Morgunblaðið - 07.12.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 07.12.2001, Síða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GOLFARAR á höfuðborgarsvæðinu hafa ástæðu til að kætast þessa dag- ana því í kvöld verður formlega opnað nýtt æfingasvæði fyrir þá innanhúss í Kópavogi. Þar verður fjölbreytt aðstaða til golfæfinga og með þessu verður kylfingum ekki skotaskuld úr að slá kúluna langt og hátt – með þak yfir höfuðið. Það er Sportval sem stendur að æfingaaðstöðunni og segir Páll Kristjánsson framkvæmdastjóri að undirbúningur að opnuninni hafi staðið yfir frá því í sumar. Æf- ingasvæðið sjálft sé um 700 fer- metrar að stærð. „Það skiptist þannig að við erum með stóran og mikinn púttvöll og svo er æfingaað- staða til að slá þessi lengri högg. Síðan er séraðstaða fyrir sex golf- kennara þar sem þeir geta tekið myndbönd og kennt nemandanum í ró og næði.“ Hann bætir því við að fólk geti pantað sér tíma í kennslu hjá þessum kennurum, sem allir séu stór nöfn innan golfheimsins á Ís- landi. Púttvöllurinn vekur ekki síður áhuga eldri borgara, að sögn Páls, en stefnt er að því að nokkrir golf- hópar eldri borgara nýti sér völlinn í hádeginu á virkum dögum. Hann segir að um 20–25 manns geti verið á æfingasvæðinu á hverj- um hálftíma en svokallaðar mottur þar sem hægt er að slá frá sér eru 14 talsins, auk púttvallarins. „Það er gífurleg þörf fyrir inniaðstöðu fyrir golfara því golfíþróttin er sú íþrótt sem er í mestri sókn á Ís- landi,“ segir Páll. „Hún er númer tvö sem fjölmennasta íþróttagrein- in og það er bara fótboltinn sem er fjölmennari. Þar sem leiktímabilið er tiltölulega stutt hjá okkur er þörfin fyrir inniaðstöðu gífurleg yf- ir vetrarmánuðina.“ Að sögn Páls hafa verið gerðir samningar við nokkra golfklúbba um leigu á föstum tímum en þar fyr- ir utan getur hinn almenni spilari komið og leigt sér mottu. Aðstaðan er í Dalsmára 9–11 og verður opið alla daga vikunnar frá klukkan 7 á morgnana til 23.30 á kvöldin, frá og með morgundeginum. Morgunblaðið/Golli Páll Kristjánsson á nýja æfingasvæðinu, en þar er meðal annars óhætt að slá golfkúluna um langan veg og háan. Ný 700 fermetra golf- aðstaða innanhúss FRAMLÖG til markaðssetningar í ferðaþjónustu verða aukin úr 50 milljónum króna í 200 á næsta ári, segir Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra. Tillaga um aukin útlát er á fjárlögum næsta árs og segist ráðherra ekki búast við öðru en að hún verði samþykkt. Með þessari ráðstöfun fæst mikilvæg viðbót við fjármuni sem þegar eru til ráðstöfunar til markaðsaðgerða, segir samgönguráðherra jafn- framt, og á næsta ári muni sam- gönguráðuneytið því verja 400 milljónum króna samanlagt til markaðssetningar í ferðaþjónustu. Er þá jafnframt átt við fjármuni sem þegar eru lagðir til starfsemi skrifstofa Ferðamálaráðs í Frank- furt og New York sem og sam- starfs við grannríkin Færeyjar og Grænland. „Við gerum ráð fyrir endur- skipulagningu markaðsaðgerða á vegum Ferðamálaráðs og ferða- málastjóri mun vinna að undirbún- ingi í því skyni næstu vikur. Helsta nýbreytnin þar að lútandi er að leitað verður eftir samstarfi við fyrirtæki sem eru með starfsstöðv- ar úti um heim og þannig reynt að nýta þekkingu og góða aðstöðu fyr- irtækja og samtaka í þágu ferða- þjónustunnar. Með þessu viljum við undirstrika þá áherslu sem stjórnvöld leggja á að snúa vörn í sókn í ferðaþjónustunni og nýta þau tækifæri sem hugsast geta til þess að efla greinina,“ segir Sturla. Aðgerðirnar fylgja í kjölfar áhrifa hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum á ferðaþjónustu segir Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra að endingu. 