Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 26
DÆGURTÓNLIST 26 B SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALGENG er sú trú að blús sé ekki fyrir bleiknefja. Menn eins og John Hammond afsanna slíkt rækilega enda hefur hann ver- ið í framlínu blúsmanna í tæpa fjóra áratugi. Fyrir stuttu kom út skífa sem fékk marga til að sperra eyrun því á henni syngur Hammond lög eftir Tom Waits. syngursyngur Hammond Waits Hammond var að mótast sem tónlistarmaður var þjóðlaga- blús í mikilli uppsveiflu vestan hafs og það var einmitt sú tón- list sem hann vildi leika og leikur fram á þennan dag. Eft- ir því sem hann segir sjálfur heillaðist hann reyndar af Jimmy Reed á tónleikum þess síðarnefnda, en eins og menn vita var blús Reeds alllangt frá því að kallast þjóðlagablús. Ólíkt Reed hefur Hammond haldið sig að mestu við kassa- gítarinn þótt hann sé framúr- skarandi rafgítarleikari, auk- inheldur sem hann syngur og leikur á munnhörpu þegar við á. Hann hefur haldið sig á svipuðum slóðum alla tíð, leik- ið blúsa eftir hina og þessa frá fjórða til sjötta áratug síðustu aldar. Ekki er gott að henda reiður á því hve Hammond hefur sungið inn á margar skífur en plötur undir hans nafni eru 29, sú 29., Wicket Grin, þar sem Hammond syngur lög eftir Tom Waits, kom út fyrir rúmri viku. Á henni syngur Hamm- ond lög eftir Tom Waits eins og getið er en því er við að bæta að Waits sá einnig um upptökstjórn. Eins og Hammond rekur söguna hafa þeir Waits verið vinir í áraraðir enda hefur Waits hefur ekki minna dálæti á blús en Hammond eins og heyra hefur mátt á skífum hans. Upphaf samstarfs þeirra er að Waits lagði Hammond til lag á plötu 1992 og í kjölfarið kom Hammond við sögu á plötu Waits, Mule Variations, sem kom út fyrir hálfu öðru ári. Waits launaði honum greiðann með því að stýra upptökum á Wicked Grin og semja fyrir hann tvö ný lög til viðbótar við þau tíu sem Hammond tekur eftir hann. Waits syngur svo bakraddir með Hammond í lokalagi plöt- unnar, gömlum sálmi sem þeir félagar endurgera. John Hammond byrjaðisnemma að fást við tónlist sem ætti ekki að koma á óvart í sjálfu sér þar sem faðir hans var sá frægi John Hammond sem uppgötvaði Billie Holiday, Count Basie, Charlie Christ- ian, George Benson, Aretha Franklin, Bob Dylan, Bruce Springsteen og Stevie Ray Vaughan, svo dæmi séu tekin. Ekki vildi hann þó að sonurinn færi tónlistarbrautina, en Hammond yngri gerði sína uppreisn, lagðist í ferðalög einn með gítarinn ákveðinn í að vinna sér sess sem blús- söngvari. Á þeim tíma sem John EIN HELSTA hljómsveit Breta nú um stundir er welska rokk- sveitin Manic Street Preachers. Hún hefur ýmislegt mátt þola á vegferð sinni en félagarnir hafa aldrei látið bugast og eru með vinsælustu hljómsveitum Bretlands nú um stundir. Í síðustu viku kom út ný skífa sveitarinnar, Know Your Own Enemy. Frændurnir James Bradfield og Sean Moore ólust upp saman í námubæ í Wales. Þeir sáu Clash í sjónvarpinu og ákváðu að verða pönkarar. Til þess verða menn að vera í hljómsveit og þeir gengu í hljómsveit félaga síns, Nicholas Allen Jones, sem tók sér síðar nafnið Nicky Wire. Hljómsveitin kallaðist Betty Blue og var að sögn heldur klén pönksveit sem lék lög eftir aðra. Fjórði maðurinn í sveitinni, gít- arleikari, hætti um það leyti sem Betty Blue var orðin að Manic Street Preachers og í hans stað kom Richey Edwards og kom ekki að sök að hvorki kunni að syngja né leika á gítar. Fyrstu eiginlegu Manic Street Preachers-tónleikarnir vor- uhaldnir í Lundúnum í loks árs 1989 og í framhald þeirra komst sveitin á samning. Fyrstu smáskífurnar vöktu þokkalega at- hygli, en öllu meiri athygli vakti Richey Edwards fyrir fram- komu sína og sérkennilegt háttarlag. Fyrsta