Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ M IKILL áhugi hefur verið hin síðari misseri á meðal kvik- myndaframleiðenda að gera bíómyndir úr síðari heims- styrjöldinni og má líklega rekja þann áhuga til firnagóðr- ar myndar Steven Spielbergs, Björgun óbreytts Ryans. Hver bíómyndin á fætur ann- arri hefur síðan verið gerð eða er í framleiðslu sem hefur heimsstyrjöldina að sögusviði. Af þeim helstu má nefna Enigma, sem gerð er eftir spennusögu Roberts Harris með sama nafni með Kate Winslet í einu aðalhlutverk- anna, og Perluhöfn eða Pearl Harbor, millj- arðamynd ofurframleiðandans Jerry Bruck- heimers með Ben Affleck í aðalhlutverki. Nýlega var svo frumsýnd í Bandaríkjunum mynd Annaud, Enemy at the Gates, sem gerist í umsátrinu fræga um Stalíngrad þegar þýski herinn gerði stöðugar árásir á borgina í fimm kalda mánuði en Rússarnir vörðust með kjafti og klóm. Hetja Rússanna Annaud byggir myndina lauslega á bók sagnfræðingsins Williams Craigs um hið fræga umsátur og segir frá fjórum þátttak- endum í hinum grimma hildarleik, sem leik- stjórinn segir að hafi litla athygli eða umræður vakið. „Það er mér með öllu óskiljanlegt að svo merkileg og mögnuð saga skuli ekki enn hafa verið brúkuð í kvikmynd,“ er haft eftir honum. „Hermaðurinn sem Jude leikur í myndinni okkar er gríðarleg hetja í Rússlandi. Stytta af honum stendur enn efst uppi á miklu minn- ismerki sem borgarbúar reistu til minningar um sigurinn í Stalíngrad.“ Breski leikarinn Jude Law leikur bónda sem gerist hermaður og heitir Vassili. Hann er frá- bær leyniskytta og verður svo frægur fyrir hittni sína að Þjóðverjarnir kalla til sína eigin goðsagnakenndu leyniskyttu (Ed Harris) til þess að negla hann á meðan bardagar geisa um borgina. Vassili á góðan vin, Danilov að nafni, sem Joseph Fiennes leikur. Hann er pólitískur erindreki sem á að sjá til þess að frægð Vassilis fari sem víðast í áróðursskyni en þeir takast á um ástir Taníu (Rachel Weisz), ungrar konu sem berst með þeim í skotgröfunum. Svo kaldhæðnislega vill til að rústir Stal- íngrads voru reistar í Þýskalandi ekki langt frá landamærum Póllands og sumir hlutar myndarinnar voru teknir í Berlín. Leikaraliðið tók þátt í heilmiklum heræfingum til þess að læra að fara með skotvopn og annað slíkt til- heyrandi. Byssufóður „Það sem er svo óvenjulegt við stríðið um borgina,“ segir leikkonan Weisz, „er að það var háð af borgurunum sjálfum og skipti þá engu máli kyn þeirra eða aldur. Allir sem einn tóku þeir þátt í að verja borgina og borgarbúar voru lítið annað en byssufóður fyrir nasistana. Eins og margir vita er Jean Jaques Annaud einn af fremstu leikstjórum Frakka og sá sem lengst hefur náð út fyrir Frakkland ásamt ólíkindatólinu Luc Besson. Annaud hefur gert myndir af öllum stærðum og gerðum og er all- ur heimurinn hans sögusvið og öll saga manns- ins vettvangur hans. Er skemmst að minnast myndar hans um frummanninn, Leitarinnar að eldinum eða Quest for Fire, sem átti að taka hér á landi, en hún vakti gríðarlega athygli á leikstjóra sínum og gerðist fyrir ekki minna en 80.000 árum. Annaud er fæddur í síðari heims- styrjöldinni eða árið 1943 í bænum Draveil. