Morgunblaðið - 07.12.2001, Side 51

Morgunblaðið - 07.12.2001, Side 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 51 ✝ Guðrún Ingveld-ur Björnsdóttir fæddist á Hrapps- stöðum í Víðidal í Vestur-Húnavatns- sýslu 1. febrúar 1921. Hún lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 28. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Björn Ingvar Jósefsson, f. 11.9. 1896 á Hrappsstöð- um, d. 4.8. 1971, og Sigríður Jónsdóttir, f. 29.3. 1892 í Gröf, Lundarreykjadal, d. 29.11. 1972. Guðrún Ingveldur var önnur í röð- inni af ellefu systkinum, eitt dó tæplega tveggja mánaða, en hin eru: 1) Tryggvi, f. 29.5. 1919, d. 21.3. 2001. 2) Jósefína, f. 31.3. 1924. 3) Bjarni Ásgeir, f. 15.8. 1925. 4) Sigurvaldi, f. 22.2. 1927. 5) Steinbjörn, f. 22.9. 1929. 6) Guð- eiga þau Katrínu Ósk, f. 11.12. 1995. 2) Leifur, f. 3.3. 1975, kvænt- ur Jóhönnu Birnu Einarsdóttur, f. 15.11. 1974, þeirra börn Aníta Brá, f. 20.9. 1994, og Guðmundur, f. 15.2. 2000. 3) Edda Lilja, f. 31.1. 1978, sambýlismaður Kjartan Þór- isson, f. 13.11. 1975. 2) Sæmundur Garðar, f. 24.8. 1947, kvæntur Nönnu Ólafsdóttur, f. 14.1. 1950. Börn þeirra eru 1) Svanhvít Dröfn, f. 30.8. 1969, sambýlismaður Ing- var Guðmundsson, f. 31.7. 1969. 2) Þórunn Elfa, f. 19.2. 1972, sam- býlismaður Ægir Þórðarson, f. 5.9. 1968, þeirra börn Arnþór Örvar, f. 17.8. 1995, Elfa Björg f. 2.4. 2001, og Sæunn Nanna, f. 2.4. 2001. 3) Róberta, f. 22.6. 1955, gift Garðari Þór Guðmundssyni, f. 17.11. 1952. Börn þeirra eru 1) Ingi Þór, f. 15.9. 1976, 2) Íris Rut, f. 11.6. 1988, 3) Rakel Rún, f. 26.7. 1993. 4) Björn Víglundur, f. 17.1. 1957, kvæntur Sigrúnu Björk Valdimarsdóttur, f. 16.10. 1955. Börn þeirra eru 1) Hrafnhildur Ýr, f. 16.8. 1978. 2) Vilmar Þór, f. 1.7. 1984. 3) Kristinn Rúnar, f. 26.10. 1988. Útför Guðrúnar Ingveldar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. mundína Unnur, f. 15.2. 1931. 7) Álfheið- ur, f. 15.2. 1931. 8) Sig- rún Jóney, f. 18.6. 1933. 9) Gunnlaugur, f. 24.3. 1937. Guðrún Ingveldur giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Gunn- þóri Guðmundssyni, 9.5. 1944. Gunnþór er fæddur 19.6. 1916 og foreldrar hans voru Guðmundur Friðrik Jónasson, f. 27.3. 1868 á Efra-Vatnshorni í Kirkjuhvammshreppi, d. 22.6. 1939, og Ingibjörg Árna- dóttir, f. 14.6. 1873 á Mýrum, Hrútafirði, d. 23.8. 1955. Guðrún Ingveldur og Gunnþór eiga fjögur börn. 1) Sigríður Helga, f. 24.12. 1944, gift Guðmundi Leifssyni, f. 6.12. 1943. Börn þeirra eru 1) Inga Katrín, f. 22.6. 1968, gift Sigurfinni Óskari Grímssyni, f. 11.9. 1963, og Elsku Inga amma, þegar ég hugsa til þín kemur margt upp í hugann. Nýbökuð hjónabandssæla og hafra- kex (spes fyrir Villa og afa), laukboll- ur með brúnni sósu, nýuppteknar kartöflur, hnepptar prjónapeysur, vinnulúnar hendur, sérstök kímni- gáfa og óþrjótandi dugnaður eru að- eins brot af því. Ég man svo vel dag- inn sem ég kom fyrst að Dæli með mömmu. Þegar við keyrðum í hlað á gamla Trabantinum með græna þak- inu stóðst þú úti og sópaðir stéttina með Trygg þér við hlið. Frá þeim degi varst þú partur af lífi mínu, hún Inga amma sem sagði svo skringilega R. Ég er viss um að þú hefur stundum fórnað höndum yfir þessari stelpu- skjátu sem hvorki gat samkjaftað né verið kyrr, en aldrei léstu mig finna fyrir því, þú komst