Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKÓLI Íslands er sennilega stærsti vinnustaður á Íslandi. Þar stundar nú nám á sjöunda þúsund stúd- enta og annar eins fjöldi tekur þátt í nám- skeiðum á vegum End- urmenntunarstofnunar skólans. Við þetta bæt- ist á annað þúsund starfsmanna. Háskóli Íslands er góður vinnustaður þótt hann hafi fyrir löngu sprengt utan af sér það húsnæði sem honum er ætlað. Nauðsynlegt er að stjórnvöld veiti Há- skóla Íslands þann stuðning sem nauðsynlegur er til þess að uppbygg- ing háskólasvæðisins sé í takt við þarfir skólans. Nú nýtur háskólinn ekki sömu byggingarstyrkja og aðrir skólar á háskólastigi og er það rétt- lætt með einkarétti Happdrættis Háskóla Íslands á rekstri peninga- happdrættis. Vaka hefur lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að af- nema einkaleyfisgjaldið auk þess sem félagið hefur bent á að fjár- hættuspil séu ekki sérlega geðþekk leið til þess að fjármagna háskóla- stofnun. Vinnuaðastaða allan sólarhringinn Vaka hefur margoft bent á að ekki dugi einungis að treysta á hið op- inbera varðandi úrlausnir á vanda- málum Háskóla Íslands. Stúdentar og háskólayfirvöld eiga eftir fremsta megni að reyna að leysa úr sínum málum ef þess er einhver kostur. Vaka telur að háskólinn ætti að geta haft tekjur af útleigu lóða ef hann hefði óskoraðan eignar- og ráðstöf- unarrétt yfir háskólasvæðinu. Auk þess er nauðsynlegt að ríkið komi öðruvísi að fjármögnun bygginga við háskólann en nú er. Meðal þess sem hægt er að gera til þess að draga úr húsnæðisvandanum er að nýta skólahúsnæðið betur. Vaka hefur alltaf lagt áherslu á að kennslurými sé opið fyrir lestur þeg- ar ekki er verið að kenna í því og nú í vetur hefur Stúdentaráð fylgt þeim hugmyndum eftir með ágætum. Vaka vill hins vegar ganga mun lengra og vill að byggingar skólans verði opnar stúdentum allan sólar- hringinn. Vaka lagði fram tillögu þess efnis á fundi Stúdentaráðs nú fyrir áramót og fór fram á að reynt yrði að flýta málinu. Því miður hafa breytingar á þeim tíma sem bygg- ingarnar eru opnar ekki enn komið til framkvæmda þótt Vaka hafi bent á nokkur úrræði til þess að tryggja öryggi án mikils tilkostnaðar. Á um- ræddum stúdentaráðsfundi sagðist Haukur Þór Hannesson, fram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs og stúd- entaráðsliði Röskvu, hafa viðrað hugmyndir um tímabundna lausn á málinu við forsvarsmenn byggingar- mála í háskólanum. Vaka athugaði málið og komst að því að ekkert hafði verið aðhafst í málinu og hugmynd- um Vöku, sem samþykktar voru ein- róma í Stúdentaráði, hefur ekki ver- ið komið á framfæri. Framkvæmda- stjórinn fór því með ósannindi. Slíkt er afar óheppilegt því með undan- brögðum sínum hefur Röskva komið í veg fyrir að málið komist í nokkurn farveg. Vaka bendir á lausnir Nú eru byggingar háskólans lok- aðar frá tíu á kvöldin og til sjö á morgnana. Okkur í Vöku þykir lík- legt að fjölmargir væru því fegnir ef hægt væri að nýta tölvuver og les- aðstöðu lengur á kvöldin og eflaust eru einhverjir sem eru svo morg- unsprækir að opnunartíminn tefur fyrir þeim upphaf starfsdagsins. Hvað sem því líður má benda á að Háskólinn í Reykjavík