Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 B 25 Rauði kross Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Minningarsjóði Sveins Björnssonar Mannréttinda- og mannúðarmál eru hornsteinar í starfi Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Rauði kross Íslands stofnaði Minningarsjóð Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins og fyrsta formanns Rauða kross Íslands, í tilefni af 70 ára afmæli félagsins árið 1994. Tilgangur sjóðsins er að styrkja rannsóknir á mannréttinda- og mannúðarsamningum og framkvæmd þeirra, sem og rannsóknir og starfsemi sem stuðla að þekkingu og þróun á mannréttinda- og mannúðarmálum. Í skipulagsskrá sjóðsins er gert ráð fyrir að einstaklingar gangi að jafnaði fyrir stofnunum um styrki ef umsóknir þeirra teljast sambærilegar. Til úthlutunar eru u.þ.b. tvær milljónir króna og fer úthlutun fram á alþjóðadegi Rauða krossins, 8. maí. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur sjóðsins fást á skrifstofu Rauða kross Íslands að Efstaleiti 9 í Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Snævarr, sími 570 4000, netfang: inga@redcross.is. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN VEL á annað þúsund nemendur í 27 grunnskólum í Reykjavík tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem er að ljúka. Alls voru upples- ararnir 1414 úr 62 bekkjardeildum í 7. bekk. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvem- ber, og lýkur í mars með því að valdir eru þrír bestu upplesarar í hverju byggðarlagi, eða umdæmi hverrar skólaskrifstofu. Hápunktur keppninnar er menn- ingardagskrá lokahátíða sem haldnar eru á fjórum stöðum í Reykjavík. Þar fá gestir notið bók- mennta og tónlistar í flutningi nemenda í fallegu umhverfi. Nem- endur lesa bundið og óbundið mál, sumt að eigin vali. Veitt eru bóka- verðlaun og peningaverðlaun sem í þetta sinn eru frá sparisjóðunum. Lokahátíðir hverfanna eru haldnar í fjórum kirkjum í borginni á tímabilinu 19.- 29. mars: Aust- urbær: Bústaðakirkja þriðjudaginn 27. mars, kl. 15, verðlaunaaf- hending: Guðrún Helgadóttir, rit- höfundur, Grafarvogur: Grafar- vogskirkja, fimmtudaginn 22. mars, kl. 16.30, verðlaunaafhend- ing: Ingibjörg S. Gísladóttir, borg- arstjóri. Árbær/Breiðholt: Breið- holtskirkja, fimmtudaginn 29. mars, kl. 15, verðalaunaafhending Sigrún Magnúsdóttir formaður fræðsluráðs. Aðstandendur keppninnar eru sem fyrr Heimili og skóli, Íslensk málnefnd, Íslenska lestrarfélagið, Kennaraháskóli Íslands, Kennara- samband Íslands og Samtök móð- urmálskennara. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hefur umsjón með keppninni í Reykjavík. Stóra upplestrarkeppnin Nærri 15 hundruð ungir upplesarar M. ALLYSON Macdonald, for- stöðumaður Rannsóknarstofnunar KHÍ, heldur fyrirlestur á vegum stofnunarinnar næstkomandi þriðjudag, 27. mars kl. 16.15. Fyr- irlesturinn verður haldinn í stofu M 201 í aðalbyggingu Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð og með fjar- fundabúnaði í Menntaskólanum á Ísafirði. Fyrirlesturinn er öllum op- inn. Í fyrirlestrinum verður sjónum beint að nokkrum grundvallarhug- myndum í kennslufræði, svo sem áhugahvöt, námsárangri, samskipt- um og skilningi. Umfjöllunin byggir á reynslu af nokkrum námskeiðum sem haldin voru árin 1998–2000. Þátttakendur námskeiðanna voru flestir starfandi kennarar á öllum skólastigum. Ákvarðanataka kenn- ara verður skoðuð og sérstaklega fjallað um ábyrgð og íhugun út frá fagmennsku, siðfræði og niðurstöð- um nokkurra rannsókna. Sagt verð- ur frá stofnun og samtökum sem hafa beitt sér fyrir kennslu sem fagstarfi á grunn-, framhalds- og háskólastigi. Að lokum verður varp- að fram nokkrum spurningum til umræðu um þróun kennslu. Hvað ligg- ur á bak við ákvarðanir kennara? Frá Rannsóknar- stofnun KHÍ THAI-Chi-kennarinn Khinthisa er væntanleg til landsins og heldur námskeið fyrir byrjendur og lengra komna í húsi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11-13, dagana 28. mars til 1. apríl. Khinthisa er ættuð frá Burma og hefur kennt Thai-Chi í yfir tvo ára- tugi víðs vegar í heiminum. Megin- áhersla er lögð á hið einfalda grunn- kerfi meistara Chen Ziaowang sem hann kennir við Silkiorminn. Auk þessa kennir Khinthisa 19 skrefa Chen og í fyrsta sinn býður hún upp á kennslu í sverða-Thai-Chi (sabre) sem verður 1. apríl. Námskeiðsgjald fyrir 19 kennslu- stundir er 19.000 kr. Nánari upplýs- ingar veitir Guðný Helgadóttir. Námskeiðið hefst kl. 18 miðvikudag- inn 28. mars. Námskeið í Thai-Chi- leikfimi ♦ ♦ ♦ M O N S O O N M A K E U P lifandi litir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.