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndagerðar- maður á því að gera sjónvarpsauglýsingar en fyrstu bíómyndina sína, Svarthvít í lit, gerði hann árið 1976 og byggði hana á reynslu sinni sem hermaður í Afríkuríkinu Kamerún. Frakkar tóku henni með mátulegri virðingu en svo vildi til að hún vann óvænt Óskarinn sem besta erlenda myndin það árið. Erfitt að flokka Annaud Leitina að eldinum gerði hann árið 1981 en hún vakti gríðarlega athygli og Frakkarnir dældu Cesars-verðlaunum á Annaud m.a. fyrir bestu mynd og bestu leikstjórn. Hann var álit- inn alþjóðlegur leikstjóri mynda sem engin leið var í raun að flokka með öðrum og forð- aðist formúlur, hvaða nöfnum sem þær nefnd- ust. Hann undirstrikaði það orðspor með næstu mynd, Nafni rósarinnar, árið 1986, sem hann byggði á frægri bók ítalska fjölfræðingsins og rithöfundarins Umberto Ecos. Sean Connery fór með aðalhlutverkið í einskonar Sherlock Holmes-sögu um munk með einstaka spæjara- hæfileika en myndin, rétt eins og bókin, naut mikilla vinsælda. Enn kom Annaud á óvart þegar hann gerði Björninn þremur árum síðar en hún var öll tekin í óbyggðum og sagði frá ævintýri bjarn- arhúns og risastórs Kodiak-bjarnar. Naumast var sagt stakt orð í allri myndinni sem byggð- ist á þrotlausri vinnu með dýrunum og glæsi- legri náttúrumyndatöku. Þremur árum síðar sendi hann frá sér eld- heita ástarsögu sem hann kallaði einfaldlega The Lover og gerðist í Indókína þegar Frakk- ar höfðu þar enn ítök á þriðja áratugnum. Myndin vakti athygli fyrir bersögli og eldheit- ar kynlífslýsingar í sögu af sambandi ungrar franskrar stúlku og auðugs Kínverja; eftir- minnilegust úr myndinni er þó Catherine De- neuve eins og oft áður. Í kulda og trekki Annaud fór enn í sögubækurnar þegar hann gerði svo mynd með bandarískum aðilum um þýskan fjallgöngugarp í síðari heimstyrjöld- inni sem hvarf inn í Tíbet og dvaldi þar í sjö ár. Hann fékk sæmilegan leik út úr bandarísku stórstjörnunni Brad Pitt í Sjö árum í Tíbet en myndin sjálf bögglaðist eitthvað fyrir Annaud og hann náði ekki þeim áhrifum sem sýnilega var að stefnt; hvorki að segja átakasögu Tíbets á óróatímum né gera persónusögu fjallgöngu- garpsins nægilega góð skil. Og nú er Annaud enn genginn á vit sög- unnar með Enemy at the Gates. „Það sem höfðaði sérstaklega til mín,“ er haft eftir hon- um þegar hann talar um nýju myndina sína, „er í hversu mörgum lögum hún er sögð og hvernig hún fjallar um einstaklinga í breiðu, sögulegu samhengi.“ Hann segist hæstánægð- ur með þá leikara sem hann fékk í myndina og segir ekkert hafa komið uppá sem skyggði á samstarfið við þá „enda hefur það aldrei gerst í mínum myndum nema ef vera skyldi þegar ég var að leikstýra F. Murray Abraham í Í nafni rósarinnar. Hann var ekki mjög góður maður.“ Joseph Fiennes kvartar helst undan kuld- anum á tökustað en myndin var tekin að vetr- arlagi eins og vera bar. „En hvílíkur kuldi,“ segir leikarinn. „Það voru andartök þarna sem gáfu örlitla mynd af því sem fólk við Stalíngrad þurfti raunverulega að þola í umsátrinu.“ Og Annaud bætir við: „Við gleyptum heilmikið af reyk og ryki og leðju í þá mánuði sem tökur stóðu yfir. Það var mjög, mjög erfitt.“ „Jude Law lýsir því sem svo að hann hafi legið „í drullu og skít“ svo mánuðum skipti auk þess sem hann þurfti að sjá á eftir eiginkonu sinni í hendur þýsku lögreglunnar vegna þess að hún var ekki með réttu pappírana. En sumt var hreinlega jákvætt við gerð myndarinnar. „Ég fékk að sjá allar gömlu stríðsmyndirnar aftur,“ segir leikarinn. Franski kvikmyndaleikstjórinn Jean Jaques Annaud hefur gert mynd úr síðari heims- styrjöldinni sem fjallar um umsátrið um Stalíngrad. Myndin heitir Enemy at the Gates og fara Jude Law, Ed Harris og Joseph Fiennes með aðalhlutverkin. Arnaldur Indriðason kynnti sér Annaud og myndina. Reuters Leikstjórinn Jean-Jacques Annaud (t.h.) kom fram ásamt leikurunum Rachel Weisz, Jude Law og Bob Hoskins til að kynna nýju myndina á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar. Bardaginn Stalíngrad Jude Law leikur sovéska leyniskyttu sem skiptir út saxófóninum fyrir riffil. Joseph Fiennes og Jude Law í hlutverkum sínum. Orrustuatriði úr mynd Annauds. um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.