Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ekkert rennandi vatn, þakið er um það bil að falla niður, við höfum ekk- ert klósett og við sofum sex í einu rúmi. Það er engin furða þó við verð- um oft reið, pirruð og árásargjörn.“ Við þessar aðstæður þrífast berklar vel. Aðstoð Rauða kross Íslands Fyrir 80 árum stóð baráttan gegn berklum sem hæst á Íslandi, en á þeim tíma bjó stór hluti þjóðarinnar við aðstæður sem svipar til þeirra sem nú er að finna í norðurhéruðum Rússlands. Fáar þjóðir ættu því að hafa jafn mikinn skilning á þreng- ingum Síberíubúa og Íslendingar. Rauði kross Íslands hefur því stutt mannúðaraðstoð í Rússlandi með öfl- ugum hætti síðustu árin. Heildar- verðmæti aðstoðarinnar nemur lík- lega um 50 milljónum króna, þegar allt er talið, en aðallega er um að ræða mataraðstoð (meðal annars frá ríkisstjórn Íslands) auk þess sem fatnaður hefur verið sendur í gámum og fjármunir veittir í ákveðin verk- efni. Árið 2000 styrkti Rauði kross Ís- lands berklaverkefni í Rússlandi um fimm milljónir króna og á þessu ári um aðrar fimm milljónir króna. Þótt það sé einkum í verkahring stjórn- valda að lækna berklasjúkt fólk þá geta mannúðarsamtök eins og Rauði krossinn hlúð að því starfi og stuðlað að betri árangri. Þannig er einn stærsti vandinn við berklameðferð í Rússlandi sá að fólk er sér ekki meðvitandi um nauðsyn þess að klára lyfjakúra, jafnvel eftir að það er orðið betra af sjúkdómn- um. Á vegum rússneska Rauða krossins eru þúsundir heimahjúkr- unarkvenna, sem heimsækja aldraða og sjúka og létta þeim lífið á ýmsan hátt. Þessar konur geta líka séð til þess að berklasjúklingar taki lyfin sín og þannig komið í veg fyrir að ónæmir bakteríustofnar myndist. Alevtína Karpenko er ein þeirra. Hún starfar í Tomsk í Síberíu og tengist þar berklamiðstöð borgar- innar. „Sum lyfin eru mjög þung og hafa hliðarverkanir þannig að margir sjúklingar vilja helst ekki taka þau,“ segir Alevtína. „Ef þeir koma ekki á berklamiðstöðina fer ég með lyfin heim til þeirra og sé til þess að þeir taki þau.“ Hún þarf að fara í sjö til tíu slíkar heimsóknir á hverjum degi, þótt vetrarkuldinn smjúgi í gegnum merg og bein. „Þetta er erfitt starf en þetta er eina leiðin til að vinna bug á berklum,“ segir Alevtína. Meðferðin sem beitt er í Tomsk er samkvæmt svokölluðum DOTS- staðli Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar, en DOTS stendur fyrir Directly Observed Treatment Short Course). Samkvæmt því fá sjúkling- ar ekki að taka lyfin sjálfir í einrúmi heldur er fylgst með því að þeir taki þau og klári lyfjakúrinn. Til þess að hvetja sjúklinga til þess að hætta ekki við í miðju kafi fá þeir gjarnan smávægilega mataraðstoð, en hún kemur gjarnan frá Rauða krossin- um. Annað stórverkefni, sem ekki skyldi vanmeta, er að auka með- vitund almennings um útbreiðslu sjúkdómsins. Fyrir alþjóðlegan stuðning, þar á meðal frá Íslandi, er búið að prenta veggspjöld og gera útvarpsauglýsingar með berkla- varnaboðskap. Deildir rússneska Rauða krossins vítt og breitt um landið dreifa síðan fræðsluefninu. Á einum stað er jafnvel búið að setja upp leikrit um baráttu Rauða krossins gegn berklum. Fræðsluher- ferðin er skipulögð til fimmtán ára, enda ljóst að hún þarf að vara lengi ef von á að vera um áþreifanlegan ár- angur. Fangelsi gróðrarstía berkla Hvergi er berklavandamálið jafn stórbrotið og samanþjappað og í fangelsum gömlu Sovétríkjanna. Af einni milljón fanga í Rússlandi er tal- ið að 100 þúsund hafi berklabakt Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Á heimili drykkjumanna í Síberíu. Eitt af því sem gerir meðhöndlun gegn berklum erfiða er að lækningin tekur mjög langan tíma. Ef lyfjagjöf er hætt myndar bakt- erían ónæmi gagnvart lyfinu og blossar upp aftur og verður þá þeim mun erfiðari viðureignar. Drykkjumenn og fíkniefnaneytendur eru erfiðuðustu viðfangsefni lækna, þar sem þeir hafa gjarnan einnig aðra smitsjúkdóma, svo sem lifrarbólgu og eyðni. Læknar eru í raun ráðþrota hvernig eigi að meðhöndla það fólk. ÍOKTÓBER 1998 fór ung íslensk kona, Ás-laug Arnoldsdóttir hjúkrunarfræðingur, tilGeorgíu