Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. G UJARAT var næst- mesta iðnaðarhérað Indlands. Svo er ekki lengur og það mun taka marga mánuði og jafnvel ár að koma iðnaði og lifn- aðarháttum í samt horf eftir jarð- skjálftann á föstudaginn. Alþjóðleg- ar björgunarsveitir komust í fyrsta skipti í gær í nokkur þorp sem höfðu ekki fengið neina utanaðkom- andi aðstoð frá því skjálftinn reið yfir. Eitt þeirra er þorpið Anjar og herma fyrstu fréttir þaðan að það sé rústir einar og að mikill meiri- hluti íbúanna 5.000 hafi farist, þar á meðal 400 börn sem voru í þjóðhá- tíðarskrúðgöngu. Barist við tímann Björgunarmenn börðust í allan gærdag við tímann en talið er að fórnarlömb skjálftans, sem grafin eru í rústunum, lifi ekki lengur en fjóra til fimm sólarhringa án vatns og matar. Hver sekúnda skiptir því máli og fórnarlömbin tóra lengur á lífi ef þau vita að einhver er að leita að þeim. Alþjóðlegu björgunarsveitirnar, sem nú eru komnar á staðinn, búa yfir fullkomnum búnaði til að leita að fólki í rústum. Bæði eru þær með leitarhunda og tæki sem nemur hita og hreyfingu djúpt í rústunum, jafnvel þótt manneskjan, sem graf- in er undir rústunum, sé meðvit- undarlaus. Nokkrir fundust í gær á lífi. 75 ára kona og átta mánaða gamall drengur, 25 ára kona og eins árs sonur hennar og 16 ára drengur voru öll dregin lítið slösuð úr rúst- um bygginganna. Auk þess sem áfram er leitað eft- ir lífi í rústunum er unnið hörðum höndum að því að koma á sambandi við umheiminn. Símasambandi var komið á að hluta til á ákveðnum svæðum en aðeins litlum hluta íbúa tókst að komast í samband við ætt- ingja sína og ástvini á öðrum svæð- um á landinu. Neyðarnúmerum hefur einnig verið komið upp í flestum stórborg- um Indlands þar sem ættingjar geta spurst fyrir um afdrif sinna nánustu. Ástæðurnar eru nokkrar Í fyrsta lagi lítið sam björgunarhópa, í öðru lagi irnir víða skornir í sundu jarðskjálftanna og í þriðja vopnaðir vegaræningjar bíla á leið inn í sveitirnar. an nær ekki að stöðva ræ þar sem hún er nánast ó enda hafa margir lögreglum ist í skjálftanum eða misst og ástvini. Sameinaði fólk jaf sem sundraði Gífurlegur straumur fól burt frá Bhuj og nágren hefur engin farartæki en burtu frá rústunum og von betri tíma. Sjá má heilu f urnar ganga meðfram ve átt frá Bhuj enda hafa sterkir eftirskjálftar gert urlega hrætt um að an skjálfti ríði yfir á hverri stu Járnbrautarsambandi var komið á til nokkurra bæja í gær og var Rajkot þar á meðal. Á ákveðnum svæðum tókst einnig að koma raf- magni á en víðast hvar er ennþá al- gerlega rafmagns- og símasam- bandslaust. Mikill fjöldi alþjóðlegra björgun- arsveita og samtaka er nú kominn til Ahmedabad. Allir vilja hjálpa til en bæði íbúar og fulltrúar hjálpar- stofnana segja fjölmiðlum hér í Mumbai að samhæfingu og skipu- lagningu aðgerða sé verulega ábótavant. Sumir íbúar vilja meina fleiri ut- anaðkomandi aðilum að koma og segja að svæðið beri ekki þann fjölda fólks sem streymi þangað. Dreifing hjálpargagna er líka stórt vandamál. Vistir og lyf streyma til Ahmedabad en ekki hefur tekist sem skyldi að koma þeim út í þorpin og sveitirnar þar sem skaðinn er hvað mestur. Indverjar snúa nú bökum saman til að bjarga því sem bja