breiðskífan, Gen- eration Terrorists, kom svo út 1992 og vakti meðal annars athygli fyrir glannalegar yfirlýsingar liðsmanna um það hve mörg eintök þeir hygðust selja af plötunni, sextán milljónir. Ekki gekk það eftir en salan var þó harla góð og kallaði á nýja skífu, Gold Against The Soul, sem kom út í júní 1993. Tónleika- ferð til að kynna þá plötu var liðsmönnum erfið, ekki síst Ed- wards, og hann var lagður inn á geðsjúkrahús til að reyna að sigrast á sjúklegu þunglyndi og í kjölfarið fór hann í meðferð til að losna við áfengisfíkn. Samhliða meðferð Edwards héldu þeir félagar áfram að vinna þriðju breiðskífuna, The Holy Bible, sem þótti vel heppnuð en seldist miður vel. Það varð ekki til að létta lund Edwards og rétt þegar sveitin var að byrja vinnu við nýja plötu hvarf hann af hót- eli í Lundúnum og hefur ekkert til hans spurst síðan. Eftir mikið sálarstríð ákváðu þeir sem eftir sátu að halda áfram en láta fjóðung af tekjum renna inn á reikning sem bíður Edwards ef hann skilar sér. Fyrsta smáskífan eftir að Edwards hvarf var A Design For Life sem gerði sveitina að einni helstu rokksveit Bretlandseyja og breiðskífan Everything Must Go seldist í bílförmum. Vinsæld- irnar urðu til að stappa stálinu í þá félaga sem vonlegt var, en tók þó býsna langan tíma að ljúka við næstu plötu á eftir, This Is My Truth, Tell Me Yours. This is My Truth... seldist mjög vel eins og við var að búast og tónleikaferð sveitarinnar til að fylgja henni eftir var ekki síður vel heppnuð. Þrátt fyrir það fór sá kvittur á kreik að næsta plata, Know Your Own Enemy, yrði síðasta skífa hljómsveit- arinnar, því liðsmenn ætluðu að slíta samstarfinu þegar hún væri komin út. Talsmenn sveitarinnar hafa borið þetta til baka og benda meðal annars á að eftir að kynningarstarfi á Know Your Own Enemy er lokið hefst vinna við að setja saman tvöfalda safn- skífu með helstu lögum sem gefin verður út á næsta ári. Ný Manics-skífa Neil Hannon er norður-írskur, fæddur í Lond- onderry. Rétt innan við tví- tugt var hann búinn að stofna hljómsveit, The Divine Com- edy, en í þeirri sveit söng hann og lék á gítar. Ekki þótti þeim félögum nóg við að vera í Londonderry og brugðu sér því til Lundúna þar sem þeir komust á samning og sendu frá sér fyrstu skífuna, Fanfare For The Comic Muse. Ári síðar, 1991, gekk söngvari í sveitina en stuttskífa sem gefin var út það ár var með Hannon sem söngvara. Þriðja platan var svo stuttskífa eins og hinar, hét Europop og kom út síðla árs 1992. Skömmu eftir að sú plata kom út urðu verulegar mannabreytingar í sveitinni og Hannon var í raun einn eft- ir með nafnið og samninginn. Næsta plata Divine Com- edy, Liberation, sem kom út fyrir átta árum, var í raun sólóskífa Hannons og einnig platan Promenade sem kom út 1994 og fékk afbragðsdóma, var meðal annars valin plata ársins víða. Í vinnulotunni fyr- ir þá plötu fékk Hannon meðal annars liðsinni tónsmiðsins og tónlistarmannsins Jobys Talb- ots og þegar kom að því að setja saman hljómsveit til að kynna plötur Divine Comedy byrjaði Hannon á að ráða Talbot. Síðar slógust í hópinn skólafélagar Hannons, Bryan Mills og Ivor Talbot, Stuart „Pinkie“ Bates, Miggy Barr- adas og Rob Farrer. Þannig skipuð gaf Divine Comedy út breiðskífuna Cas- anova fyrir réttum fimm árum en segja má að sú plata hafi loks komið sveitinni á kortið en lög af henni slógu í gegn í Bretlandi og sjálf seldist hún ríflega gullsölu á Írlandi og Bretlandi. Mikið tónleikahald gerði sitt til að selja plötuna en síðasti hluti tónleikaferðarinn- ar var með þrjátíu manna strengjasveit. Með þeirri sveit tóku þeir félagar síðan upp stuttskífu, A Short Album About Love, á tónleikum í Shepherds Bush Empire í Lundúnum. Eins