Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. SEX þúsund manns verður boðið að taka þátt í nýrri rannsókn íslenskra vísindamanna á brjóstakrabbameini sem nú stendur yfir. Verður um 1.400 konum, sem greinst hafa með brjóstakrabbamein eða forstig þess, boðið að taka þátt í henni ásamt ætt- ingjum og samanburðarhópi en með rannsóknunum á að kanna samspil erfða og umhverfis og þátt gena við myndun krabbameins. Að rannsókninni standa vísinda- menn hjá Krabbameinsfélagi Ís- lands, Urði, Verðandi, Skuld og Ís- lenski brjóstakrabbameinshópurinn sem er samstarfshópur lækna á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Samhjálp kvenna, stuðningshópur kvenna sem greinast með brjósta- krabbamein, leggur málinu einnig lið með því að hvetja konur til þátttöku. Gert er ráð fyrir að rannsóknirnar standi í nærri þrjú ár og kosti nokkra tugi milljóna króna. Fjármagn til þeirra er að nokkru leyti fengið með styrk frá bandarískum rannsókna- sjóði en UVS stendur einnig straum af verulegum hluta kostnaðar. „Við munum skoða hvaða þættir geta verndað konur, sérstaklega þær sem bera stökkbreytingu í BRCA-geni sem eykur líkur á brjóstakrabba- meini,“ segir Jórunn Erla Eyfjörð, sem stýrir rannsókninni af hálfu Krabbameinsfélagsins. „Verða at- hugaðir þættir eins og fæðingar, blæðingar, reykingar, áfengisneysla, hreyfing og fleira. Síðan verða at- huguð áhrif annarra meðfæddra þátta sem hafa áhrif á það hvernig við bregðumst við áhrifum skaðlegra efna, eins og til dæmis í tóbaksreyk.“ Leyfi frá Persónuvernd Bjóða á núlifandi Íslendingum sem fengið hafa brjóstakrabbamein að taka þátt í rannsókninni en það eru nærri 1.400 manns, mest konur en dæmi eru um að karlar fái krabbamein í brjóst. Felst þátttaka þeirra í því að gefa blóðsýni og svara spurningalista. Aðeins er kallað einu sinni á þátttakendur en rannsóknar- aðilar nýta gögnin hver fyrir sinn þátt rannsóknarinnar. Fer innköllun fram á ábyrgð viðkomandi lækna og er óskað eftir skriflegu samþykki þátttakenda. Fengið hefur verið leyfi frá Persónuvernd og vísindasiða- nefnd. Auk þess að kalla inn þá sem greinst hafa er nauðsynlegt að fá þátttöku tveggja til þriggja ættingja hvers sjúklings og alls ná rannsókn- irnar því til um sex þúsund manna. Viðamikil rannsókn á brjóstakrabbameini farin af stað Sex þúsund manns verður boðin þátttaka  Þriggja ára/29 Morgunblaðið/Kristján Kaldbakur EA kom til heimahafnar á Akureyri í gærmorgun og gekk greiðlega að landa úr skipinu. KALDBAKUR EA, ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa hf., kom til heimahafnar á Akureyri í gærmorgun með um 150–160 tonn, þar af rúmlega 100 tonn af þorski, eftir níu daga veiðiferð. Eins og jafnan þegar skip koma til löndunar gengur mikið á, lyft- arar á fleygiferð með fiskikör um bryggjuna og handagangur í öskjunni í fiskilestinni. Eftir lönd- un og þrif í lestinni er svo hafist handa við að hífa tóm fiskikör um borð og gera klárt fyrir næstu veiðiferð. Landað úr Kaldbak EA SÝSLUMAÐURINN í Höfn í Hornafirði hefur farið fram á gæslu- varðhald yfir karlmanni á þrítugs- aldri sem hefur játað á sig mikil skemmdarverk við bæinn Hvalnes í Lónssveit. Maðurinn hefur áður hlotið dóma fyrir íkveikjur. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni hefur maðurinn játað að hafa orðið valdur að bruna íbúðar- hússins í Hvalnesi hinn 12. janúar sl. Þá gekkst hann í gær við því að hafa um ári fyrir íkveikjuna stórskemmt innréttingar og innanstokksmuni á bænum en hann hafði áður þverneit- að sök. Á sunnudag játaði hann að hafa ásamt félaga sínum stolið tveimur óskráðum jeppum frá bæn- um og gjöreyðilagt annan þeirra. Sýslumaður fór fram á að maður- inn sæti í gæsluvarðhaldi til 28. febrúar eða þar til dómur fellur enda væru líkur á að hann myndi annars halda skemmdarverkunum áfram. Gæsluvarðhaldsbeiðnin var tekin fyrir í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu