Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ D ÓLÓMÍTARNIR eru sérkennilega falleg og margbreytileg fjöll. Þau rísa flest upp í hvassa tinda, sem risið hafa úr sæ, en eru myndaðir úr kóralrifjum, sem urðu til á hafsbotni á 3.000 metra dýpi fyrir 200 milljónum ára. Nafnið hljómar ítalskt og gamalt, en hvort tveggja er rangt, það er dregið af nafni franska jarðfræðings- ins Déodat Gratet de Dolomieu (1750–1801 ), sem fyrstur lýsti steind- inni dolomit, sem er kalsíum-magn- esíum-karbónat-samband. Dólómíta- fjöllin eru í héruðunum Suður-Tírol, Trentino og Belluno í norðaustur- hluta Ítalíu. Í hjarta Dólómítanna er berg- kastali mikill, sem heitir Sella. Hann er girtur úfnum, þverhníptum klett- ariðum á alla vegu. Aðeins að aust- anverðu eru hamrabeltin það lág að skíðabrekkur taka við í hlíðum Sella. Ótal sprungur og skorur eru í kletta- beltunum, sumar nógu víðar til að freista skíðagarpa. Sella rís austan til upp í ávala klettaborg, sem Piz Boé heitir. Frá Sella liggja dalir sinn í hvora áttina; Val Gardena eða Grödn- ertal, Alta Badia, Livinallongo og Val di Fassa og milli þeirra eru fjalla- skörð; Grödnerjoch eða Passo Gard- ena í 2.137 m hæð, Passo Campalongo 1.875 m , Passo Pordoia 2.250 m og Passo Sella 2.187 m. Flest nöfnin kringum Sella eru á tveimur tungu- málum og stundum þremur þegar ladin, raetorómönsk tunga, bætist við þýskuna og ítölskuna. Ladin á einmitt rætur sínar í döl- unum kringum Sella frá þeim tíma þegar hersveitir Rómverja undir stjórn Drususar og Tíberíusar, stjúp- sona Ágústusar keisara, unnu ríkið Raetíu fyrir meira en 2000 árum og tunga þeirra latína rann saman við tungu Raeta, sem bjuggu fyrir í land- inu. Suður-Tírol var undir veldi Habsborgara frá þrettándu öld og Austurríska-ungverska keisaradæm- inu til 1919. En grimmilegir bardagir voru háðir í Dólómítafjöllunum í fyrri heimsstyrjöldinni á árunum 1915– 1917. Fyrir rúmum 25 árum sameinuð- ust nokkur skíðasvæði í Dólómítun- um undir nafninu Superski Dolomiti. Þau urðu síðar 12 og gildir sama skíðakortið í 640 lyftur og 1.220 km af skíðabrekkum. Ef með þarf er hægt að búa til snjó í 840 km af brekkunum. Kemur engum á óvart að þetta sé heimsins stærsta skíðasvæði. Svæðin eru misvel tengd, en sum teygja sig inn á grannsvæði. Í dölunum eru 44 smábæir, sem þjóna svæðinu í hér- uðunum Suður-Tírol, Trentino og Belluno. Þetta voru fyrst og fremst landbúnaðarhéruð þangað til fyrir 30–40 árum að ferðamennskan fór að blómstra. Reyndar hafði Val Gardena verið frægur fyrir tréskurðarlist í þrjár aldir ekki síst helgimyndir. Á árinu 1986 var búið að fullgera tengingu á skíðalyftum í báðar áttir kringum Sellabáknið; skíðaleið, sem kölluð er Sella Ronda. En Sella Ronda var einmitt hvatinn að stóra skíðapassanum, því að leiðin liggur um fjögur svæði: Val Gardena, Alta Badia, Arabba og Val di Fassa. Nafn- ið Sella Ronda er hins vegar gamalt frá þeim tíma að ekki var einu sinni akvegur kringum fjallið. Í dölunum kúra svo bæirnir sem standa undir þessari hringekju. Val Gardena Íbúar Val Gardena mátu mikils Sandro Pertini (1896–1990 ) forseta Ítalíu frá 1978–1985, en í forsetatíð sinni flutti hann áramótaávarp sitt til þjóðarinnar þaðan. Í augum hans var Val Gardena fegursti dalur í heimi. Íbúar dalsins efast ekki um réttmæti þeirra orða og sama sinnis var fjalla- garpurinn, kvikmyndaleikstjórinn og rithöfundurinn Luis Trenker, sem fæddur var í Ortesi 1892. Hann starf- aði meðal annars í Hollywood, en um heimahagana gerði hann myndina: „Heimat aus Gottes Hand“, sem