Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 15
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 15 Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði fá nýjan bát í vor Leysir gamla Blika af hólmi Ísafirði - Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar ehf. á Ísafirði eiga von á nýjum Blika á vordögum. Þau eru búin að semja við Trefjar í Hafn- arfirði um smíði á nýjum báti til fólks- og vöruflutninga, sem leysir gamla Blika ÍS af hólmi eftir tíu ára þjónustu. Þetta verður sjötti bátur- inn í eigu Hafsteins og Kiddýjar frá upphafi. Auk gamla Blika reka þau farþegabátinn Guðrúnu Kristjáns ÍS, sem þau fengu nýjan á síðasta vori og getur tekið allt að 50 farþega. Nýi Bliki verður 10 metra langur eða jafnlangur og sá gamli. Hann verður hins vegar 3,60 m á breidd eða rúmum hálfum metra breiðari. „Það munar ótrúlega miklu hvað nýi báturinn verður burðarmeiri þó að ekki muni meiru á breiddinni,“ segir Guðrún (Kiddý) Kristjánsdóttir, annar eigendanna. Trefjar eiga skrokk nýja bátsins tilbúinn en yf- irbyggingin og aðstaðan verður sér- hönnuð að öllu leyti fyrir eigend- urna. „Hann verður miklu skemmtilegri fyrir farþegana og líka mun hentugri fyrir vöruflutningana og ber meira,“ segir Kiddý. „Í útliti kemur hann til með að minna veru- lega á stóra bátinn okkar, þannig að segja má að hann verði eins konar kynblendingur af bátunum okkar tveimur sem við erum með núna.“ Nýi Bliki mun taka 19 farþega eins og sá gamli. Fullbúinn mun báturinn kosta á bilinu 18–19 milljónir króna. „Dæmið ætti að ganga upp ef við fáum eins marga farþega og í fyrra. Þetta verður eflaust erfitt fjárhags- lega en ég vonast þó til að við fáum gott verð fyrir gamla Blika,“ segir Hafsteinn Ingólfsson. Í bátnum verður Cummins Marine 450-vél. „Þetta er fyrsta vél sinnar tegundar á Íslandi. Það má segja að ég sé áskrifandi að Cummins en ég hef hingað til átt fimm slíkar vélar,“ seg- ir Hafsteinn. Nýi báturinn mun geta gengið um 25 mílur í sléttu. Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar annast reglu- legar ferðir út í eyjarnar á Ísafjarð- ardjúpi samkvæmt samningi við Vegagerðina. Þar er um að ræða þrjár fastar ferðir í viku og flutning- urinn er póstur, mjólk, olíukálfar, fóðurbætir, áburður og aðrar vörur, svo og skólabörn og aðrir farþegar. „Við erum þannig í hlutverki gamla Fagranessins,“ segir Kiddý. Eyja- og Miklaholtshreppi - Bænd- ur á Snæfellsnesi hittust sunnudag- inn 28. janúar í Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi með smala- hunda sína til að þjálfa þá. Eig- endur smalahunda á þessu svæði eru í Vesturlandsdeild Smala- hundafélags Íslands og eru þeir duglegir að hittast og þjálfa hunda sína. Notuðu þeir því tækifærið í góða veðrinu og hittust um helgina. Hundunum var skipt í tvo hópa, þeim sem dálítið er búið að kenna og hinum sem óreyndir eru. Þeir óreyndu voru heima við hús og var nokkrum gemlingum sleppt út og eigendur þeirra reyndu einföldustu skipanir, eins og fara til hægri og vinstri, stoppa og að bíða. Þeir sem dálítið eru búnir að læra fóru niður á tún þar sem búið var að búa til braut sem þeir áttu að reka kind- urnar eftir. Hundarnir eru mislangt komnir í þjálfun og mishlýðnir eins og sást á þeim. Sumir þoldu ekki hve margir hundar voru í kringum þá og hlýddu ekkert og er þetta því góð æfing fyrir þá. Í lokin sýndi Svanur Guðmunds- son í Dalsmynni átta mánaða hvolpa sína en þeir eru undan verðlaunatíkinni Skessu. Hann hef- ur þjálfað þá meira en flestir á svæðinu og hefur það borið árang- ur. Allir þáðu kaffiveitingar hjá Höllu og Svan í lokin. Að sögn þeirra sem þarna voru með hunda sína er þetta sérlega gott og mikil hvatning að koma svona saman og læra hver af öðr- um. Góður hundur er mikilvægur fyrir bændur í dag þar sem alltaf fækkar þeim bændum sem búa með sauðfé og smalamennska leggst á færri. Hætt var með sauðfé á þremur bæjum í Eyja- og Mikla- holtshreppi á síðasta hausti og á einum bæ í Kolbeinsstaðahreppi. Einmuna blíða hefur verið hér undanfarna daga, eins og á vor- dögum. Þykir það tíðindum sæta að bændur hafa haft kindur sínar úti dag eftir dag þó þær hafi verið rúnar í haust. Morgunblaðið/Daníel Hansen Ungur hundur reynir sig við kindur.