Morgunblaðið - 09.07.2002, Side 17

Morgunblaðið - 09.07.2002, Side 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 17 NOKKRIR drengir hafa viðurkennt að hafa fyrir slysni orðið valdir að bruna í húsnæði Bakkavarar í Kefla- vík síðastliðinn laugardag. Ekki urðu slys á fólki en nokkrar skemmdir á efstu hæð hússins og þaki. Hráefni sem í húsinu var skemmdist ekki en hugsanlegt er talið að einhverjar um- búðir séu ónýtar, það kemur í ljós næstu daga. Eldur kom upp í húsi Bakkavarar Ísland hf. við Framnesveg í Keflavík laust eftir klukkan fjögur á laugar- dag. Allt tiltækt lið Brunavarna Suð- urnesja var kallað út en þar sem að- eins sjö menn komu á staðinn, aðrir voru í burtu, var kallað eftir aðstoð slökkviliðanna á Keflavíkurflugvelli og í Sandgerði. Sigmundur Eyþórs- son slökkviliðsstjóri segir að eldur og reykur hafi verið í risi á þriðju hæð hússins. Þeir sem fyrstir komu á stað- inn hafi verið hífðir upp með körfubíl og ráðist þannig til inngöngu um glugga og strax náð tökum á eldinum. Eftir hafi verið glóð í plastklæðning- um og pappa í lofti hússins og milli- veggjum og hafi verið nokkur handa- vinna við að rífa það og slökkva. Segir Sigmundur að slökkvistarfi hafi verið lokið um klukkan sex. Sigmundur telur að framganga þeirra slökkviliðsmanna sem fyrstir komu á vettvang hafi komið í veg fyrir stórbruna. Ekki er rafmagn í húsnæðinu sem eldurinn kom upp í og vaknaði því fljótt grunur um að eldurinn hefði kviknað af mannavöldum. Þá sáu ná- grannar börn eða unglinga yfirgefa staðinn. Athugun rannsóknadeildar lög- reglunnar í Keflavík leiddi í ljós að fimm drengir á aldrinum 12–14 ára áttu hlut að máli, mismikinn þó. Þeir höfðu verið að leika sér með eld í hús- næðinu og misst stjórn á honum. Samkvæmt upplýsingum lögreglunn- ar var um óviljaverk að ræða. Málið er upplýst. Unglingar hafa stundum farið inn í risið, í óleyfi. Ljóst er að tjón hefur orðið á þaki hússins og á efstu hæðinni sem raun- ar stóð ónotuð. Á neðstu hæð hússins er hrávöruvinnsla Bakkavarar, þar er tekið á móti hrognum og þau síðan send til fullvinnslu í húsnæði Bakka- varar Ísland hf. í Njarðvík. Hráefni var í kæli- og frystigeymslum en ekki urðu skemmdir á því. Á annarri hæð- inni, beint undir húsnæðinu sem kviknaði í, er umbúðageymsla. Þang- að komst reykur en ekki urðu vatns- skemmdir á pappanum. Verið er að reykræsta geymsluna. Ásbjörn Ól. Ásbjörnsson, fjármálastjóri Bakka- varar, segir að það komi í ljós síðar í vikunni hvort umbúðirnar séu not- hæfar. Sumarfrí standa yfir í vinnsl- unni hjá Bakkavör og því raskast starfsemin ekki. „Við fyrstu sýn lítur út fyrir að þetta hafi farið eins vel og mögulegt var fyrst þetta á annað borð þurfti að gerast,“ segir Ásbjörn. Komið í veg fyrir stórbruna í húsnæði Bakkavarar við Framnesveg Viðurkenna að vera valdir að brunanum Ljósmynd/Víkurfréttir Slökkviliðsmenn réðust til atlögu við eldinn úr körfu slökkvibílsins og er það talið hafa ráðið úrslitum um hvað eldurinn náði lítið að breiðast út. Keflavík ÖKUMAÐUR var handtekinn í Njarðvík á sunnudagskvöld, grunað- ur um akstur undir áhrifum lyfja, eftir að hann hafði ekið aftan á vöru- bifreið á Reykjanesbraut. Þá tók lög- reglan í Keflavík tvo ökumenn um helgina fyrir meinta ölvun við akst- ur. Um klukkan hálfátta á sunnudags- kvöld var fólksbifreið ekið aftan á vörubifreið á Reykjanesbraut og síð- an ekið af vettvangi. Aksturslag öku- mannsins þótti óstöðugt og rásaði bíllinn á veginum. Sá sem tilkynnti um óhappið fylgdi bifreiðinni eftir þar til lögreglan stöðvaði för hennar á móts við Seylubraut í Njarðvík. Ökumaðurinn var handtekinn, grun- aður um akstur undir áhrifum lyfja, samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar. Ók á vörubíl og hvarf af vettvangi Reykjanesbraut ♦ ♦ ♦ BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar sér nauðsyn þess að stofna sérdeild við grunnskólana og vísar tillögu um það til gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Skóla- og fræðsluráð Reykjanes- bæjar lagði fyrir nokkru til að komið yrði á fót sérdeild fyrir þroskahaml- aða við grunnskóla bæjarins og hafði í huga að það yrði gert fyrir haustið. Benti ráðið á gæsluvallarhúsið við Brekkustíg sem mögulegt húsnæði. Vilja stofna sérdeild Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.