Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 B 17 eríuna í líkama sínum. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum vegna berkla í fangelsum um þriðjung frá árinu á undan. Í venjulegu fangelsi má sjá sex manns í klefa sem væri fyrir einn á Íslandi. Sums staðar er ástandið miklu verra. Hreinlæti er stundum verulega ábótavant, fangaverðir skeytingarlausir um hag fanganna og óskrifaðar reglur um samskipti fanganna harðneskjulegar. Valdajafnvægið í dæmigerðu fangelsi skiptir föngunum í fjóra hópa. Efst tróna foringjarnir (blatn- iye), sem eru harðnaðir atvinnu- glæpamenn. Meirihluti fanganna til- heyrir almenningi (muzhiki), en það eru smáglæpamenn og aðrir sem engin völd hafa. Litið er niður á fanga sem reynast fangelsisyfirvöld- um samvinnuþýðir (kozly) en í neðsta þrepi eru hinir ósnertanlegu (petukhi) sem hafa fengið dóma fyrir kynferðisglæpi. Hver sem brýtur gegn óskrifuðum reglum þessa stéttakerfis fer sjálfkrafa niður í neðsta þrep og er þá kominn upp á náð og miskunn þeirra sem fyrir of- an eru – en hvort tveggja er sjald- fundið. Þessi stéttaskipting skiptir máli fyrir útbreiðslu berkla vegna þess að foringjarnir hafa hagsmuni af því að koma sínu fólki í berklameðferð og fá þannig aðgang að betri meðferð og verðmætum lyfjum. Sendifulltrúar Rauða kross Íslands sem starfað hafa á vegum Alþjóða Rauða kross- ins við berklavarnir í fangelsum í Kákasusfjöllum segja ótrúlegar sög- ur af tilburðum fanga til þess að fara á svig við meðferðina. Algengast er að menn fái lánuð hrákasýni – ann- aðhvort til þess að sýnast ósýktir ef þeir eiga skammt í að losna úr fang- elsi eða til þess að sýnast sýktir og komast þannig í meðferð – eða að þeir reyni að komast hjá því að gleypa lyfin. Þessar pillur eru ígildi peninga í fangelsunum og með þeim borga fangar skuldir sínar eða múta foringjunum eða fangavörðum. Þess vegna er stór hluti af starfi sendifull- trúa við berklavarnir í fangelsum að fylgjast nákvæmlega með því að fangar á lyfjakúr taki raunverulega pillurnar, og þá duga oft engin vett- lingatök. Berklar eru algengasta dánaror- sök í fangelsum gömlu Sovétríkj- anna. Yfirleitt má rekja 50–80 pró- sent dauðsfalla til berkla. Það er einnig í fangelsum sem fjölónæmir Þessi gamli hermaður, sem smitaðist þegar hann gegndi herþjónustu í Afganistan, beið í sjúkrarúmi sínu á sérstökum berklaspítala í Moskvu eftir úrskurði lækna þess efnis hversu langt hann væri leiddur. Hann var kominn með innvortis blæð- ingar, í lungum og maga, en beið milli vonar og ótta eftir því að fá að vita hverjar lífslíkurnar væru. „Venjulega“ berkla er í langflestum tilfellum hægt að lækna með lyfjagjöf en helstu lyf gegn þeim eru Rifampicin, Isóniazíð, Etambútól og Pyrazinamíð. ina sem farið var eftir og einnig að berjast við gífurlega spillingu. Starfsfólkið í fangelsinu, læknar og hjúkrunarfræðingar, fær sjaldnast borguð laun, þannig að þetta fólk hafði í sig og á með ýmsum hætti, m.a. með því að svindla með föngunum, ef svo má orða það. Þetta fangelsi er talið besta fangelsið í Georgíu. Rauði krossinn lagði mikla peninga í viðgerðir á því og rekst- urinn. Margt hafði verið þarna í niðursníðslu. Þarna starfa útlendingar en það veitir fangels- isyfirvöldum visst aðhald – þess vegna vildu fangar helst vera í þessu fangelsi. Tekin voru hrákasýni í öllum fangelsunum og oft var svindlað í þessum sýnatökum til þess að komast í þetta eftirsótta fangelsi. Berklameðferðin sem um ræðir er bæði erfið og löng og ýmsar aukaverkanir geta fylgt lyfj- unum, svo sem ofnæmi, útbrot og kláði, liðverk- ir, gula og lifrarbólga, magabólga og jafnvel magasár. Oft kom fyrir að fólk var mjög sátt við lyfjagjöfina fyrst en þegar því fór að líða betur af berklunum eftir svo sem tvo mánuði þá fór það að tregðast við að taka lyfin. Vildu gefa börnum sínum lyfin Meðferð þessi er sérhæfð við þeim berklum sem við þekkjum og er algjör faraldur víða á þessu svæði en ekki við ónæmum berkla- stofnum sem við sáum æ meira af þarna ytra. Við sáum raunar aðeins berkla meðal þeirra sem eru í fangelsunum en reikna má með því að 10% fleiri séu með berkla úti í samfélaginu. Oft stóð maður fangana að því að reyna að komast hjá því að taka lyfin og spurði þá af hverju þeir vildu ekki taka þau. Svarið var þá að börn viðkomandi væru með berkla og þeir vildu láta þau njóta lyfjanna. Eða þá að háttsettari aðilar í fangelsinu vildu fá lyfin, viðkomandi