Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ stætt í þessum efnum en t.d. í London eru berklar í sókn. Viss samsvörun er á milli þess ástands sem ríkir í berklasmitsmálum í fang- elsum og þess sem gerist í viðkomandi þjóð- félagi. Ég man ekki eftir berklatilfelli í fang- elsi á Íslandi en um leið verð ég að viðurkenna að við gerum ekki sérstakar ráð- stafanir til þess að leita að berklum meðal fanga á Íslandi. Heilsugæslustöðinni í Lág- múla hefur verið falið að sjá um heilbrigð- ismál í fangelsum hér á landi. Ég veit ekki til að neinn þeirra sem greinst hefur með berkla að undanförnu hafi verið í fangelsi þegar smitið koma upp.“ Er berklaleit hætt á Íslandi? „Við erum einna lægst í heiminum hvað ný- gengi berkla snertir, 4 til 5 tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa. Það er lágt,“ svarar Þorsteinn. „Berklapróf voru gerð í skólum hér til 1995 en þá var þeim hætt og nú er að- eins berklaprófað í áhættuhópum, meðal barna innflytjenda. Skólalæknar og hjúkr- unarfræðingar framkvæma það meðfram annarri læknisskoðun í skólum. Lykilatriðið er að finna smitandi berkla fljótt, veita virka meðferð fljótt - þá fækkar berklatilfellum smám saman. Algengasta mynd berkla er hósti, slím- uppgangur, verkur í brjósti og blóðugur upp- gangur. Almennu einkennin eru hiti, mátt- leysi, slappleiki, matarlystin fer, fólk svitnar mikið á nóttunni. Þannig tærist fólk upp þeg- ar sjúkdómurinn er kominn langt. En við er- um nú að greina sjúkdóminn áður en hann kemst á þessi seinni stig“ Eru berklar mjög smitandi? „Berklar eru ekki eins mikið smitandi og t.d. kvef. Af hverjum tíu sem taka bakteríuna fær aðeins einn virka berklaveiki, hjá hinum HVÍTI DAUÐI eða tæring var þessisjúkdómur kallaður áður, en núkemst hann sjaldan á það stig aðvegna blóðleysis gæti hins mikla fölva sem berklarnir drógu áður nafn sitt af í munni almennings,“ segir Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir lungna- berklavarnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Á lista yfir nýgengi berkla, bæði meðal fanga og almennings í hinum ýmsu löndum sem Þorsteinn sýnir blaðamanni, kemur m.a. fram að á Spáni er ný- gengi berkla á hverja 100 þúsund fanga 1.053 til- felli. Þetta er afar hátt hlutfall ef það er borið saman við t.d. Ísland, Noreg og Svíþjóð, þar sem enginn fangi er greindur með sömu við- miðun. Enn verra ástand er meðal pólskra fanga, þar greinast 1.225 fang- ar með berkla af hverjum 100 þúsund föngum en verst er ástandið þó í Rússlandi – eða 2.444 á hverja hundrað þúsund fanga. Samræma þarf heilbrigðisþjónustu í fangelsum og viðkomandi þjóðfélagi Hvað er þarna til ráða? „Það þarf að samræma heilbrigðisþjón- ustuna í fangelsum og viðkomandi þjóðfélagi. Í öðru lagi að vinna að umbótum í réttar- farsmálum almennt svo mál taki ekki eins langan tíma og raun ber vitni og yfirvöld séu ekki eins refsingaglöð. Í þriðja lagi þarf að bæta ástandið í fangelsunum sjálfum, fang- arnir þurfa að fá að nota fangelsisgarðana og vera meira úti við. Tryggja þarf samfellu í heilbrigðisþjónustunni þannig að ef verið er að meðhöndla tiltekinn fanga þá haldi með- ferðin áfram eftir að hann losnar úr fanga- vistinni. Í fimmta lagi að viðurkenna að þó að þjóðirnar geti að mörgu leyti gert þessa hluti sjálfar þá sé þörf fyrir alþjóðlega samvinnu. Í því sambandi ber að hafa í huga að peningar eru ekki allt – oft gefast hollráð mun betur,“ svarar Þorsteinn. „Í fangelsum eru oft mikil þrengsli þannig að margir smitast af berklum, auk þess að taka út þá refsingu sem þeir eru dæmdir í. Fangelsi heyra oft undir fangelsismálaráðu- neyti í stað heilbrigðismálaráðuneytis, fyrir bragðið er þá ósamræmi á milli heilbrigð- isþjónustu eins og hún gerist úti í samfélag- inu og þess sem viðgengst í fangelsum. Það gengur ekki að aðskilja fangelsi frá þjóð- félaginu,“ segir Þorsteinn. En skyldu berklar vera í sókn víða? „Í Vestur-Evrópu er ástandið víða kyrr- gerist ekki neitt. Hjá þessum eina er ónæm- iskerfið eitthvað lakara hvað þetta snertir, af hverju sem það stafar. Hvað með lyfjaónæm berklatilfelli?