200 milljónir króna veittar til markaðssetningar í ferðaþjónustu SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að í samningi sem Landssíminn hf. gerði við Hafn- arfjarðarbæ um síma- og gagnaflutn- ingsþjónustu felist alvarlegt brot á samkeppnislögum. Með samningnum hafi fyrirtækið misnotað markaðs- ráðandi stöðu sína og hefur sam- keppnisráð gert fyrirtækinu að greiða 40 milljónir króna í sekt til rík- issjóðs vegna brotsins. Landssíminn hyggst skjóta málinu til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Samkeppnisráð segir að Lands- síminn hafi margoft misnotað mark- aðsráðandi stöðu sínu. Hingað til hafi fyrirtækið ekki verið sektað heldur brýnt fyrir fyrirtækinu að raska ekki samkeppni. Í þessu máli telur sam- keppnisráð hins vegar nauðsynlegt að beita sektum til að tryggja að Landssíminn láti af lögbrotum í framtíðinni. Eftir breytingar á sam- keppnislögum, sem tóku gildi fyrir ári, sé það meginreglan að leggja skuli á stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn bannákvæðum sam- keppnislaga. Sektunum er ætlað að hafa varnaðaráhrif og miðast fjár- hæðin m.a. við það. Andmælaréttur brotinn? Í fréttatilkynningu frá Landssím- anum segir að það veki furðu að ráðið líti til annara ákærumála og láti það hafa áhrif til hækkunar sektarfjár- hæðinni. Hin eldri mál varði m.a. póstdreifingu og séu eðli málsins samkvæmt óviðkomandi Landssím- anum. „Auk þess þá vekur athygli að undir rekstri málsins gafst Símanum ekki kostur á að tjá sig um þessi gömlu mál. Virðist samkeppnisráð, að því leyti, hafa brotið andmælarétt á fyrirtækinu.“ Samningaviðræður milli Lands- símans og Hafnarfjarðarbæjar um síma- og gagnaflutninga hófust haustið 2000. Fjarskiptafélagið Títan hf. lýsti yfir áhuga á þessu verkefni og sendi bæjaryfirvöldum tilboð 12. desember. Hafnarfjarðarbær ákvað á hinn bóginn að taka tilboði Lands- símans og var samningur þess efnis undirritaður 28. desember sl. Sam- keppnisráð telur að gögn málsins gefi það skýrt til kynna að Landssíminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með þessum samningi og hafi með óeðlilegum hætti náð þessum viðskiptum til sín. Samningurinn fól það m.a. í sér að Hafnarfjarðarbæ væri óheimilt að eiga viðskipti við aðra en Landssím- ann um síma- og gagnaflutningsþjón- ustu. Að mati samkeppnisráðs felur slíkt í sér skýrt brot á samkeppnis- lögum. „Það hefur skaðleg áhrif ef fyrirtæki eins og Landssíminn reyna með þessum hætti að halda keppi- nautum sínum frá markaðnum. Sam- keppni á fjarskiptamarkaði er tak- mörkuð vegna yfirburðastöðu Landssímans og allar frekari hömlur á samkeppni vegna háttsemi Lands- símans eru óviðunandi og andstæðar hagsmunum neytenda.“ Í umræddum samningi er jafn- framt kveðið á um að að Landssíminn veiti Hafnarfjarðarbæ afslátt af við- skiptum sem áttu sér stað allt að 8–9 mánuðum áður en samningurinn var gerður en samkeppnisráð telur slík afturvirk afsláttarkjör óeðlileg og óvenjuleg og hafi skaðleg áhrif á samkeppni. „Sama á við um það ákvæði samningsins sem kveður á um endurgreiðslu fjarskiptasam- banda sem Hafnarfjarðarbæ hafði láðst að segja upp. Samningsákvæðin um afslátt voru þess eðlis að ekkert fyrirtæki annað en Landssíminn gat veitt sambærilegan afslátt. Að mati samkeppnisráðs er hinn afturvirki af- sláttur og endurgreiðslur ekki byggðar á hlutlægum og málefnaleg- um sjónarmiðum. Í samningskjörum fólst óeðlileg aðgerð sem miðaði að því að halda viðskiptum Hafnarfjarð- arbæjar hjá Landssímanum og úti- loka þar með aðra keppinauta frá við- skiptunum. Samkeppnisráð telur að þessi samningsákvæði feli í sér alvar- lega misnotkun á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins og brot á 11. gr. samkeppnislaga,“ segir í tilkynningu samkeppnisráðs. Tölvupóstur starfsmanna meðal gagna málsins Fram kemur að Landssíminn hafi viðurkennt að í samningnum fælust óvenjuleg ákvæði en fyrirtækið hélt því fram fyrir samkeppnisráði að þau hefðu komið til vegna mistaka. Í ákvörðun sinni felst samkeppnisráð ekki á þessa skýringu heldur telur þvert á móti að gögn málsins sýni ótvírætt að um meðvitaða aðgerð var að ræða sem miðaði að því að styrkja eða viðhalda ráðandi stöðu Lands- símans. Meðal gagna málsins er tölvupóst- ur sem forstöðumaður hjá Landssím- anum sendi til forstöðumanns hjá Landssímanum en viðskiptastjórinn hafði spurt hversu mikið væri búið að bjóða Hafnarfjarðarbæ í afslátt: „Varðandi afsláttinn u.