Morgunblaðið - 19.12.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.12.2002, Qupperneq 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 • Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 3.2 milljón virkir dílar. Aðdráttarlinsa 38-114mm. Ljósnæmi ISO 100-400. Hreyfanlegur skjár. Notar Compact Flash kort. Notar AA eða Ni-MH rafhlöður. Verð kr. 59.900,- STAFRÆN PENTAX frábær myndgæði og gott verð SJÖ hópar arkitekta víða um heim hafa skilað inn tillögum um nýja bygg- ingu í staðinn fyrir World Trade Center, sem hrundi í hryðjuverkaárás- unum á Bandaríkin 11. september á síðasta ári. Hefur þeim strax verið vel tekið og miklu betur en tillögunum sex, sem kynntar voru í júlí og þóttu í senn drungalegar og ófrumlegar. Nýju tillögurnar eru mjög ólíkar en eru sagðar vel til þess fallnar að setja svip á borgina auk þess sem hugmyndin að baki þeim sumum er að nokkru sótt í harmleikinn í fyrrahaust. Gera sumir arkitektahóparnir tillögu um, að byggingarnar verði þær hæstu í heimi. Mikil áhersla er lögð á öryggi og styrkleika bygginganna og ekki að ástæðulausu og allar eru þær sérstaklega hannaðar eða teiknaðar með það í huga, að fljótlegt verði að koma fólki burt ef nauðsyn krefur. Hér fylgja með myndir af fimm tillagnanna en í hópi arkitektanna eru nokkrir mjög kunnir menn, til dæmis þeir Norman Foster og Richard Meier. Á Foster hugmyndina að byggingunni á stærstu myndinni en hún er í raun tveir turnar, sem „kyssast, snertast og verða að einum“. Meier er höfundur byggingarinnar fyrir ofan textann. Tillögur um nýja byggingu í stað WTC AP VERULEG hætta stafar enn af hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda sem eru talin hafa opnað nýjar þjálf- unarbúðir í Austur-Afganistan, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna. Nefndin segir að þótt flestir bankareikningar al-Qaeda hafi verið frystir njóti hryðjuverkasamtökin enn mikils stuðnings og hafi „að- gang að verulegum fjármunum vegna fyrri fjárfestinga sinna“. Bretinn Michael Chandler, sem fer fyrir sérfræðinganefndinni, sagði á blaðamannafundi í fyrradag að liðsmenn al-Qaeda kynnu að vera í alls 40 ríkjum. Nefndin varaði enn- fremur við því að al-Qaeda gæti orð- ið sér úti um efni í kjarnavopn og búið til „einhvers konar geisla- sprengju“. Chandler sagði að talið væri að al- Qaeda hefði opnað nýjar þjálfunar- búðir nálægt bænum Asadabad í Kunar-héraði í Austur-Afganistan. Hann bætti þó við að þar sem fjöl- þjóðlegu hersveitirnar í landinu væru alltaf að leita að slíkum búðum væru þær „litlar og færanlegar“ og ekki lengi á sama stað. „Það er sér- stakt áhyggjuefni að nýir sjálfboða- liðar hafa komist í þessar búðir, þannig að liðsmönnum al-Qaeda fjölgar.“ Fregnir herma að al-Qaeda hafi einnig komið upp búðum í Pakistan þar sem stuðningsmenn samtak- anna séu þjálfaðir til að gera sjálfs- morðsárásir í Afganistan. Stjórn Pakistans hefur neitað þessu. Njóta „geysi- mikils stuðnings“ Chandler sagði að margir ungir menn flykktust enn í slíkar búðir. „Samtökin njóta enn geysimikils stuðnings í nokkrum löndum,“ sagði Chandler en tilgreindi ekkert land. Ekki er vitað hversu margir liðs- menn al-Qaeda eru en að sögn Chandlers getur nefndin sér þess til að þeir séu um 10.000. Chandler sagði að engar sannanir væru fyrir því að al-Qaeda hefði orð- ið sér úti um efni í kjarnavopn en ýmislegt benti til þess að samtökin hefðu reynt það. Í skýrslu nefnd- arinnar er meðal annars skírskotað til þess að lögreglan í Tansaníu lagði nýlega hald á 104 kíló af úrani. Sér- fræðingar sögðu þó síðar að líklega væri ekki hægt að nota úranið í kjarnorkusprengju. Nefndin fann engar vísbendingar um að al-Qaeda hefði reynt að verða sér úti um gereyðingarvopn í Írak. Nefndin hvatti ríki heims til að auka samstarf sitt í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum og miðla meiri upplýsingum um hugsanlega hryðjuverkamenn. 92 hópar og 232 einstaklingar eru nú á lista Sameinuðu þjóðanna yfir meinta leiðtoga og liðsmenn al- Qaeda. Telja al-Qaeda hafa opnað nýjar þjálfunarbúðir Sérfræðingar SÞ segja að veruleg hætta stafi enn af hryðjuverka- samtökunum Sameinuðu þjóðunum. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.