Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 28 SÍÐUR Sérblöð í dag www.mb l . i s netið SMS SMS-þjónusta hefur vaxið hröðum skrefum hjá fjarskiptafyrirtækjum hér á landi. Sífellt fleiri notfæra sér þessa þjónustu og dæmi eru um að notendur sendi tugi skilaboða á dag. Með SMS er hægt að senda texta eða nýta tæknina sér til upp- lýsingar eða í afþreyingarskyni. 6–7 Dímon Ný útgáfa af WAPorizer, WAPorizer 2.0, er væntanleg frá Dímon. Bún- aðurinn er notaður til þess að þýða á milli mismunandi upplýsingamála, en með nýju útgáfunni verður hægt að þýða úr mörgum upplýsingakerf- um yfir í alla þráðlausa netstaðla. 5 GSM-start Fyrirtækið Aukaraf hefur hannað búnað sem gerir það að verkum að hægt er að ræsa og drepa á bílum með GSM-síma. Skiptir engu máli hvar viðkomandi er staddur þegar hann notar búnaðinn, svo lengi sem hann er staddur á sama GSM- dreifikerfi og bíllinn. 3 Ný og spennandi dagskrá er að hefjast á Skjá einum. Ari Trausti og Valdimar Leifsson eru með þætti um íslenska vísindastarfsemi í Ríkissjónvarpinu. Jónatan Garðarsson og Ásgeir Tómasson rekja sögu íslenskrar dægurtónlistar í Ríkisútvarpinu og bjargálnaþátturinn Survivor snýr aftur á skjáinn. adagskrá TÓNLISTARFYRIRTÆKIÐ BERTELSMANN HEFUR TEKIÐ ÁKVÖRÐUN UM AÐ LÁTA NOTENDUR MIÐLAR- ANS NAPSTERS GREIÐA FYRIR ÞJÓNUSTUNA, EN HINGAÐ TIL HAFA ÞEIR SÓTT SÉR HANA ÓKEYPIS Í GEGNUM NETIÐ. 2 Íslenskt tæki notað til þess að ræsa bíla með GSM-síma. /E3 WAPorizer 2.0 þýðir úr mörgum upplýs- ingakerfum yfir í alla þráðlausa net- staðla. /E5 Á MIÐVIKUDÖGUM  Teiknimyndasögur  Myndir  Þrautir  Brandarar  Sögur  Pennavinir Jón Arnar Magnússon til liðs við Breiðablik/ B1 HM í Frakklandi: Þurfum að fækka slæmu köflunum / B2 4 SÍÐUR8 SÍÐUR 4 SÍÐUR ÁRBÆJARSAFN og Fornleifa- stofnun Íslands undirrituðu í gær nærri 50 milljóna króna samning um fornleifarannsóknir á horni Túngötu og Aðalstrætis í Reykja- vík, en þar er fyrirhugað að reisa hótel árið 2003. Að sögn Orra Vé- steinssonar fornleifafræðings eru miklar líkur til þess að óraskaðar mannvistarleifar frá landnámsöld séu undir húsinu Aðalstræti 16 og í kringum það, en svæðið er að miklu leyti ókannað. Einnig verður grafið á lóðunum Aðalstræti 18 og 14 og Túngötu 2, 4 og 6. „Hér getur ýmislegt komið í ljós,“ sagði Orri. „Það verður spennandi að grafa undir Að- alstræti 16 því þar er enginn kjall- ari og hefur ekki verið grafið áður. Það verða tekin sýni af öllu sem við vitum að hægt er að greina, enda eru hér hugsanlega elstu mannvist- arleifar á Íslandi.“ Samningurinn var undirritaður af Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur borgarminjaverði, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur borgarstjóra, Orra og Guðrúnu Jónsdóttur, for- manni menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar. Árið 1962 voru gerðar nokkrar könnunarholur á svæðinu og var það forkönnun fyrir frekari rann- sóknir. Á árunum 1971 til 1975 voru kannaðar mannvistarleifar á lóðunum Aðalstræti 14 og 18 og Suðurgötu 3 og 5 og leiddi sú rann- sókn í ljós að við suðurenda Að- alstrætis og norðurenda Tjarn- arinnar hefur verið búseta þegar á landnámsöld. Sænsku fornleifa- fræðingarnir Else Nordahl og Bengt Schönback sáu um uppgröft- inn en með þeim störfuðu íslenskir fornleifafræðingar og var Mjöll Snæsdóttir einn þeirra, en hún stjórnar uppgreftrinum nú ásamt Orra. Auk þeirra munu um 5 til 7 fornleifafræðingar og einn for- vörður vinna við rannsóknina. Reiknað er með að 10 til 15 sér- fræðingar muni vinna við grein- ingar á leifum sem í ljós koma. Ljúka á uppgreftrinum í maí Guðný Gerður sagði að samning- urinn, sem undirritaður var í gær, væri sérstakur að því leyti að nú væri verið að semja við einkaaðila um