þ.b. 500þ (sérð það í tölvupóstinum) sem ég sendi þér í síðustu viku þá er um að ræða sambönd sem þeir eru að segja upp og við ætlum að láta gilda afturvirkt frá 1. maí. Þetta er kynnt fyrir þeim af [fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar] sem afsláttur.“ Af öðru bréfi má ráða að það sé óvenjuleg aðgerð hjá fyrirtæk- inu að endurgreiða viðskiptavini fyrir fjarskiptaþjónustu eða búnað sem viðkomandi aðili hefur haft á leigu. Þessi skilningur er staðfestur með tölvupósti frá starfsmanni innheimtu Landssímans til fyrrnefnds við- skiptastjóra vegna viðskiptanna við Hafnarfjarðarbæ: „Ég er hérna með lista yfir leigulínur sem [...] var að koma með til mín. Ertu til í að segja mér af hverju ég á að fella niður mán- aðargjöldin á þessum númerum frá 01.04.2000???“ Viðskiptastjóri Landssímans svarar sama dag með þessum hætti; „þetta á að gerast svona samkvæmt samningi/tilmæl- um frá [forstöðumanni hjá Lands- símanum]. Við erum að reyna að komast í að gera 3–5 ára samning við þá og þetta er ein leiðin að þeim.“ Eins og fyrr greinir var samning- urinn undirritaður 28. desember sl. af bæjarstjóra Hafnarfjarðar og fram- kvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Landssímans. Í samtali við Morgunblaðið sagði Óskar Jósefsson, forstjóri Landssím- ans, að eftir því sem hann kæmist næst hefðu verið gerð mistök. „Í ljósi þess að fjarkiptamarkaðurinn er að þróast verða alltaf gerð einhver mis- tök, bæði hjá þeim sem eru markaðs- ráðandi og þeim sem eru ekki mark- aðsráðandi,“ sagði Óskar. Sagðist hann ekki vita til þess að sambærileg ákvæði væru í öðrum samningum sem Landssíminn hefði gert. Samkeppnisráð sektar Landssímann um 40 milljónir Óviðunandi höml- ur á samkeppni ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnis- mála hefur fellt úr gildi úrskurð sam- keppnisráðs um að Þyrping hf. hafi brotið samkeppnislög með því að meina skyndibitastaðnum Jarlinum að selja hamborgara í Kringlunni. Jarlinn hóf rekstur sinn í Kringl- unni árið 1987 en þegar byggt var við verslunarmiðstöðina árið 1998 var veitingarekstur skyndibitastaða flutt- ur á svokallað Stjörnutorg. Í október 1998 var á fundi milli rekstraraðila Kringlunnar og Jarlsins um það rætt að Jarlinn myndi halda þar áfram rekstri sínum í óbreyttri mynd, þ.e. að um yrði að ræða hamborgarastað. Í desember sama ár var Jarlinum hins vegar tilkynnt um að hann gæti ekki selt hamborgara á nýja staðnum þar sem McDonalds yrði með hamborg- arasölu á Stjörnutorgi. Slík mál verði borin undir almenna dómstóla Telur áfrýjunarnefndin það hafa fallið utan verkefnissviðs samkeppn- isyfirvalda að fjalla um hvort komist hafi á bindandi loforð með fundinum sem haldinn var í október 1998 og hver réttaráhrif rof á slíku loforði kunni að vera. Slík mál verði borin undir almenna dómstóla. Þá þykir ekki hægt að fullyrða að hegðun áfrýjanda, fyrir og í tengslum við þá ákvörðun að meina Jarlinum að selja hamborgara í Kringlunni, hafi falið í sér brot á ákvæðum samkeppn- islaga. Því beri að fella ákvörðun Samkeppnisráðs úr gildi. „Það er greinilegt að áfrýjunar- nefnd samkeppnismála telur að þetta mál sé af því tagi að það sé í höndum almennra dómstóla að kveða upp úr- skurð í því. Af því verður hins vegar ekki því Þyrping og Jarlinn hafa náð fullum sáttum og því verður ekki um frekari eftirmála að ræða,“ segir Þóra Þrastardóttir eigandi Jarlsins um nið- urstöðuna. Ragnar Atli Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Þyrpingar, rekstrar- aðila Kringlunnar, er mjög ánægður með niðurstöðuna. „Við vorum mjög ósátt við þetta hjá Samkeppnisráði á sínum tíma. Við lítum á skyndibita- staðina í húsinu sem eina einingu og þar þarf að ákveða hver gerir hvað. Þetta er viðurkenning á okkar mál- stað og að við höfðum rétt fyrir okk- ur,“ segir hann. Úrskurður um hamborg- arasölu felldur úr gildi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.