Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í MATREIÐSLUKEPPNI liða er keppt í tveimur flokkum, heitum og köldum mat. Keppni í kalda matnum er skipt í fjóra flokka. Þeir eru mismunandi eftir keppnum, en reynt er að taka alla matarflóruna inní þegar flokkarnir eru settir upp; forréttir, aðalréttir og desertar úr sem fjölbreyttustu efni. Einu ári fyrir keppni fá liðin að vita flokkana og byrja að búa til matseðla. Lögð er áhersla á að stærð skammta sé rétt, fjöl- breytni sé í litavali og að ekki sé um end- urtekningar að ræða, t.d. gengur ekki að vera með sama hráefnið í mörgum réttum, svipað bragð eða keimlíkar uppsetningar. Nauðsynlegt er að koma á keppnisstað viku fyrir keppni og setja upp æfingaeld- húsið. Þá byrja menn að fínisera enn meira, búa til hlaup og púsla öllu á diskana. Við megum koma með allan kalda matinn tilbú- inn á keppnisdegi og þannig gætum við í teóríunni komið með allt tilbúið frá Íslandi en fjarlægðin gerir okkur erfitt fyrir. Sum- ar þjóðir gera þetta, klára sem mest heima hjá sér og keyra á keppnisstað. Við þurfum einungis að búa til einn skammt af hverjum rétti en mismunandi er hve réttirnir eru margir. Til dæmis voru 46 diskar á Ólymp- íuleikunum. Eingöngu er dæmt eftir útliti, uppsetningu og frumleika og bragðið látið liggja á milli hluta. Enda er það svo að mat- urinn á kalda borðinu er borðaður með aug- unum, það er það mikið af matarlími í hon- um til að hann geti verið til sýnis í heilan dag! Mestu skiptir í kalda matnum að menn kunni að vinna með hráefnið og hafi frum- leika og rétta undirstöðu í matreiðslu. Ekki þýðir að búa til eitthvert skraut sem lítur ekki út fyrir að vera matur. Margar þjóðir hafa farið flatt á þeirri ókunnáttu að detta í einhverjar krúsidúllur. Á keppnisdag komum við með kalda mat- inn á fyrirfram ákveðnum tíma og megum ekki mæta of seint. Dómararnir dæma mat- inn og að loknum störfum þeirra er áhorf- endum leyft að koma og skoða. Mikill fjöldi áhorfenda er ævinlega á svona keppni og þær oft haldnar í tengslum við stórar vöru- sýningar. Skiptir fjöldi áhorfenda á ÓL tug- um þúsunda. Við göngum síðan frá öllum kalda matnum og hefjum æfingar fyrir heita matinn sem yfirleitt er tveimur dög- um seinna. Þar verðum við að gera nánast allt á staðnum og megum einungis koma með lít- inn hluta matvælanna undirbúinn. Við mæt- um eldsnemma að morgni, uppúr kl. 7, og höfum klukkustund til að stilla okkur upp. Síðan höfum við 4 tíma til að klára að elda mat fyrir 110 manns. Ævinlega er eldað þríréttað og ráðum við algerlega matseðl- inum. Dómararnir eru 6–10 og fylgjast þeir grannt með störfum okkar í eldhúsinu og meta vinnubrögð okkar. Þar er farið eftir faglegum vinnubrögðum, skipulagi, hrein- læti, nýtingu og samvinnu manna en ákveðnar reglur gilda um hverjir mega vinna í hverjum rétti fyrir sig. Í liðinu eru 5 menn auk þjálfara sem hefur ekki leyfi til að vinna í eldhúsinu en stjórnar öllu sem fram fer utan eldhússins, kemur með pantanirnar á matnum og sér um að þjappa mönnum saman. Inni í eldhúsinu eru tveir í forréttinum, tveir í aðalrétti og einn konditor sem sér um desertinn. Fyrirliði liðsins má einn hjálpa konditor- inum en annars mega menn ekki ganga í störf hvers annars. Áhorfendur á keppninni eiga kost á að panta mat frá hverri þjóð og setjum við að morgni keppnisdags fram út- stillingarrétti svo að fólk geti séð hvernig maturinn okkar lítur út. Miklu skiptir að selja alla 100 skammtana, það á ekki að hafa áhrif á dómarana en hefur það engu að síður! Það er alltaf sálrænt mjög gott og eykur sjálfsöryggi liðsins. Við vitum ekki fyrirfram hvaða diska dómararnir fá, þann- ig að miklu máli skiptir að allir diskarnir séu jafngóðir. Enda á þessi keppni að end- urspegla getu manna til að elda fyrir mik- inn fjölda manns, rétt eins og menn þurfa að gera í