Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 15
ir sjúkdómar sem áður þóttu tilheyra vanþróuðum ríkjum spruttu upp í landi þar sem áður þótti meiri ástæða til að útskrifa heilaskurðlækna en smitsjúkdómafræðinga. Með stórveldinu hrundi opinber þjónusta, einkum hið viðamikla og dýra heilbrigðiskerfi sem byggt hafði verið upp áratugum saman. Læknar höfðu skyndilega engin lyf, engar filmur í röntgentækin, engin laun. Á dögum Sovétríkjanna fengu starfs- menn leyfi á launum og ókeypis með- ferð ef þeir greindust með berkla. Nú á dögum eru menn heppnir ef þeir halda vinnunni. Dæmi um það sem gerðist má sjá í Badakshan-héraði í Tadsjikistan, en það er í Pamír fjöll- um á landamærunum við Kína og Afg- anistan. Á berklaspítalanum í borg- inni Khorog eru 40 rúm. Strax eftir 1991 varð skortur á berklalyfjum þannig að brátt reyndist ekki hægt að halda uppi berklameðferð. 5 árum síð- ar hafði fjöldi berklasjúklinga á staðnum sexfaldast. Svipaða sögu er að segja víða úr gömlu Sovétríkjun- um. Fjölónæmar berklabakteríur En þar með er ekki öll sagan sögð. Á sama tíma og berklar breiðast hrað- ar út í gömlu Sovétríkjunum en ann- ars staðar hafa þar einnig myndast berklastofnar sem eru ónæmir fyrir þeim lyfjum sem best henta til berkla- meðferðar. Þegar stofnar af berklabakteríunni eru ónæmir fyrir tveimur algengustu lyfjunum, isoniazid og rifampin, þá eru þeir kallaðir fjölónæmir. Það kostar að minnsta kosti 100 sinnum meira að ráða niðurlögum bakter- íunnar ef um slíkt smit er að ræða heldur en ef hægt væri að nota hefð- bundin lyf. Berklalyf sem duga til að lækna mann af berklum í Rússlandi kosta um 1.700 krónur. Meðferðin tekur um sex mánuði. En það kostar meira en milljón króna að lækna mann sem er smitaður af fjölónæmri berklabakteríu og það tekur tvö ár. Vart þarf að taka fram að fé til slíkrar meðferðar er í nær öllum tilvikum ut- an seilingar fyrir sjúklingana og þeirra bíður oft ekkert annað en mis- munandi langvarandi dauðastríð. Þangað til fyrir hálfri öld voru eng- in lyf til að meðhöndla berkla. Þetta ástand er að verða til á ný með til- komu fjölónæmra berklabaktería. Þessir stofnar hafa myndast þegar sjúklingar hafa byrjað að taka lyf við berklum en ekki haldið lyfjakúrinn í tilsettan tíma. Þá kemst á kreik bakt- ería sem er ónæm fyrir viðkomandi lyfi og smám saman verða sverðin í vopnabúri heilbrigðisyfirvalda bitlaus á skaðvaldinn. Meira en helmingur berklasjúklinga í Rússlandi er ónæm- ur fyrir að minnsta kosti einu berkla- lyfi. Í Eistlandi var hlutfall fjöl- ónæmra berkla 13,5 prósent 1997 en 18,1 prósent ári síðar. Þessar ónæmu bakteríur eru farn- ar að sjást á Vesturlöndum. Síðan 1996 hefur tilfellum fjölónæmra berkla fjölgað um 50 prósent í Dan- mörku og Þýskalandi. Skýrsla Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar frá í fyrra bendir til að ef ónæmir berklar koma upp í fátækum ríkjum muni þeir óhjákvæmilega breiðast út til þeirra sem eru ríkari. Eina leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðsluna sé að ráðast gegn rótum vandans í fátæku ríkjun- um. Kuldi og vosbúð í Síberíu Berklar eru fátæktarsjúkdómur því þeir ráðast einkum á fólk sem er veikburða og býr við miklar þreng- ingar. Vart er hægt að hugsa sér verri aðstæður en víða í Síberíu, þar sem þjóðfélagsgerðin hrundi fyrir tæpum áratug og er enn að falla saman. Ósjaldan koma upp aðstæður sem hafa í för með sér ótrúlega erfiðleika. Þannig varð