Morgunblaðið - 07.12.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 07.12.2001, Síða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMTÖK verslunar og þjónustu telja að smásalar og birgjar eigi sjálfir að koma sér saman um siða- reglur í samskiptum sín á milli, án afskipta hins opinbera. Formaður Samtaka verslunarinnar segir birgja hinsvegar ekki í aðstöðu til að semja við yfirburðaaðila á smásölumarkaði og að því verði óháður aðili að leggja slíkar reglur til. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra upplýsti á Alþingi fyrir skömmu að meðal þess sem Sam- keppnisstofnun hefði nú í athugun væri að setja siðareglur í samskipt- um matvöruverslana og birgja þeirra en slíkar reglur hefðu m.a. verið settar í Bretlandi. Ráðherra viðskipta og iðnaðar á Bretlandi hef- ur staðfest tillögu yfirmanns Sam- keppnisstofnunar þar í landi um siðareglur sem gilda skulu í sam- skiptum stórmarkaða og birgja þeirra. Bresku reglunum er ætlað að vera nægilega sveigjanlegar til að birgjar og stórmarkaðir geti gert gagnkvæma og frjálsa samninga sín á milli. Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar, bendir á að niðurstaða bresku samkeppnisstofn- unarinnar taki til fyrirtækja sem séu með meira en 8% markaðshlutdeild á breska smásölumarkaðnum og til þess fallin að markaðsráðandi fyr- irtæki misnoti ekki stöðu sína. „Nú eru þrjár verslanakeðjur með meira en 8% markaðshlutdeild í Bretlandi og þykja sýna drottnunartilburði. Hérlendis eru tvær verslanakeðjur með 70–80% markaðshlutdeild og því ættum við, ekki síður en Bretinn, að hafa áhyggjur af drottnunartil- burðum og óeðlilegum viðskiptum.“ Haukur Þór segist þeirrar skoð- unar að samskiptareglur smásala og birgja ættu að vera hluti af sam- keppnisreglum. „Við erum fylgjandi ströngum samkeppnisreglum og höfum ákveðnar áhyggjur, sérstak- lega af dagvörumarkaðnum og byggingarvörumarkaðnum þar sem smásölukeðjur hafa sýnt drottnun- artilburði. Ef birgjar eru ekki lengur í samningsstöðu gagnvart yfirburða- aðilum á markaði eru þeir ekki held- ur í stöðu til að setja samskipta- eða siðareglur. Þá er best að samkeppn- isyfirvöld komi að málinu,“ segir Haukur. Siðareglur hafðar til hliðsjónar í matvörukeðjum SVÞ – Samtök verslunar og þjón- ustu gáfu út reglur, Siðareglur inn- kaupamanna verslana, fyrir rúmu ári og mæltust til þess að aðildarfyr- irtæki samtakanna í verslun notuðu þær. Reglurnar voru upphaflega fengnar frá samkeppnisyfirvöldum í Bretlandi en þýddar og lagaðar að íslenskum aðstæðum. Samkvæmt nýlegri könnun SVÞ eru siðaregl- urnar hafðar til hliðsjónar í öllum stærstu matvörukeðjum landsins með góðum árangri. SVÞ hafa jafn- framt borist fregnir af því frá birgj- um að samskipti þeirra við smásala hafi færst í fastari og öruggari skorður, sem þeir eru sáttir við. Emil B. Karlsson hjá SVÞ segir að á síðastliðnu vori, þegar umræður um hátt grænmetisverð stóðu sem hæst, hafi SVÞ vakið athygli ráðu- neyta og fleiri á siðareglunum og hvatt til að þeim yrði fylgt. Þá hafi reglurnar verið á vefsíðu SVÞ í nokkurn tíma. Jafnframt hafi sam- tökum heildsala, Samtökum verslun- arinnar – FÍS, verið boðið til fundar til að ræða útgáfu sameiginlegra siðareglna í samskiptum smásala og birgja, en það boð hafi enn ekki verið þegið. „SVÞ telja farsælla að aðilar vinni sjálfir að þessu máli á meðan ekki hefur verið bent á að núverandi reglur séu ófullnægjandi,“ segir Emil. Almenn ánægja með reglurnar Siðareglur SVÞ eru að mestu byggðar á siðareglum sem Baugur hf. lét þýða og staðfæra eftir sam- starfs- og siðareglum bresku mat- vörukeðjunnar Safeway fyrir rúmu ári. Árni Pétur Jónsson, fram- kvæmdastjóri matvörusviðs Baugs, segir reglurnar hafa verið innleiddar hjá flestum fyrirtækjum Baugs um síðustu áramót og að síðan hafi verið