vinnu sinni á veitingastöðunum. Dómararnir taka diska annars slagið og dæma þá bragð, útlit og meðferð hráefnis, rétta steikingu, eldun grænmetis, jafnvægi milli salts og sykurs, beiskju og sætu o.s.frv. Dómararnir eru flestir á miðjum aldri og þarf að aðlaga sig að því þar sem að þótt þeir hafi ákveðna staðla sem þeir eiga að dæma eftir spilar smekkur hvers og eins inní og eldri mennirnir eru oft íhalds- samir. Því getum við ekki leikið okkur eins og við kannski vildum og matreiðslan tekur vissulega mið af því hvað hægt er að gera fyrir yfir 100 manns á skömmum tíma. Hvernig gerast kaupin í keppnis- eldhúsunum? Ragnar Ómarsson kokkalandsliðsmaður segir frá reglunum í keppnismatreiðslu. SCOTHOT er risastór kaup-stefna sem haldin er í Glas-gow annað hvert ár. Fjórðahvert ár er haldin mat- reiðslukeppni, World Culinary Grand Prix, sem bar í ár nafn styrkt- araðilans Caterplan. Í aðalkeppn- inni, Restaurant of Nations, kepptu 10 lið frá jafnmörgum þjóðum en að auki kepptu Skotar innbyrðis í ýms- um einstaklingsgreinum, svo sem „matreiðslumaður ársins í Skot- landi“; „ungi matreiðslumaður árs- ins“ og „konditor ársins“. Var því í mörg horn að líta á keppnissvæðinu sem var á víð og dreif um kaup- stefnuhöllina og voru þeir ófáir kíló- metrarnir sem áhorfendur og kepp- endur þurftu að þramma keppnisdagana. ScotHot-vörusýn- ingin er ein af stærstu sýningum í heiminum í hótel- og veitingageiran- um en var í ár haldin í skugga hins skelfilega gin- og klaufaveikifarald- urs sem geisar á Bretlandseyjum. Var aðsókn að sýningunni minni en venjulega af þeim sökum og gætti verulegs skjálfta meðal aðila í ferða- þjónustu útaf þróun mála. Var um fátt annað rætt dagana sem sýningin stóð yfir en þau áhrif sem farald- urinn hefur haft á ferðaþjónustu á Bretlandseyjum og ljóst að það mun taka langan tíma fyrir ferðaþjón- ustuna í fjölmörgum héruðum að ná sér á strik á ný, allnokkur fyrirtæki eru þegar farin á hausinn og enn fleiri á leiðinni. Skotar eru hinsvegar glaðlyndir að eðlisfari og reyndu að gleyma ginum og klaufum þessa viku og líta til framtíðar þegar „this mess will be burnt out of memory“ eins og einn kráareigandinn frá Norður-Skotlandi orðaði svo kald- hæðnislega við mig og vísaði til þess að skrokkar dýranna eru brenndir á staðnum þar sem veikin kemur upp. Íslenskar landbúnaðarafurðir njóta þess að hafa hingaðtil sloppið blessunarlega við þessa skæðu pest sem og aðra óárán sem herjað hefur á evrópskar landbúnaðarafurðir síð- ustu ár. Virtust skoskir tollverðir meðvitaðir um þetta og kinkuðu bara kolli þegar kokkalandsliðs- menn sögðu þeim að þeir væru á leið með „smávegis“ af íslensku lamba- kjöti á leið á keppnina. Lambakjötið hefur verið aðalréttur landsliðsins undanfarin ár. „Þetta er nú einu sinni það sem við kunnum einna best að elda og eigum ekki að geta klikkað á,“ segir Alfreð Alfreðsson einn landsliðsmanna. „Það er kannski ljótt að segja það en þessar pestir allar í Evrópu opna ýmsar dyr fyrir okkur hreinu land- búnaðarafurðir, svo ekki sé minnst á fiskinn. Það hefur hinsvegar ríkt ótrúlegt sinnuleysi meðal matvæla- framleiðenda á Íslandi með að nýta sér þá miklu kynningu á okkar af- urðum sem matreiðslumenn okkar hafa fram að færa á erlendri grund,“ bætir Gissur Guðmundsson, forseti Klúbbs matreiðslumanna, við. Kokkar á fullu „gasi“ Þrjár þjóðir kepptu á hverjum degi og í keppni um besta heita mat- inn sem Íslendingar tóku þátt í framreiddi hver þjóð mat fyrir allt að 100 manns. Ljóst var að Kanadamenn, Banda- ríkjamenn og Svisslendingar yrðu sterkir að vanda auk þess sem heimamenn bundu miklar vonir við sitt lið. Á fyrsta keppnisdegi kom í ljós að ekki voru öll eldhúsin þrjú eins úr garði gerð, komu hvert frá sínum styrktaraðilanum og voru mismunandi vel skipulögð og útbúin – sem á auðvitað ekki að gerast í