og heiti plöt- unnar ber með sér fjallar hún um ástina og ekki nema við- eigandi að hún var gefin út á Valentínusarmessu 1997. Svo vel var skífunni tekið að hún var fyrsta plata Divine Com- edy til að fara beint inn á topp tuttugu í Bretlandi. Fin de Siecle kom út fyrir hálfu þriðja ári og síðan safnskífa með helstu lögum, svona rétt til að kveðja útgáfuna sem Hannon hafði þá starfað með í tíu ár. Ný skífa með Divine Comedy og fyrsta plata Hann- ons fyrir nýja útgáfu, Regen- eration, kom svo út síðastlið- inn mánudag. Neil Hannon hefur látið þau orð falla í viðtölum að sér hafi þótt tími verið til kominn að breyta um kúrs eftir að Fin de Siecle kom út, ekki yrði lengra farið í dramatískum þunga. Lög á nýja skífu voru því öll samin á kassagítara til að létta yfirbragð þeirra og allir liðsmenn lögðu sitt af mörkum. Það var svo til að tryggja nýjan blæ að Hannon fékk helsta samstarfsmann Radiohead, Nigel Godrich, til að stýra upptökum.Það er svo í takt við annan að þeir félag- ar breyttu um útlit, færðu klæðaburð til nútímans með síðu hári og stuttermabolum. p ppoFÁIR hafa gert sér eins mik-inn mat úr armæðu og NeilHannon sem stýrir DivineComedy. Hann heillaðistsnemma af mæðuþrungnupoppi og hefur sent frá sér hverja afbragðsskífuna af annarri þar sem hann fer á kostum í beiskri kímni á milli þess sem hann veltir sér upp úr takti og trega. eftir Árna Matthíasson MÆÐUÞRUNGIÐ Frusciante er kominn undir þrítugt og al-inn upp í Kaliforníu. Hann hreifst snemma af tónlist og bræddi saman í frum- legan stíl gítarfrasa í framsúrstefu og pönki. Meðal þeirra sveita sem hann hafði dálæti á var Red Hot Chili Peppers og þar sem hann var góðkunningi Fleas, bassaleikara sveit- arinnar, bauðst honum að ganga í hana þegar gítarleikarinn Hillel Slovak dó af of stórum skammti af heróíni. Frusciante kom fyrst við sögu á breiðskíf- unni Mother’s Milk sem var fyrsta gullskífa sveitarinnar, en næsta plata, Blood Sugar Sex Magik, kom út 1991 og seldist í millj- ónavís um heim allan. Velgengnin sté til höf- uðs Frusciantes og stíf eiturlyfjaneysla rugl- aði hann svo í ríminu að hann sagði skilið við félaga sína fyrirvaralaust þegar sveitin var á ferð um Japan. Á næstu árum sökk Frusciante enn dýpra og þótt hann hafi sent frá sér tvær sérkenni- legar sólóskífur má segja að hann hafi verið kominn til botns. Áður en hann náði að fara sömu leið og Slovak náði hann þó áttum og kom sér í afeitrun. Svo vel vildi til að forðum félagar hans í Red Hot Chili Peppers stóðu einmitt uppi gítarleikaralausir eftir að hafa reynt ýmsa afleysingamenn fyrir Frusciante. Þeir tóku honum og vel og fyrsta skífan eftir að hann sneri aftur, Californication, sló öll fyrri sölumet sveitarinnar. Þótt Frusciante eigi snaran þátt í lögum Red Hot Chili Peppers er hann að fást við tónlist líka einn síns liðs, og greip tækifærið þegar hljómsveitin tók sér starfsleyfi til að gefa út þriðju sólóskífu sína, To Record Only Water For Ten Days. Í sérkennilegri kynn- ingu á plötunni segist hann hafa hlýtt á anda í ýmsum myndum á árunum 1992 til 1997 og platan miðli því sem hann lærði af þeim í tón- um og textum: „Tilfinningarnar sem felast í þessari plötu eru tilfinningar þeirra anda sem eru vinir Johns Frusciantes.“ FÁTT einkennir hljómsveitina Red Hot Chili Peppers meira en snilldargítarleikur Johns Frusciantes, sem átti snaran þátt í því að koma hljómsveitinni á kortið. Þrátt fyrir velgengni og frama sannast á Frusciante að það er sitt- hvað gæfa og gjörvileiki, því ekki er langt síðan hann veltist um í ræsinu og lifði á betli þrátt fyrir að hafa verið í einni vinsælustu hljómsveit heims. Andatilfinningar Frusciantes il i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.