Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 B 11 og það vantar meira pláss fyrir frumleikann,“ segir Guðjón Steins- son í Klúbbi matreiðslumeistara. Ed Leonard, fyrirliði bandaríska lands- liðsins, tekur undir þessi orð. „Dóm- ararnir gefa of mikið fyrir grundvall- aratriðin, of lítið fyrir frumleika og sköpunargleði, þetta „extra“ sem all- ir sem koma á svona keppni til að fylgjast með eru að leita að. Þetta sást berlega með kalda borðið okkar, við fengum lítið sem ekkert fyrir heildar-„konseptið“ hjá okkur sem var unnið út frá þemanu „tími í mis- munandi löndum“. Við höfðum lagt geysilega vinnu í þessa þemavinnu og auðvitað verður maður svekktur þegar maður er bara dæmdur út frá þröngu stöðlunum.“ Var Ed Leon- ard ekki einn um þessa skoðun og átti samúð fjölmargra keppenda og áhorfenda þegar í ljós kom að Sviss- lendingar sigruðu í kalda borðinu. „Það má hinsvegar ekki gleyma því að þetta er ströng keppni þar sem menn verða að fara að gefnum reglum. Þú átt að elda mat fyrir ákveðinn fjölda á tilteknum tíma og þetta á að endurspegla það sem menn geta gert á venjulegum veit- ingahúsum,“ segir Gissur Guð- mundsson. „Það getur oft verið svekkjandi að þurfa að eltast við þessi smáatriði en svona er þetta nú einu sinni. Þessar reglur eru þó oft túlkunaratriði og til dæmis vakti at- hygli þegar íslenska liðið fékk mínus fyrir að vera „of duglegir í eldhús- inu“. Það var verið að refsa þessum ungu strákum fyrir að vera of „energískir“! Þetta var að vísu ekki mikill mínus en svolítið hlægilegur og ekki furða að einn landsliðsmanna spyrði einn dómaranna að því hvort betra hefði verið að þeir hefðu setið á rassinum og slappað af meðan mat- urinn mallaði í rólegheitunum. Hann fékk lítil svör við því og varð dóm- arinn hálfskömmustulegur á svip- inn.“ Ragnar Ómarsson landsliðs- maður segir að þeir hefðu talið að þeir hefðu ákveðinn tíma til að elda matinn og ættu að reyna að nýta hann sem best. „Dómararnir töldu okkur vera að vinna of mikið. Á dauða mínum átti ég von en ekki að fá mínus fyrir það! Þetta var nú ekki eins og við værum að hamast neitt, allt gekk eins og í sögu og maður hefur oft lent á meira floti. Enda stríddum við þeim mikið á þessu „kommenti“ og sögðum að þetta væri auðvitað allt miðað við gömlu kallana sem gætu ekki hreyft sig!“ Hafðu þá úr skíragulli! Íslensku landsliðsmennirnir fengu mikið lof fyrir eldmóð og áhuga og þykja eitt efnilegasta landsliðið sem er á ferðinni í dag. „Þetta er skemmtilega villt lið sem á eftir að ná langt,“ sagði Ed Leonard við verðlaunaafhendinguna. „Manni finnst ótrúlegt að svona lítil þjóð geti haldið úti jafngóðu liði,“ sagði Leon- ard en bandaríska liðið fer í æfinga- búðir á 6 vikna fresti allt árið um kring og útgerðin kostar tugmilljón- ir á ári á þeim bænum. Leonard var hinsvegar svo hrifinn af íslensku strákunum að hann bauð þeim að koma til Bandaríkjanna og æfa með liði sínu við toppaðstæður. „Það verður að koma í ljós hvort við get- um þekkst boðið en auðvitað er það rausnarlegt,“ segir Gissur Guð- mundsson. „Það er kannski leiðin- legt að vera alltaf að tönnlast á því en þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um fjármagn. Að gera út heimsklassa kokkalandslið er dýrt og við höfum úr miklu minna fjár- magni að spila en aðrar þjóðir. Ég held hinsvegar að sá stórkostlegi ár- angur sem íslenskir matreiðslumenn hafa náð erlendis að undanförnu verði til þess að vekja íslensk fyr- irtæki til vitundar um það hversu gífurleg auglýsing matreiðslumenn okkar eru fyrir íslenska matvæla- framleiðslu og því komi menn til að styðja betur við bakið á okkur í framtíðinni. Við erum mjög ánægðir með frammistöðuna hér á ScotHot og silfurverðlaunin. Næst er það gullið sem við sækjum og bað ég Carlos Sauber frá Lúxemborg að sjá til þess að verðlaunapeningarnir á HM í Lúxemborg á næsta ári verði úr skíragulli því við ætlum að krækja í þá!“ Íslenska liðið var það lang- yngsta í keppninni og var meðalald- ur annarra keppnisliða 10–15 árum hærri. „Það tekur tíma að byggja upp gott lið. Ég byrjaði með núverandi landslið 1994 og æ síðan hef ég unnið eftir kerfi sem ég kalla „goshver- inn“, þ.e. á hverju ári „poppar“ einn út úr liðinu og annar inn. Þannig er tryggður stöðugleiki en jafnframt hæfileg endurnýjun. Í byrjun átti liðið á brattann á sækja en eftir 7 ára samvist erum við komnir með mjög frambærilegt landslið sem er farið að vinna til verðlauna á stórmótum,“ segir Tony Jackson, forseti félags skoskra matreiðslumanna og yfir- skipuleggjandi keppninnar, en Skot- arnir lentu í öðru sæti í keppninni sem er besti árangur þeirra til þessa. „Íslenska landsliðið er ungt, gífur- lega metnaðargjarnt og mjög gott. Þið getið litið mjög björtum augum til framtíðarinnar,“ bætti hann við. Íslendingar tóku aðeins þátt í keppninni um besta heita matinn enda leit liðið fyrst og fremst á Scot- Hot sem æfingakeppni fyrir HM á næsta ári. Liðið kom því ekki til greina í keppni um heildarsigurveg- ara á mótinu en þar ræður saman- lögð stigatala úr báðum flokkum. Kanadamenn urðu efstir í heita matnum og Svisslendingar í kalda matnum og Kanadamenn unnu síðan samanlagt. „Úrslitin komu mér geysilega á óvart,“ segir Gissur Guðmundsson. „Skotarnir voru mjög sterkir á heimavelli og þeir ásamt Banda- ríkjamönnum voru með bestu liðin að mínu mati þó Kanadamenn hafi vissulega verið vel að sigrinum komnir. Þeir sigruðu í heita matnum en komust ekki á pall fyrir kalda matinn og það gerir sigur þeirra mjög merkilegan.“ Morgunblaðið/Einar Logi Keppnisréttir landsliðsins á ScotHot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.