til dæmis skyndilega raf- magnslaust í bænum Deputatskí í austanverðri Síberíu fyrr í þessum mánuði. Bæjarbúar, 3.500 manns, voru þá skyndilega án ljóss, rafmagns og hita í fimmtíu stiga gaddi í svart- asta skammdeginu. Svo merkilega vildi til að Rauði krossinn hafði ein- mitt verið að skipuleggja hjálparstarf á svæðinu og því var hægt að fara með teppi, hlýjan fatnað, vetrarskó, mat- væli og annan varning til þorpsins. Bílalestin lagði upp frá næstu borg, Jakútsk, en ferðalagið yfir freðmýrar, ísilögð vötn, ár og fjöll tók alls tíu daga. Á meðan beðið var eftir aðstoð- inni bjargaði fólk sér með því að fjöl- skyldur söfnuðust saman ein eða fleiri í herbergi, lokuðu að sér og hituðu upp með kamínum. Onufri Platonovich Uksusnikov og kona hans Olga eru dæmigerð fyrir það fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á þjóðfélagsbreytingum undanfarinna ára. Þau eru af Dolgan-ættbálki frum- byggja Síberíu. Onufri er sextugur en kona hans 62. Fyrir daga Sovétvalds- ins bjó Dolgan-fólkið í tjöldum og fór ferða sinna á breiðum skíðum, hunda- sleðum eða bátum og veiddi sér til matar. Eftir byltinguna var því komið fyrir í þorpum og bæjum og það vand- ist því að fá laun fyrir veiðarnar og að sækja sér mat í næstu kjörbúð. „Við áttum nóg af peningum og mat og fatnaði,“ segir Onufri. „Ég seldi hvít refaskinn og fékk tvisvar verð- laun fyrir veiðimennsku.“ Hvorugt hjónanna kann að lesa eða skrifa. Nú búa þau í gömlum vagni sem bú- ið er að breiða yfir með segldúk. Þau hafa engin tæki til upphitunar, ekkert rafmagn og engin húsgögn. Kjötið af skepnunum sem Onufri veiðir elda þau á steinolíuhellu. Í fyrra fóru þau loks að fá ellilífeyri en einungis sem svarar um 1.700 krónum á mánuði. Ekkert brauð er bakað í þorpinu þeirra af því að hveitið er svo dýrt. Sökum flutningskostnaðar er neyslu- varningur að jafnaði þrefalt dýrari í dreifðum byggðum Síberíu heldur en í stóru borgunum. Fyrir utan ellilíf- eyrinn fá þau enga aðstoð aðra en þá sem Rauði krossinn færir þeim. Í fyrra fengu rúmlega 200 þúsund manns á norðursvæðum Rússlands fjölskyldupakka, sem í voru matvæli, hreinlætisvörur, stígvél, skólavörur og lyf. Í frumbyggjaþorpinu Levinski Peski býr Ludmilla Baikaleva, fimm- tug kona, í einu herbergi með sex uppkomnum börnum og einu barna- barni. „Líttu á þetta,“ segir hún við starfsmenn Rauða krossins sem eru komnir til að kanna aðstæður. „Það er Morgunblaðið/Þorkell Föngum, sem taldir eru verstu smitber- arnir, er haldið saman í sérstökum sér- merktum klefum til þess að slæmt ástand verði ekki enn verra. Þessi sér- merkti klefi er í fangelsinu í Norilsk. Stúlka frá Tsjetsjníu sem verið hefur á barnasjúkrahúsi í Moskvu um nokkurt skeið. Hún hefur verið smituð nánast frá fæðingu. Læknir á barnadeild á stóru berklasjúkrahúsi í Moskvu. Á þessari stofu eru börn sem haldið er í einangrun. Margir sjúklinganna eru frá fyrrverandi ríkjum Sovét- ríkjanna, Mið-Asíu-ríkjunum Moldóvu, Georgíu, Aserbadsjan, Armeníu og Tadsjí- kistan. Þó þetta séu orðin sjálfstæð ríki koma enn sjúklingar þaðan til Rússlands, einkum börn og unglingar, því heima fyrir er engin aðstaða til að hjálpa þeim. Sums staðar hefur verið gripið til þess ráðs að láta hættulegustu smit- berana ganga með andlitsgrímur. Þessi stúlka var talin á batavegi en þykir engu að síður smitberi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 B 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.