Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 19 MORÐIÐ á hinum fimmtán ára gamla þeldökka Benjamin Her- mansen í Ósló á föstudag var framið að yfirlögðu ráði að sögn lögreglu. Morðinginn og félagar hans, sem all- ir eru meðlimir í nýnasistahreyfing- unni Boot Boys, fóru út þetta kvöld með það að markmiði að myrða þel- dökkan einstakling. Þetta kom fram í yfirheyrslu lögreglu á ungmennun- um fimm sem handtekin voru, grun- uð um aðild að morðinu. Þremur þeirra hefur nú verið sleppt úr haldi lögreglu en Ole Nicolai Kvisler, sem er einn virkasti nýnasisti í Noregi, og sautján ára gömul kærasta hans eru enn í gæsluvarðhaldi. Ungmennin eiga öll yfir höfði sér dóm vegna að- ildar að morðinu. Að sögn lögreglu gengur morðingi Benjamins enn laus. Joe Erling Jahr er nú eftirlýstur um alla Evrópu vegna morðsins. Hann er nítján ára gamall og þekkt- ur meðlimur nýnasistahreyfingar- innar Boot Boys. Að sögn félaga hans hafði hann á sér kjöthníf hið örlaga- ríka kvöld og ætlaði sér að taka líf einhvers þeldökks ungmennis sem á vegi hans yrði. Mun hópurinn hafa verið saman í veislu að heimili Kvisl- ers og keyrt svo um borgina í leit að fórnarlambi. Því leikur grunur á að tilviljun ein hafi ráðið því að Benja- min Hermansen var myrtur. Er jafn- vel talið að fleiri en ungmennin sex sem bendluð hafa verið við morðið hafi verið úti þessa nótt í sama til- gangi. Óttast að fleiri ungmenni gangi til liðs við nýnasista Lögreglan óttast að sú mikla um- ræða í fjölmiðlum í kjölfar morðsins, þar sem nýnasistar hafa verið nafn- greindir og myndir af þeim birtar, geti haft þau áhrif að fleiri ungmenni laðist að nýnasistahreyfingum í Nor- egi. Í dag er talið að nýnasistar í Nor- egi séu um 150 talsins. Mun fleiri standa í jaðri þessara hreyfinga og er óttast að tala virkra meðlima eigi eft- ir að hækka. Aðrir telja að aukin umræða um kynþáttafordóma og glæpi þeim tengdum eigi eftir að hafa öfug áhrif. Á mánudagskvöld safnaðist fjöldi fólks saman á götum Óslóar og krafð- ist aðgerða gegn auknu ofbeldi í borginni. Undanfarna mánuði hefur tíðni ofbeldisglæpa aukist, götugengi hafa margsinnis gengið berserks- gang og til skotárása hefur komið. Morðingja Benja- mins enn leitað Þrándheimi. Morgunblaðið. ÞINGMENN Íhaldsflokksins í Bretlandi kröfðust þess í gær að op- inber nefnd, sem skipuð var til að rannsaka Hinduja-málið svonefnda, kanni hvort embættismenn hafi hunsað álit bresku leyniþjónustunn- ar, MI6, varðandi umsókn indverska auðkýfingsins Srichands Hinduja um breskt ríkisfang. Hinduja-málið hefur þegar kostað Peter Mandelson embætti Írlands- málaráðherra. Íhaldsmenn fullyrtu í gær að Hinduja hefði verið veittur ríkis- borgararéttur í bága við álit leyni- þjónustunnar, sem hefði mælt gegn því að umsókn hans yrði samþykkt. Ann Widdecombe, talsmaður Íhalds- flokksins í innanríkismálum, hefur ritað Sir Anthony Hammond, sem stjórnar rannsókninni á Hinduja- málinu, bréf þar sem hún fer fram á að það verði kannað hvort leyniþjón- ustan hafi komið að málinu. Widdecombe varpar fram þeirri spurningu hvort MI6 hafi verið falið að kanna bakgrunn Hinduja-bræðr- anna á Indlandi og gefa skýrslu um ásakanir á hendur þeim um spillingu í tengslum við vopnasölusamninga. Embættismenn sögðu í gær að Hammond fengi aðgang að öllum gögnum um aðkomu leyniþjónust- unnar að Hinduja-málinu, en tals- maður forsætisráðherrans reyndi þó að gera lítið úr þessum þætti máls- ins. „Þetta er auðveldasta leiðin [fyr- ir stjórnarandstöðuna] til að gera sér áfram mat úr hneykslinu; að beita því gamla bragði að blanda leyni- þjónustunni í málið, því það er vitað að [stjórnvöld] tjá sig ekki um mál- efni hennar,“ sagði hann. Símtal hefði getað skipt sköpum Afsögn Peters Mandelsons vegna málsins hefur þyrlað upp einhverju mesta moldviðrinu í breskum stjórn- málum um langa hríð. Svo virðist sem Mandelson hafi í raun ekki gert neitt verulega athugavert, sem gæfi ástæðu til afsagnar, heldur hafi taugaveiklun eða flokkadrættir með- al forystumanna Verkamannaflokks- ins ráðið úrslitum. Ásakanir gengu á víxl milli Mand- elsons og flokksforystunnar um helgina, en nýr vinkill kom á málið á mánudag, þegar fregnaðist um sím- tal, sem náði ekki í gegn, en hefði getað skipt