unnið eftir þeim. Hann segir regl- urnar mjög ítarlegar og taka á flest- um þáttum í samskiptum við birgja. „Þessar siðareglur eru því til og ég veit ekki betur en að það ríki almenn ánægja með þær hjá öllum aðilum. Við að minnsta kosti teljum þær góð- ar og gildar vinnureglur fyrir okkar fyrirtæki. Auðvitað ættu aðilar beggja megin borðsins að skrifa undir slíkar reglur en við höfum kynnt reglurnar fyrir öllum helstu birgjum okkar og leituðum álits nokkurra þeirra áður en við tókum þær í notkun. Þannig erum við sífellt að prófa okkur áfram og taka tíma í að sníða af vankanta. Það hefur reyndar verið á döfinni lengi að halda formlega kynningu á reglun- um en því miður hefur þó ekki orðið af því ennþá. Það stendur hinsvegar til.“ Helgi Haraldsson, innkaupastjóri Kaupáss, segir samskipti félagsins við birgja ætíð hafa verið á þeim nót- um sem almennar reglur kveði á um og sér vitanlega sé engin óánægja uppi með þau. „Samtök verslunar og þjónustu gáfu út einhverskonar sið- reglur fyrir skömmu til leiðbeining- ar fyrir sína félagsmenn en í þeim kom í sjálfu sér ekkert nýtt fram um það hvernig standa ber að málum. Við höfum því ekki þurft að breyta neinu í okkar vinnubrögðum til að samræma þau reglunum, enda alltaf unnið á þessum nótum í sátt og sam- lyndi við okkar innflytjendur og framleiðendur. En ef ráðherra vill setja lög sem kveða á um þessi sam- skipti þá er það hennar mál en að mínu mati er engin þörf á slíku,“ segir Helgi. Þörf á reglum verði könnuð Almar Örn Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Banana og Ágætis, segist hlynntur því að teknar verði upp einhverskonar siðareglur í sam- skiptum smásala og birgja, að minnsta kosti sé ástæða til að kanna hvort þörf er á slíkum reglum. „Þró- unin á markaðnum hefur verið sú að birgjar hafa sameinast og stækkað og það sama á við um smásalana. Að því er ég best veit eru ekki í gildi neinar slíkar samskiptareglur hér á landi, umfram almenn landslög um viðskipti. Ég trúi því hinsvegar ekki að verið sé að koma á slíkum reglum úti í heimi að tilefnislausu, og því er full ástæða til að kanna hvort þörf er á þeim hér á landi. Ég hef sjálfur hinsvegar ekki orðið var við neinar brotalamir í samskiptum okkar við smásalana en allar leiðbeiningaregl- ur sem geta hjálpað smásölum og birgjum að vinna betur saman eru af hinu góða.“ Siðareglur án efa til bóta Friðrik Eysteinsson, sölu- og markaðsstjóri Vífilfells hf., telur að samskipta- og siðareglur yrðu án efa til bóta. Hinsvegar væri æskilegra að birgjar og smásalar kæmu sér sjálfir saman um slíkar reglur, án af- skipta hins opinbera. Hann segir að samskiptareglur Baugs hafi ekki verið kynntar birgjum formlega en segir þær jafnvel geta orðið grund- völl sameiginlegra reglna. „Ef regl- urnar eru í anda bresku siðaregln- anna þá eru þær mjög góðar. Þær tryggja ákveðið öryggi í samskiptum og skýra stöðu hvers og eins. Ef far- ið yrði að slíkum reglum yrðu ákvarðanir teknar á hagrænum grundvelli en ekki byggðar á geð- þótta,“ segir Friðrik. Reglurnar komi frá óháðum aðila Októ Einarsson, sölu- og mark- aðsstjóri innflutningsfyrirtæksins Danól ehf., segist sammála því að þörf sé á einhverskonar ramma í samskiptum smásala og birgja. „Best væri ef aðilar á markaði kæmu sér sjálfir saman um einhverskonar samskiptareglur ef því er við komið. Ég veit hins vegar ekki til þess að nein slík vinna sé í gangi milli sam- taka smásölunnar, birgja og fram- leiðenda. Ef það gerist ekki er eðli- legt að slíkar reglur komi frá óháðum aðila, svo sem viðskipta- ráðuneytinu eða Samkeppnisstofn- un,“ segir Októ. Skiptar skoðanir um að stjórnvöld setji siðareglur í samskiptum smásala og birgja SVÞ vilja ekki afskipti hins opinbera Morgunblaðið/Jim Smart
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.