Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 23
Danska prestsfrúin þorir varla út úr húsi því að í hennar augum eru Færeyingarnir frumstæðir og fjandsamlegir auk þess sem þeir tala óskiljanlegt mál bara til að hrella hana. Danski amtmaðurinn neitar að flytja mál fólksins sem vill fá leyfi til siglinga og verslunar við Ísland í fyrri heimsstyrjöldinni. Bretar loka siglingarleiðunum, eng- ar vistir berast frá Danmörku og amtmaðurinn telur það fráleitt að Færeyingar hafi eitthvað að sækja til þessarar skítaeyju í norðri. Hungursneyð verður í eyjunum þar til Færeyingum tekst að komast fram hjá amtmanninum til yfirvalda í Danmörku og hið hataða yfirvald þeirra er sett af. Það kemur sér vel fyrir aðra aðalpersónu bókarinnar, Enok, sem á lífleg viðskipti við Ís- lendinga þar sem hann er í óðaönn að smíða skip fyrir þá. Það þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að kominn er beisk- ari og herskárri tónn í garð Dana en verið hefur áður í færeyskum bók- menntum, það ég best veit. Bók Oddvarar er skemmtileg aflestrar og stórfróðleg en öfugt við aðrar bækur sem hér hefur verið fjallað um er hún merkilega fáorð þó að hún sé mjög efnismikil. Hún er að- eins ríflega hundrað síður. Textinn er samþjappaður og stuttarlegur og tími er ekki tekinn til að sviðsetja eða sýna atburði og persónur eins og Kirsten Thorup gerir eða segja sögur og vefa flókin mynstur í allar áttir eins og Jan Kjærstad gerir eða leika sér í tungumálinu eins og Jón Fosse gerir. Og loks er það stúlka með fingur Ísland leggur fram bókina Stúlka með fingur eftir Þórunni Valdimars- dóttur (f. 1954). Þórunn hefur sagt frá því í viðtali að hún hafi séð stutta frétt í blaðinu Ísafold um aldamótin þar sem sagði frá stúlku sem lifði af snjóflóð af því að fylgdarmenn hennar sáu fingur hennar standa upp úr snjónum. Þessi fingur var nóg til að skilja á milli lífs og dauða og fréttin varð Þórunni kveikja að sögunni um Unni, verkamannsdótt- urina sem elst upp á sýslumanns- setri nokkru í góðu yfirlæti þangað til „flóðið“ skellur á líf hennar og grefur hamingjuna. Sagan er dramatísk og ferill þess- arar aldamótakonu verður ákaflega viðburðaríkur svo að ekki sé meira sagt. Unnur verður eins konar tákn- gervingur nútímakonunnar sem fær alls konar lík í lestinni frá foreldrum sínum en lætur það ekki aftra sér í að taka sér farið inn í nútímann. Stúlka með fingur er söguleg skáld- saga eins og saga Oddvör Jóhansen en bækurnar eru merkilega ólíkar þó. Ólíkastar eru frásagnaraðferðir þeirra tveggja. Stíll bókar Þórunnar er magnað- ur, munúðarfullur og endurskapar orðfæri aldamótarkynslóðarinnar. Það er löngu orðið aðalsmerki Þór- unnar Valdimarsdóttur sem höfund- ar að flétta saman fræðistörf og list- ræna sköpun og það gerir hún listilega í sögunni af stúlkunni Unni sem sigraðist á dauða og náttúru- hamförum. Í næstu grein verður sagt frá bók- unum sem lagðar eru fram frá Sví- þjóð, Finnlandi, Samalandi og Grænlandi auk hinnar bókarinnar sem Ísland leggur fram eða Sumarið bakvið brekkuna eftir Jón Kalmann. