Morgunblaðið - 07.12.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 07.12.2001, Síða 8
Morgunblaðið/Þorkell Breski sendiherrann, John Culver, lengst til vinstri, ásamt Herði Geirssyni og Skúla Árnasyni. BRESKI sendiherrann Íslandi, John Culver, afhenti á þriðjudag björg- unarsveitinni Súlum á Akureyri 160 þúsund krónur í viðurkenning- arskyni fyrir veitta aðstoð við að sækja leifar Fair-Battle flugvélar breska flughersins sem brotlenti á Norðurlandi árið 1941. Það voru þeir Hörður Geirsson, safnstjóri hjá Minjasafninu á Akureyri, og Skúli Árnason hjá Súlum sem veittu við- urkenningunni viðtöku við athöfn um borð í skólaskipinu Sæbjörgu í Reykjavík. Viðurkenningin er afrakstur fjár- söfnunar sendiráðsins og starfsfólks þess og mun renna óskipt til Súlna. Flak flugvélarinnar fannst árið 1999 á jökli á hálendinu, milli Öxna- dals og Eyjafjarðar, en Hörður Geirs- son hafði þá leitað hennar í 20 ár. Viðurkenning fyrir björgun breskra flugminja FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Iceland Export Directory Útflytjendur í öndvegi NÚ UM stundirstendur yfirvinnsla á Útflutn- ingshandbókinni, Iceland Export Directory 2002, sem er umfangsmikið kynningarrit um þau fyr- irtæki hér á landi sem starfa að útflutningi á vörum, hugviti og þjón- ustu. Bókin kemur út í byrjun næsta árs. Mar- grét Reynisdóttir er rit- stjóri bókarinnar, sem gefin er út af Fróða í sam- vinnu við Útflutningsráð Íslands. Morgunblaðið fræddist aðeins um bókina í samtali við Margréti. Segðu okkur eitthvað frá bókinni... „Útflutningshandbókin Iceland Export Directory kemur út í byrjun næsta árs. Út- gefandi er Fróði í samvinnu við Útflutningsráð Íslands, en fleiri aðilar koma síðan að dreifingi ritsins. Bókin er gefin út í 10.000 eintökum og inniheldur upplýs- ingar um flestalla útflytjendur. Ritinu er dreift á vegum Útflutn- ingsráðs Íslands, Viðskiptaþjón- ustu utanríkisráðneytisins, Versl- unarráðs Íslands og Samtaka iðnaðarins, bæði hérlendis og er- lendis, t.d. á sýningum, til ræð- ismanna og sendiráða, útflutn- ings- og verslunarráða, í viðskiptaheimsóknum og til fjölda alþjóðlegra fyrirtækja. Íslensk fyrirtæki eiga sífellt fleiri mögu- leika á alþjóðlegum markaði. Kynning á fyrirtæki í Iceland Ex- port Directory 2002 kemur á samböndum og leggur grunn að nýjum viðskiptum. Hún nýtist bæði litlum og stórum fyrirtækj- um sem hafa hug á útflutningi. Útflutningshandbókin og vefur- inn icelandexport.com eru öflugir miðlar sem geta hæglega byggt upp mikilvæg viðskipti fyrir ís- lenska útflytjendur.“ Er vitað um árangur sem ís- lensk fyrirtæki hafa náð með þátttöku í bókinni? „Við höfum staðfestar heimild- ir fyrir því að bókin skilar fyr- irtækjum árangri, auk þess sem Útflutningsráði og útgefendum bókarinnar berast margar fyrir- spurnir sem rekja má beint til bókarinnar.“ Og þið eruð á Netinu heyri ég? „Auk bókarinnar hefur Iceland Export Directory verið áberandi á Netinu í fjögur ár. Unnið er að frekari þróun á vefnum sem mun tryggja íslenskum útflutningsfyr- irtækjum, sem taka þátt í útgáf- unni, enn betri árangur. Við skráningu í Iceland Export Dir- ectory 2002 býður Fróði hf. nú upp á öfluga alþjóðlega markaðs- setningu á Netinu í gegn um fjöl- miðilinn Randburg.com. Meira en 300.000 einstaklingar skoða eina milljón vefsíðna í Randburg í hverjum mánuði og er hann því fjölsóttasti miðillinn um Ísland á Netinu. Með samvinnu við Iceland Export Di- rectory og Randburg er markmið okkar að ná verulegum árangri í markaðssetningu þeirra fyrirtækja sem með okkur starfa.“ En hvað verður um þessar 10.000 bækur sem prentaðar eru? „Ég gat um það að hluta til áð- an. Bókin fær mikla og markvissa dreifingu til aðila sem hafa áhuga á íslenskum vörum og þjónustu, t.d. dreifir Útflutningsráð bókinni til viðskiptavina sinna og á vöru- sýningar erlendis. Viðskiptaþjón- usta utanríkisráðuneytisins, VUR, dreifir bókinni með aðstoð sendiráða og ræðismanna um all- an heim og Verslunarráð Íslands nýtir víðtækt net sitt til að koma bókinni á framfæri. Ef ég ætti að nefna nokkur dæmi um viðburði og uppákomur þar sem bókinni var dreift á síðasta ári, gæti ég nefnt margt. T.d. CeBIT í Þýska- landi, sem er ein stærsta tölvu- og hugbúnaðarsýning heims og