Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ E FTIR áratugalanga bar- áttu í iðnríkjum heims gegn berklum er þessi gamli ógnvaldur að skjóta upp kollinum á ný, hættulegri en nokkru sinni fyrr. Efna- hagskollsteypur, stóraukin ferðalög og tilkoma alnæmis hafa sameinast um að skvetta olíu á eld berklafarald- urs sem er að eyðileggja heilsu millj- óna manna og ógna samfélögum þar sem berklar voru taldir heyra sögunni til. Heilbrigðisyfirvöld, sérfræðingar alþjóðastofnana og félagasamtök eins og Rauði krossinn hafa stóreflt bar- áttu sína gegn vágestinum en það dugir hvergi nærri til. Milljarður smitast Berklar verða tveimur milljónum manna að aldurtila á ári hverju. Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst því yfir að berklar séu alþjóðleg far- sótt og sett baráttuna gegn þeim á forgangslista. Talið er að á næstu tuttugu árum muni einn milljarður – já milljarður – manna smitast af berklum. Af þeim munu 200 milljónir fá berkla og 35 milljónir láta lífið. Þetta gerist ef ekki tekst þeim mun betur að efla berklavarnir í löndum eins ólíkum og Rússlandi, Haití, Suð- ur-Afríku og Víetnam. Eftirtaldar staðreyndir tala sínu máli um útbreiðslu berkla:  Hverja sekúndu smitast einhver af berklabakteríunni.  Á hverju ári smitast eitt prósent af heildarfólksfjölda heimsbyggðar- innar.  Þriðjungur íbúa jarðar er með berklabakteríuna í sér og af þeim mun tíundi hlutinn veikjast af berkl- um.  Milli fimm og tíu prósent þeirra sem smitast munu veikjast og smita aðra einhvern tíma á lífsleiðinni. En hvers vegna eru berklar skyndi- lega fréttnæmir á ný? Einn sökudólg- urinn er alnæmisveiran. Minnihluti þeirra, sem sýkjast af berklum, verð- ur veikur. Fólk sem borðar vel, býr við hreinlæti og er hraust verður sjaldnast vart við nokkuð þótt það hafi andað að sér berklabakteríunni. Og það sem meira er, þetta fók smitar ekki út frá sér. Til að smita annað fólk verða menn að vera orðnir sjúkir – og eru þá með smitandi berkla. Þegar berklasmitaður maður smitast af HIV veirunni, sem veldur alnæmi, er mjög líklegt að berklarnir taki sig upp. Þess vegna hefur útbreiðsla alnæmis í Afríku haldist í hendur við útbreiðslu berkla. Önnur orsök er aukin ferðalög fólks um allan heim. Það er ekki bara á Vesturlöndum sem tækifæri til ferða- laga hafa aukist, því hvarvetna bera flugvélar, bátar, lestir og langferða- bifreiðar ferðamenn milli staða. Þeir sem hafa ferðast með þessum farar- tækjum í Afríku eða Asíu þurfa ekki mikið ímyndunarafl til að sjá að þau eru sjálf upplögð gróðrarstía smitun- ar, pökkuð af fólki langtímunum sam- an. Berklaveiran smitast líkt og kvef, í loftinu. Það er nóg að anda á mark- aðstorgi þar sem berklasjúklingur hefur verið að hósta þremur klukku- stundum áður til að fá bakteríuna í sig. Annað mál er að bakterían getur legið óvirk í mörg ár eða áratugi ef viðkomandi einstaklingur er heil- brigður. Sprenging í Rússlandi Fæstum hefur líklega dottið í hug þegar Sovétríkin liðuðust í sundur undir lok árs 1991 hvers kyns umbylt- ingar væru í vændum fyrir íbúa nýju landanna 15. Lífskjör versnuðu svo að sums staðar lá við hungursneyð og átök brutust út vítt og breitt um hið fallna stórveldi, í löndum eins og Mold- óvu, Georgíu, Aserbadsjan, Armeníu og Tadsjíkistan – að ekki sé talað um Tsjetsjníu í Rússlandi. Auðlæknanleg- Fangelsi í Norilsk í Norður-Síberíu. Berklar eru útbreiddir í fangelsum Rússlands, ekki síst vegna þess að fjöldi manna er saman í klefum og smit óhjákvæmilegt. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum vegna berkla í fangelsum um þriðjung frá árinu á undan. Þegar í ljós kemur að fangi er kominn með sjúkdóminn fær hann meðhöndlun og þeir sem verst eru haldnir og bráðsmitandi eru hafðir í sérstökum klefum. Vegna efnahagsaðstæðna er föngum oft sleppt áður en afplánun lýkur – nýlega var til dæmis 30% allra fanga í Rússlandi sleppt – og í flestum tilfellum lýkur þá lyfjameðferð. Ljúki henni of snemma verður berklabakterían ónæm fyrir viðkomandi lyfi og þegar það á orðið við um tvö lyf eða fleiri telst tilfellið vera fjöllyfjaónæmt, sem svo er kallað. BARÁTTAN Berklar eru farnir að gera vart við sig að nýju og halda ýmsir því fram að nú sé hættan meiri en nokkru sinni fyrr. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari kynnti sér daglegt líf berklasjúklinga í Rúss- landi og Þórir Guð- mundsson, kynning- arfulltrúi Rauða kross Íslands, gerir grein fyrir því hvað er í húfi. Alþjóðaberkladagurinn var 24. mars. VIÐ BERKLANA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.