Morgunblaðið - 07.12.2001, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 07.12.2001, Qupperneq 60
UMRÆÐAN 60 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ PALESTÍNUMENN hafa leitað stuðnings alþjóðasamfélagsins í ára- tugi. Ósk þeirra er að fá að vera sjálf- stæð þjóð í eigin landi. Í stað þess hafa Ísr- aelsmenn tögl og hagld- ir á 220 svæðum sem búið er að stía þjóðinni sundur á. Allar samn- ingaumleitanir hafa runnið út í sandinn og friðarsamkomulagið sem gert var í Oslo 1993 gekk því miður ekki eft- ir. Nú hafa hörmulegir atburðir gerst fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísrael hefur beitt vopnavaldi gegn íbúum Palestínu í kjölfar hermdaraðgerðar í Ísr- ael. Þingflokkur Sam- fylkingarinnar hefur nýlega sent frá sér ályktun þar sem hún harmar og fordæmir árásir Hamassamtakanna á Ísrael og Samfylkingin fordæmir harkalega árásir sem Ísraelsmenn gerðu á Palestínu í kjölfar sjálfs- morðsárásanna. Það er skoðun Sam- fylkingarinnar að Sameinuðu þjóð- irnar eigi að leiða baráttuna gegn hryðjuverkum. Heiðursgestur landsfundar Sam- fylkingarinnar var Mustafa Bargh- outi, læknir og húmanisti sem hlotið hefur sérstök heiðursverðlaun Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Hann sagði m.a. „Ofbeldið og örygg- isleysið eru einkennin en hernámið er orsökin. Hernámið er að verða að krabbameini sem get- ur orðið báðum þjóðun- um að bana og breiðst út til annarra landa“. Við skulum vona að þessi orð séu ekki að ganga eftir núna. Barghouti vakti at- hygli á því að heilar kynslóðir Palestínu- manna alast upp í flóttamannabúðum og sjá ekki annan tilgang með lífinu en að ganga ofbeldi og hryðjuverk- um á hönd. Ísraels- menn reka aðskilnað- arstefnu sem er engu betri en sú sem á sín- um tíma einkenndi stjórn hvítra manna í S-Afríku og jafnaðarmenn um allan heim börðust gegn. Ástandið versnar ár frá ári og bitnar harkalega á börnum og ung- lingum sem verða að una menntun- arskorti og fátækt. Samfylkingin hefur flutt tillögu til þingsályktunar á Alþingi um að Al- þingi feli ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að Ísraelsmenn dragi hermenn sína frá hernumdu svæðunum í Palestínu, geri palestínsku þjóðinni kleift að lifa sem frjáls þjóð í eigin landi og stuðla að því að leyst verði úr ágrein- ingsmálum á grundvelli alþjóðarétt- ar, samþykkta Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamninga. Utanríkisráðherra lýsti því yfir í ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna að Ísland styðji sjálfstæði Palestínu. Nú er mikilvægt að árásirnar sem Ísrael hefur gripið til verði stöðvaðar og samkomulag um Palestínu verði knúið fram. Samfylkingin styður Pal- estínumenn Rannveig Guðmundsdóttir Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Átök Ofbeldið og öryggis- leysið, segir Rannveig Guðmundsdóttir, eru einkennin en hernámið er orsökin. DAGINN í dag ætt- um við öll að nota til að minna okkur á og und- irstrika í verki þá ábyrgð sem við sem fjölskyldufólk berum á, ekki aðeins okkur sjálf- um, heldur einnig okk- ar nánustu þegar kem- ur að áfengi og öðrum vímuefnum. Foreldrar, afar og ömmur, frænd- fólk og vinir, já, allir sem mynda fjölskyldu og hina félagslegu um- gjörð einstaklinganna, þurfa að vera meðvituð um sinn þátt. Mest er þessi ábyrgð þegar börn og ungmenni eiga í hlut. Þær fyrirmyndir sem þau hafa í uppvext- inum, fræðsla um þær hættur sem leynast við hvert fótmál og ábyrgð og stefnufesta gagnvart því að lög og reglur um aldursmörk og aðra sam- bærilega hluti séu virt þegar að vímu- efnunum kemur; allt skiptir þetta miklu máli. Ábyrgð og meðvitund fjölskyld- unnar er í þessum efnum, eins og fleirum, er örugglega öflugasta for- varnartæki sem hægt er að virkja. Gleymum því ekki heldur að engir færa meiri fórnir en einmitt fjöl- skylda og nánustu aðstandendur þeg- ar í óefni er komið, þ.e.a.s. fyrir utan einstaklinginn sjálfan sem í hlut á og fórnar eigin lífi og heilsu á altari vímu- efnanotkunar. Fjöl- skyldur landsins, stórar og smáar, eru því ein- mitt rétti aðilinn til að halda bindindisdag, dag án allrar vímuefnanotk- unar, dag umræðna og alsgáðrar samveru, dag þar sem við minnum á þau sígildu sannindi