Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                !  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. AUSTURSTRÆTI heitir gata ein í Reykjavík sem byrjar og endar á tveim afspyrnuljótum torgum, Ing- ólfstorgi og Lækjartorgi. Mér þykir alveg óskaplega vænt um þessa götu þótt ekki geti ég hampað henni fyrir fegurð og þokka. Í svartasta skammdeginu hefur Austurstræti á sér hálfógnvekjandi yfirbragð, það er t.d. svo illa lýst að vesalings veggjakrotararnir sjá varla hvað þeir eru að gera. Á vestari hluta götunnar, frá Ingólfstorgi til Pósthússtrætis, eru þrír ljósastaurar með venjulegum hvítum perum sem lítið virðast gagnast enda einn þeirra oftast bilaður. Þetta væri kannski í lagi ef gatan væri þétt skipuð næt- urklúbbum sem gætu lýstu upp göt- una með neon-skiltum sínum en svo er bara ekki, að minnsta kosti ekki enn þá. Fyrir nokkrum árum var austari hluti götunnar endurbættur, þá voru meðal annars sett upp 10 ljósker, flest norðan megin í götunni. Þetta eru afskaplega falleg ljósker en drungaleg og járngirt hús sem við þau standa ná einhvern veginn að drepa þá litlu tíru sem frá þeim staf- ar. Suðurhlið götunnar fékk úthlutað tveim ljóskerum sem lentu bæði við ágætlega upplýsta Lækjargötuna. Það hefur sem sagt ekki þótt ástæða til að lýsa gangstétt og bílastæði sunnan megin í götunni. Gangandi vegfarendur treysta því á að öku- menn bifreiða sem um götuna aka lýsi þeim leið með bílljósum sínum. Einnig má á stöku stað finna þarna verslanir sem einhverri birtu stafar frá. Ef ég væri útlendingur mundi ég varla trúa því að þetta svarthol væri miðpunktur bæjarlífsins. Fyrir jólin varð nokkur breyting á næturásýnd götunnar. Fyrst ber að nefna frábæra lýsingu sem sett var á miðhæð Landsbankahússins. Þetta fallega hús ljómar þarna í myrkrinu, öðrum húsum til mikillar fyrirmynd- ar. Ég vona bara að bankamenn láti ekki staðar numið við þessa einu hæð heldur lýsi upp alla norðurhlið hús- ins sem allra fyrst. Ég gef þeim fyrstu verðlaun fyrir vel heppnaða viðleitni til að bæta ásýnd Austur- strætis. Einnig er ástæða til að hampa Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Fyrir jólin hættu þeir nefnilega að setja niður þetta skelfilega járntjald sem áður lokaði fyrir glugga versl- unarinnar á nóttunni og var lítt til yndisauka fyrir götuna. Nú skín birta út frá versluninni og enn sem komið er hefur enginn gluggi verið brotinn. Það hefur eflaust þurft kjark til að prófa þetta í svartasta skammdeginu en vonandi fer hliðið aldrei aftur niður. Apótekið Lyfja opnaði verslun í götunni rétt fyrir jól þar sem áður var rekin ferðaskrifstofa. Búðin er opin og björt og gluggarnir stórir. Ég þakka eigendum verslunarinnar fyrir að hafa ekki látið sér detta í hug að draga járnhlið fyrir gluggana á nóttunni. Eftir velheppnaða ljósasýningu Reykjavíkurborgar í nóvember sl. vil ég leggja til að efri hæðir húss Hér- aðsdóms Reykjavíkur verði á vet- urna lýstar í svipuðum dúr og gert var við Hallgrímskirkju. Þannig yrði hið tómlega og kalda Lækjartorg kannski ekki jafn áberandi ljótt, það mætti jafvel lýsa það sjálft á sama hátt. Ég skora á Reykjavíkurborg, jafnt sem eigendur húsa við Austurstræti að bæta lýsingu í götunni, þar á ég við inni í byggingum, á framhliðum bygginga, gangstéttum og götu. Snúum vörn í sókn, gerum Austur- stræti að fegurstu götu bæjarins. BRYNDÍS LOFTSDÓTTIR verslunarstjóri. Austurstræti – bætt ásýnd – betri borg Frá Bryndísi Loftsdóttur: Morgunblaðið/Jim Smart Iðandi Austurstræti á góðum degi. Í svartasta skammdeginu hefur það hins vegar á sér ógnvekjandi yfirbragð vegna lélegrar lýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.