til þess að vinna þar í fangelsi viðsérstaka berklameðferð á vegum Rauða krossins hér. „Ég hef verið á veraldarvakt Rauða krossins undanfarin ár. Ég fór fyrst til starfa árið 1996 á sjúkrahús í Súdan, þá voru tvö ár liðin frá því ég lauk námi. Síðar var ég í Írak. Í Georgíu var ég í eitt ár og vissi frá upp- hafi að ég myndi starfa í fangelsi,“ segir Áslaug. „Rauði krossinn hafði áð- ur verið með sams konar berklameðferð í Aserbadjan og þá sem ég starfaði við í Georgíu. Í Aserbadjan hafði íslenskur hjúkrunarfræð- ingur starfað og hann hafði ég hitt og fengið að heyra um hans reynslu áður en ég fór. Margt reyndist þarna mjög svipað, meðferðin og fangelsisvinnan. Hins vegar var erfiðara að vinna í Aserbadjan, þar fengu Rauða kross menn aðeins aðgang að einu fangelsi en í Georgíu höfðum við frjálsan aðgang að öllum fangelsum. Við fórum í stærstu fangelsin. Alls konar fangar eru geymdir í þessum fangelsum. Stjórnvöld draga þá ekki í dilka en meðal fang- anna sjálfra viðgengst mjög sterkt kerfi – mikil stéttaskipting sem er ekki opinberlega við- urkennd en er eigi að síður við lýði. Í grófum dráttum skiptast fangarnir í fjóra flokka. Á lægsta þrepi eru kynferðisglæpamenn. Þeir búa við ömurlegar aðstæður í fangelsunum, enginn hinna fanganna vill hafa skipti við þá – nema þá til að beita þá kynferðislegu ofbeldi. Við fengum aðeins óbeinar lýsingar á aðstæðum þessara fanga, það var erfitt að fá svona upplýsingar – um þetta er ekki talað. Á næstneðsta þrepi eru fangar sem framið hafa ýmsa glæpi en eru njósnarar fyrir fangels- isyfirvöld. Á þriðja þrepi er hinn þögli meiri- hluti, fólk sem situr inni fyrir ýmsa glæpi en á ekki heima í hinum flokkunum. Á efsta þrepi eru svo hvítflibbakarlar sem ráða öllu í fangelsinu, það gerist þar ekkert nema þeir hafi haft um það að segja. Þeir lifa við lystisemdir, hafa glæsileg herbergi, vodka og konur eins og þeir vilja. Við kosningar í Georgíu ætlaði Eduard Shev- ardnadze að láta lausa fanga en þeir sem til- heyrðu efsta þrepinu neituðu margir að fara, þeir höfðu það einfaldlega miklu betra í fangels- inu en utan þess. Mitt starf fólst í að kenna georgískum hjúkrunarfræðingum Ég vann bara í einu fangelsi, Ksani – þar sem berklameðferðin fór fram í. Mitt starf fólst að miklum hluta í að að kenna georgískum hjúkr- unarfræðingum sem störfuðu í fangelsinu hvernig ætti að framkvæma meðferðina frá WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, meðferð þessi kallast DOTS sem er skammstöfun. Þetta er mjög ströng meðferð. Lýst er frá A til Ö hvað gera eigi og hvaða lyf skuli taka. Að mestum hluta er verið að meðhöndla lungna- berkla, ég man aðeins eftir tveimur tilvikum þar sem ekki var um lungnaberkla að ræða enda er langmesta smithættan af þeim. Ef fólk er með virka lungnaberkla og hóstar lifir bakterían lengi í loftinu. Í fræðslu fyrir fangana lögðum við áherslu á að þeir héldu fyrir munninn þegar þeir hóstuðu, hefðu gluggana opna í fangaklefunum og færu út undir bert loft eins og þeir gætu. Við börðumst líka hatrammlega gegn skyrp- ingum. Það þykir nú mikið karlmennskumerki í þessu fangelsi í Georgíu að skyrpa. Það sagði mér hjúkrunarfræðingur sem unnið hafði í þessu fangelsi í þrjátíu ár að á Sovéttímanum hefði þetta ekki verið svona. Þá voru allir með hrákadalla og skyrptu í þá. Síðan komu þeir með dallana, fengu þá þvegna og notuðu þá á ný. Við stjórnarfarsbreytinguna losnaði um allt – meira að segja skyrpingar. Starfsfólk svindlar með föngunum til að hafa í sig og á Við vorum þrír erlendir hjúkrunarfræðingar sem unnum þarna á vegum Rauða krossins og þrír georgískir læknar. Þeir komu daglega í þetta fangelsi til að stjórna meðferðinni. Í fang- elsinu voru svo fyrir bæði læknar og hjúkr- unarfræðingar. Við þurftum að kenna meðferð- Sé ekki eftir einni mínútu Ung íslensk kona, Áslaug Arnoldsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, segir Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá reynslu af störfum á veraldarvakt Rauða krossins í Georgíu. Áslaug Arnoldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.