Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ S AMKVÆMT upplýs- ingum frá Náttúru- fræðistofnun Íslands var fyrst staðfest varp glókolla í Hallorms- staðaskógi sumarið 1999 og í fyrra var ljóst að glókollar verptu mun víðar. Þeir félagar Daníel og Jó- hann benda á að í hinni miklu um- ræðu um kosti og galla skógrækt- ar samhliða fuglaríki landsins, einkum rjúpnastofninum, sé tilvist glókollsins jákvætt dæmi um hvað vaxandi greniskógur getur leitt af sér. Fuglar sem áður fundu ekki kjörlendi við sitt hæfi hér á landi geta nú sest að slæðist þeir hingað í nógu stórum hópum. Að sögn Jóhanns Óla hröktust hópar af glókollum til landsins í vondu veðri haustið 1996, líklega skandinavískir fuglar á leið til Bretlandseyja. Hefði það gerst fyrir 20 eða 30 árum hefði vísast lítið gerst annað en að fuglarnir hefðu týnt tölunni hægt og bítandi. Það sem mætti þeim hins vegar annó 1996 voru þó nokkuð viða- miklir greniskógalundir, sannkall- að kjörlendi glókolla, þessara minnstu fugla Evrópu. Á tali þeirra félaga má heyra að uppi er grunur um að glókollar hafi orpið reglulega síðan sumarið 1997 þótt staðfest varp hafi ekki fundist fyrr en sumarið 1999 og þá í Hallorms- staðaskógi. Þar virtust fuglarnir fyrst hreiðra um sig. Glókollar sem verpa hvað nyrst í Skandinavíu fljúga sunnar á hnött- inn, til Bretlandseyja, á haustin en að öðru leyti eru fuglarnir nokkuð staðbundnir samkvæmt upplýsing- um í bókinni Fuglar á Íslandi og öðrum eyjum í Norður-Atlantshafi, eftir Sören Sörensen og Dorete Bloch. Þeir glókollar sem hér hafa sest að virðast vera staðfuglar og að sögn Jóhanns Óla virðist hlut- skipti þeirra vera þolanlegt, skóg- urinn veiti þeim gott skjól fyrir veðrum og ránfuglum og þeir tíni í sig grenilús yfir köldustu vetrar- mánuðina. Glókollar víða Ekki verður glókolli hér lýst sérstaklega, myndirnar tala sínu máli. Fuglaáhugamenn víða um land hafa fylgst vel með gengi gló- kollanna síðustu misseri. Síðasta sumar sáust t.d. litlir hópar gló- kolla þar sem menn ýmist gátu staðfest tilvist fleygra unga eða töldu að varp hefði átt sér stað af atferli fuglanna að dæma, í Hall- ormstaðaskógi, að Tumastöðum í Fljótshlíð, í grenilundum í Skorra- dal, í Þrastaskógi og að Snæfoks- stöðum í Grímsnesi og í greni- lundum Skógræktarinnar í Hauka- dal. Nú fyrir skemmstu fundu þeir Jóhann Óli og Daníel glókolla, a.m.k. þrjá talsins, í trjásýnaskóg- inum í Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk. Þeir félagar telja að samkvæmt framanskráðu geti glókollar leynst mun víðar og sé sjálfsagt að fólk líti í kringum sig. Þeir félagar hafa verið að festa glókolla á filmu og náð sínum bestu myndum í Vífilsstaðahlíðinni að undanförnu og fá lesendur Morgunblaðsins að njóta þess nú. Það er ekki hlaupið að því að mynda glókolla. Kjörlendi þeirra eru þéttir barrskógar. Til er í dæminu að menn gangi á hljóðið er karlfuglarnir sitja og syngja minni kvenfuglanna á svæðinu en Jóhann Óli og Daníel nota óborg- anlega aðferð. Aðferð sem væri bönnuð samkvæmt landslögum ef Músarindill og auðnu- tittlingur eru ekki leng- ur smæstu varpfuglar Íslands. Glókollurinn hefur skotið þeim ref fyrir rass í þeim efnum og ljósmyndararnir Daníel Bergmann og Jóhann Óli Hilmarsson sem hafa fest nýjasta íslenska varpfuglinn á filmu segja hann að- eins vega 5 grömm og að mynda hann sé eins og að kljást við stóra kvika flugu. Guð- mundur Guðjónsson og Ragnar Axelsson fóru á glókollaveiðar með þeim félögum í vikunni. Morgunblaðið/Jóhann ÓliAlgjört krútt. Morgunblaðið/RAX Glókollur kominn í færi, Jóhann Óli mundar fallstykkið. Morgunblaðið/Jóhann ÓliGlókollurinn er minnsti fugl Evrópu. FUGL EVRÓPU í íslenskum greniskógum Minnsti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.