stundum er sýnd í menningarsetrinu „Oswald von Wolkenstein“ í Selva. Val Gardena er 40 km langur dalur, þverdalur frá Eisacktal-dalnum frá Brennerskarði. Kastalinn Torstburg er þar hátt í hlíð. Þar ólst upp ridd- arinn Oswald von Wolkenstein (um 1377–1445). Hann fór vítt um og vakti gleði og kátínu með ástarsöngvum sínum og er talinn fyrsta nýmóðins skáldið á þýska tungu. Dalurinn er mjög þröngur neðst en breikkar þegar ofar dregur. Aðrar leiðir í dalinn eru í hlíðunum beggja vegna. Ortisei eða St. Ulrich er neðsti og stærsti bærinn í dalnum í 1.234 m hæð. Íbúarnir eru 5.500, 84% ladinsk- ir, 11% þýskættaðir og rúmlega 2% ítalskir. Í Ortisei var fyrsti kláfurinn í dalnum reistur 1935. Nú eru þar hins vegar glæsileg og rúmgóð spánný, rauð egg. Þau flytja okkur upp í 2.100 m hæð á Seiser Alm eða Alpe di Siusi, víðáttumesta haglendi Mið-Evrópu. Seiser Alm er hluti af 60 km2 þjóð- garði (Naturpark Schlern) frá 1974. Við fáum ofbirtu í augun að horfa yfir snæviþakið víðernið. Í austri gnæfir Langkofel (Sassolungo 3.181 m). Þverhníptir klettaveggir hins forna kóralrifs eru 600 m á hæð og og eru ljósgrágulir á að líta og á þá festir vart snjó. Vestar eru oddhvassir tind- ar Schlern um 500 m lægri. Skíða- svæðið er í 1.700–2.300 m hæð. Flest- ar brekkurnar eru stuttar og léttar og gátum við skíðað þær allar á einum degi. Veitingahúsin, sem flest eru líka hótel, eru sérlega vinaleg og falleg. Okkur fannst lengsta brekkan 2,5 km næst Langkofel sú skemmtilegasta og átti það einnig við um ferðina upp með Flórianlyftunni frá Saltria. Tign- arleg nálægð Langkofels og bræðra hans bjó yfir sérsökum töfrum. Dal- urinn og lækurinn vestan megin bjuggu einnig yfir dulúð. Enn vestar lækkaði sólin á lofti bak við Schlern- tindana. Hægt er að komast með skíðabíl milli Monte Pana-stólalyftunnar og Saltria og til baka ellefu sinnum á dag. Fjöldi manns var á göngu víða um svæðið eftir ruddum leiðum, sem eru yfir 60 km og gönguskíðamenn áttu enn fleiri kosta völ. Einnig voru hestasleðar á ferðinni. Í miðbæ Ortisei hafa verið gerð stórkostleg göng gegnum hæð að kláfstöðinni hinum megin. Renni- brautir flytja skíðafólk í sitt hvora áttina eftir víðum göngunum. Egg flytja okkur upp í miðstöðina, en það- an reyndist skemmtileg skógarleið til Ortisei. Þaðan fer Kláfur fer upp á Seceda í 2.500 m hæð. Stórsvigsmót, Gardenissima, sem allir skíðamenn mega taka þátt í er haldið þar árlega. Í vetur er það hald- ið í dag, 25. mars. Cristina er mjög vinalegur bær og húsin falleg, mörg í ladinskum stíl þ.e. timburhús á und- irstöðu úr steini. Við getum tekið skíðabíl stuttan spöl yfir til Ruacia að kláfnum upp á Socher og þaðan stóla- lyftu upp á Ciampinoi norðanvert í dalnum. Í hlíðinni í 1.488 m hæð er kastalinn Fischburg, sem byggður var á árunum 1622–1641, þegar gamli Wolkensteinkastalinn í Langental (Vallonga ) frá 1225 var ekki lengur íbúðarhæfur. Í hæðunum fyrir ofan bæinn eru gönguleiðir eða „Winter- wanderwege“. Elsta kirkja dalsins er kirkja Heil- ags Jakobs, verndardýrðlings píla- gríma og göngumanna. Frá kirkjunni er um einnar klst. gangur til Ortesi. Til mótvægis við Sella Ronda hafa þeir í Val Gardena sinn eigin skíða- hring, Gardena Skiring. Sá „hringur“ gerir meiri kröfur um færni en Sella Ronda. Við getum farið hann fram frá Cristina en Seceda niður til Ortisei telst til hans og einnig brekkur frá Seiser Alm. Frá Cristina er haldið upp á Ciampinoi í 2.245 m hæð, en þaðan er snarbratt í allar áttir. Á nýj- asta skíðakortinu af Val Gardena eru allar skíðabrekkurnar