Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐUR og deilur um fyrirhug- að laxeldi í sjókvíum með norskan laxastofn hér við land halda áfram og nýjustu tíðindin eru þriggja ára til- raun í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Þar á undan hafði landbúnaðarráð- herra kynnt Íslandskort sem sýndi hvaða svæði kæmu til greina fyrir kvíaeldi og hver ekki. Í Morgunblaðinu 18. mars sl. var viðtal við Sveinbjörn Runólfsson undir stuðlinum: Viðskipti/atvinnulíf á sunnudegi. Fjallaði viðtalið að mestu leyti um fyrirtæki Svein- björns, Sæþór, sem er hafnardýpk- unarfyrirtæki, en næstum því óvart kom upp á borðið að Sveinbjörn var í hópi þeirra sem reyndu sjókvíaeldi í fyrri tilrauninni til slíks sem var einkum fræg fyrir það hversu illa tókst til og flest fyrirtækin lentu í al- varlegum áföllum. Sveinbjörn var einn af örfáum sem ekki lentu í slæmum málum. Áberandi hefur verið í málflutn- ingi fiskeldismanna í yfirstandandi lotu hvað eldismenn í dag búi vel með aukna þekkingu miðað við áður og ekki síst að geta leitað til þeirra manna sem reyndu sig í greininni um árið og voru þar hertir í eldi. Reynsla þeirra manna sé eldismönnum dýr- mæt í dag. Í viðtalinu við Sveinbjörn sagði hann m.a. eftirfarandi: „Já, þetta var talið gróðavænlegt á sínum tíma ekki síður en nú. Ég var með kvíar í 4 til 5 ár í Eiðisvík og var einn af örfáum sem enduðu ekki í gjaldþroti eða öðrum stórslysum. Þetta var ein sorgarsaga. Þegar ég ákvað að fara í kvíaeldið var kíló- verðið á eldislaxi 600 krónur. Þegar ég byrjaði að slátra fiski var verðið komið niður í 350 krónur kílóið og þegar framleiðslan var komin í fullan gang var kílóverðið komið niður í 200 krónur. Eftir því sem ég heyri er það verðið sem er uppi á borðinu í dag, 200 krónur kílóið upp úr sjó. Ég seldi lax fyrir upp undir 20 milljónir króna á ári, en það rétt marði að vera fyrir kostnaði. Það var sjálfhætt og ég var heppinn að koma út úr þessu óskað- aður miðað við hvernig fór hjá svo mörgum öðrum.“ Það er mikið talað um að fiskeld- ismenn í dag njóti þekkingar manna á borð við þig, sem voruð í þessu og lærðuð lexíurnar um árið. Það hefur væntanlega verið leitað í smiðju til þín? „Það hefur enginn spurt mig um eitt eða neitt og ef ég væri spurður myndi ég segja að ég tel að þetta sé mjög vafasamt. Það hefur í raun lítið breyst. Hér á landi eru afar erfið veðurskilyrði, mun erfiðari heldur en bæði í Færeyjum og Noregi. Kostn- aður við eldi verður þess vegna mik- ill, kílóverðið ekki sérlega hátt og auk þess samkeppni um vinnuafl við aðila sem sækja afla í sjóinn og þurfa ekkert að greiða fyrir. Það er hægt að láta svona ganga upp við bestu hugsanlegu aðstæður, en það á tæp- ast við á Íslandi. Einna fýsilegasti staðurinn sem nefndur hefur verið að undanförnu myndi ég telja að væru Vestmannaeyjar og það stafar af því að sjórinn er þar hlýrri heldur en á Austfjörðum. Laxinn þolir miklu verr óveður í köldum sjó.“ Uppgjör í vændum? Á dögunum bárust þær fréttir að Stangaveiðifélagið Lax-á, fyrirtæki Árna Baldurssonar, hefði tekið Ytri- Rangá og vesturbakka Hólsár á leigu til næstu fimm ára frá og með sumrinu 2002. Kom það nokkuð á óvart þar eð viðræður voru í gangi milli stjórnar veiðifélagsins og Strengja, fyrirtækis Þrastar Elliða- sonar, leigutaka svæðisins til margra ára, um endurnýjun á leigusamningi. Landið mun liggja þannig að Lax-á og stjórn veiðifélagsins hafa Enginn spurt um eitt eða neitt ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.