem listamaðurinn teiknaði sjálfur. Utskurðar- meistarinn Stefán Eiriksson skar út. Ofan á skápnum er gifssteypa af mynd sem Sigur- jón Ólafsson gerði af Asgrimi. jafnaði er skipt um myndir í sýningarsalnum þrisvar sinn- um á ári. I stofunni á neðri hæðinni er margt merkra gripa. Þar er m.a. útskorinn skápur sem Ás- grímur teiknaði sjálfur en Stefán Eiriksson útskurðar- meistari skar út. Um smíði skápsins sá Bjarni Jónsson á Galtafelli. Þar er einnig gamalt borð með „ljónslöppum" og marmaraplötu ásamt tveimur rúmfjölum, sem Bjarnveig sagði að í ljós hefðu komið V.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.