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 23 Gullsmiðir SÝNINGIN, sember yfirskriftinaÞögn efnisins, erí Galleria Bedoli í borginni Viadana, sem er skammt frá Mantova. Galleria Bedoli er rekið af borgaryfirvöldum og hef- ur á margan hátt sam- bærilega stöðu þar syðra og Kjarvalsstaðir í Reykjavík, að sögn Stein- unnar. Forráðamenn sýningar- salarins og borgarinnar komust í kynni við verk Steinunnar í gegnum Claudio Parmiggiani, sem hafði séð þau hér á landi á liðnu sumri og hrifist af og í fram- haldi af því fékk hún boð um að setja upp einkasýningu í Viadana. Ekki gat Steinunn neitað svo góðu boði og nú eftir áramótin voru sett upp tíu höggmyndir sem fluttar voru til Ítalíu af þessu tilefni. Verk- in eru öll ný af nálinni eða unnin á undanförnum árum. Höggmyndalist í hávegum höfð Sýningin var opnuð 7. janúar og lýkur nú um mánaðamótin og segir Steinunn viðbrögð sýningargesta hafa verið mjög jákvæð. Sýningar- húsnæðið segir hún hafa verið sér- staklega gott, hátt til lofts og vítt til veggja. Sum verkanna sem hún sýndi þar voru á sýningu hennar, Maður um mann, í Ásmundarsafni á síðastliðnu vori. „Maður sér alltaf einhverja nýja fleti á eigin verkum í nýju umhverfi. Það var mjög skemmti- leg reynsla að sýna í húsnæði með sex metra lofthæð og í ítölskum stíl með bogum og tilheyr- andi. Svo var líka gaman að fá gamla félaga og kennara á sýninguna,“ segir Steinunn en hún lærði á Ítalíu á sín- um tíma í Bologna. Í tengslum við Galleria Bedoli er gefið út vandað menningartímarit, Coevit, og í síðasta hefti þess er ein- mitt grein eftir Ólaf Gíslason list- fræðing um verk Steinunnar í tilefni af sýningunni. Komin í samband við gallerí í London „Borgarstjórinn í Viadana, Luigi Meneghini, er mjög áhugasamur um menningu og listir og hefur skapað borginni ákveðið nafn á því sviði á undanförnum árum,“ segir Steinunn. Sérstaklega segir hún að höggmyndalist sé í hávegum höfð. „Þarna er til dæmis búið að koma upp skúlptúrgarði með nútímaverk- um, sem er óvenjulegt fyrir borg af þessari stærðargráðu,“ segir hún. Óhætt er að segja að Steinunn hafi mörg járn í eldinum um þessar mundir, því sýningin í Galleria Bed- oli er þriðja einkasýning hennar í Evrópu frá því í haust. Í september sýndi hún í Þýskalandi, þá í Dan- mörku og núna á Ítalíu. Auk þess er Steinunn nú í samstarfi við gallerí í London. „Þetta gallerí heitir Berk- eley Square Gallery og er í Mayfair. Ég sýndi verk hjá þeim í nóvember og á sama tíma voru þar á veggj- unum verk eftir Henry Moore,“ segir Steinunn. „Galleríið hefur sér- hæft sig í verkum Henry Moore og Lynn Chadwick og svo er það með nokkra yngri myndhöggvara, eins og Sean Henry og Sophie Ryder, sem hafa getið sér gott orð í Bret- landi. Aðalviðskiptavinir gallerísins í höggmyndum eru í Bandaríkjun- um og núna er galleríið með á sín- um snærum verk eftir mig á tveim- ur listamessum í Flórída,“ segir hún. Tvö útiverk eftir Steinunni hafa nýlega verið keypt til Bandaríkj- anna og verða þau sett upp í tveim- ur nýjum höggmyndagörðum sem opnaðir verða þar vestra á næst- unni, annar í Frisco, Texas og hinn í Napa Valley, skammt frá San Fransisco. Eigandi garðanna er Kathryn Hall, sendiherra Banda- ríkjanna í Vínarborg, en það var einn af útsendurum hennar sem sá verk Steinunnar á sýningunni í Ás- mundarsafni síðastliðið vor. Sér nýja fleti á verkun- um í nýju umhverfi Þessa dagana stendur yfir einkasýning Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara á Ítalíu. Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti Steinunni og komst að því að hinn kunni ítalski myndlistarmaður Claudio Parmiggi- ani, sem sýndi í Listasafni Íslands á liðnu vori, átti milligöngu um að koma verkum hennar á framfæri á Ítalíu. Ljósmynd/Angelo Roberto Tizzi Frá sýningu Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara í Galleria Bed- oli í borginni Viadana á Ítalíu. Verkið í forgrunni heitir Horfur. Steinunn Þórarinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.