Jónsdóttir er í Mumbai og segir að þar leggi jafnt stórir INDVERJAR UM ENDURU Horft yfir borgina Anjar, sem er í um 50 kílómetra fjarlægð frá upp Branthi, sem er fimmtán mánaða gömul, virðir fy UMRÆÐA UM SKÓLAMÁL EINKAFRAMKVÆMD Í SKÓLAKERFINU Áform meirihluta bæjarstjórnar-innar í Hafnarfirði, um að bjóðaút kennslu í nýjum grunnskóla í Áslandi í svokallaðri einkaframkvæmd, eru umdeild. Hafnarfjarðarbær hefur verið brautryðjandi í einkaframkvæmd og samið við einkaaðila um byggingu og rekstur iðnskóla og leikskóla í bænum, auk Áslandsskóla. Einkaframkvæmd við byggingu og rekstur mannvirkja er orðin vel þekkt hér á landi – þar eru Hvalfjarðargöngin líklega kunnasta dæmið. Deilt hefur verið um þessa aðferð, en færa má sterk rök fyrir því að með henni megi nýta kosti einkaframtaksins til að finna hag- kvæmustu leiðina og halda niðri kostn- aði við verkefni, sem opinberum aðilum ber skylda til að sjá um að séu fram- kvæmd. Þá er hins vegar nauðsynlegt að þeim skuldbindingum, sem ríki eða sveitarfélög takast á hendur vegna lang- tímasamninga við einkaaðila, sé til skila haldið í ársreikningum og skattgreið- endum veittar upplýsingar um það hvernig þetta fyrirkomulag kemur út, miðað við áætlanir um hefðbundinn op- inberan rekstur sömu verkefna. Nú vilja bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hins vegar ganga skrefi lengra og fela einkaaðilum sjálfa kennsluna, kjarnann í þjónustu skólans við skólabörn og for- eldra þeirra. Slíkt er skiljanlega við- kvæmt mál. Eingöngu eitt fordæmi er fyrir því hér á landi að gengið sé til samninga við einkaaðila um rekstur op- inberrar þjónustu með þessum hætti, en það er samningur heilbrigðisráðuneyt- isins við Öldung hf. um að fyrirtækið leggi til og reki hjúkrunarheimili fyrir mikið veikt eldra fólk í Sóltúni í Reykja- vík. Heilbrigðisþjónusta og menntun eru dæmi um opinbera þjónustu, sem fólk gerir miklar kröfur til, og þess vegna er eðlilegt að umræður fari fram um tillögur um breytingar á rekstrar- formi. Röksemdir bæjarstjórnarmeirihlut- ans í Hafnarfirði fyrir einkaframkvæmd eru þær að bjóða megi upp á betri skóla fyrir sama eða minna fé með því að veita einkaaðilum ákveðið svigrúm, innan ramma grunnskólalaga, aðalnámskrár og fleiri skilyrða, til að móta skólastarfið eftir nýjum hugmyndum. Einkaaðilar séu líklegri en bæjarfélagið til að finna leiðir, sem bæti þjónustuna við börn og foreldra. Minnihlutinn í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar hefur mótmælt þessum áform- um harðlega. „Aðalatriðið er að við telj- um að kennsla skólabarna sé ekki einkavæðingarverkefni. Það er verkefni sveitarfélaganna að standa fyrir þessari þjónustu og tryggja með henni jafna stöðu nemenda,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, í sam- tali við Morgunblaðið sl. laugardag. Í þessum ummælum gætir þess mis- skilnings að um einkavæðingu grunn- skólans sé að ræða. Munurinn á einka- væðingu og einkaframkvæmd er sá að í einkaframkvæmd hafa opinberir aðilar áfram bein afskipti af viðkomandi verk- efni með skilgreiningu á veittri þjón- ustu. Slíkt hyggjast bæjaryfirvöld í Hafnarfirði gera; setja strangar kröfur og skilyrði, sem m.a. gera ráð fyrir að nemendur sitji við sama borð hvað