Morgunblaðið - 31.01.2001, Side 56

Morgunblaðið - 31.01.2001, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. SEX þúsund manns verður boðið að taka þátt í nýrri rannsókn íslenskra vísindamanna á brjóstakrabbameini sem nú stendur yfir. Verður um 1.400 konum, sem greinst hafa með brjóstakrabbamein eða forstig þess, boðið að taka þátt í henni ásamt ætt- ingjum og samanburðarhópi en með rannsóknunum á að kanna samspil erfða og umhverfis og þátt gena við myndun krabbameins. Að rannsókninni standa vísinda- menn hjá Krabbameinsfélagi Ís- lands, Urði, Verðandi, Skuld og Ís- lenski brjóstakrabbameinshópurinn sem er samstarfshópur lækna á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Samhjálp kvenna, stuðningshópur kvenna sem greinast með brjósta- krabbamein, leggur málinu einnig lið með því að hvetja konur til þátttöku. Gert er ráð fyrir að rannsóknirnar standi í nærri þrjú ár og kosti nokkra tugi milljóna króna. Fjármagn til þeirra er að nokkru leyti fengið með styrk frá bandarískum rannsókna- sjóði en UVS stendur einnig straum af verulegum hluta kostnaðar. „Við munum skoða hvaða þættir geta verndað konur, sérstaklega þær sem bera stökkbreytingu í BRCA-geni sem eykur líkur á brjóstakrabba- meini,“ segir Jórunn Erla Eyfjörð, sem stýrir rannsókninni af hálfu Krabbameinsfélagsins. „Verða at- hugaðir þættir eins og fæðingar, blæðingar, reykingar, áfengisneysla, hreyfing og fleira. Síðan verða at- huguð áhrif annarra meðfæddra þátta sem hafa áhrif á það hvernig við bregðumst við áhrifum skaðlegra efna, eins og til dæmis í tóbaksreyk.“ Leyfi frá Persónuvernd Bjóða á núlifandi Íslendingum sem fengið hafa brjóstakrabbamein að taka þátt í rannsókninni en það eru nærri 1.400 manns, mest konur en dæmi eru um að karlar fái krabbamein í brjóst. Felst þátttaka þeirra í því að gefa blóðsýni og svara spurningalista. Aðeins er kallað einu sinni á þátttakendur en rannsóknar- aðilar nýta gögnin hver fyrir sinn þátt rannsóknarinnar. Fer innköllun fram á ábyrgð viðkomandi lækna og er óskað eftir skriflegu samþykki þátttakenda. Fengið hefur verið leyfi frá Persónuvernd og vísindasiða- nefnd. Auk þess að kalla inn þá sem greinst hafa er nauðsynlegt að fá þátttöku tveggja til þriggja ættingja hvers sjúklings og alls ná rannsókn- irnar því til um sex þúsund manna. Viðamikil rannsókn á brjóstakrabbameini farin af stað Sex þúsund manns verður boðin þátttaka  Þriggja ára/29 Morgunblaðið/Kristján Kaldbakur EA kom til heimahafnar á Akureyri í gærmorgun og gekk greiðlega að landa úr skipinu. KALDBAKUR EA, ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa hf., kom til heimahafnar á Akureyri í gærmorgun með um 150–160 tonn, þar af rúmlega 100 tonn af þorski, eftir níu daga veiðiferð. Eins og jafnan þegar skip koma til löndunar gengur mikið á, lyft- arar á fleygiferð með fiskikör um bryggjuna og handagangur í öskjunni í fiskilestinni. Eftir lönd- un og þrif í lestinni er svo hafist handa við að hífa tóm fiskikör um borð og gera klárt fyrir næstu veiðiferð. Landað úr Kaldbak EA SÝSLUMAÐURINN í Höfn í Hornafirði hefur farið fram á gæslu- varðhald yfir karlmanni á þrítugs- aldri sem hefur játað á sig mikil skemmdarverk við bæinn Hvalnes í Lónssveit. Maðurinn hefur áður hlotið dóma fyrir íkveikjur. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni hefur maðurinn játað að hafa orðið valdur að bruna íbúðar- hússins í Hvalnesi hinn 12. janúar sl. Þá gekkst hann í gær við því að hafa um ári fyrir íkveikjuna stórskemmt innréttingar og innanstokksmuni á bænum en hann hafði áður þverneit- að sök. Á sunnudag játaði hann að hafa ásamt félaga sínum stolið tveimur óskráðum jeppum frá bæn- um og gjöreyðilagt annan þeirra. Sýslumaður fór fram á að maður- inn sæti í gæsluvarðhaldi til 28. febrúar eða þar til dómur fellur enda væru líkur á að hann myndi annars halda skemmdarverkunum áfram. Gæsluvarðhaldsbeiðnin var tekin fyrir