að öruggastir eru þeir sem byrja aldrei. Félagslegar forvarnir Gildi þess forvarnar- starfs sem þarf að vinn- ast samhliða uppeldi barna og innan fjölskyldunnar almennt verður aldrei of oft undirstrikað. Það getur með réttu talist hluti af því sem kalla má félagslegar forvarnir og hefur að mati undirritaðs ekki fengið nóga at- hygli. Öflugar félagslegar forvarnir, þar sem fjölskyldan, skólinn, og holl og uppbyggileg áhugamál og tóm- stundastarfsemi fléttast saman geta skipt sköpum í þessum efnum. Und- irritaður hefur því lagt til á Alþingi að gert verði myndarlegt átak í að efla félagslegar forvarnir sem lið í baráttu stjórnvalda og samfélagsins alls gegn vímuefnavandanum. Auðvitað er vel þekkt að margvís- leg djúprætt samfélagsmein eiga sinn þátt í að einstaklingar glatast inn í myrkur áfengis- og vímuefna- misnotkunar. Áföll í einkalífinu, efna- hagserfiðleikar, þreyta eða einfald- lega barátta við einsemd, tómleika og meint tilgangsleysi lífsins á dimmum dögum, allt getur þetta og margt sambærilegt átt sinn þátt. En minn- umst þess þá að lausnin er aldrei fólg- in í flótta, hvorki flótta inn á glöt- unarstíg vímuefnanna né frá lífinu sjálfu. Virkjum frekar kraftana sam- an í baráttu fyrir betri og réttlátari heimi þar sem allar aðstæður eru manninum og hinu félagslega um- hverfi hans vinsamlegri og hollari. Öruggastir eru þeir, sem byrja aldrei Steingrímur J. Sigfússon Bindindi Gildi þess forvarnar- starfs sem vinna þarf samhliða uppeldi barna og innan fjölskyldunnar almennt verður, að mati Steingríms J. Sigfússonar, aldrei of oft undirstrikað. Höfundur er alþingismaður og fjögurra barna faðir. Vímuefnaneysla Ís- lendinga er orðin þjóð- arböl. Næstum daglega berast fréttir af margs- konar hörmungum, sem neyslan veldur, eins og slysum, sjálfsvígum, morðum og fleiru, sem kosta þjóðina ómældan skaða. Reynt hefur verið að stemma stigu við þess- um ófögnuði með ýms- um ráðum, af hálfu ein- staklinga, félgasamtaka og hins opinbera. En þrátt fyrir góða viðleitni þeirra er árangurinn í samræmi við erfiðið, ef dæma má eftir upplýsingum er berast frá þeim sem mál þessi snerta, eins og lögreglu, meðferðarstofnunum og tryggingafélögum. Allt ber að sama brunni. Aukningin er mikil, einkum á meðal ungs fólks, bæði í áfeng- isneyslu og öðrum vímugjöfum, enda er aðgengið ávallt að verða auðveldara fyrir neyt- endur. Vínsöluverslun- um og veitingastöðum fjölgar og undirheima- salarnir eru ótrúlega víða með sitt eitur á boðstólum. Oft hefur því verið haldið fram að ríkissjóð- ur hagnist af áfengissöl- unni. Staðreyndin er hins vegar sú að tjónið og skaðinn sem neyslan veldur er meiri en hagnaðurinn af því sem í kassann kemur. En hvað er til ráða? Í þessu samhengi er rétt að vitna í verkfall opinberra starfs- manna, um árið þegar allar vínversl- anir voru lokaðar. Þá fækkaði útköll- um hjá lögreglunni, svo um munaði og slysatíðni minnkaði, vegna áfengis- skorts. Sú leið að loka fyrir áfengis- sölu er erfið en önnur leið er til í bar- áttunni og öllum opin, en hún er að hafa framvegis aldrei áfengi um hönd eða önnur vímuefni. Menn ættu því um þessi jól og áramót að stíga á stokk og strengja þess heit að hafna öllum vímugjöfum og vera þar með góð fyrirmynd afkomenda sinna því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Stærri skerf er varla hægt að leggja fram í þágu góðs málefnis og til að bæta mannlífið í landinu. Höfnum vímugjöfum Magnús Gíslason Höfundur er verslunarmaður. Bindindi Menn ættu að stíga á stokk þessi jól og áramót, segir Magnús Gíslason, og strengja þess heit að hafna öllum vímugjöfum. Velkomin í Hólagarð         Ef þú hefur aldrei smakkað tælenskan mat, prófaðu þá þessa rétti, 10 tegundir Nýtt í örbylgjuna. Tælenskir skyndiréttir. Uppskriftir frá veitingahúsinu Ban-Thai, Laugavegi 130. Framleitt samkvæmt GÁMES-staðli (HACCP) sem tryggir öryggi og gæði Fást í verslunum Hjarðarhaga, Lágmúla, Austurstræti, Glæsibæ, Baronstíg og Engihjalla. Finndu bragð af Tælandi TÆLENSKIR SKYNDIRÉTTIR Góð viðbót við jólamatinn T & D ehf., Bergholt 2 - 270 Mosfellsbær - Sími 896 3536 - Fax 566 8978 - Netfang tomasb@simnet.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.