alltaf fram við mig eins og öll hin barnabörnin. Ég man reyndar eftir einu skipti sem ég varð svolítið hrædd við þig. Það var þegar ég stalst inn til hænsnanna í Gamla bænum. Mér fannst þetta stórmerki- leg dýr, enda ekki með mikla reynslu af sveitalífinu. Mér fannst sérstak- lega skemmtilegt hvernig þær blök- uðu vængjunum þegar ég elti þær fram og til baka um herbergin og var staðráðin í því að hætta ekki fyrr en ég hefði kennt þeim að fljúga. Stundu síðar komstu askvaðandi vesalings hænunum til bjargar. Ég held að ég hafi aldrei séð þig jafn reiða! Ég man líka hvað ég var glöð þegar ég gat far- ið að kalla þig ömmu, mér fannst ég svo rík! Það hafði líka sína kosti að eiga ömmu sem hét svona skrítnu nafni, Ingveldur, og það færði mér ófáa sigra í Hollí-hú-keppnum. Seinna þegar þið afi fluttuð á Hvammstanga, í nýja húsið, kom ég oft í heimsókn og gisti hjá ykkur. Þú varst svo stolt af garðinum sem þú hafðir útbúið og máttir vel vera. Stundum fórstu með mig í göngutúr og þá fékk ég að leiða þig. Það var alltaf svo gott að halda í höndina á þér. Þú varst ekki manneskja sem áttir auðvelt með að sýna tilfinningar þínar og því jafnaðist traust handtak- ið á við fyrirtaks faðmlag. Ég man þegar þú fórst að vinna í bakaríinu. Ég og Ingi frændi stálumst stundum til þín og oftar en ekki gafst þú okkur dýrindis súkkulaðisnúða, brostir svo prakkaralega brosinu þínu og sagðir að við mættum ekki segja neinum. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem þú gafst mér. Þú hleyptir mér inn í líf þitt og sýndir mér bæði hlýju og væntumþykju á þinn sérstaka hátt. Nú lít ég upp til himins og sé að skær og falleg stjarna hefur bæst í hóp hinna og ég veit að þetta ert þú amma mín að fylgast með okkur. Ég samgleðst þér í hjarta mínu yfir því að þinni löngu baráttu skuli vera lokið og þú hafir loksins fengið hvíldina. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að halda aftur í höndina á þér og kveðja þig á réttan hátt, það var mér svo mikils virði og ég veit að þú vissir af mér hjá þér. Ég bið að heilsa Tryggva bróður þínum, því ég er viss um að hann hefur tekið á móti þér með nýjustu kjaftasögum úr himnaríki, eins og honum einum er lagið. Elsku afi, pabbi, Helga, Sæmi og Berta, ég votta ykkur og allri fjöl- skyldunni mína dýpstu samúð. Elsku amma, megi góður Guð geyma þig og blessa um alla eilífð. Sofðu vært. Þín Hrafnhildur Ýr. Mig setti hljóðan er ég fékk fregn um að Inga, móðursystir mín, væri látin. Síðustu árin hefur hún verið nær rúmföst af hrörnunarsjúkdómi, sem hafði betur á endanum, en dauð- inn kemur alltaf á óvart, þótt vitað sé hvert stefnir. Minningar úr sveitinni í Víðidal flugu gegnum hugann. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi sem polli, að fá að fara í sveit norður í land í Dæli til Ingu frænku og Gunnþórs og barna þeirra. Á eftir komu nokkur ógleymanleg sumur. Mér er minnis- stæð fyrsta rútuferðin í ullarnærföt- um, sem móðir mín klæddi mig í org- andi, vegna þess að þar væri svo kalt. En þegar á leiðarenda var komið í sól og blíðu og skipta átti á ferðafötum yfir í hversdagsfötin, hafði frænka mín á orði, hvort ég vildi ekki skipta um nærföt, en þá tók ég það ekki í mál þann daginn, orðinn vel þvalur og ull- in hætt að stinga. Þetta voru mín fyrstu kynni af