Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 50
FÓLK Í FRÉTTUM 50 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓHÆTT er að telja Michael Chabon með helstu rithöfundum Bandaríkjanna af yngri kynslóð- inni nú um stundir, ekki síst í ljósi þeirrar bókar sem hér er gerð að umtalsefni sem er á flestum listum yfir bestu bækur ársins vestan hafs á síðasta ári. Chabon sendi frá sér fyrstu skáldsöguna, The Myst- eries of Pittsburg, tuttugu og fimm ára gamall, og fékk fyrir framúr- skarandi dóma. The Amazing Ad- ventures of Cavalier & Clay er þriðja skáldsaga hans, en einnig hefur hann sent frá sér tvö smá- sagnasöfn. Síðasta saga hans er The Wonder Boys, sem kvikmynd- uð var á síðasta ári með Michael Douglas í aðalhlutverki. Sagan af ævintýrum þeirra Josef Kavalier og Samuel Klayman, sem kölluðu sig Joe Cavalier og Sammy Clay upp á bandaríska vísu, er saga bandarísks samfélags á ár- unum fyrir og fram yfir seinni heimsstyrjöldina. Þeir Sammy og Joe eru frændur, annar ólst upp í Prag og flýr þaðan ofsóknir nasista og hinn reynir að flýja æsku sína og fátækt. Um þetta leyti er teikni- myndaiðnaðurinn að verða til vest- an hafs og þeir félagar snúa sér að því að skapa ævintýraheim, annar til að sigrast á niðurlægingunni og hinn til að sigrast á óvininum sem heltekið hefur Evrópu og til að frelsa fjölskyldu sína frá Prag. Sam er sögumaðurinn, óþrjótandi uppspretta óþokka og ofurhetja, og Joe listamaðurinn sem leggur sál sína í að gæða hetjurnar lífi og styrk til að takast á við óþokkann Attila Haxoff og hyski hann í Járn- keðjunni sem eru að murka lífið úr Evrópu. Söguþráðurinn er margslunginn og kemur sífellt á óvart, um miðbik bókarinnar tekur hún óvænta stefnu og breytist úr hefðbundinni þroskasögu í eins konar töfra- raunsæi og þar tekst Chabon á flug svo um munar. Undir lokin tekur sagan svo enn óvænta og ófyrirsjá- anlega stefnu og lýkur á óvæntan hátt en fullkomlega rökréttan. Í bókinni er Chabon með mikið undir og vinnur vel úr sínu að mestu leyti. Hann dregur upp mynd af því hvernig auðmenn af gyðingaættum voru slegnir blindu yfir því sem var að gerast í Evrópu á fjórða áratugnum, hvaða áhrif teiknimyndasögurnar höfðu á af- stöðu bandarísks almennings til stríðsins í Evrópu, hvernig gyðing- ar voru utanveltu í bandarísku þjóðlífi og samkynhneigðir ekki síður, hvernig stríð gerir menn að ófreskjum; allt án þess að fella dóma eða prédika – hann er að segja sögu og gerir það afskaplega vel. Forvitnilegar bækur Ævintýrið um Cavalier & Clay The Amazing Adventures of Cavalier & Clay eftir Michael Chabon. Random House gaf út í september sl. 659 síður innb. Fæst í Máli og menningu. Árni Matthíasson CALEB CARR sló rækilega í gegn fyrir nokkrum árum með skáldsögu sinni The Alienist sem segir frá sál- fræðingi í New York á síðustu öld sem glímir við fjöldamorðingja. Sú saga var ekki síst eftirminnileg fyrir það hve Carr fléttaði svipmyndum frá New York fyrri tíma og frægum sögupersónum saman við söguþráð- inn til að gera bókina margslungn- ari. Síðar skrifaði hann einskonar framhald þar sem sömu sögupersón- ur komu við sögu, en í bókinni Kill- ing Time sem út kom á síðasta ári er sögusviðið öllu nútímalegra eða rétt- ara sagt framtíðarlegra, því sagan gerist árið 2023, í heimi sem er ger- spilltur og sýktur af mengun og græðgi. Enn er söguhetjan sálfræðingur, að þessu sinni dr. Gideon Wolfe, sem er að auki sérfræðingur í afbrota- fræðum og sagnfræðingur. Hann verður óafvitandi þátttakandi í til- raun til að vekja heiminn til umhugs- unar um ástand mála, þar sem öllum meðulum er beitt. Ekki er vert að rekja söguþráðinn, en hann er býsna ævintýralegur og hraðinn svo mikill í frásögninni að varla er nema von að skripli á skötunni þegar mest lætur, því Carr leysir