varð- ar greiðslu kostnaðar við ýmsa þætti í skólastarfinu og aðrir grunnskólanem- endur í Hafnarfirði. Ekki verður heldur ráðið af þeim drögum að útboðsgögnum, sem er að finna á heimasíðu Hafnar- fjarðarbæjar, að neinn sé að tala um að taka upp skólagjöld eins og tíðkast í þeim einkaskólum á grunnskólastigi, sem starfræktir eru hér. Því virðist ástæðulaust að hafa áhyggjur af því að jafnrétti nemenda sé ógnað. Aðalatriðið í þessu máli er ekki rekstrarform skólastarfsins í Áslands- hverfi, heldur innihaldið. Í útboðsgögn- unum er kveðið á um að setja skuli skólastarfinu mælanleg markmið og gera reglubundnar mælingar á árangri, einnig um gæðakerfi og innra gæðaeft- irlit. Þetta eru ýtarlegri kröfur en gerð- ar eru til grunnskóla almennt og senni- lega til þess fallnar að auka gæði skólastarfsins ef rétt er á haldið, enda hafa margir verið þeirrar skoðunar að aðhald og eftirlit með árangri skóla- starfs hafi almennt verið of lítið hér á landi. Vissulega er hér um tilraunastarf- semi að ræða, sem kann að valda vissri óvissu hjá nemendum og foreldrum í Áslandi. Hins vegar ber að líta til þess að tilraunastarfsemi í kennsluháttum og skólastarfi er ekki ný af nálinni í ís- lenzku skólakerfi og hefur til þessa farið fram undir stjórn ríkis og sveitarfélaga. Það verður að tryggja festu í skólastarfi en ákveðnar tilraunir með breytta kennsluhætti og rekstarform eru nauð- synlegar til að stuðla að framþróun og fá samanburð á kostum og göllum mismun- andi kerfa. Ef hægt er að bjóða betri skóla í Áslandi fyrir minna eða sama fé en ella er það tilraunarinnar virði þótt vissulega beri að fara að öllu með gát. Þótt umræða um skólamál hafi aukisttalsvert síðastliðin ár þarf að efla hana enn frekar. Skólamál skipta alla landsmenn máli og fullyrða má að þau séu sá málaflokkur sem á eftir að skipta hvað mestu um framtíðarmöguleika þjóðarinnar. Það er því mikilvægt að umræðan sé eins mikil og vönduð og frekast er kostur. Svanfríður Jónasdóttir alþingismað- ur benti á þetta í grein í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Svanfríður sagði að misbrestur væri á því að umræða um menntamál væri nægilega djúp og markviss. Umræðuna sem fylgdi í kjölfarið á birtingu niður- staðna úr samræmdum prófum í fjórða og sjöunda bekk grunnskóla landsins fyrr í mánuðinum taldi hún sýna þetta berlega en hún var af skornum skammti. Í niðurlagi greinar Svanfríðar segir: „Það er afar mikilvægt þegar verið er að fjölga samræmdum prófum og birta nið- urstöður þeirra að unnt sé að læra af þeim þannig að skólarnir og umhverfi þeirra geti haft gagn af. Til þess þarf meiri umfjöllun og breiðari svo að um- ræðan verði almennari og dýpri. Það þarf að leita svara við fleiri spurningum og læra af svörunum. Einungis þannig verður hægt að þróa samspil skólans og þess samfélags sem hann á að þjóna þannig að allir hafi gagn af.“ Svanfríður benti á að það þyrfti að leita svara við því hvers vegna sumir skólar skara fram úr öðrum á breiðari grundvelli en hingað til hefur verið gert. Þar væri ekki nóg að kanna innra starf skóla heldur og samspil þeirra við sam- félagið sem þeir þjóna. Óhætt er að taka undir þessi orð Svanfríðar Jónasdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.