Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í BANDALAGI sjálfstæðraleikhúsa (SL) eru formlega30 leikhús og sviðslistahóp-ar,“ segir Þórarinn Eyfjörð og bætir því við að auk þessara 30 séu 20 nafngreind leikhús, hópar og einstaklingar til viðbótar sem hafa verið starfandi með einum eða öðrum hætti á undanförnum árum. „SL hefur barist fyrir hagsmunum allra þessara aðila í mörg ár en rekja má upphaf Bandalags sjálf- stæðra atvinnuleikhúsa aftur á miðjan níunda áratuginn er fyrst var sett fram sameiginleg krafa um boðlegt sýningarhúsnæði til afnota fyrir leikhópana í borginni.“ Þórarinn segir að það sem gert hafi hópunum hvað erfiðast fyrir í gegnum árin sé hversu lítið fjár- magn ríkið og Reykjavíkurborg hafi lagt til þessarar starfsemi. „Baráttan fyrir auknu fjármagni hefur verið forgangsmál allan und- angenginn áratug. Við höfum reynt að opna augu ráðamanna fyrir nauðsyn öflugri stuðnings og þeirri sanngirni sem felst í auknu fjár- magni til sjálfstæðu leikhúsanna og sviðslistahópanna.“ 30 leiksýningar á ári Til að gefa hugmynd um umfang sjálfstæðu leikhúsanna segir Þór- arinn að settar séu upp á þeirra vegum um 30 leiksýningar á ári. „Þær voru 36 á síðasta ári og alla jafna eru um tveir þriðju hlutar ný íslensk leikverk. Og ekki má gleyma leikferðum innanlands og utan þar sem um 20 verkefni fóru í leikferðir á síðasta ári. Það er mik- ilvægt að hafa þetta í huga því ver- ið er að vinna þetta mikla starf í af- ar erfiðu rekstrarumhverfi. Þetta væri ekki hægt nema með gríð- arlegum áhuga áhorfenda og miklu og óeigingjörnu starfi listamann- anna sem að verkefnunum koma. En þessir listamenn hafa líka trúað því að með fórnfúsu starfi geti þeir hreyft við ráðamönnum og þeir taki til hendinni fyrr en síðar.“ Þórarinn bendir á að í heild nemur opinber stuðningur við sjálfstæðu leikhúsin og sviðslista- hópana um 56–60 milljónum króna. „Það skiptist þannig að ríkið leggur til 25 milljónir, Hafnarfjarð- arbær leggur Hafnarfjarðarleik- húsinu til 11 milljónir, Reykjavík- urborg leggur til 5–7 milljónir auk húsaleigu vegna Iðnó og úr Lista- sjóði fást starfslaun til leikhúslista- fólks sem nema um 15 milljónum árlega. Til samanburðar má nefna að Þjóðleikhús og Borgarleikhús fá samtals 567 milljónir en þá eru ótaldar sérstakar aukafjárveitingar í ár vegna framkvæmda við þriðja sviðið í Borgarleikhúsinu og nýs samnings borgarinnar við Leik- félag Reykjavíkur, auk viðbótar- fjárveitingar til Þjóðleikhússins vegna vangoldinna lífeyrissjóðs- skuldbindinga. Í allt nema þær greiðslur nær 340 milljónum á þessu ári. Þetta er gott og blessað. Við eigum að reka öflugt Þjóðleik- hús og Reykjavíkurborg hefur loksins gengið í að leysa rekstr- arlega tilvistarkreppu LR. En það þýðir ekki að í leiklistarheiminum ríki sátt um að aðrir séu þá al- mennt hafðir úti í kuldanum. Þvert á móti. Nægir þar að nefna álykt- anir frá síðasta aðalfundi Banda- lags íslenskra listamanna og Leik- listarsambands Íslands, þar sem settar eru fram mjög ákveðnar kröfur um verulegar hækkanir á opinberum styrkjum til starfsemi sjálfstæðra leikhúsa og sviðslista- hópa. Það sama kemur fram í starfi faghópa sem hafa verið að vinna að mótun menningarstefnu fyrir Reykjavíkurborg.