fléttur á yfirgengileg- an hátt, gleymir persónum og breyt- ir um eðli þeirra jafnharðan og gefur lífshættulega slösuðum mönnum færi á að rísa upp aftur og berjast eins og ekkert væri. Í eftirmála að bókinni segir Carr frá því að kveikjan að henni sé stutt- saga sem honum hafi verið falið að skrifa fyrir tímaritið Time og birtust fyrstu kaflarnir þar. Þeir, og bókin öll, bera það reyndar með sér að vera skrifaðir fyrir tímarit og minna á svonefndar cliffhanger-bókmenntir sem tíðkuðust í tímaritum hér áður fyrr, þar sem hverjum hluta lauk á svo dramatískan hátt að lesandi var ekki í rónni fyrr en hann komst í framhaldið. Sem dæmi um framúr- skarandi höfund slíkra verka má nefna Arnold Bennett í upphafi síð- ustu aldar, sjá til að mynda The Grand Babylon Hotel. Að því leyti er Killing Time prýðilega skrifuð, framvinda mátulega farsakennd og ótrúleg, persónur ýktar og aðalsögu- hetjan nánast ofurmannleg þegar á reynir. Galli á bókinni er aftur á móti sú yfirgengilega bölsýni á framtíð mannkyns sem Carr beitir væntan- lega til að vekja lesandann til um- hugsunar um umhverfismál og neysluæði. Söguþráðurinn er einnig óhemjuþunnur, líkt og í hefðbundum framtíðarhasarmyndum bandarísk- um, en Carr beitir einmitt hraða í frásögninni til að breiða yfir hvað innihaldið er rýrt. Ef bókin er lesin í einum rykk, og ekki erfitt að gera það, gleymist að það eru allir með plastbyssur og gerviblóð og rök- hugsunin hverfur út í veður og vind. Forvitnilegar bækur Heimur á heljarþröm Killing Time, skáldsaga eftir Caleb Carr. Random House gefur út 2000. 274 bls., innb. Fæst í Máli og menningu. Árni Matthíasson BÓK Davids Macaulays, Building Big, byggist að nokkru á sjón- varpsþáttum á PBS-rásinni vest- anhafs. Macaulay myndskreytir bókina sjálfur, en hann hefur ein- mitt fengist við álíka útgáfu áður. Í inngangi að bókinni segist hann hafa fengið hugmyndina að því að gera fimm sjónvarpsþætti sem hver um sig myndi fjalla um til- tekið stórvirki verkfræðinnar, brýr, göng, skýjakljúfa, kúluþök og stíflur. Þegar menn voru komn- ir af stað með þættina langaði hann aftur á móti að beina sjónum að smáatriðunum, hvers vegna menn kysu heldur að nota stál en steypu og stein, hvað réð lögun og staðsetningu og þar fram eftir götunum. Macaulay settist því að verkfræðingum og hönnuðum og spurði í þaula þar til hann var bú- inn að sanka að sér nægum upp- lýsingum til að fara að teikna. Kemur víða við í tíma Macaulay kemur víða við í tíma, því í brúarkaflanum rekur hann sögu brúa frá því á tímum Róm- verja, Ponte Fabricio, fram að verkefnum sem enn er ekki lokið, en einnig segir hann ítarlega frá Golden Gate-brúnni í San Frans- isco, Ponte de Normadie á Signu, brúnni yfir Forth-fjörð og svo má áfram telja. Þegar göng eru tekin fyrir segir hann frá göngum sem gerð voru árið 600 fyrir Krist og fram til Ermarsundsganganna og fram- kvæmda vegna umferðarmann- virkja í Boston sem kallast The Big Dig, eða uppgröfturinn mikli, en þeim er ekki lokið og komin ár og milljarða fram úr áætlun. Einn- ig getur hann um göng undir Thames og göngin á milli New York og New Jersey. Trjámaðkar innblásturinn Í frásögn af fyrstu göngunum undir Thames segir Macaulay frá því að hönnuður ganganna hafi fengið hugmyndina að því hvernig best yrði að vinna verkið af skelj- um trjámaðka sem leggjast á skip, en hausinn á þeim er hörð skel og síðan klæða þeir göngin sem þeir naga innan með kísilhúð. Vinna hófst 1825 og göngin voru gerð að trjámaðkasið. Þó það hafi tekið drjúgan tíma með vandræðum vegna eiturgufumengunar af sorpi og metansprenginga og álíka óhappa, tókst á endanum að ljúka við göngin og þau eru notuð enn þann dag í dag. Frásagnir af stífl- um hefjast þar sem eitt mesta slíka mannvirki var reist í Brasilíu á síðustu