fornleifagröft, en venjulega hefðu ríkisstofnanir eða söfn séð um slíkt. Hún sagði að rannsóknin yrði unnin í tveimur áföngum, ljúka ætti fornleifauppgreftri í maí, en úrvinnslu og ritun skýrslu ári síðar. Skipta má rannsóknarsvæðinu í tvennt, á neðri eða austari hluta þess er vitað um fornleifar og mannvistarleifar frá 9. og 10. öld og frá tímum Innréttinganna. Á efri eða vestari hluta svæðisins hafa verið teknir könnunarskurðir sem hafa leitt í ljós mannvist- arleifar, en ekki hafa komið fram vísbendingar um byggingar þar. Til stendur að reisa fjögurra stjörnu 73 herbergja hótel á lóðinni þegar uppgreftrinum lýkur og stendur til að byggja það í anda þeirra húsa sem þar stóðu. Einnig á að end- urreisa götumyndina að nokkru leyti þ.e. að framhlið hótelsins beri svip Aðalstrætis 16 sem m.a. var íbúðarhús landfógeta um tíma, Að- alstrætis 18, sem hýsti veitingastað- inn Uppsali, og Aðalstrætis 8 eða Fjalakattarins, sem hýsti fyrsta leikhús bæjarins. Ingibjörg Sólrún sagði að þá væri einnig ráðgert byggja glergólf í kjallara hótelsins yfir þær minjar sem kæmu til með að finnast. Vonast til að finna óhreyfðar fornleifar frá landnámsöld Morgunblaðið/Þorkell Fornleifauppgreftri á horni Túngötu og Aðalstrætis á að ljúka í lok maí en vinnan hefur gengið mjög vel fram að þessu vegna hagstæðrar veðráttu. Samið um fornleifarannsóknir á horni Túngötu og Aðalstrætis í Reykjavík RAGNAR Aðalsteinsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins, skrifaði Tryggingastofnun ríkisins bréf í gær þar sem ítrekað er að fyrirvari sé gerður við móttöku greiðslna eldri bóta í samræmi við lög sem Alþingi setti í kjölfar öryrkjadómsins svo- nefnda, en stofnunin greiðir öryrkj- um í fyrsta skipti á grundvelli lag- anna á morgun. Ragnar skrifaði bréf til Trygg- ingastofnunar 26. janúar þar sem farið var fram á að stofnunin sam- þykkti að öryrkjar, sem sæta skerð- ingu á tekjutryggingu vegna tekna maka, tækju við umræddri greiðslu með þeim fyrirvara að þeir gætu síð- ar höfðað mál til að krefjast frekari endurgreiðslu á mismun bótanna og fullrar tekjutryggingar. Þessu hafn- aði Tryggingastofnun bréflega í samráði við heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneyti og sagði að Ör- yrkjabandalagið hefði ekki umboð til að kom fram með þessa kröfu fyrir hönd allra þeirra einstaklinga sem ættu hagsmuna að gæta vegna dóms Hæstaréttar í desember sl. Ragnar sendi stofnuninni bréf í gær þar sem hann segir að Trygg- ingastofnun hafi ekki vald til að ákveða hverjir komi fram í umboði þeirra einstaklinga sem hagsmuna eigi að gæta varðandi dóm Hæsta- réttar. Ragnar sagði jafnframt á blaða- mannafundi í gær að mjög sjaldgæft sé að bréf séu rituð í samráði við ráðuneyti líkt og er tilvikið í svar- bréfi forstjóra TR við bréfi Ragnars frá 26. janúar. Farið verður í mál þar sem krafist er tiltekinnar fjárhæðar Garðar Sverrisson, formaður ÖBÍ, sagði þessi viðbrögð TR í engu sam- ræmi við samstarf ÖBÍ og TR und- anfarin ár sem hefði verið gott. „Sú staða er komin upp að ríkis- valdið getur ekki fallist á þá túlkun á niðurstöðum Hæstaréttar sem ÖBÍ aðhyllist og hefur skorað á ÖBÍ að fara aftur í mál. Slík mál yrðu að lík- indum með öðrum hætti. Þau yrðu ekki viðurkenningarmál heldur verðar gerðar ákveðnar fjárkröfur fyrir tímabilið 1994-2000 ásamt kröf- um um vexti, dráttarvexti og kostn- að. Þá myndi reyna annars vegar á fyrninguna og hins vegar það hvort ríkisvaldinu sé enn heimilt að mis- muna fólki eftir hjúskaparstöðu,“ segir Ragnar. Hann segir líklegt að höfða þyrfti 8-12 mál til þess að mismunandi að- stæðum öryrkja séu gerð tæmandi skil. Ýmislegt þyrfti að skoða, t.d. hvort dánarbú nýlátinna eigi þessar kröfur og þá eru mál þeirra sem fengu