væri að borga spilaskuld o.s.frv. Erfiðast var að kljást við afleiðingar stétta- skiptingarinnar meðal fanganna. Þessi stétta- skipting er ekki viðurkennd af yfirvöldum en er sannarlega fyrir hendi. Stundum veltum við fyr- ir okkur að fá fanga í efsta þrepi til að ganga í lið með okkur, fá þá til að segja öllum að koma í meðferð og hætta að svindla. En svo var tekin ákvörðun um að skipta sér ekki af innanflokks- málum í fangelsinu. Þetta yrði of flókið mál. Við fundum þó stundum að ef við gerðum vel við mafíósanna þá fengum þeir sína menn til að koma í meðferð í staðinn. Flestir fanganna voru ungir menn þótt innan um væru eldri menn. Því hraustari sem menn eru að upplagi því betur þola þeir meðferðina. Við náðum mörgum snemma á sjúkdómsferlinu og þá var árangurinn miklu betri. Ég sá mörg- um batna en samskipti okkar við stjórnvöld voru þess eðlis að það torveldaði batann. Það ríkti lítill skilningur á starfi okkar hjá yfirvöld- um. Menn voru kannski búnir með fimm mán- aða meðferð, gerðu þá eitthvað jafnvel smá- vægilegt af sér og voru sendir burtu þannig að meðferðin rofnaði og hætti. Þetta skapaði mikla hættu á að sjúkdómurinn blossaði upp aftur með tilheyrandi smithættu. Við sem störfuðum þarna við meðferðina gengum alltaf í sloppum með grímur en auðvit- að vorum við hrædd um að smitast. Ef einhver í hópnum fór að hósta þá brá öllum mjög og ótt- uðust berklasmit. Ég var óskaplega fegin eftir að ég var komin hingað heim og fékk þann úr- skurð eftir athugun að ég væri ekki smituð af berklum. Karlmenn eru í miklum meirihluta af þeim sem smitaðir voru af berklum í fangelsum í Ge- orgíu. Gerð var könnun í fangelsum sem stóð yf- ir í eitt ár, til þess að finna hve útbreiddir berkl- ar væru þar, og í ljós kom að aðeins ein kona var smituð. Við slógum fram þeirri skýringu að kon- ur væru færri, snyrtilegri, héldu frekar fyrir munninn þegar þær hóstuðu og færu frekar út. Allt of margir einstaklingar eru saman í klefum í þessum fangelsum og heilbrigðiskerfinu á þessu svæði hefur hrakað mikið undanfarin ár. Í Georgíu er enn í gangi gamaldags meðferð við berklum eins og var hér á árum áður, svo sem að höggva fólk o.fl. skurðaðgerðir. Eldri læknar trúa á þá meðferð. Peningum er ekki eytt í berklavarnir eða lækningar, það er ekki pólitískur vilji til þess að snúa sér að berkla- meðferð. Margir sem eru smitaðir af HIV- veirunni fá berkla, hins vegar var ekki athugað hvað margir í fangelsinu væru HIV-smitaðir. Það hafði lítinn tilgang, ekkert hægt fyrir slíka einstaklinga að gera. Ég átti bara að vera í Georgíu í hálft ár en ég varð ástfangin af svissneskum verkfræðingi sem starfaði með mér í þessu Rauðakrossstarfi og fékk því framlengda dvöl mína þarna. Við bjuggum saman og lifðum nokkuð eðlilegu lífi þrátt fyrir kringumstæðurnar. Ég vann á dag- inn í átta tíma og átti svo minn frítíma. Kærast- inn minn er enn á veraldarvakt hjá Rauða krossinum en ég hætti fyrir nokkru og kom hingað heim til að vinna, hann kemur seinna. Ég starfa nú á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Þessi dvöl mín í Tiblisi í Georgíu hefur skilið eftir sig ýmsar ánægjulegar minn- ingar, bæði hvað snertir mitt einkalíf og einnig kynni mín af íbúum þar. Fólkið þarna er mjög viðkunnanlegt. Starfið erfiðara eftir því sem á leið Satt að segja þótti mér starfið erfiðara eftir því sem á leið dvölina. Ég kynntist smám saman föngunum, sá aðstæðurnar sem þeir bjuggu við og fór að vita meira um líf þeirra. Ég ákvað strax í byrjun að spyrja aldrei hvað hver og einn hefði gert af sér, hefði ég vitað það hefði það kannski litað viðhorf mitt til þeirra. Ég játa að ég var oft forvitin en ég lét ekki undan þeirri forvitni. Ég var aðeins komin til þess að fræða um og hjúkra fólki með berkla. Þegar ég fór heim að ári liðnu var ég satt að segja mjög efins um að þetta starf skilaði þeim árangri sem að var stefnt. En síðan hef ég breytt talsvert um skoðun. Gerð var könnun af óháðum aðila og hún sýndi að þetta starf skilar árangri. Í Aserbadjan hefur þessari meðferð hins vegar verið hætt, könnun sýndi að hún gerði þar meira ógagn en gagn. Fólk hætti svo oft í meðferðinni að stór hætta skapaðist á að upp spryttu í æ ríkari mæli ónæmir berkla- stofnar. Rauði krossinn fylgist vel með því hvernig vindarnir blása í þessum efnum og tek- ur ákvarðanir teknar í samræmi við það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.