Þátttakendur með hunda sína að loknu námskeiði. Smalahundar þjálfaðir Tálknafirði - Fyrir skömmu hélt UMFT árlega uppskeruhátíð sína þar sem starf liðins árs er rifjað upp og afreksmönnum félagsins veittar viðurkenningar. Að þessu sinni var samkoman haldin á veitingastaðnum Hópinu og var þetta eins konar há- degisverðarfundur. Eyrún I. Sigþórsdóttir, formaður UMFT, fór yfir helstu atburði í starfi félagsins á liðnu ári, ásamt því að veita viðurkenningar þeim sem þóttu skara fram úr í hverri íþróttagrein. Viðurkenningar voru veittar fyrir frjálsar íþróttir, sund, körfubolta og knattspyrnu. Úr þeim hópi var síðan útnefndur íþróttamaður ársins hjá UMFT og hlaut Olga R. Bragadóttir þann titil, fjórða árið í röð. Olga er mjög efnilegur íþróttamaður og varð m.a. Íslandsmeistari í spjótkasti á meistaramóti Íslands sl. sumar í sín- um aldursflokki. Þá varð hún stiga- hæsti frjálsíþróttamaðurinn hjá UMFT með 13.097 alþjóðleg stig. Keppnislið UMFT í sundi tók þátt í ÍA-Essó-mótinu á Akranesi sl. sum- ar þar sem keppendur frá UMFT urðu tvisvar í fyrsta sæti, þrisvar í öðru sæti og einu sinni í því fjórða. Einnig fékk liðið bikar, sem ÍSÍ gaf, til þess að hvetja lið til góðrar fram- komu og kurteisi á mótum. Þá gekk sundfólkinu úr UMFT vel á Vest- fjarðamótinu sem haldið var á Flat- eyri, en 28 keppendur fóru úr Tálknafirði og hafnaði liðið í öðru sæti á mótinu. Þar féllu m.a. átta héraðsmet. Þá var þess getið að keppnislið HHF í knattspyrnu í 5. flokki, þar sem þrír liðsmanna voru úr UMFT, náði góðum árangri á Unglinga- landsmóti UMFÍ, en liðið lék sex leiki og sigraði í þeim öllum og hlaut fyrsta sætið. Það kom fram í ávarpi formanns UMFT að ungir íþróttamenn á Tálknafirði ættu bjarta framtíð og von um góðan árangur, hvort sem væri á héraðs- eða landsvísu. Morgunblaðið/Finnur Verðlaunahafar ásamt þjálfurum sínum, þeim Fannari Steindórssyni körfuboltaþjálfara og Robert Branson knattspyrnuþjálfara, en fjarver- andi voru Ingibjörg Inga Guðmundsóttir sundþjálfari, Sigrid Worth- mann sundþjálfari og Sverrir Guðmundsson frjálsíþróttaþjálfari. Uppskeruhátíð UMFT Mývatnssveit - Veitingahúsið Hver- inn í Reykjahlíð hefur verið auglýst til sölu. Rekstur hófst á Hvernum 1992 og hefur verið þar rekstur sum- arlangt síðan. Þar eru sæti fyrir 50– 60 gesti. Í Reykjahlíð er einnig til sölu Gistiheimilið Birkihrauni 11, en þar eru ellefu gistiherbergi með 24 rúm- um í ágætu húsnæði. Morgunblaðið/BFH Veitingahúsið Hverinn. Veitingahús til sölu í Mý- vatnssveit Flateyri - Húsin í skugganum eru elstu íbúðarhús Flateyrar reist upp úr 1880. Til hægri við rætur Eyr- arfjalls er uppljómað bæjarstæði Sólbakka með núverandi íbúðarhúsi sem stendur á grunni þess gamla. Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Ljóminn á Sólbakka Fagradal - Þegar fréttaritari Morg- unblaðsins í Mýrdal fékk sér göngu- túr ásamt nokkrum öðrum í veður- blíðunni um síðustu helgi rákust þau á einmana lambhrút inni í Haf- ursárgili en þar hefur hann líklega orðið eftir þegar farið var í hefð- bundnar smalamennskur í haust. Eftir smá hlaup hafðist að hand- sama hrútinn og koma honum inn í bíl. Lambhrútinn átti Tómas Pálsson, bóndi á Litlu Heiði, og sagði hann að hrúturinn væri tvílembingur undan þriggja vetra á. Lambhrút- urinn er í góðum holdum þótt að hann hafi gengið úti í vetur, enda hefur veturinn verið einstaklega góður í Mýrdalnum það sem af er. Lambhrút- ur heimtur á þorra Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.