Morgunblaðið - 09.07.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 09.07.2002, Síða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 21 LANDSBANKI Íslands og Eign- arhaldsfélagið Sundabakki ehf. hafa samið um fjármögnun á byggingu nýs vöruhótels á at- hafnasvæði Eimskipafélagsins við Sundabakka. Heildarfjárfestingin af húsbyggingunni og öllum bún- aði er um 2 milljarðar króna. Eignarhaldsfélagið Sundabakki stendur að framkvæmdunum og mun leigja bygginguna til Eim- skipafélagsins en vöruhótelið mun taka yfir stærstan hluta birgðahalds og dreifingarstarf- semi Eimskipafélagsins og TVG- Zimsen. Byggingin verður 19.200 fm að stærð og mun rúma 21.000 bretti. Áætlaður byggingartími er um 12 mánuðir en framkvæmdir hófust í mars sl. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá undirritun samningsins: Ómar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Sundabakka, Árni Þór Þorbjörnsson, lögfræðingur fyrirtækjasviðs Landsbankans, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskipafélagsins, Hlynur Sigursveinsson, lánastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, Hall- dór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, og Brynjólfur Helga- son, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Landsbankinn sér um fjármögnun vöruhótels Útsala ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 18 22 4 07 /2 00 2 20-50% á sportfatna›i afsláttur Allur sundfatnaður 20% afsláttur Speedo, Adidas, Seafolly, Casall, O'Neill, Arena og fl. NIKE sportfatnaður 25% afsláttur fyrir börn og fullorðna ADIDAS sportfatnaður 25% afsláttur fyrir börn og fullorðna CASALL dömu þolfimifatnaður 25% afsláttur PUMA sportfatnaður 25% afsláttur Allir íþróttaskór 25% afsláttur Nike, Adidas, Reebock, Asics Öl lb es tu m er ki n Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 is it Zo dömu og herrafatnaður 40% afsláttur be ZO barnafatnaður 40% afsláttur zo ON golffatnaður 40%afsláttur Matinbleu dömugallar 40% afsláttur O´Neill fyrir börn og fullorðna 50% afsláttur Ú t i l í f - g ó › u r s t a › u r t i l a › g e r a f r á b æ r k a u p AFKOMA bandaríska álfyrirtækis- ins Alcoa á öðrum fjórðungi ársins var mun lakari en á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins á tímabilinu nam 232 milljónum bandaríkjadala eða 27 sentum á hlut, en 421 milljón dala og 48 sentum á hlut fyrir ári. Hagnaðurinn nú sam- svarar um 20 milljörðum íslenskra króna en um 36 milljörðum í fyrra. Ástæðurnar eru raktar til þess hve álverð hefur haldist lágt allt frá árinu 2000, sem og niðursveiflu í efnahagslífinu. Alcoa er stærsta álfyrirtæki í heimi og hefur lýst áhuga á að reisa e.t.v. álver í Reyðarfirði. Sérfræð- ingar bjuggust við verri afkomu en í fyrra en höfðu gert ráð fyrir ívið meiri hagnaði, eða 28 sentum á hlut. Alain Belda, aðalframkvæmda- stjóri Alcoa, segir í yfirlýsingu að bú- ast megi við betri afkomu á seinni hluta ársins ef efnahagsástandið jafnist, þrátt fyrir óbreytt álverð. Í Wall Street Journal kemur m.a. fram að eftirspurn eftir áli fer vax- andi, nægilega mikið til þess að Al- coa ákvað að endurræsa álbræðslu sína í Ferndale. Sérfræðingar búast við að álmarkaðurinn styrkist úr þessu og meðal merkja um það er afkomuáætlun aðalkeppinautar Al- coa, Alcan Inc, móðurfélags ISAL. Alcan Inc. gerir ráð fyrir 45 senta hagnaði á hlut en ekki 35 sentum á hlut eins og áður hafði verið gefið út, að því er fram kemur í WSJ. Lakari afkoma hjá Alcoa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.