sköpum. Vinir Mandelsons segja að emb- ættismaður hafi reynt að hringja í skrifstofu forsætisráðherrans á mið- vikudaginn var, þegar Tony Blair ræddi málið Mandelson áður en til- kynnt var um afsögn hans. Embætt- ismaðurinn mun hafa ætlað að færa Blair þær upplýsingar að opinber skjöl renndu stoðum undir fullyrð- ingar Mandelsons um að hann ræki ekki minni til að hafa hringt í Mike O’Brien, aðstoðarráðherra í innan- ríkisráðuneytinu, til að grennslast fyrir um umsókn Hindujas, heldur hafi samskiptin verið á milli embætt- ismanna. Hinduja-málið vindur upp á sig Íhaldsmenn segja álit MI6 hunsað London. The Daily Telegraph. MIKILL ótti ríkir meðal valdastétt- arinnar í Perú við myndböndin, sem Vladimiro Montesinos, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, lét taka á laun en þau þykja sýna vel spillinguna í stjórnkerfinu og öllum helstu stofnunum samfélagsins. Vonast var til, að kosningarnar 8. apríl næstkomandi gætu orðið upp- haf að nýjum og betri tímum í land- inu en vegna myndbandanna mun hugsanlega verða einhver bið á því. Aðeins lítill hluti af þeim 2.400 myndböndum, sem Montesinos lét taka upp, hefur komið í leitirnar en þau sýna meðal annars þingmenn og dómara taka við mútum. Sýna þau hvernig Montesinos hafði alla þræði í hendi sér, í ríkisstjórninni, réttar- kerfinu og hernum og þegar mútur dugðu ekki kúgaði hann menn til fylgis við sig. Vladimiro Montesinos, sem var helsti ráðgjafi Albertos Fujimoris forseta, flýði land er sýnt var í per- úsku sjónvarpi myndband þar sem hann var að múta þingmanni og Fujimori flýði síðan til Japans í nóv- ember sl. Bjóða stórfé í „óþægileg“ myndbönd Mikil óvissa er nú um kosningarn- ar í Perú eftir rúma tvo mánuði. „Hvernig er hægt að halda kosn- ingar þegar það er hugsanlegt, að vinir og félagar frambjóðendanna og jafnvel þeir sjálfir hafi verið á kafi í spillingunni,“ segir hagfræðingurinn Hernando de Soto en sagt er, að margir valdamiklir menn bjóðist til að kaupa „óþægileg“ myndbönd fyr- ir of fjár. Myndböndin eru nú til skoðunar í dómskerfinu en þau hafa nú þegar leitt til sakadómsrannsóknar í mál- um fyrrverandi formanns kjör- stjórnarinnar í landinu, í málum þriggja hæstaréttardómara, eins ríkisstjóra og þingmanns, sem hafði baráttu gegn spillingu sem sitt helsta stefnumál. Vitað er um eitt myndband, sem horfið hefur í dóms- kerfinu, en það bar titilinn „Montes- inos með dómurunum“. Jose Ugaz, saksóknari í þessum málum, hefur farið fram á, að gert verði afrit af öllum myndböndunum og þeim síðan komið í örugga geymslu í þjóðbankanum í Lima og Valentin Paniagua, forseti landsins til bráðabirgða, vill, að myndböndin verði gerð opinber fyrir kosningar. Siðvæðingarflokkur í vanda Það kom mörgum á óvart þegar myndböndin sýndu, að þingmaður- inn Ernesto Gamarra var meðal mútuþeganna en hann sat í nefnd, sem var að rannsaka Montesinos og glæpi hans. Gamarra, sem nú hefur verið sviptur þingsæti, heldur því fram, að hann hafi ekki vitað, að pen- ingarnir, sem hann tók við, um 340.000 ísl. kr., hafi komið frá einum félaga Montesinos. Hann sagði hins vegar ekkert um þau ummæli sín á myndbandinu, að hann myndi nota áhrif sín til að sjá til, að rannsókn- arblaðamenn færu ekkert að grafast fyrir um ákveðna vopnasölusamn- inga. Ekki þarf að taka fram, að afhjúp- unin á Gamarra hefur stórskaðað hans eigin flokk, Sjálfstæðu siðvæð- ingarhreyfinguna, en flokkstáknið er kústur, sem nota skal til að sópa burt spillingunni. Leiðtogi flokksins og forsetafram- bjóðandi, Fernando Olivera, hefur að sjálfsögðu fordæmt Gamarra en margir kjósendur, sem áður ætluðu að kjósa flokkinn, segjast nú ekkert vita hvað þeir eigi að gera. Hver er spilltur og hver er ekki spilltur í Perú? Myndbönd Montesinos skelfa valdastéttina Lima. AP. AP Rammi úr myndbandsupptöku þar sem Montesinos, til hægri á mynd- inni, heilsar Alipio Montes de Oca hæstaréttardómara á skrifstofu sinni í aðalstöðvum leyniþjónustunnar í maí 1998. Montesinos bauð dóm- aranum 850.000 kr. á mánuði fyrir að gerast formaður yfirkjörstjórnar en árið eftir samþykkti nefndin að Fujimori yrði forseti þriðja kjör- tímabilið. Efast var um að það væri í samræmi við stjórnarskrána.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.