Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 B 21 Aðalfundur Baugs Aðalfundur Baugs hf. verður haldinn mánudaginn 26. mars n.k í Sunnusal Hótel Sögu kl. 14.00. Dagskrá fundarins skv. samþykktum félagsins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu ári 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til samþykktar 3. Tekin ákvörðun um hvernig skuli fara með tap eða hagnað og um arð og framlög í varasjóð 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á árinu 5. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til hækkunar hlutafjár um allt að 500 milljónir króna að nafnverði til að nota sem endurgjald vegna sameiningar eða kaupa á hlutum í félögum með skylda starfsemi, svo og að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum 6. Stjórn félagsins kjörin og endurskoðandi 7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin Stjórn Baugs hf. F í t o n / S Í A F I 0 0 2 2 8 3 & Sprenghlægilegt verð! Skart og klútar kr. 150 - Töskur kr. 500 - Regnhlífar og sólgleraugu kr. 200 - Húfur og hattar kr. 500-1000 - Buxur kr. 1000 - Pils frá kr. 800-1.500 - Kjólar frá 1.250-3.000 - Stutterma jakkar kr. 2.000 - Síðerma jakkar kr. 2.500 Opið alla daga frá kl. 12-18 Grensásvegi 16 föllnu. Suðurveggur Lagazuoi fékk nýja ásýnd 22. maí 1917 er Austurrík- ismenn sprengdu vegginn og 130.000 rúmmetrar af grjóti hrundu í djúpið. Örlög svæðins voru óháð þessum átökum og ákveðin víðs fjarri. Skíðabrekkan frá kláfstöðinni á Lagazuoi er 7,2 km og hæðarmunur- inn 1.130 m; sú lengsta á Cortina- svæðinu, svæði nr. 1 og er talin með- alerfið. Óviðjafnanlegt er að skíða milli hamraveggjanna er neðar dreg- ur og eru klakaþil í skugganum. Við dalsmynnið á sléttlendinu á Sas Dlacia tjaldstæðinu beið okkar farar- skjóti til Armentarola; sleði, sem tveimur hestum var beitt fyrir. Hest- arnir tveir fóru létt með með að draga um 40 manns á skíðum. Smáspölur var í lyftuna þegar ferðinni lauk. Eitt af því nýjasta sem boðið er upp í Alta Badia er „Grande Guerra Tour“. Er þá farið um vígvelli fyrri heimsstyrjaldarinnar á skíðum og í rútum og er Col di Lana miðja svæð- isins. Haldið er frá Arabba og yfir til Porta Vesco og upp í Marmolata. Vet- urinn 1917 voru grafin 8 km göng gegnum jökulísinn og var jafnvel bar- ist í göngunum. Utan í fjallinu hefur gamall stríðsvegur verið lagfærður og er nú sumargönguleið. Frá Malaga Ciapela er farið með bíl yfir á Civetta- svæðið og stigið á skíðin. Frá bænum Pescul er ekið í átt að Giauskarði og Cortinasvæðinu. Síðasta bílferðin er upp í Falzaregoskarð og þaðan er far- ið upp á Lagazuoi og rennt sér niður. Undir tindum Tofana norðan við Lagazuoi var keppni í alpagreinum Ólympíuleikanna 1956 haldin. Í jan- úar var í þessum sömu brekkum heimsbikarmót í alpagreinum kvenna. Skíðabrekkurnar á Corvarasvæð- inu eru víðfeðmar, fjölbreyttar og þægilegar. Mögnuðust er skíða- brekkan Gran Risa frá Piz Villa niður í La Villa. Þar er haldin heimsbikar- keppni í stórsvigi og kemur út svita á færustu görpum eða svo segir þýski skíðakappinn Armin Bittnir. Hann telur hana eina af 10 mest spennandi (svörtu) brekkum