Morgunblaðið - 07.12.2001, Side 70

Morgunblaðið - 07.12.2001, Side 70
70 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG hef oft undrast hversu hörð og neikvæð viðbrögð það vekur hjá kaupmönnum við Laugaveginn þeg- ar gera hefur átt tilraun með að loka götunni tímabundið fyrir bílaumferð. Ég nota yfirleitt einkabílinn þegar ég versla, að minnsta kosti þegar verið er að kaupa matvörur og annað til heimilisins. En þegar ég fer um Laugaveginn læt ég mér ekki detta í hug að aka eftir honum. Ástæðan er einföld. Umferðin er afar hæg og al- gjör hending ef laust bílastæði finnst. Ég annaðhvort tek strætó að heiman eða legg bílnum í nágrenni Laugavegar. Ég hef rætt þetta við vini og vandamenn og flestir segjast ekki aka Laugaveginn eða að minnsta kosti afar sjaldan. Síðustu árin hef ég komið oftar á Laugaveginn en ég gerði áður. Um- hverfið er orðið vistlegra, meira um verslanir með vandað, íslenskt hand- verk og góð kaffi- og veitingahús þar sem notalegt er að tylla sér, fá sér eitthvað í svanginn og horfa á mann- lífið í kringum sig og á götunni. Mér finnst stemmningin þarna miklu notalegri en í stórum verslunarmið- stöðvum þar sem umhverfið er ein- hæfara og ópersónulegra. En á Laugaveginum er mikill galli. Mengun af bílum getur orðið mjög mikil. Ég rölti þarna tvær fyrstu helgarnar í nóvember í blíð- skaparveðri en stansaði stutt þar sem mér fannst mengunin yfirþyrm- andi. Þarna er, eins og áður sagði, af- ar hæg umferð og bílarnir alltaf að stansa og taka af stað sem þýðir mun meiri mengun en á mörgum öðrum götum. Ég tel mig hafa nokkra reynslu í þessum efnum þar sem ég ferðast töluvert á hjóli um bæinn. Ég ákvað eftir þessar tvær helg- arferðir á Laugaveginn að þangað skyldi ég ekki fara aftur í bráð, helst ekki fyrr en lokað væri fyrir bílaum- ferð. Ég velti fyrir mér hvaða við- skiptavinir það væru sem kaupmenn væru hræddir um að tapa ef ekki mætti aka niður Laugaveginn. Ekki eru það hreyfihamlaðir eða aðrir við- skiptavinir sem eiga bágt með að komast um. Þeir kæmust í mörgum tilvikum ekki inn í verslanirnar sem margar hverjar eru með tröppum eða stigum, einmitt það sem gerir þær svo skemmtilegar og sérstakar. Og ef þessir sömu viðskiptavinir ætl- uðu yfir götuna er það hreint ekki auðhlaupið vegna umferðarinnar. Af hverju ekki að prófa að loka Laugaveginum (neðri hluta hans að minnsta kosti) og sjá hvað gerist? Kannski hætta einhverjir að koma í bili en aðrir kæmu í staðinn. Nú, svo gætu kaupmenn tekið sig saman og boðið upp á ferðir með raf- bílum niður götuna gegn vægu gjaldi teldu þeir sig missa spón úr aski sín- um með því að loka fyrir umferð einkabíla. Engum dettur í hug að fara í miðbæinn á bíl á menningarnótt. Er hún ekki jafnvinsæl og raun ber vitni einmitt þess vegna? Víst er bíllinn nauðsynlegur en eru menn ekki að gefa honum forgang á kostnað mannlífsins í miðbænum? Með góðri kveðju til kaupmanna á Laugaveginum og ósk um að geta verslað þar fyrir jólin án mengunar frá bílum. GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR, bókasafnsfræðingur. Bílaumferð á Laugaveginum Frá Guðrúnu Pálsdóttur: Greinarhöfundur telur að tak- marka eigi bílaumferð um Laugaveginn, eða jafnvel loka alveg fyrir hana. FRÁ hausti 1992 hefur verið staðið myndarlega að heimsóknum tónlist- arfólks í Grunnskóla Kópavogs með reglubundnum hætti þrisvar til fjór- um sinnum á ári. Ég hef tekið þátt í þessu starfi og fylgst með frá upp- hafi. Nú á síðustu vikum hef ég heim- sótt Grunnskóla Kópavogs eða nem- endur þeirra komið í Salinn í Tónlist- arhúsi bæjarins til að hlusta á flutning tónlistar af ýmsu tagi. Það lætur nærri að ég hafi hitt 3.300 börn á þessum vettvangi að undanförnu ásamt óperusöngvaranum Ólafi Kjartani Sigurðarsyni. Þessar heimsóknir eru tilefni þess að ég finn mig knúinn til að skrifa fá- einar línur til grunnskólanema Kópa- vogs, foreldra og skólayfirvalda í bænum. Það var sterk upplifun fyrir okkur að standa á sviði dag eftir dag með fullt hús af æskufólki hlustandi undantekningarlaust með athyglina skarpa, mér liggur við að segja for- vitna og spyrjandi, í lifandi þögn! Við Ólafur Kjartan fluttum margs konar efni eftir Mozart, Beethoven, Atla Heimi, Aaron Copland, Karl O. Runólfsson, Jóhann G. Jóhannsson, Sigvalda Kaldalóns, svona til að nefna eitthvað, og áheyrendurnir frá 6 ára til 16 hlustuðu eins og listahá- tíðargestir af bestu gerð. Við höfðum á tilfinningunni að við hefðum getað staldrað lengi við og flutt svo að segja hvað sem var. Ég get ekki orða bundist, þakka tækifærið og hlakka til að fylgjast með framhaldi þessa ánægjulega starfs. Listasöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson tekur undir þessi orð mín og biður fyrir kveðju. Með söngkveðju vinar. JÓNAS INGIMUNDARSON, píanóleikari. Til skólaæsku Kópavogs Frá Jónasi Ingimundarsyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.