Morgunblaðið - 07.12.2001, Page 20

Morgunblaðið - 07.12.2001, Page 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDIR við nýja skíða- lyftu á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði eru komnar á lokastig. Lyftan sem verður rúmir 500 metr- ar að lengd er viðbót við tvær aðrar lyftur á svæðinu og neðsta mastur hennar er í um 520 metra hæð. Hún verður staðsett á svokölluðum Siglufjarðarhálsi eða á „Bungunni“ eins og svæðið er stundum kallað. Með þessari viðbót aukast mögu- leikar til keppnishalds til mikilla muna, auk þess sem öll aðstaða fyr- ir hinn almenna skíðamann batnar verulega. Eftir að lyftan verður tek- in í notkun verður um að ræða sam- fellda skíðabrekku sem er um 2 kílómetrar að lengd. Það hefur vantað tilfinnanlega lyftu á efra skíðasvæðið til þess að nýta þær skíðabrekkur sem möguleiki er á þar. Þetta gefur líka aukið svigrúm til meiri nýtingar á skíðasvæðinu á snjóléttum vetrum, þar sem snjó- söfnun á efra svæðinu er mun tryggari en á því neðra, enda nær nýja lyftan í allt að 700 metra hæð. Fulltrúar Veðurstofu Íslands hafa gert úttekt á svæðinu með til- liti til snjóflóðahættu og gáfu leyfi til að hefja framkvæmdir. Steypu- vinna og annað við undirbúning lyftunnar hefur að miklu leyti verið unnið í sjálfboðavinnu. Áformað er að allri steypuvinnu ljúki nú fyrir áramótin, en lyftan sjálf verði reist eftir áramót og síðan vígð á 82 ára afmæli félagsins hinn 8. febrúar 2002. Á árinu 2003 er áformað að auka aðstöðu skíðafólks með því að reisa frekari þjónustumannvirki á svæð- inu. Það er markmið skíðafélagsins að endurreisa Siglufjörð sem skíða- miðstöð á Íslandi á næstu árum. Formaður Skíðafélags Siglufjarðar er Guðný Helgadóttir. Framkvæmdir á loka- stigi við skíðalyftu Morgunblaðið/Halldór Halldórsson Siglufjörður AÐVENTUTÓNLEIKAR kirkju- kórs Húsavíkurkirkju voru haldn- ir að venju fyrsta sunnudag í að- ventu. Vel var mætt til kirkju, undirtektir áheyrenda voru góðar og tónleikarnir þóttu takast með miklum ágætum. Stjórnandi kórsins er Judit György og undirleikari á tónleik- unum var eiginmaður hennar Aladár Rácz, hann spilaði bæði á orgel og píanó á þessum tón- leikum. Auk þess að stjórna kórnum söng Judit einnig, með Hólmfríði Benediktsdóttur Ave Maria og með Baldri Baldvinssyni Ó, helga nótt. Hólmfríður og Baldur sungu einnig með kórnum. Adrienne D. Davis lék á flautu á tónleikunum ásamt því að syngja með kórnum, Sr. Sighvatur Karlsson sókn- arprestur flutti ritningarlestur og bæn. Hefð er komin fyrir því að ljúka aðventutónleikunum með því að viðstaddir fara saman með Faðirvorið og að því loknu syngja kirkjugestir Heims um ból með kórnum. Ljós í kirkjunni voru slökkt og kórfélagar héldu á kertaljósum meðan sálmurinn var sunginn. Með þessu myndaðist friðsæl hátíðarstemmning í þessu fallega guðshúsi sem Húsavík- urkirkja er og fylgdi hún þakk- látum kirkjugestum út í kvöld- húmið. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Kirkjukór Húsavíkurkirkju á aðventutónleikum. Vel heppnaðir aðventutónleikar Húsavík NÝLEGA var haldinn fyrsti sam- ráðsfundur félagsmálanefnda Siglu- fjarðar, Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Fundurinn var haldinn á Ólafsfirði, en í kjölfar breyttrar kjördæma- skiptingar er ljóst að auka þarf sam- vinnu með starfsnefndum sveitarfé- laganna á svæðinu. Bættar sam- göngur með tilkomu jarðganga á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar munu einnig kalla á hugsanlega sam- einingu sveitarfélaga við vestanverð- an Eyjafjörð. Ný lög um barnaverndarnefndir munu einnig stuðla að því að aukin samvinna og jafnvel sameining barnaverndarnefnda verður nauð- synleg. Á fundinum voru þessi mál rædd frá ýmsum hliðum og er ljóst að fullur grundvöllur og vilji er með- al nefndarmanna að auka þetta sam- starf strax á næstunni, og hefja við- ræður um hugsanlega sameiningu þessara málaflokka. Félagsmálastjóri Siglufjarðar er Hjörtur Hjartarson, en Halldór Guð- mundsson er félagsmálastjóri bæði Dalvíkurbyggðar og Ólafsfjarðar. Morgunblaðið/Halldór Þ. Halldórsson Frá samráðsfundinum, í ræðustól er Halldór Guðmundsson. Félagsmála- nefndir funda Ólafsfjörður NEMENDUR Húnavallaskóla héldu árshátíð sína um síðustu helgi. Dag- skráin var fjölbreytt og var auðséð að vel var vandað til verka því sál var í hverju atriði. Stærsti dag- skrárliður hátíðarinnar var leikrit sem nefndist uppreisn Öskubusku og nálguðust krakkarnir hið gam- alkunna ævintýri á afar skemmti- legan og nýstárlegan hátt. Jón Bjarnason formaður stjórnar Kaupfélags Húnvetninga (KH) færði skólanum stafræna myndavél að gjöf frá Menningarsjóði KH. Þorkell Ingimarsson skólastjóri þakkaði fyrir þessa höfðinglegu gjöf og sagði að hún ætti vafalaust eftir að koma sér vel. Að loknum skemmtiatriðum og veitingum var stiginn dans fram eftir nóttu. Í tengslum við árshátíð- ina var gefið út viðamikið og vand- að skólablað, Grettistak, og er þetta þrettándi árgangur blaðsins. Morgunblaðið/Jón Sig. Leikið og dansað á árs- hátíð Húnavallaskóla Blönduós

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.