Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Jakkar frá kr. 4.500 Stuttir jakkar frá kr. 5.900 Síðir jakkar frá kr. 6.900 Pils frá kr. 2.900 Buxur frá kr. 1.690 Bolir frá kr. 990 Kjólar stuttir og síðir Blússur Nýtt í hverri vikur Vorvörurnar streyma inn ÞÓTT flestir líti (sem bet-ur fer) fyrst og fremst ávín sem neysluvarninggetur einnig verið for- vitnilegt að velta víni fyrir sér sem hreinum fjárfestingarkosti. Þó verð ég að viðurkenna að ég hef ákveðnar efasemdar um hvort að slíkt sparnaðarform myndi henta mér persónulega. Líklega myndi ég aldrei geta fengið mig til að selja allar góðu flöskurnar, sem keyptar hefðu verið sem fjárfest- ing, jafnvel þótt verðið væri hátt. En það er jú líka það góða við vín sem fjárfestingu. Ef hluta- bréfamarkaðir hrynja geta menn átt á hættu að sitja uppi með verð- lausa og einskis nýta pappíra. Það versta sem getur komið fyrir þá er fjárfesta í víni, ef vín yrði nú ein- hvern tímann verðlaust, er að sitja uppi með stútfullan kjallara af eð- alvínum. Ekki slæm tilhugsun? En að öllu gamni sleppt þá eru þeir til sem fjárfesta í og versla með vín á mjög svipaðan hátt og verðbréf. Hér á landi voru nýlega fulltrúar World Wine Exchange, sem eru í samvinnu við verðbréfa- sjóðinn Spectra, og kynntu „vín- sjóði“ sína fyrir hugsanlegum fjár- festum. Sjóðirnir eru opnir jafnt fyrir einstaklinga, sem stærri fjárfesta, en lágmarksfjárfesting einstaklinga er tvö þúsund pund. Góð ávöxtun Bordeaux-vína Illi Adato, sem er framkvæmda- stjóri World Wine Exchange, seg- ir að í upphafi hafi þetta byrjað sem áhugamál hjá honum og nokkrum félögum hans en smám saman orðið að stóru fyrirtæki. Adato segir vín vera skynsamlegri fjárfestingakost en flestir halda og ef litið sé á „vínvísitöluna“ þá hafi hún á síðustu árum skilað meiri ávöxtun en flestar aðrar fjárfestingar. Bordeaux-vín hafi á árunum 1975-1997 skilað meiri ávöxtun en t.d. listmunir, gull og FT All Share hlutabréfavísitalann. Tíu þúsund króna fjárfesting árið 1975 var orðin að 261.350 krónum árið 1977. Fyrirtæki hans hefur undanfar- ið eitt og hálft ár verið í samvinnu við Spectra og eru fyrirtækin nú að byggja upp nýjan 2,5 milljóna punda sjóð í sameiningu. „Við teljum okkur vera með all- einstaka afurð og erum í raun fyrsta fyrirtækið sem býður upp á vín sem almennan fjárfestingar- kost. Fjárfesting í víni var um nokkurra alda skeið vel geymt leyndarmál breskra aðalsmanna en við höfum nú gert þetta að kosti er stendur öllum til boða,“ segir hann. Alls segir hann fjárfestingar í vínsjóðum fyrirtækisins nema um 5 milljónum dollara og þar af sé um helmingur í sjóðum í samvinnu við Spectra. Er stefnan að í lok ársins verði heildarstærð sjóð- anna í kringum 8-9 milljónir doll- ara. „Við erum enn að okkar mati á fyrsta stigi þróunarinnar. Á næsta stigi stefnum við að því að bjóða upp á staðlaða framvirka samn- inga og valréttarsamninga um vín ekki ósvipað því og nú er raunin með t.d. sykur og bómull á mörk- uðum. Við höfum einnig þróað sér- staka vínvísitölu og hyggjumst bjóða fjárfestum að gera fram- virka samninga tengda við vísitöl- una. Vonandi mun það verða að veruleika á næsta ári,“ segir Adato. Að hans mati hefði þetta ekki verið raunhæft fyrir tíu árum síð- an. Nú hafi áhugi á góðum vínum hins vegar aukist það mikið að það þykir áhugavert að fjárfesta í víni. „Mörgum þykir þetta ekki einung- is góður fjárfestingarkostur held- ur einnig spennandi kostur, sem gefur þeim fótfestu í heimi vínsins og eitthvað til að spjalla um í boð- um. Ekki spillir heldur fyrir að ávöxtunin er mjög góð.“ Ástæðan fyrir því að þessi kost- ur er kynntur á Íslandi segir hann vera að hér sé Spectra með skrif- stofu og einnig greinilegt að þó nokkuð margir Íslendingar hafi áhuga á valkosti sem þessum. Engin opinber gjöld Adato tekur fram að það sé ekki einungis verðþróun á víni sem geri það að góðum kosti. Fyrirtækið er með aðsetur sitt í Bretlandi og þar er vínið geymt í birgðageymslum á frísvæði. Samkvæmt breskum lögum þarf ekki að greiða neinn söluhagnað af vínviðskiptum enda litið svo á að um neysluvöru (per- ishable goods) sé að ræða en ekki verðbréf. Því sé eini kostnaður fjárfesta 1% árlegum umsýslu- kostnaður. Fyrst og fremst eru það hin þekktu víngerðarhús Bordeaux er mynda uppistöðu sjóðanna en einnig er þar að finna vín frá öðr- um þekktum svæðum Frakklands svo og frá Ítalíu, Kaliforníu og Ástralíu, svo dæmi séu nefnd. Þeir sem fjárfesta fá ráðgjöf við að byggja upp sinn eigin sjóð og fá síðan reglulega send yfirlit yfir verðþróun vínanna sinna. Þegar menn vilja selja er hægt að gera það í gegnum World Wine Ex- change og er þá kauptilboðum komið áleiðis til fjárfesta. Þegar ásættanlegt tilboð berst er síðan bara að slá til. Vín sem fjárfesting Það getur verið skynsamlegt að fjárfesta í víni, segir Steingrímur Sigurgeirsson. Mesta hættan er að menn tími ekki að selja allar góðu flösk- urnar þegar upp er staðið. MATUR OG VÍN Sterk gó l fe fn i Ármúla 23, sími 533 5060

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.