“ Þórarinn segist vilja benda á tvennt í kjölfar þess að nefna fjárveitingar til opinberu leikhúsanna sem að framan grein- ir. „Annars vegar má ekki horfa framhjá því að á undanförnum ár- um hefur stuðningur við leiklist og sviðslistir í landinu aukist mjög. Fjárveitingar í heild hafa hækkað. En um leið hefur hlutfall þess sem sjálfstæðu leikhúsin bera úr býtum rýrnað og það endurspeglar ekki hvar gróskan og vöxturinn liggja um þessar mundir í íslenskri leik- list. Það er tímabært að ráðamenn líti til mikilvægis sjálfstæðu leik- húsanna og sviðslistahópanna og auki stuðning við starfsemi þeirra. Áhugi almennings á sýningum okkar tekur af öll tvímæli um það hvar eigi nú að hlúa að spennandi starfi. Á næstsíðasta leikári var samanlagður áhorfendafjöldi á sýn- ingar sjálfstæðu leikhúsanna ríf- lega 200 þúsund og á síðasta leik- ári um 200 þúsund. Reyndar eru aðsóknartölur talsvert hærri, en við erum reyndar svo ánægjulega undrandi yfir þessum háu aðsókn- artölum að við drögum úr fremur en hitt, svo við séum viss um að fara ekki með staðlausa stafi.“ Höfum náð toppi í starfseminni Þórarinn segir að það sé nokkuð almennt álit þeirra sem vinna að leiklist og sviðslistum í höfuðborg- inni – og reyndar um land allt þar sem mörg leikhús og hópar innan SL stunda regluleg ar leikferðir um landið – að ákveðnum toppi sé nú trúlega náð í umfangi starfsins. „Um og yfir 30 nýjar frumsýningar á ári á vegum sjálfstæðu leikhús- anna og sviðslistahópanna, og leik- ferðir í tugatali innanlands og ut- an, er trúlega það sem við munum sjá næstu árin. Að því gefnu að ráðamenn taki það skref sem allir eiga von á að þeir taki. Sjálfstæðu leikhúsin og sviðslistahóparnir hafa í mörg ár sýnt hvað í þeim býr. Nú eiga ráðamenn næsta leik og ég trúi því að sá leikur verði já- kvæður fyrir leiklistina í landinu.“ Aðspurður um hver raunveruleg fjárþörf sjálfstæðu leikhúsanna sé til að geta staðið vel að uppsetn- ingu 30 nýrra leiksýninga á ári segir Þórarinn að hægt sé að reikna það dæmi á ýmsa vegu. „Leiksýningar hafa t.d. verið verð- lagðar í samningi borgarinnar við Leikfélag Reykjavíkur og þær hafa líka verið verðlagðar í árangurs- stjórnunarsamningi menntamála- ráðuneytisins við Þjóðleikhúsið. Það er hins vegar að mínu mati ekki raunhæft fyrir okkur að miða við þá verðlagningu þegar rætt er um fjárþörf sjálfstæðu leihúsanna. Við höfum sagt að þörfin í dag sé á bilinu 120–150 milljónir. Þá erum við að miða við að í greininni séu 30–50 ársverk. Við getum vitaskuld nefnt miklu hærri tölur. Við gætum sagt að meðaluppsetningarkostnaður við meðalleikverk sé 10 milljónir og þá erum við komin í 300 milljónir. En með því að færa fram sanngjarnar og skynsamlegar kröfur eins og við gerum erum við að benda á leið sem er vel fær.“ Að sögn Þórarins hefur í sam- ræðum við stjórn Reykjavíkur- borgar komið fram mjög eindreg- inn vilji til að auka stuðning við sjálfstæðu leikhúsin og sviðslista- hópana. „Tillaga borgarstjóra þessa efnis er til meðferðar í stofn- unum borgarinnar. Þetta er mjög ánægjulegt skref sem borgin er að stíga, en við gerum athugasemd við þá fjárhæð sem miðað er við í til- lögunni. Hún er of lág. Samningur borgarinnar við Leikfélag Reykja- víkur um rekstur Borgarleikhúss- ins er stórt og gott skref, en á sama tíma er það ekki forsvaran- legt, miðað við hlutverk sjálfstæðu leikhúsanna og hópanna í menning- arlífi borgarbúa, að skilja þau eftir með allt of lítinn stuðning. Stjórn- endur borgarinnar vita gjörla hver fjárþörfin er og hvaða hug borg- arbúar bera til þessara leikhúsa. Það sjáum við á aðsókninni og ánægðum gestum. Við höfum lagt fram hugmyndir um að sá stuðn- ingur sem nú er verið að tala um verði kominn í 30 milljónir eftir 5 ár og jafnframt að pottur eða rammi menningarmálanefndar verði óskertur. Úr þeim potti hafa sjálfstæðu leikhúsin notið verk- efnastyrkja að upphæð 5–7 millj- óna á ári.