hefur komið sér upp kerfi sem gerir stúdentum kleift að nýta sér vinnuaðstöðuna all- an sólarhringinn. Þar er tölvustýrt aðgangskerfi og fátt er því til fyr- irstöðu að koma ámóta kerfi á lagg- irnar í helstu byggingum Háskóla Íslands. Við í Vöku teljum þó að hefja megi tilraunir með að hafa byggingar háskólans opnar lengur án þess að fara út í miklar fjárfest- ingar – þótt nokkur tilkostnaður fel- ist í framtíðarlausn. Við teljum að rýmkun á þeim tíma sem háskólabyggingar eru opnar kunni að koma mörgum nemendum vel. Þeir sem kjósa að vinna og lesa á nóttunni hafa þá samastað og bygg- ingar Háskóla Íslands verða betur nýttar. Með frumlegum hugmyndum er oft hægt að finna lausnir á göml- um vandamálum. Með þá trú að leið- arljósi mun Vaka halda áfram að starfa í þágu stúdenta. Vaka vill opna háskólann Baldvin Þór Bergsson Háskólinn Vaka vinnur að því að byggingar Háskóla Ís- lands verði opnar fyrir stúdenta allan sólar- hringinn, segja Baldvin Þór Bergsson og Tómas Vignir Guðlaugsson. Höfundar eru háskólastúdentar. Baldvin situr í háskólaráði fyrir hönd Vöku. Báðir hafa starfað að hagsmunamálum stúdenta á vegum Vöku í vetur. Tómas Vignir Guðlaugsson IÐULEGA fá starfs- menn Rauðakross- hússins spurninguna: „Hverjir eru þetta sem koma til ykkar?“ Oft fylgja spurningunni frekari eftirgrennslan- ir, t.d. varðandi neyslu, afbrot og ofbeldi. Við í Húsinu, eins og það var upphaflega nefnt, segj- um gjarnan að það séu hugrökku börnin sem koma til okkar. Ekki þau sem enginn vill sjá eða vita af, heldur þau sem hafa kjark til að horfast í augu við það að þau séu í aðstæðum sem þau ráða ekki við og vilja breyta þeim og bæta, sjálfum sér í hag. Rauðakrosshúsið er neyðarat- hvarf fyrir börn og unglinga, 18 ára og yngri. Þrátt fyrir það hefur, í takt við breyttan sjálfræðisaldur úr 16 árum upp í 18 ár, aldur gestanna hækkað. Ástæðan er sú að þörfin á aðstoð hverfur ekki á 18 ára afmæl- isdegi og hafa starfsmenn oft hitt einstaklinga, 18 ára og eldri, sem þeir hafa talið að gæti gagnast þjón- ustan sem boðið er upp á í Húsinu. Mikil áhersla er lögð á, í vinnu með gestum Hússins, að fá fram hvað þau álíti að þyrfti að breytast í þeirra aðstæðum, til að þau yrðu sátt. Vilji einstaklingsins verður þannig þungamiðja vinnunnar. Í framhaldi af þeirri vinnu er, í málum 18 ára og yngri, unnið með barna- verndarstarfsmanni í því sveitar- félagi sem barnið er frá, og helst með foreldri einnig, og málið leysist oft í framhaldi af þeirri vinnu. Mál þeirra gesta sem eru orðnir 18 ára eru oft flóknari og tekur oft einnig lengri tíma að leysa. Þau hafa ekki lengur stuðning barnaverndar- kerfisins, hafa jafnvel orðið fyrir vonbrigðum með það á yngri árum og eru vantrúuð á eigin hæfi- leika til að snúa að- stæðum sér í hag. Það sem stendur þessum gestum yfirleitt mest fyrir þrifum er að þeir hafa ekki vinnu og geta þar af leiðandi ekki greitt fyrir húsnæði eða komið undir sig fótunum á annan hátt. Ástæðurnar fyrir því að þeir geta ekki verið hjá fjölskyldu eða vandamönnum eru yf- irleitt margar og mis- munandi, en oft er það fyrri neysla, annaðhvort foreldra eða viðkomandi, sem hefur stuðlað að því að