Alpanna. Sella Ronda réttsælis Við förum Sella Ronda-hringinn fyrst réttsælis og fylgjum rauðgulu Sella Ronda-merkingunum. Við stefnum til Corvara sem fyrr. Förum síðan upp í Boé í 2.193 m hæð. Stóla- lyfta fer enn hærra upp í Vallon í 2.530 m hæð en fáir virtust hafa hug á svörtu brekkunni niður. En við tökum stefnuna í átt að Campalongo-skarði og Arabba, litlum vinalegum bæ. Hægt er að komast á skíðaleiðina til Marmolata úr miðstöð í 2.160 m hæð á leið eggjanna. Þar var sólskin og birta þótt kuldalegt væri í brekk- unum. Á Sellahringnum var áður gert ráð fyrir að farið væri upp í Portados í 2.158 m hæð. En nú er ætlast til að farið sé alla leið upp í Porta Vescovo. Margir telja þetta mest spennandi skíðabrekkur Dólómítanna úr 2.516 m hæð niður í 1.636 m. Úr dalnum fer síðan ný stólalyfta með hlíf langleið- ina upp í Pordoiaskarð. Við förum niður með kláfnum og getum annaðhvort farið til baka og upp á Belvederesvæðið eða stytt okk- ur leið og rennt okkur í átt að Pian Frataces, en nú erum við komin á Val di Fassa-svæðið. Degi hallar og við drífum okkur upp í Sellaskarð og rennum við okkur niður Schiappen- brekkuna að Plan de Gralba. Sella Ronda rangsælis Við förum líka Sella Ronda rang- sælis í átt að Sellaskarði. Þá förum við aðrar brekkur og útsýnið er annað. Við byrjum á að fara upp á Ciampinoi, förum fyrir Sella Ronda, upp á Piz Setur og síðan áfram með nýrri stóla- lyftu. Þá tekur við 800 m leið, sem lækkar um 48 m í átt að Sellaskarði. Svæðið heitir „Citta dei Sassi“, „Steinaborgin“, heljarbjörg á stærð við hús og milli þeirra beinvaxnar fur- ur. Framundan er Val di Fassa-skíða- svæðið og Col Rodella með kláfnum frá Campítelló. Á vinstri hönd ofan við Sellaskarðið er suðvestur-„horn“ Sella og skaga þrír turnar út úr fjalla- bákninu; „Tori del Sella“ og bak við þá sést Sass Pordoia. Hér erum við í hlíðum sjálfs Langkofels. Næsta lyfta tekur okkur upp í 2.428 m hæð og nú fáum við fína skíðabrekku niður Val Salei að Pian Frataces. Ný hvít egg flytja okkur upp á Belvedere-skíða- svæðið ofan við bæinn Canazei. Hér er hægt að verja deginum, en við ætl- um áfram hringinn. Við verðum að taka nyrstu lyftuna, þá sem er næst Sella upp á brún hjá Refugio Sas Bécce í 2.426 m hæð. Þaðan er 6 km brekka til Arabba. Við förum niður með kláfnum og léttu brekkuna til Arabba. Þaðan för- um við upp í hlíðar Sella og áfram til Corvara. Á móti okkur blasir við tign- arlegur tindur Sassogher 2.665 m hár. Frá Corvara tökum við láréttu lyftuna yfir til Cofosco. Nú þurfum við að komast upp í Grödenerskarð og upp Dantercepies í lyftu. Selva býður upp á ýmsa afþreyingu á kvöldin. Við sáum sýningu skíða- kennaranna er þeir skíðuðu með blysum í Freinabrekkunni og sýndu einnig ýmsar kúnstir. Kanadískir galgopar luku sýningunni með því að fara kollhnís á skíðum. Í ljósaskipt- unum varpa geislar kvöldsólarinnar rauðum bjarma á ljósleita fjalls- tindana. Það kalla Ladínar Enrosa- düra. Ljósmynd/Bergþóra Ys og þys í skíðabrekku í Alta Badia. Þar er haldin heims- bikarkeppni í stór- svigi og kemur út svita á færustu görp- um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.