“ Í tillögu borgarstjóra er gert ráð fyrir að fjárveiting til sjálfstæðu leikhúsanna verði orðin 20 millj- ónir árið 2003. Er nokkuð því til fyrirstöðu að ætla að næstu tvö ár þar á eftir muni hann ná að hækka í 30 milljónir? „Þessar tillögur okkar eru í skoðun hjá borgaryfirvöldum og ég þykist þess fullviss að þær fái já- kvæðar undirtektir.“ Þetta er það sem við þurfum Gætir ekki nokkurs ósamræmis í kröfum samtakanna í heild og ein- stakra leikhúsa innan þeirra? Bandalag sjálfstæðra leikhúsa fer fram á stighækkandi framlag sem verði komið í 30 milljónir árið 2005 en Leikfélag Íslands, sem rekur Iðnó og Loftkastalann, hefur óskað eftir 25 milljónum á ári? „Þetta eru tvö aðskilin mál. Hvert leikhús og sviðslistahópur innan okkar vébanda berst á sínum forsendum fyrir sínum eigin sér- stöku hagsmunum. Bandalagið segir ekki félögunum hvernig þeir eigi að reka sín leikhús eða hóp. Það sem við gerum í stjórn SL er að vinna að hagsmunamálum allra leikhúsanna en ekki einstakra leik- húsa eða hópa. Það sem ég sé já- kvætt við óskir stjórnenda Leik- félags Íslands er að þeir hafa gengið fram fyrir skjöldu og sagt hver fjárþörf þeirra er. Best væri að öll sjálfstæð leikhús og sviðs- listahópar gerðu þetta. Þá mynd- um við fá opna og upplýsandi um- ræðu um fjárþörf leikhúsanna. Tilhneiging stjórnvalda virðist stundum hafa verið sú að líta á starf okkar sem brölt í unglingum eða aukagetu leikhúslistafólks sem hefur viðurværi sitt af öðru. Þetta er vitaskuld alrangt. Staðreyndin er sú að þetta er alvöru atvinnu- grein fólks sem vinnur að listsköp- un sinni af fullri einurð en við erf- iðar aðstæður. Það væri best ef allir stigju fram og segðu: „Þetta er það sem við þurfum í okkar starfi til að búa til góða leiklist.“ Það sem einkennt hefur umræðuna undanfarna daga er að eftir lang- varandi svelti leikhúslistafólks í þessum geira hefur loks eins og losnað um ákveðna spennu. Þá er eðlilegt að fólk fari fram og takist á um það sem er að gerast. Það er ekkert nema gott um það að segja og ég tel að umræðan sem átt hef- ur sér stað undanfarna daga á síð- um Morgunblaðsins hafi haft góð áhrif á málstað sjálfstæðu leikhús- anna gagnvart almenningi og op- inberum aðilum. Við skulum ekki gleyma því að leiklist á Íslandi er alvöru atvinnugrein fjölda lista- manna úr ólíkum greinum. Þetta mál kemur þeim öllum og fjöl- skyldum þeirra við. Við þurfum og eigum að láta í okkur heyra um það hvað þessi atvinnugrein þarf og hver markmið okkar eru. Við ætlum að búa til betri og innihalds- ríkari leiklist fyrir áhorfendur okk- ar. Það er hlutverk okkar í sam- félaginu. Það gerum við með betri starfsskilyrðum og að því eigum við að vinna.“ „Sanngirniskrafa að Sjálfstæðu leihkúsin fái meiri stuðning,“ segir Þórarinn Eyfjörð.                                               !" #     $   $ " % "  % &  #   %  '  (   %   $  %)!& *+   , ,' '!' ,#(-% ./  .  " .+ .!'))  /) .!   .+      0'  1 ('   2) ,&! /!!  !' 0  3 '" /!! 0 !' .  ./ -  /!! 4/ .5/ /!!  (+ /!! / ,  - + . /!! 4/ .! '   '  (' 0  4/ /!! 4/ + 3/ . /!! (  (  ! /!!   .! *   4/' . '      /!! - + /  /!! ,&! 6 %7 .!7 /!! !/  /!! 0 7  7 ' * 8    ' 9 ! $ * /  /!!  ( /!!     ( /!   /)  :8*% 8 ;%8 ; .% 8; <===Sjálfstæðu leikhúsin þyrftu 30–50 árslaun Bandalag sjálf- stæðra leikhúsa hef- ur reiknað út þörfina fyrir fjármagn í geir- anum. Í samtali við Hávar Sigurjónsson gerir Þórarinn Eyfjörð grein fyrir stöðunni. Tilhneiging stjórnvalda virðist stundum hafa verið sú að líta á starf okkar sem brölt í unglingum eða aukagetu leikhúslistafólks sem hefur viðurværi sitt af öðru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.