í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu liggur félagi mannsins enn á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands. Því hefur lögregla ekki tekið skýrslu af honum. Hann mun hafa brennst nokkuð þegar þeir reyndu að kveikja í öðrum jeppanna. Tjónið yfir 20 milljónir Sigurður Þóroddsson héraðs- dómslögmaður er einn eigenda jarð- arinnar Hvalness. Hann segir að tjón vegna skemmdarverkanna og íkveikjunnar nemi rúmlega 20 millj- ónum. Þegar brotist var inn í húsið í desember 1999 fengu eigendurnir greiddar 1,7 milljónir króna í bætur. Sigurður telur hinsvegar að eigend- ur þess hafi varið hátt í þremur millj- ónum til viðgerða. Miklum fjölda riffilskota hafði verið skotið í veggi og exi beitt á innanstokksmuni, hurðir og gluggapósta. Sigurður telur að tryggingabætur vegna íkveikjunnar muni nema tæp- lega 20 milljónum. Húsið sem var rúmlega 200 fm fullbúið einbýlishús gjöreyðilagðist í brunanum. Endur- bætur á því hófust skömmu fyrir árið 1990 en sex fjölskyldur höfðu sam- einast um að kaupa jörðina. Maður á þrítugsaldri játar á sig skemmdarverk við Hvalnes í Lóni Farið fram á gæsluvarðhald til febrúarloka HAGNAÐUR af starfsemi Íslands- banka-FBA í fyrra var 662 milljónir. Árið 1999 var 2.959 milljóna króna hagnaður af rekstri bankans. Sam- drátturinn milli ára er því 77%. Hreinar vaxtatekjur bankans jukust um 24,5% milli ára. Aðrar rekstrar- tekjur drógust hins vegar saman um 19,8%. Framlag á afskriftareikning jókst um 27,5% og nam 1.227 millj- ónum króna á síðasta ári. Valur Valsson, forstjóri bankans, segir að síðasta ár hafi verið óvenju- legt. Unnið hafi verið að sameiningu Íslandsbanka og FBA og því hafi fylgt ýmis kostnaður, bæði beinn og óbeinn. Hann segir að á árinu hafi orðið óvenjumiklar sveiflur á verð- bréfa- og gjaldeyrismarkaði sem hafi haft áhrif á rekstur bankans sem og annarra fyrirtækja. Bankinn hafi orðið fyrir áföllum vegna hækkandi markaðsvaxta á fyrri hluta ársins og vegna fallandi verðs á hlutabréfum á síðari hluta ársins. Vel hafi aftur á móti gengið í almennri starfsemi bankans sem skilað hafi góðum hagnaði. Arðsemi eigin fjár 6,8% Í tilkynningu frá Íslandsbanka- FBA kemur fram að stjórnendur hans telja arðsemi eigin fjár óviðun- andi, hún var 6,8% í fyrra en 23,3% árið 1999. Almenn starfsemi bank- ans gengur hins vegar vel og ef ekki verða óvæntar sveiflur á mörkuðum á þessu ári er líklegt að markmið um 17–20% arðsemi náist á árinu. Fram kemur í tilkynningunni að bankaráð bankans hyggst leggja til að aðalfundur samþykki að greiða 5% arð eða 495 milljónir króna. Í fyrra voru 1.611 milljónir greiddar í arð til hluthafa. Verri afkoma hjá Íslands- banka-FBA á síðasta ári Hagnaðurinn úr 2.959 milljónum í 662 milljónir  Arðsemi/16 ANDRÉSBRUNNUR verður nafn á nýrri götu í Grafarholti en í gær samþykkti borgarráð tillögu Þór- halls Vilmundarsonar prófessors um nafngiftir á nokkrum götum í austurhluta hverfisins. Lagt er til að sveiggata norðan Gvendargeisla heiti Þórðarsveigur, en Þórðarsveigur var áður nafn á hringtorgi við austurenda Gvend- argeisla. Þrjár T-laga götur sem tengjast Þórðarsveigi fái þessi nöfn vestast; Andrésbrunnur, þá Katrínarlind og austast Marteins- laug. Gata milli Gvendargeisla og Reynisvatnsvegar fái heitið Bisk- upsgata og gata frá Reynisvatns- vegi á athafnasvæði A fái heitið Klausturstígur. Andrésbrunn- ur er nýtt götuheiti í Grafarholti HÆGT er að nota GSM-síma til að ræsa og drepa á bílum. Fyrirtækið Aukaraf hefur útbúið fjarstart sem tengt er við GSM-síma. Að sögn forsvarsmanna skiptir engu máli hvar bílnotandinn er staddur þegar hann ræsir bílinn með símanum, svo lengi sem ökutækið er innan sama GSM-dreifikerfis og hann. Bílnotandinn gæti þess vegna verið staddur erlendis. Nú þegar eru nokkrir bílar á landinu komnir með þennan búnað. Bílar ræstir með GSM-síma  Bíllinn ræstur/E 3 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.