keppni þar sem öll smáatriði skipta máli. Var allnokkur taugatitringur meðal keppenda um það í hvaða eld- hús hvert lið myndi dragast, eitt eld- húsið áberandi slakast og t.d. án gas- eldunaraðstöðu. „Ég er alveg viss um að litla Ísland fær versta eldhús- ið,“ sagði einn landsliðsmanna við mig klukkustund fyrir dráttinn. Kom það á daginn og voru vonbrigð- in gífurleg. Réðust Íslendingarnir af fullu „gasi“ í að fá Skotana til að bæta úr aðstöðuleysinu og reyndist það þrautin þyngri. Virtust menn tregir til að viðurkenna að það að hafa ekki gas í eldhúsinu væri veru- lega hamlandi. Höfðust þó allnokkr- ar lagfæringar fram með seiglunni, þótt ekki fengist gasið. Eftir þennan slag héldu landsliðsmenn heim á hót- el og undirbjuggu sig fram á nótt og spenningurinn mikill og lítið sofið. Allir upp kl. 5 og mættir á keppn- isstað uppúr 6. Gekk allt eins og í sögu í eldhúsinu í keppninni sjálfri, strákarnir vel skipulagðir og fengu mikið hrós frá dómurum fyrir sam- vinnu. „Þetta er góð liðsheild sem þið eruð með,“ sagði Carlos Sauber dómari frá Luxemborg. „Þeir fá punkta fyrir góða samvinnu innan liðsins og ekki vantar áhugann og eldmóðinn.“ Maturinn lukkaðist eins og best verður á kosið, ekkert atriði brást þegar á hólminn var komið. „Þetta er besti matur sem íslenskt landslið hefur framreitt í keppni,“ sagði Gissur Guðmundsson þegar hann bragðaði á íslenska matnum en Gissur hefur verið viðstaddur hverja einustu keppni sem kokkalandsliðið hefur tekið þátt í síðan 1992. Virtust hinir fjölmörgu gestir sem nutu matarins vera sammála um þetta, John Todd, matreiðslumeistari og einn skipuleggjenda sýningarinnar, skellti sér á íslenska matinn. „Ég var geysihrifinn af útlitinu á matnum og fannst þetta mest spennandi matur- inn í dag. Forrétturinn var einstakur og frumlegur,“ sagði Todd. List smáatriðanna Það er óneitanlega fróðlegt fyrir leikmann eins og undirritaðan að fylgjast með því nostri og pælingum í smáatriðum sem ráða ríkjum í keppniseldamennsku. Var kostulegt að læða sér á milli borðanna og hlera athugasemdir keppenda og fag- manna sem voru að gæða sér að krásunum. Fundu menn að sjálf- sögðu ýmislegt að matnum hjá and- stæðingunum en áberandi var þó lotning fyrir því hversu geysilega góður matur var fram borinn frá flestum þátttökulandanna. Hin al- kunnu viðmið góður matur eða vond- ur – vel eða illa eldað, viku fyrir fjöl- mörgum smáatriðum á borð við samsetningu og úrvinnslu hráefna, uppsetningu á diski, litasamsetn- ingu, heildarnæringarinnihald og hlutfall milli fæðuhópa. „Matreiðslu- keppni er í eðli sínu „mínuskeppni“ ef svo má segja. Allir byrja með fullt hús og sitja þannig við sama borð. Síðan eru stig dregin af mönnum fyrir það sem misferst eða það sem vantar uppá. Hjá dómurum er til- hneiging til þess að vera strangir á grundvallarreglunum, um jafnvægi milli sætu og salts, um að maturinn sé rétt eldaður, að hráefnið fái að njóta sín og að ekkert eitt bragð sé yfirgnæfandi. Auðvitað er líka gefið fyrir fallega uppsetningu, snjallar lausnir og frumleika en það er alveg ljóst að menn taka litlar áhættur þegar reglurnar eru svona stífar. Þetta gerir að verkum að maturinn er oft keimlíkur hjá mörgum þjóðum Í harðri keppni í Glasgow! Morgunblaðið/Einar Logi Kokkalandsliðið með silfurverðlaunin. Í efri röð standa (f.v.) Bjarni G. Kristinsson, Einar Geirsson, Snæbjörn Kristjánsson og Karl Viggó Vigfússon. Fyrir framan þá eru Ragnar Ómarsson og Alfreð Ómar Alfreðsson. Landslið Klúbbs matreiðslumanna tók þátt í ScotHot-keppninni í Skotlandi um miðjan mánuðinn og kom heim með silfurverðlaun. Einar Logi Vignisson fylgdist með „ís- lenska lambaliðinu“ í harðri keppni við reyndar kempur þar sem liðin tókust hart á og deildu við dómarana eins og gerist í öðrum keppnisgreinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.