Ingu, sem ég man. Það eru og voru mikil forréttindi fyrir krakka að fá að fara í sveit sumar- langt, fram yfir fjárréttir eins og tíðk- aðist á árum áður, en virðist vera liðin tíð í þeim mæli. Ég var svo heppinn að komast að hjá skyldfólki mínu, sem var í nágrenni við stóran frændgarð á næstu bæjum í dalnum. Með aldrin- um verður mér oft hugsað norður í sveitina. Í minningunni vil ég þakka fyrir dýrmæt og ógleymanleg ár. Kindurnar, hana Bíldu og Mókollu, sem ég fékk að gjöf, öll lömbin og ull- ina, sem fóru inn á reikning í kaup- félaginu og mörgum árum seinna sem símsendir peningar fyrir forláta íþróttaskóm. Philipps-rafmagnsrak- vélina, fermingargjöfin sem kom loks að góðum notum löngu seinna, og á ég hana enn. Inga var ein ellefu systkina frá Hrappsstöðum, og bjuggu fimm þeirra í dalnum. Inga bjó myndarlegu búi með blandaðan búskap ásamt Gunnþóri, eiginmanni sínum, í ára- tugi. Eftir að þau brugðu búi tók Villi, sonur þeirra, við því og rekur þar myndarlega bændagistingu ásamt fjölskyldu sinni. Snyrtimennskan og alúðin við bústörfin eru mér og öðrum minnisstæð. Ég man Ingu alltaf sí- vinnandi og heilsuhrausta. Hún var glaðsinna og hafði mikinn áhuga á mönnum og málefnum. Ég man hana vel við mjaltirnar, heyskapinn, bakst- urinn, alla matseldina, sviðavinnuna, sniðin og saumaskapinn á striga- ábreiðunni á sætin og fúlgurnar og undirbúninginn fyrir fjárréttir með Gunnþóri, þegar farið var yfir reið- tygi og annað, og öllum þeim spenn- ingi sem því fylgdi. Berjatínslan á haustin fyrir töðugjöldin, jafnvel hjálp við að lita leggina fyrir okkur krakkana, því við áttum líka stórbú í brekkunni fyrir framan bæinn. Já, fjölbreytnin var mikil. Eitt er mér minnisstætt, að á sunnudögum feng- um við krakkarnir að sofa út og sluppum við að fást við kýrnar og flór- inn! Fórum í hrein föt eftir bað kvöld- ið áður. Hin seinni ár hefur sam- bandið við frændfólið í sveitinni minnkað mikið og er það miður. Ég hitti Ingu á sjúkrahúsinu á Hvamms- tanga fyrr á árinu og fékk tækifæri til að þakka fyrir mig. Ég veit að hún þekkti mig og skildi það sem ég hafði á orði, og lyfti til mín lítillega hendi í kveðjuskyni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Gunnþór, Helga, Sæmund- ur, Berta, Villi, fjölskyldur og aðrir aðstandendur, innilegar samúðar- kveðjur. Hvíl í guðs friði. Óskar og fjölskylda. GUÐRÚN INGVELD- UR BJÖRNSDÓTTIR                                           !"      $   %&'' (   !) * *  +             !        !  !"  #$$  #% &'( !   ) )* ) ) )* ' ,           + &, + !! -- . .   -  .! /  #   0        )       % #   %00' & !/  #$$   0    1!   2 #$$  &!!# 3   . .! #$$   )* 4 $! 5 4 $ #$$  , 2 2  %  #$$   55 &!0  & !   2 $$4  #$$ ) )* ' ,     !    2 6+&  7  84,623 +           !12 1     /1      & !# & 9" & #$$      4 $/ , /2 $ #$$  )*  2 $ #$$  4 $2 #$$ ' /   7 (  4: + + /  $!% 0!/ .) $; ( !/.%*5      -  "      %       +   +       $    %&'' 4 $  <# #$$  "   <# #$$    &!!#   <# '           #   8 ( &   /!.*$= . .    3  (# %!!    *5/!#$$    )*    #$$  & !   #$$$  #0   4 $   4 $ ##$$  ) )* ) ) )* ' 4 *        > ++23 +42 +  /? . .   !   -  .! 5.    3   @ #$$  ( $ ('.) .)& 0    !#%#$$  (# & * #$$  . # ) )* ' 4 *   61 &, + 5 '#0      3  &/.    A $ 0#$$ '

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.