einstaklingurinn á ekki í önnur hús að venda. Ástæðan fyrir atvinnuleysi þessara einstaklinga er öllu óljósari og nánast óskiljanleg þegar atvinnuleysi er í dag í lág- marki og þessir einstaklingar boðnir og búnir að vinna hörðum höndum fyrir framfærslu sinni. Þeir einstak- lingar sem hafa átt í áfengis- og fíkniefnavanda koma í Húsið þegar þeim finnst þeir vera tilbúnir að snúa við blaðinu og hefja nýtt, vímu- laust líf. Starfsfólki Hússins hefur verið mikill styrkur í sjálfboðaliðum sem koma tvisvar í mánuði, þrjár klukku- stundir í senn. Í byrjun þessa árs hefur verið mikið að gera í Húsinu, margir gestir, heimsóknir og símtöl og hefur það verið ómetanleg hjálp þegar sjálfboðaliði hefur verið á staðnum til að taka við öðrum verk- efnum til að starfsmaður nái að sinna öllum gestum Hússins. Einnig er Trúnaðarsíminn staðsettur í Rauðakrosshúsinu og svara jafnt starfsmenn sem sjálfboðaliðar í hann. Sjálfboðaliðar fá námskeið í samtalstækni og kynningu á hvernig Rauði kross Íslands og Húsið starf- ar og síðan fræðslu eftir óskum og þörfum. Því miður hefur sjálfboða- liðum fækkað og því er ekki úr vegi, að lokum, að benda fólki á að öllum, yfir 25 ára aldri, er velkomið að hafa samband við Rauðakrosshúsið í síma 511 5151, eða koma að Tjarnargötu 35 og fá upplýsingar um sjálfboða- liðastarfið. Gestir Rauða- krosshússins Guðlaug M. Júlíusdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og starfar sem unglingafulltrúi í Rauðakrosshúsinu. Neyðarathvarf Rauðakrosshúsið, segir Guðlaug M. Júlíusdóttir, er neyð- arathvarf fyrir börn og unglinga, 18 ára og yngri. ÞAÐ hafa mörg stór orð verið höfð um kúa- riðu og innflutning nautgripaafurða í því sambandi. Jafnvel verið talað um að embættis- menn og stjórnmála- menn ættu að segja upp störfum vegna van- rækslu í sambandi við varnargæslu í þessum efnum. Ekki skal úr því dregið að strangar varnir þurfa að vera og sé einhver vafi um inn- flutta vöru í sambandi við hættu á sjúkdómum á hún að vera utan varnarmúranna þar til sannanir liggja fyrir um skaðleysi hennar. Í þessum efnum virðast eng- in landamæri vera því þótt sjúkdóm- ur sé ekki þekktur í einu landi getur hættan verið sú að þar séu vörur framleiddar sem í er að finna hráefni frá sýktu landi. Varnir eru því vanda- samar og hætt við að þær bresti fyrr eða síðar vegna gáleysis eða óprúttni. Upplýsingar til almennings þurfa því að vera miklar og markvissar. Hvers konar hættur ber að forðast? Við höfum neytendasamtök sem ætlast er til að standi vörð um heil- brigði fólks og velferð. Stefna þeirra virðist ákaflega ómarkviss. Að vísu lét hátt í þeim út af kúa- riðufárinu og er það eðlilegt. En þótt skýrslur sýni að áfeng- isriðufárið sé vaxandi og skaði fólk í hundraða og þúsunda tali og deyði árlega tugi jafn- vel hundruð manna þá gellur engin viðvörun- arbjalla hjá þeim ágætu samtökum. Þetta eru tvö dæmi af mörgum. En neytendasamtökin eru ekki ein um afstætt mat á hlutum. Þjóðfé- lagið er gegnsýrt af ósamræmi í mati sínu á ýmsan hátt. Það er ekki sátt við að missa fólk af slysförum og er það vel. En það sættir sig við að miklu fleira fólk kveljist og láti lífið vegna áfengisneyslu og sjúkdóma af