árum, Itá-stíflan, en einnig tínir Macaulay til Hoover- stífluna, Aswan-stífluna frægu og loks Itaipu-stífluna sem Macaulay segir mestu stíflu í heimi. Hvolfþök fá sérstakan kafla Hvolfþök fá sérstakan kafla, enda mikil og merkileg burðar- þolsfræði á bak við þau og sum með mestu verkfræðiverkum sög- unnar. Fyrsta er fræga að telja hvelfinguna yfir Pantheon í Róm sem reist var á árunum 118 til 125. Hagia Sophia í Istanbul var byggð heldur síðar eða 532 til 537 og svo telur Macaulay upp hvelf- ingar, en eyðir mestu rými í hvelf- inguna yfir þinghúsi Bandaríkja- manna í Washington. Mjög er forvitnilegt að lesa frásögn af dómkirkjuhvelfingunni í Flórens sem reist var af byggingameist- aranum Brunelleschi, en svo vel heppnuð var hún og haganlega gerð að Michelangelo tók sér hana til fyrirmyndar er hann teiknaði hvelfinguna á Péturskirkjunni í Róm. Þess má geta að Brunell- eschi reisti hvelfinguna, sem er úr múrsteini, án þess að nota still- ansa. Skýjakljúfar nútímans Lokakafli bókar Macaulays fjallar um skýjakljúfa. Hann lýsir vel fimmtán hæða húsi sem reist var í Chicago á árunum 1892 til 1895, Reliance-húsinu, en við þá smíði var notuð ýmisleg nýstárleg byggingartækni sem átti eftir að ryðja sér til rúms um heim allan á næstu árum. Þar var stálbitagrind notuð til að tryggja burð og sveigjanleika hússins og fyrir vik- ið gátu veggir verið þynnri og gluggar stærri. Sú tækni sem notuð var við Reliance-bygginguna var síðan notuð við fleiri háhýsi vestanhafs, sérstaklega í New York, enda var þar stutt niður á klöpp og mikil umsvif í verslun og viðskiptum. Millj- ónungar þeirra tíma tóku að keppast við að byggja sem glæsi- legust hús og mörg fegurstu hús þeirra tíma voru skýjakljúf- ar sem voru ekki bara hannaðir með tilliti til rýmis, heldur einnig með það í huga að þeir yrðu sem glæsi- legastir. Gott dæmi er Chrysler-húsið, sem var á sínum tíma helsta háhýsi heims. Það stóð þó ekki lengi því menn voru þegar farnir að leggja drög að Empire State- húsinu sem var bein- línis ætlað að vera hæsta hús heims, aukinheldur sem það átti að rúma sem mest af skrif- stofum til að byggingin yrði sem hagkvæmust. 86 hæðir á sjö mánuðum Vinna gekk hratt fyrir sig og þannig tók ekki nema sjö mánuði að reisa húsið upp að útsýnispalli á 86. hæð, en ofan á það kom síð- an heilmikill turn, að sögn til að hægt væri að leggja loftbelgjum við turninn, en það þótti slíkt hættuspil að það var ekki reynt nema tvisvar. Empire State-húsið var hæsta hús heims í fjörutíu ár og var í sína tíð frægasta hús heims fyrir vikið. Fjölmörg hús eru mun hærri en Empire State-skýjakljúfurinn og Macaulay rekur dæmi um nokkur þeirra. Mörgum finnst eflaust skemmtilegt að lesa um hvernig menn fara að því að draga úr sveiflum á háhýsum. Til að leysa úr þeim vanda er húsin ganga til í miklum vindi grípa verkfræðingar til ýmissa ráða og gaman er að sjá skýringarmynd af því hvernig dregið er úr sveiflum í Citigroup- húsinu í New York þar sem 400 tonna steypustykki hvílir á glussa- tjökkum og dregur úr sveiflum með því að hreyfast hægar en húsið. Fleiri ævintýralegar aðferð- ir koma til greina eins og sú sem er á teikniborðinu fyrir skýjakljúf sem reisa á í París, en inni í hon- um verður 600 tonna kólfur sem er að hluta í silíkonhlaupi. Þegar húsið sveiflast nær pendúllinn ekki að hreyfast jafn hratt fyrir seigju silíkonsins og dregur því úr sveiflunni. BURÐARÞOL RISAVAXINNA MANNVIRKJA STÆRRA OG STÆRRA Höfundurinn á vettvangi.Margar bygginganna sem finna má í bókinni eru hin mestu ferlíki. Menn byggja sífellt stærra og stærra, hvort sem um er að ræða hús, stíflur, brýr eða göng. Í forvitnilegri bók Davids Macaulays veltir hann fyrir sér tækninni á bak við stórvirkin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.