liggur félagi mannsins enn á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands. Því hefur lögregla ekki tekið skýrslu af honum. Hann mun hafa brennst nokkuð þegar þeir reyndu að kveikja í öðrum jeppanna. Tjónið yfir 20 milljónir Sigurður Þóroddsson héraðs- dómslögmaður er einn eigenda jarð- arinnar Hvalness. Hann segir að tjón vegna skemmdarverkanna og íkveikjunnar nemi rúmlega 20 millj- ónum. Þegar brotist var inn í húsið í desember 1999 fengu eigendurnir greiddar 1,7 milljónir króna í bætur. Sigurður telur hinsvegar að eigend- ur þess hafi varið hátt í þremur millj- ónum til viðgerða. Miklum fjölda riffilskota hafði verið skotið í veggi og exi beitt á innanstokksmuni, hurðir og gluggapósta. Sigurður telur að tryggingabætur vegna íkveikjunnar muni nema tæp- lega 20 milljónum. Húsið sem var rúmlega 200 fm fullbúið einbýlishús gjöreyðilagðist í brunanum. Endur- bætur á því hófust skömmu fyrir árið 1990 en sex fjölskyldur höfðu sam- einast um að kaupa jörðina. Maður á þrítugsaldri játar á sig skemmdarverk við Hvalnes í Lóni Farið fram á gæsluvarðhald til febrúarloka HAGNAÐUR af starfsemi Íslands- banka-FBA í fyrra var 662 milljónir. Árið 1999 var 2.959 milljóna króna hagnaður af rekstri bankans. Sam- drátturinn milli ára er því 77%. Hreinar vaxtatekjur bankans jukust um 24,5% milli ára. Aðrar rekstrar- tekjur drógust hins vegar saman um 19,8%. Framlag á afskriftareikning jókst um 27,5% og nam 1.227 millj- ónum króna á síðasta ári. Valur Valsson, forstjóri bankans, segir að síðasta ár hafi verið óvenju- legt. Unnið hafi verið að sameiningu Íslandsbanka og FBA og því hafi fylgt ýmis kostnaður, bæði beinn og óbeinn. Hann segir að á árinu hafi orðið óvenjumiklar sveiflur á verð- bréfa- og gjaldeyrismarkaði sem hafi haft áhrif á rekstur bankans sem og annarra fyrirtækja. Bankinn hafi orðið fyrir áföllum vegna hækkandi markaðsvaxta á fyrri hluta ársins og vegna fallandi verðs á hlutabréfum á síðari hluta ársins. Vel hafi aftur á móti gengið í almennri starfsemi bankans sem skilað hafi góðum hagnaði. Arðsemi eigin fjár 6,8% Í tilkynningu frá Íslandsbanka- FBA kemur fram að stjórnendur hans telja arðsemi eigin fjár óviðun- andi, hún var 6,8% í fyrra en 23,3% árið 1999. Almenn starfsemi bank- ans gengur hins vegar vel og ef ekki verða óvæntar sveiflur á mörkuðum á þessu ári er líklegt að markmið um 17–20% arðsemi náist á árinu. Fram kemur í tilkynningunni að bankaráð bankans hyggst leggja til að aðalfundur samþykki að greiða 5% arð eða 495 milljónir króna. Í fyrra voru 1.611 milljónir greiddar í arð til hluthafa. Verri afkoma hjá Íslands- banka-FBA á síðasta ári Hagnaðurinn úr 2.959 milljónum í 662 milljónir  Arðsemi/16 ANDRÉSBRUNNUR verður nafn á nýrri götu í Grafarholti en í gær samþykkti borgarráð tillögu Þór- halls Vilmundarsonar prófessors um nafngiftir á nokkrum götum í austurhluta hverfisins. Lagt er til að sveiggata norðan Gvendargeisla heiti Þórðarsveigur, en Þórðarsveigur var áður nafn á hringtorgi við austurenda Gvend- argeisla. Þrjár T-laga götur sem tengjast Þórðarsveigi fái þessi nöfn vestast; Andrésbrunnur, þá Katrínarlind og austast Marteins- laug. Gata milli Gvendargeisla og Reynisvatnsvegar fái heitið Bisk- upsgata og gata frá Reynisvatns- vegi á athafnasvæði A fái heitið Klausturstígur. Andrésbrunn- ur er nýtt götuheiti í Grafarholti HÆGT er að nota GSM-síma til að ræsa og drepa á bílum. Fyrirtækið Aukaraf hefur útbúið fjarstart sem tengt er við GSM-síma. Að sögn forsvarsmanna skiptir engu máli hvar bílnotandinn er staddur þegar hann ræsir bílinn með símanum, svo lengi sem ökutækið er innan sama GSM-dreifikerfis og hann. Bílnotandinn gæti þess vegna verið staddur erlendis. Nú þegar eru nokkrir bílar á landinu komnir með þennan búnað. Bílar ræstir með GSM-síma  Bíllinn ræstur/E 3 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.