hennar völdum. Og hann er því miður stór hópurinn sem verður að búa við örorku vegna áfengisneyslu og slysa hennar vegna. Dæmigert um afstætt mat Frumvarp fimm alþingismanna um aukinn aðgang að áfengi er dæmi um þetta afstæða mat. Það veldur mér mikilli hryggð. Aukið aðgengi að áfengi eykur neysluna. Ísskáparnir og matvöruverslanir geta verið öfl- ugustu tækin til að fá unglinga til að neyta áfengis. Og eftir því sem það er nær daglegu lífi ungs fólks eykur það neyslu sína. Fólk undir áhrifum áfengis hefur lamað dómgreind sína og staðfestu. Það verður því varnar- lausara en ella. Það gætir sín verr á sjúkdómum, tóbaksreykingum, öðr- um vímuefnum, slysum, slæmum félagsskap, glæpum o.fl. Áfengið er eiturlyf, eiturlyfið sem mestum skaða veldur. Það eru mikil mannréttindi barna og unglinga að þeir þurfi ekki að um- gangast áfengi sem eðlilegan hlut frá barnsaldri. Þeir varast þá betur hættuna sem áfengisneyslan veldur. Hver er þjóðarhagurinn? Flutningsmenn frumvarpsins, sem og allir alþingismenn, þurfa að gera sér grein fyrir ýmsum þjóðhags- stærðum. Það er bæði skynsamlegt og nauðsynlegt. Áfengismál hafa oft komið til umræðu á Alþingi og ýmsar tillögur verið samþykktar sem allar hafa gengið í sömu átt allt frá árinu 1917 en það er að losa um hömlur með áfengi sem áður höfðu verið settar. Ég man aldrei eftir því að Al- þingi hafi gert samþykkt í þá átt að gera þjóðhagslega úttekt á áhrifum áfengisneyslunnar á þjóðfélagið. Hverjar eru tekjurnar, beinar og óbeinar, og hver er kostnaðurinn, beinn og óbeinn? Slík skýrsla var tekin saman fyrir árin 1985–1989 af hagfræðideild Háskóla Íslands. Skýrsla þessi var merkileg. Hún sýndi nálægt á jöfnu tekjur og gjöld með því að almennur skattur eins og söluskattur af áfengi var reiknaður til tekna. Við gerð þessarar skýrslu var nokkuð auðvelt að fá tekjuhliðina en þegar kom að gjaldahliðinni voru víða mjög ófullnægjandi upplýsingar og sumstaðar engar upplýsingar að fá. Var því gætt mikillar varúðar að oftelja ekki gjöldin. Nú ætti öll skýrslugerð að vera betri og hægt að gera miklu nákvæmari úttekt sem ég tel nauðsynlegt að gera því fólk þarf að gera sér grein fyrir málunum m.a. til þess að koma öllum beinum og óbeinum kostnaði yfir á atvinnu- greinina svo að hún geti verið sjálf- bær atvinnugrein. Ég geri ráð fyrir að það sé vilji þeirra sem fyrir henni standa. Áskorun Ég skora því á flytjendur frum- varpsins að koma því í kring að fram fari úttekt á áhrifum atvinnugrein- arinnar á þjóðfélagið og ekkert sé undandregið í beinum og óbeinum tekjum og gjöldum. Þeir sem stunda viðskipti með áfengi tala mjög um að veita góða þjónustu og þeir sem ýms- an beinan og óbeinan kostnað bera vegna viðskiptanna þurfa að fá sinn þátt greindan, annað getur ekki fallið undir góða og réttláta stjórnsýslu og kröfu almennings um að skilgreint sé sem nákvæmast hvaðan peningarnir koma og hvert þeir fara. Vel unnin skýrsla kæmi því öllum til góða. Áfengisriða – kúariða Páll V. Daníelsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Vín Aukið aðgengi að áfengi, segir Páll V. Daníelsson, eykur neysluna. www.leir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.