til Cristina merktar svartar sem þýðir að þær séu erfiðar en tvær voru áður merkt- ar rauðar. Sumir skjálfa í hnjáliðun- um þegar þeir horfa niður og kannski engin furða. En hér er einmitt upphaf brunbrautarinnar niður til Cristina. Heimsbikarkeppni í bruni karla hefur verið haldin hér í desember ár hvert síðan 1970 og verið mikil lyftistöng fyrir ferðamennskuna í dalnum. Brautin, Saslonch (ladin fyrir Sassol- ungo) byrjar í 2.249 metra hæð en markið er í 1.410 m, lengdin er 3.446 m og mesti bratti er 57% en minnsti 11%. Kamelhryggirnir, sem reyndar eru þrír og stökkin fram af þeim þykja mjög spennandi en hægt er að skíða utan við þá. Sá sem ætlar sér að vinna verður hins vegar að stökkva eitt 40 m stökk yfir þá alla. Íslendingar hafa dvalið mest í Selva Gardena, sem liggur næst Sella. Íbúar eru aðeins 2.400, en þeir geta hýst 8.000 gesti og státa af einni milljón gistinátta á ári. Alta Badia Til að komast á næsta svæði er far- ið með rauðu eggjunum upp í Dent- ercepies 160 m ofan við veginn í Gard- enaskarðinu og við erum komin á Alta Badia-svæðið (svæði nr. 3). Af palli, sem er í hálfhring kringum kláfstöð- ina má sjá aðra hlið Langkofel. Hann virðist ótrúlega nærri í morgunbirt- unni, fjær er Seiser Alm og Schlern- tindarnir. Þegar við höfum notið út- sýnisins rennum við okkur niður þægilega brekku og erum komin til Colfosco í 1.645 m hæð. Við getum haldið til vinstri í sólskinið í dal Alpa- fífilsins, en þangað flytja okkur ný egg og en önnur upp Col Pradat en stólalyfta upp á Forcella. Þegar við komum úr Borest tókum við stólalyftu áfram og héldum svo upp á Pralongia. Þar er lítil kapella og við hana sat fólk á bekk og borðaði nestið sitt í kyrrðinni. Lagazuoi er eitt best varðveitta leyndarmál svæð- isins. Löng létt brekka er til San Cassino og Armentarola. Fátt fólk var í brekkunni, en í Armentarola beið fjöldi eftir bílfari upp í Falz- aregoskarð í 2.192 m hæð undir Lagazuoi. Bílferðin upp í skarðið und- ir þverhníptum hömrum Lagazuoi var mjög þægileg og hvít snjóbreiðan dró úr hrikaleikanum. Kláfur var fyrst byggður í skarðinu 1964 en fær vetrarvegur til Cortina hefur aðeins verið um skarðið í hálfa öld. Kláfur flutti okkur upp í 2.778 m hæð á Lagazuoi. Það gustaði um okkur er upp var komið, en hvílík fjallasýn. Hæst eru fjallakastalinn Pelmo 3.168 m, skörðótti fjallshryggurinn Civetta 3.218 m og fjalladrottningin Marmol- ata, hæsti tindur Dólómítanna 3.342 m. Marmolata þýðir sú, sem glampar á. Á það ekki síður við þegar sum- arsólin skín á jökulskallann og svo er það sjálf Sella og ótal hvassir, lægri tindar. Nær handan skarðsins er Settsass og fjær Col di Lana. Í þess- um fjöllum voru háðir blóðugir bar- dagar í návígi í fyrri heimsstyrjöld- inni. Ítalir sprengdu tind Col di Lana í loft upp 17. apríl 1916 en þar var austurrískt vígi. Gefur þar að líta mikinn gíg eftir sprenginguna og í grennd er minngarkapella um þá Morgunblaðið/Bergþóra Fjallstindar Dólómítanna virðast óteljandi. Pordoiaskarð og brekkurnar beggja vegna Sasso Becce. Á skíðum í Dólómítunum Dólómítarnir eru forvitnileg fjöll fyrir margra hluta sakir. Þar er skíðafæri gott og ekki á hverjum degi, sem kostur gefst á að renna sér í tvö þúsund metra hæð innan um kóralrif. Bergþóra Sigurðardóttir lýsir hinni heillandi veröld Dólómítanna. Morgunblaðið/Bergþóra Sigurðardóttir Klakastólpi úti í Gardena-ánni í Ortesi. Í fjarska sést Sella. Kemur engum í opna skjöldu að þarna sé að finna heimsins stærsta skíðasvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.