langstærsta upplýsingatæknisýn- ing veraldar. Einnig gæti ég nefnt Guld, Sölv og Ure, fagsýn- ingu gullsmiða í Danmörku, Int- ernational Boston Sea Food Show í Bandaríkjunum, sem er alþjóðleg sjávarútvegssýning, ein hin stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þar eru bæði kynntar sjávarafurðir og vélar, tæki og ýmis annar búnaður fyrir sjávar- útveg. The European Seafood Exposition í Brussel er á líkum línum. Þá má nefna Tema, matvæla- sýningu í Danmörku. Þar eru í raun þrjár sýningar í einni, Int- ernational Food í Danmörku er Fair of Scandinavia, Hotel Res- taurant & Catering, Copenhagen Wine and Spirits Show, og tísku- viku í París þar sem kynntar eru línur þekktra og óþekktra hönn- uða. Um er að ræða fatnað, fylgi- hluti og skó. Þessi dæmi eru til marks um þann fjölbreytileika sem um er að ræða. Margt fleira mætti nefna.“ Nýtur bókin hylli út- flytjenda hér á landi? „Hún gerir það, enda er þetta eina bók sinnar tegundar á Íslandi, um ís- lensk fyrirtæki er stunda útflutn- ing á vöru, hugviti og þjónustu á alþjóðamarkaði. Og vinsældirnar og traustið hafa farið vaxandi, enda inniheldur hún upplýsingar um flestalla útflytjendur. Nú er unnið að frekari þróun á við- skiptakafla í bókinni í samvinnu við Fjárfestingarstofuna og Verð- bréfaþing Íslands. Sú viðbót mun styrkja bókina til mikilla muna.“ Margrét Reynisdóttir  Margrét Reynisdóttir fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1963. Stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1983 og með BS próf frá Oregon State University í Bandaríkjunum 1987. Lauk meistaraprófi í alþjóðlegri mark- aðsfræði frá Strathclyde Uni- versity í Glasgow. Var áður markaðsstjóri hjá Kjörís, en er núna ritstjóri Íslensku útflutn- ingshandbókarinnar, Iceland Ex- port Directory. Margrét er gift Karli Axelssyni hæstaréttarlög- manni og eiga þau tvær dætur, Sigríði og Stefaníu Ástu. …fær mikla og markvissa dreifingu Bévaðir pjakkarnir, þeir skulu fá að vita hvar Davíð keypti ölið. Stefnir í metár í fjölda endur- kröfumála Ölvunarakstur algengur í desember og fram yfir áramót Á ÞESSU ári stefnir í metár hvað varðar fjölda mála til endurkröfu- nefndar en útlit er fyrir að nefndin fái um 200 mál til úrlausnar en síð- ustu fimm árin hefur nefndin fengið um 120 ný til meðferðar ár hvert. Langflest þeirra mála sem berast nefndinni er vegna tjóna sem ölv- aðir ökumenn hafa valdið. Í fréttatilkynningu frá nefndinni kemur fram að tjón af völdum ölv- unaraksturs, sem síðar leiða til end- urkröfu, hafa löngum verið afar tíð í desember og í fyrri hluta janúar. Þá kemur fram að ölvaðir öku- menn þurfa iðulega að bera tjón sjálfir. Auk auk þess geta trygg- ingafélög eignast endurkröfurétt á þá vegna annars tjóns sem þeir valda. Hlutverk endurkröfunefndar er að skera úr um hvort og að hve miklu leyti skuli beita endurkröf- um. Ástæður endurkröfu eru í 8-9 af hverjum tilvikum vegna ölvunar- aksturs. Árið 2000 var úrskurðað um endurkröfur að verðmæti rúm- lega 28 milljónir króna. Hæsta sam- þykkta endurkrafan var 2,5 millj- ónir og 16 námu hálfri milljón eða meira. Aðrar endurkröfur voru lægri en hlupu iðulega á hundruð þúsunda króna. Nefndin skorar á ökumenn að setjast aldrei undir stýri eftir að hafa neytt áfengis. Skjólstæðing- ar Félagsþjón- ustunnar fá jólauppbót BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita þeim, sem notið hafa fjárhags- aðstoðar Félagsþjónustunnar í sex mánuði eða lengur, jólauppbót að upphæð 14.313 krónur. Segir í bréfi Félagsþjónustunnar til félagsmálaráðs að undanfarin ár hafi öryrkjum og þeim launþegum sem notið hafa fjárhagsstuðnings frá Félagsþjónustunni í Reykjavík ekki verið reiknaðar til tekna þær jóla- uppbætur sem þeir hafa fengið. Með því móti hafi verið viðurkennt að desembermánuður sé einstaklingum og fjölskyldum dýrari í framfærslu en aðrir mánuðir ársins. „Með tilliti til þess þykir eðlilegt að langtímanotendur fjárhagsað- stoðar hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík fái á sama hátt sérstakan fjárhagsstuðning í desembermán- uði,“ segir í bréfinu en eingöngu er um að ræða þá sem þörf hafa fyrir fjárhagsstuðning Félagsþjónustunn- ar reglulega.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.