Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 5
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 B 5 FSS, félag samkynhneigðra stúd- enta, efnir til málfundar í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101, þriðjudag- inn 27. mars nk. Fundurinn ber yf- irskriftina „Hvernig á að fjalla um samkynhneigð í skólakerfinu?“ Fundurinn hefst kl. 12.10 og stendur til 13.15. Sara Dögg Jónsdóttir, 3. árs nemi við grunnskólaskor KHÍ, kynnir nið- urstöður könnunar sem var gerð meðal allra skólastjórnenda í grunn- skólum landsins. Inntak könnunar- innar er viðhorf skólastjórnenda til umfjöllunar um samkynhneigð í grunnskólum sem og viðhorf skóla- stjórnenda til samkynhneigðra kennara. Könnunin er viðfangsefni B.Ed.-ritgerðar við grunnskólaskor KHÍ. Erla Kristjánsdóttir, lektor við KHÍ, flytur erindi um umfjöllun um samkynhneigð í kennaramenntun. Salvör Nordal, starfsmaður Sið- fræðistofnunar, flytur erindi um lífs- leikni og samkynhneigð. Anna Krist- ín Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, flytur erindi. Eftir flutning erinda verður opnað fyrir spurningar og umræður. Fund- urinn er öllum opinn. Málfundur Félags sam- kynhneigðra stúdenta LÍSU-samtökin og Hollustuvernd ríkisins standa sameiginlega að ráð- stefnu á Grand Hóteli við Gullteig kl. 13–16.30 þriðjudaginn 27. mars um skipulagða skráningu og uppbygg- ingu gagnagrunna á sviði heilbrigð- is- og matvælaeftirlits. Markmiðið með notkun landupp- lýsingakerfa fyrir matvælageirann er fjórþætt: Bætt eftirlit, forvarna- starf og yfirsýn yfir matvælageirann á Íslandi, bættir möguleikar til þess að bregðast við bráðamálum eins og matvælasýkingum, betri möguleikar á því að skipuleggja landnotkun með tilliti til náttúrufars og umhverfis- sjónarmiða og skipulögð skráning gagna sem nýta má til heilsufars- og faraldursfræðilegra rannsókna, seg- ir í fréttatilkynningu. Fundarstjóri verður Davíð Egilsson, forstjóri Hollustuverndar ríkisins. Á ráðstefnunni verða flutt erindin: Landupplýsingakerfi – almenn kynning og skilgreiningar, Bergljót Einarsdóttir, tækni- og umhverfis- sviði Garðabæjar, og Stefán Guð- laugsson, Hniti hf. Landupplýsinga- kerfi – dæmi um LUK-verkefni, Geir Oddsson, Landmati ehf. Samræmd gagnaskráning fyrir heilbrigðis- og matvælaeftirlit, Albert Sigurðsson, Hollustuvernd ríkisins. Heilsufars- upplýsingar og faraldsfræðileg skráning, Sigríður Haraldsdóttir Landlæknisembættinu. Vistgerðir og búsvæði dýra, Kristján Jónasson, Náttúrufræðistofnun Íslands. Heil- brigðisupplýsingar hjá yfirdýra- lækni, Sverrir Sverrisson, Yfirdýra- læknisembættinu. Könnun á mataræði Íslendinga, Laufey Stein- grímsdóttir, Manneldisráði. Land- fræðileg greining og sölutölur, Einar Einarsson, Markaðsgreiningu ehf. Í lokin verða umræður um framtíðar- sýn og virðisauka í samtengingu gagna. Landupplýsingakerfi fyrir heilbrigðis- og matvælaeftirlit ♦ ♦ ♦ ROGER Crofts, framkvæmdastjóri Scottish Natural Herritage (SNH), sem er stofnun sem fer með yfir- stjórn náttúruverndar í Skotlandi, heldur hádegisfyrirlestur í Bíósal Hótels Loftleiða mánudaginn 26. mars nk. Þar mun hann kynna við- horf sín til þess hvernig efla megi skilning þjóðarinnar á umhverfis- vernd og hvernig unnt er að sam- tvinna nýtingu náttúruauðlinda og verndun náttúrunnar. Roger Crofts mun m.a. fjalla um leiðir til að efla umhverfisvitund og skilning á náttúrunni, umhverfis- væna ferðamennsku, tengingu um- hverfisfræðslu við náttúruna, sjálf- bæra nýtingu náttúrulegra auðlinda og breiðari aðkomu þjóðarinnar að töku ákvarðana um umhverfismál. Roger Crofts hefur unnið með Landgræðslu ríkisins og Náttúru- vernd ríkisins og veitt margvíslega ráðgjöf á sviði umhverfismála. Hann hefur ferðast mikið um Ísland og kynnt sér vel íslensk umhverfismál. Scottish Natural Heritage vinnur að náttúruvernd með sjálfbæra þró- un að leiðarljósi. Skipulagning starf- seminnar miðar að því að draga úr miðstýringu og stuðla að víðtæku samstarfi um náttúruvernd. SNH telur mikilvægt að auka frumkvæði og þátttöku almennings og þeirra sem landið nýta. Landvernd, Náttúruverndarsam- tök Íslands, Landgræðsla ríkisins og Náttúruvernd ríkisins standa að fyr- irlestrinum í samvinnu við Roger Crofts. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.30 og stendur með umræðum í liðlega klukkustund. Allir velkomir og að- gangur er ókeypis. Leiðir til að bæta stöðu umhverf- isverndar á Íslandi Bakpoki aðeins 1.600 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.