greiðslur 1994-1996 en voru síðan teknar af þeim aftur því þá hefði komið í ljós að þeir uppfylltu ekki skilyrði. Arnþór Helgason, framkvæmda- stjóri ÖBÍ, upplýsti á fundinum að þó nokkur hópur fólks hafi leitað til skrifstofu félagsins vegna málaferla. Ragnar sagði að fáist ekki viður- kenning á því að gera eigi upp við ör- yrkja í samræmi við öryrkjadóm verði farið með málið fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu. Hann tók fram að fari málin fyrir Hæstarétt myndi hann gera kröfu um að allir fimm dómararnir sem samþykktu að svara bréfi forsætisnefndar Alþingis meðan frumvarp ríkisstjórnarinnar var enn til umræðu í þinginu vikju sæti í málinu. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar, vildi ekkert tjá sig um þessi bréfaskipti þegar Morg- unblaðið óskaði eftir viðbrögðum hans í gær. Hann vísaði til þess að hann hefði ekki náð að kynna sér nægilega vel efni síðara bréfs ÖBÍ. Öryrkjabandalagið undirbýr ný málaferli vegna greiðslu tekjutryggingar Gera fyrirvara við móttöku greiðslna HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt dyravörð við veitinga- stað í miðborg Reykjavíkur í 18 mán- aða fangelsi fyrir hrottafengna lík- amsárás gegn stúlku sem þá var tæplega tvítug. Maðurinn var sak- felldur fyrir að hafa sparkað í auga stúlkunnar en samkvæmt læknis- vottorði varð höggið til þess að stúlk- an blindaðist á því auga. Örorka hennar er metin 10%. Með þessu broti rauf maðurinn skilorð en hann hafði rúmlega hálfu ári áður en hann hóf störf á veitingastaðnum hlotið eins árs reynslulausn vegna dóms fyrir tvær líkamsárásir. Maðurinn var að auki dæmdur til að greiða stúlkunni rúmlega fjórar milljónir króna. Um leið voru hann og annar dyravörður dæmdir til refsingar fyrir líkamsárás gegn unn- usta stúlkunnar og að greiða honum samtals 70.000 krónur í miskabætur og vegna málskostnaðar. Hinum dyraverðinum var einnig gert að greiða 100.000 krónur í sekt. Þá voru mennirnir dæmdir til greiðslu máls- varnalauna, samtals 700.000 auk alls sakarkostnaðar. Börðu og spörkuðu í unnusta stúlkunnar Árásin átti sér stað fyrir utan veit- ingastaðinn haustið 1999. Eftir að komið hafði í ljós að stúlkan hafði ekki aldur til að vera á veitinga- staðnum var þeim vísað út. Stúlkan ber að hún hafi ekki heyrt tilmæli dyravarðarins en hafi þvínæst verið hent út þannig að hún féll í götuna. Unnusti hennar segir að þá hafi fokið í hann og hann ætlað að „rjúka í“ dyraverðina. Það hafi þó ekki tekist þar sem þeir hafi þegar tekið hann föstum tökum og keyrt hann niður í gólf í anddyrinu. Þegar unnusti hennar var leiddur út segist stúlkan hafa gengið að dyravörðunum og beðið þá um að sleppa honum. Annar dyravarðanna hafi þá ýtt henni frá þannig að hún hallaðist aðeins aftur en síðan spark- að beint í augað á henni þannig að hún kastaðist aftur fyrir sig. Vitni tóku undir þennan framburð stúlk- unnar. Lögreglumaður sem þó sá ekki atvikið segir að í þann mund sem hann steig út úr lögreglubifreið- inni við veitingastaðinn hafi stúlkan komið á fljúgjandi ferð að framhorni bifreiðarinnar. Henni hlyti annað hvort að hafa verið fleygt af miklu afli, sparkað eða kastað. Þá segir í læknisvottorði að áverkarnir sem stúlkan hlaut hafi verið með þeim hætti að útilokað væri að áverkinn hefði orðið við fall í gangstétt eða við það að hún hefði hlaupið á hurð, vegg eða þess háttar. Dyravörðurinn neitaði hins vegar að hafa sparkað í stúlkuna. Dómnum þótti skýring ákærða á atvikinu fjar- stæðukennd og ótrúverðug. Það sama ætti við um framburð tveggja vitna sem sakborningurinn óskaði eftir að bæru vitni. Stúlka blindaðist á auga eftir árás dyravarðar Dyravörð- urinn var á skilorði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.