„Það hafa komið upp eitt eða tvö tilfelli á síðustu tíu árum og það fólk lifði af en líklega fer slík- um tilfellum fjölgandi. Ef við förum varlega getum við lágmarkað áhættuna en við erum ekki einangruð – þess bera að minnast og það þarf að fylgjast vel með innflytjendum og ferðalöngum. Ef ekki er unnt að veita virka meðferð getur í grófum dráttum gerst eitt af þrennu á tíu árum; sjúklingurinn deyr á þess- um tíma - hann er enn þá með sjúkdóminn og smitar - eða hann læknast af sjálfu sér. Ef berklar eru látnir afskiptalausir þá er þetta gangurinn. Mikilvægustu berklalyfin eru Rifampicin, Isóniazíð, sem er undanþágulyf, Etambútól og Pyrazinamíð sem líka er undanþágulyf og því ekki á lyfjaskrá. Einnig er gefið Pyridox- in (vítamín B6) . Mikil áhersla er nú lögð á það af hálfu Heilsustofnunar þjóðanna WHO að lyfjagjöfin fari fram undir beinu eftirliti, hjúkrunarfræðingar horfi á eftir lyfjunum of- an í sjúklinginn. Við höfum ekki berklavanda- mál og sjúklingarnir fá því lyfjabaukinn sjálf- ir. Þetta gengur hins vegar ekki í Austur-Evrópu t.d. Ég er að vinna að verk- efni til aðstoðar Eystrasaltslöndum við berklameðferðtilhlutan forsætisráðuneyta Norðurlandanna. Þessari meðferð verður svo haldið áfram víðar, t.d. í Rússlandi, það er að- alsvæðið, þar er gengdarlaus drykkjuskapur er landlægurog Rússar eru mjög fangelsis- glaðir menn. Þar sitja margir í fangelsi fyrir litlar sakir og um 10% þeirra eru með berkla. Í mannmergð verður gengisfelling á mann- gildi, það þekkjum við ekki á Íslandi.“ Lykilatriði að finna smitandi berkla fljótt Áhættuhópar hvað berkla- smit snertir eru nú einkum innflytjendur og ferðalangar sem fara á mikil smitsvæði. Þorsteinn Blöndal lungna- sérfræðingur segir Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá stöðu berklamála á Íslandi og víð- ar, áhættu og horfum. Þorsteinn Blöndal berklastofnar myndast. Í fangelsum í Baku í Aserbadsjan reyndist fjórði hver fangi sem tekinn var í berkla- meðferð vera ónæmur fyrir algeng- ustu lyfjum. Meðferð tekur langan tíma Berklameðferð tekur langan tíma og sjaldgæft er að föngum sé haldið inni vegna meðferðarinnar ef þeir eiga rétt á lausn. Fangi sem losnar í miðri meðferð hverfur í fjöldann þegar út er komið og ef hann klárar ekki lyfjakúrinn er ver af stað farið en heima setið. Árið 1999 var meira en eitt þúsund föngum með smitandi berkla sleppt lausum í Voronezh- héraði Rússlands. Næsta sumar hækkuðu opinberar tölur yfir berklasmit meðal almennings í Vor- onezh um 150 prósent. Á alþjóðlega berkladeginum í fyrra heimsóttu blaðamenn og fulltrúar hjálparfélaga hið illræmda Matrosskaya Tishina-fangelsi í Moskvu. Við það tækifæri sagði yf- irmaður fangelsismála í Rússlandi, Alexander Koronets höfuðsmaður: „Fangelsi okkar eru eins og hring- hurð – krossgötur fyrir allt landið og miðpunktur berklafaraldursins. Hvað er hægt að gera?“ Á hverju ári greinast upp undir 150 þúsund ný berklatilfelli í Rúss- landi. Sérfræðingar eru sammála um að taka muni áratugi að vinna bug á berklum í Rússlandi og öðrum lönd- um gömlu Sovétríkjanna. Fyrir marga þeirra sem eru sýktir er bar- áttan þegar töpuð því þeim verður ekki bjargað. En með samstilltu átaki allra þeirra sem koma að berklavörnum – og aðstoð frá Vest- urlöndum – er von til þess að farsótt- in verði á endanum kveðin niður. Fyrir vestrænar þjóðir ætti sjálfs- bjargarhvötin að duga til að rétta hjálparhönd, burtséð frá því hversu mikinn samhug menn hafa með grönnum í sárri neyð. Ónæmir berklastofnar eru þegar farnir að gera vart við sig í Bandaríkjunum og Evrópu, ekki hvað síst á Norðurlönd- um. „Börnin okkar horfast nú í augu við sömu farsótt og ógnaði lífi afa okkar og ömmu,“ segir Mogens Thiim, formaður danska lungnasjúk- dómafélagsins. „Munurinn er sá að nú höfum við vísindalega þekkingu til að hefta þessa farsótt. Hvernig mun sagan dæma okkur ef við notum ekki þau meðul sem eru fyrir hendi?“ Þeir sem vilja leggja baráttunni gegn berklum í Rússlandi lið geta lagt fram fé á bankareikning Rauða kross Íslands, sem er 1151 26 12 (kt. 530269 2649) eða skuldfært framlag á greiðslukort á vefnum www.red- cross.is. Munið að merkja framlagið „Berklar í Rússlandi“. Konan að of- an er frá Lev- inski Peski, fátæku frum- byggjaþorpi í Norður-Síber- íu. Ljóst er að hún á stutt eftir ólifað, konan vill fara heim, en vegna smit- hættu er henni haldið nauðugri á sjúkrahúsi í nálægri borg, Dudinka. Fjöl- skyldan hefur tvístrast og sá eini sem eftir er heima er sonur hennar, á myndinni til vinstri, sem lifir þar við kröpp kjör í kofaræksni. BARÁTTAN VIÐ BERKLANA Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.