Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 B 13 FASTANEFND Íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum (SÞ) gaf á dög- unum út skýrslu um 55. allsherj- arþing SÞ á árinu 2000. Kemur í niðurstöðum skýrslunnar greinilega fram, að verulega hefur dregið úr norrænu samstarfi á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna en þeim mun meira orðið um samráð Íslands við full- trúa Evrópusambandsins (ESB). „Ísland átti, ásamt öðrum EFTA- ríkjum, sem aðild eiga að EES, náið samstarf við ríki Evrópusambands- ins um störf þingsins,“ segir til dæmis í þeim kafla skýrslunnar þar sem fjallað er almennt um allsherj- arþingið. „Fyrir þingið boðaði þríeyki formennsku ESB undir for- sæti Frakklands til funda þar sem kynnt voru helstu áherslumál ESB og meðan á þinginu stóð voru reglu- legir uppýsingafundir. Íslandi gafst, ásamt öðrum samstarfsríkjum, kostur á að taka undir málflutning ESB á þinginu og var það boð þegið í mörgum tilvikum.“ Er hins vegar gagnrýnt, að drög að textum ESB hafi oft komið of seint fram þannig að ekki var alltaf unnt að taka tím- anlega afstöðu til þeirra. „Samvinna aðildarríkja ESB er náin á vett- vangi allsherjarþingsins, en þegar að hápólitískum málum kemur vill bresta í innviðunum,“ segir þar. Í þeim köflum skýrslunnar, þar sem fjallað er um starf fastanefnd- arinnar innan hinna ýmsu málefna- nefnda allsherjarþingsins, svo sem um afvopnunar- og öryggismál, efnahags-, þróunar- og umhverfis- mál og félags- og mannréttindamál, er ítrekað nefnt að lítið hafi verið um norrænt samstarf en Ísland hafi oft stutt málflutning ESB. Sem dæmi má nefna umfjöllunina um starf „fimmtu nefndar“ sem hefur fjárhags- og stjórnunarmál á sinni könnu, en þar segir: „Norrænt samstarf var með hefð- bundnum hætti en dregið hefur úr því hin síðari ár. Hluti þess á sér skýringar í auknu hlutverki Norð- urlandanna innan Evrópusam- bandsins. Vikulegir fundir voru haldnir af WEOG ríkjum [sam- starfsvettvangur vesturlanda og annarra ríkja] um málefni nefnd- arinnar. Evrópusambandið hélt reglulega upplýsingafundi fyrir samstarfsríki sín og nýttust þeir vel. Var mikil bragarbót á samskipt- um ESB og samstarfslanda frá síð- asta allsherjarþingi.“ Fastafulltrúi Íslands hjá Samein- uðu þjóðunum er Þorsteinn Ingólfs- son. Skýrsla um þátttöku Íslands í allsherjarþingi SÞ Dregur úr norrænu samstarfi en samráð við ESB eykst EINKASKÓLAR í Bretlandi hyggjast bjóða börnum frá efna- minni heimilum skólavist fyrir sama kostnað og er af kennslu í ríkisrekna skólakerfinu. Hafa þeir farið þess á leit við stjórn- völd að þau greiði helming skóla- gjalda þessara barna, en gert er ráð fyrir að foreldrar og góð- gerðarsamtök standi straum af afganginum. Samband breskra einkaskóla er með þessum tillögum að reyna að brúa það bil sem skapaðist þegar ríkisstjórn Verkamannaflokksins hætti að styrkja fátæk börn með mikla námshæfileika til náms í einkaskólum. Þau börn sem höfðu áður hafið nám í einkaskólum samkvæmt þessu kerfi héldu styrkjum sínum, en þau síðustu munu hafa lokið grunnskólanámi árið 2004. Að sögn Ians Beer, formanns einkaskólasambandsins, munu þá afar fá börn fátækra foreldra geta notið þeirra kosta sem einkaskólar hafa upp á að bjóða. Beer bendir á að samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í september á síðasta ári séu 62% bresku þjóðarinnar fylgjandi því að ríkið styrki börn fátækra for- eldra til náms í einkaskólum. Hann fullyrðir jafnframt að það muni ekki kosta stjórnvöld meira en að mennta barn í ríkisrekna skólakerfinu. Tillögurnar hafa hlotið dræmar undirtektir í breska mennta- málaráðuneytinu. Embættismenn hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin muni ekki endurreisa styrkja- kerfið og hafi ekki í hyggju að koma neins konar staðgengli þess á fót. Einkaskólar bjóða kennslu fyrir sama kostnað London. The Daily Telegraph. VESTAN ehf . Auðbrekku 23, Kópavog i , s ími 554 6171 , fars ími 898 4154 Amerískir lúxus nuddpottar Nýkomnir glæsilegir acrylpottar. Rauðviðargrind. Innb. hitunar- og hrein- sikerfi. Vatns- og loftnudd. Engar leiðslur, nema rafmagn. Einangrunarlok með læsingum. Verð frá aðeins kr. 480 þús. Við seljum ekki ódýra potta, við seljum potta ódýrt! Verðbréfaþing hefur samþykkt að taka skuldabréf Kaupþings hf., 1. flokk 2000, á skrá þingsins. Bréfin verða skráð föstu- daginn 30. mars 2001 enda uppfylli þau skilyrði skráningar. Bréfin eru vaxtagreiðslubréf til 12 ára. Höfuðstóll greiðist með einni afborgun þann 28. apríl 2012. Nafnvextir bréf- anna eru 7,00%. Bréfin eru verðtryggð. Krafa skv. skulda- bréfi í 1. flokki 2000 víkur fyrir öllum öðrum kröfum á hend- ur útgefanda og við gjaldþrot eða slit endurgreiðist hún á eft- ir öllum kröfum öðrum en endurgreiðslu hlutafjár. Skráning- arlýsingu og þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsining- unni er hægt að nálgast hjá Kaupþingi hf. Víkjandi, verðtryggð skuldabréf Kaupþings hf., 1. flokkur 2000, skráð á Verðbréfaþing Íslands. Ármúla 13A, 108 Reykjavík Sími 515-1500, fax 515-1509

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.