Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 7
þeir félagar væru að skjóta á fuglana með byssum í stað mynda- véla. Yfirgnæfa segulbandið Jú, í hafurtaski þeirra er ferða- segulbandstæki og í það hefur ver- ið smeygt spólu með söng glókolls- karls. Þeir leggja tækið frá sér á líklegum stöðum, t.d. þar sem trjá- lundir opnast aðeins, þannig að þeir geta athafnað sig með ljós- myndatæki sín. Ef viðmiðunin væri vopnum girtir hermenn væru þeir Jóhann Óli og Daníel Berg- mann úr stórskotaliðinu þar sem þeir kjaga um skógarstíga klyfj- aðir stórum traustum þrífótum, fullkomnum myndavélum með löngum og „djúpum“ aðdráttar- linsum. Að vísu segja þeir að búnaður- inn sé helst til þunglamalegur þeg- ar fanga skal glókoll og það fá út- sendarar Morgunblaðsins að sjá. Nokkrum mínútum eftir að seg- ulbandsfuglinn hefur upp raust sína er glókollskarl mættur á svæðið. Hann minnir á lítinn ljós- leitan loðbolta sem einhver hulin hönd kastar til og frá. Fuglinn er síkvikur og skvettist frá einni grein yfir á aðra, úr einu tré í það næsta. Allan tímann syngur hann hástöfum og reynir að yfirgnæfa segulbandsfuglinn. Hann eirir ekki fyrr en hann hefur haft sigur en þar sem enginn er dómarinn syng- ur fuglinn linnulaust á meðan bandið er spilað. Svo langt gengur það, að glókollurinn hefur átt það til að setjast á ferðatækið þar sem það stendur í rjóðrinu. Á meðan reyna þeir félagarnir að festa hnoðrann á filmu en hann er svo kvikur að það er eitt að segja og annað að gera það. Hvað eftir ann- að missa þeir af honum og snúa fallstykkjum sínum á nýtt tré. Þeir kvarta undan því að stundum sé ekki nema ein mynd á heilli filmu nothæf, í fókus og skýr af fugl- inum. En nokkrar eru góðar, raun- ar frábærar eins og hér má sjá, enda glókollurinn litli afar mynd- rænn. Hvað svo sem segja má um skógrækt, með eða á móti, þá er ljóst að án hennar væri þessi litli náungi tæplega búinn að bætast í hóp íslenskra varpfugla. Morgunblaðið/RAXStórskotaliðið mætir á vettvang. Morgunblaðið/Daníel BergmannKarlinn tekur lagið og þá má segulbandið vara sig. Morgunblaðið/Daníel BergmannHann er myndrænn, glókollurinn. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 B 7 LIÐ-A-MÓT FRÁ Tvöfalt sterkara og miklu ódýrara. G æ ð a s ti m p il l Apótekin Gullsmiðir Cranio-nám Norðurland / Akureyri 28. 04 — 3. 05. 2001 Thomas Attlee, DO, MRO, RCST College of Cranio—Sacral Therapy Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara www.simnet.is/cranio 422 7228, 699 8064, 897 7469

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.