Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 B 27 Stór glæsileg sýning á þýskum heilsárs húsbílum og hjólhýsum frá Knaus sem er leiðandi merki í Evrópu. Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ. Símar: 565 6241 og 544 4210 Fax: 544 4211. Knaus húsbílar og hjólhýsi – aðeins það besta! Opið alla daga frá kl. 10.00-18.00. Þjónustuaðili VEITINGASTAÐURINN Somm- elier við Hverfisgötu fagnar um þessar mundir eins árs afmæli. Af því tilefni mun Rolf Johannsen & Co. bjóða gestum Sommeliers uppá ókeypis vínkynningar og vín- smakk frá mánudegi til laugardags dagana 26. til 30. mars. Kynnt verða vín frá framleið- endum í Eyjaálfu; Lindemans og Penfolds frá Ástralíu auk Stone- leigh frá Nýja Sjálandi. Eins verða kynnt vín frá Robert Mondavi frá Bandaríkjunum og samstarfsaðil- um hans um allan heim en Mond- avi hefur lagt sig eftir að vinna með öðrum framleiðendum við að þróa vínframreiðslu. Út úr þessu samstarfi hafa komið vín eins og Opus One og Almaviva en þetta eru einhver eftirsóttustu vínin á markaðinum í dag, segir í frétta- tilkynningu. Sommelier býður uppá eitt mesta úrval borðvína á Íslandi og eru yfir 2000 tegundir geymdar í Vínhjartanu, víngeymslu staðarins, en þar geta gestir brugðið sér inn og smakkað á vínum við kjörað- stæður. Þar eru einnig haldin reglulega vínnámskeið auk þess sem boðið er upp á matreiðslu- námskeið í eldhúsi staðarins. Næsta námskeið verður einmitt núna, miðvikudaginn 28. mars, og nefnist: Fiskur og sjávarfang. Meðhöndlun, hreinsun, steiking og nýstárlegar matreiðsluaðferðir á fiski og sjávarfangi. Þeim sem vilja fræðast meira um matreiðslu- og vínnámskeið á Sommelier er bent á heimasíðu staðarins, www.sommelier.is. Sommelier fagnar eins árs afmæli Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 19. marz sl. var spil- aður eins kvölds Howell-tvímenn- ingur. 16 pör spiluðu og allir við alla. Meðalskor 210 stig. Valdimar Sveinss. – Þórður Björnss. 264 Bjarni Einarss. – Pétur Péturss. 263 Guðlaugur Sveinss. – Erlendur Jónss. 228 Þorvaldur Pálmas. – Jón V. Jónmundss.227 Baldur Bjartmarss. – Þórður Ingólfss. 226 Mánudaginn 26. marz nk. hefst 5 kvölda Barómeter-tvímenningur. Þar sem þetta er eitt áhugaverð- asta formið á tvímenningskeppni eru allir velkomnir til þátttöku. Skráning á spilastað í Þönglabakka 1 ef mætt er stundvíslega fyrir kl. 19.30. Spilastjóri er Ísak Örn Sigurðs- son. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.