Morgunblaðið - 19.12.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.12.2002, Qupperneq 24
AKUREYRI 24 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sjómannafélag Eyjafjarðar Fundarboð Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar verður haldinn í Skipagötu 14, 4. hæð, (Alþýðuhúsinu), föstudaginn 27. desember 2002 og hefst kl. 11.00 f.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, verður gestur fundarins. Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar Heilsukoddi sem lagar sig að líkamanum. Verð kr. 3.990 Sendum í póstkröfu www.islandia.is/~heilsuhorn Bókhveiti heilsukoddar Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889. ODDUR Helgi Halldórsson bæjar- fulltrúi L-listans, lista fólksins, greiddi atkvæði gegn fjárhagsáætl- un Akureyrarbæjar á fundi bæjar- stjórnar þar sem áætlunin var af- greidd. „Mér finnst þetta bara hryllilega slöpp áætlun, metnaðar- og úrræðalaus,“ sagði Oddur. „Það versta sem ég hef séð í þau 9 ár sem ég hef setið í bæjarstjórn.“ Hann sagði alveg ljóst að áætl- unin stæðist engan veginn og bæta þyrfti verulegum fjármunum við þegar hún yrði endurskoðuð næsta sumar. „Það vita allir að það er skekkja í áætluninni, hún er ekki vel unnin,“ sagði Oddur. Hann sagði að vissulega ætti að framkvæma mikið og hann væri ekki á móti því, en alla framsækni skorti og sér fyndist nú strax á fyrsta kjörtímabili meirihlutans gæta þreytu. Hann gagnrýndi að byggja ætti nýjan leikskóla sem ekki yrði fullnýttur, ekki mætti ráða iðjuþjálfa til grunnskólanna þó slíkt gæti falið í sér sparnað til lengri tíma en verkefnastjóri hefði verið ráðinn til að fylgja eftir samkomu- lagi meirihlutaflokkanna. Oddur sagði að bjartari tímar væru framundan varðandi fjárhag- inn eftir nokkur ár þegar nokkrum stórframkvæmdum yrði lokið. „Ég hefði talið vænlegt að taka lán þar til við komumst yfir þennan hjalla,“ sagði hann. Þá nefndi hann að bær- inn hefði boðist til að greiða 30% stofnframlag vegna nýbyggingar við Hlíð í stað 15% lögboðins framlags. „Þetta sýnir að meirihlutaflokkarnir eru búnir að gefast upp á að tala við sína menn í ríkisstjórn. Þeir komast ekki lengra og gefast upp. Þetta finnst mér einkennast af aumingja- og bjálfaskap,“ sagði Oddur. Höfum ekki efni á að gera allt í einu Oktavía Jóhannesdóttir, Samfylk- ingu, sagði gríðarlega framkvæmda- gleði einkenna áætlunina, svo mikla að þó sjálf væri hún framkvæmda- glöð þætti henni nóg um nú. „Far- sælla hefði verið að dreifa þessu á lengra tímabil, við höfum ekki efni á að gera allt í einu,“ sagði hún. Þá nefndi hún að menn væru á ystu nöf varðandi reksturinn og menn yrðu að endurskilgreina upp á hvað ætti að bjóða. „Það verður að gera það og ef í ljós kemur að þetta er of mikið, verðum við að segja okkur frá einhverjum verkum,“ sagði Okt- avía. Þá nefndi hún að skuldir bæjarins væru mikið að aukast, en nú hefðu menn ekki Framkvæmdasjóðinn upp á að hlaupa til að létta undir með sér. Hún sagði einnig að viðsnúningur Framsóknarflokksins vekti athygli, en hér áður fyrr hefðu menn þar á bæ viljað stíga á bremsuna. Slíku væri ekki að heilsa nú. Loks nefndi hún að sér sýndist sem aukin mið- stýringarárátta herjaði á meirihlut- ann, öllum málum væri safnað á eina hendi. Þröng staða Jón Erlendsson í Vinstri grænum sagði þrönga stöðu einkenna fjár- hagsáætlun, en 97,5% tekna færu í rekstur. Þar væri raunar við ríkið að sakast að einhverju leyti, verk- efnum væri sífellt bætt á sveitar- félögin án þess að tekjustofnar fylgdu. Hann sagðist gagnrýna gjaldskrárhækkanir, t.d. á leikskól- um. Þetta væru ekki miklar hækk- anir, ekki munaði miklu um þær inni í bæjarsjóði og því hefði verið betra að sleppa þeim. Nefndi hann að ná hefði mátt sömu fjármunum t.d. með því að hækka gjaldskrá íþróttafélaganna, t.d. vegna íþrótta- tíma. Minnihluti bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Slöpp og úrræðalaus, en framkvæmdagleðin mikil ÁKVEÐIÐ hefur verið að loka leikskólanum Árholti þegar nýr leikskóli, Hólmatún í Nausta- hverfi, verður tilbúinn næsta sum- ar. Þar verða 96 rými og áætlað að 110 börn verði á leikskólanum. Starfsfólki hefur verið boðinn flutningur yfir á hinn nýja leik- skóla og þá mun að sögn Jóns Sól- nes formanns skólanefndar verða kappkostað að mæta óskum for- eldra barna á Árholti þegar að lok- un leikskólans kemur. Nokkur ólga er meðal foreldra vegna yf- irvofandi lokunar leikskólans en þeir hittu skólanefnd og starfsfólk á fundi í vikunni. Hrafnhildur Sigurðardóttir leik- skólafulltrúi sagði að alls myndu 32 börn flytjast af leikskólanum og eiga foreldrar val um hvort þau fari í Hólmatún eða í aðra leik- skóla bæjarins, en óskir þar um þurfa að berast fyrir 1. apríl næst- komandi. Börnin af Árholti verða sett í forgangshóp varðandi um- sóknir um leikskóla. Fram kom í máli formanns skólanefndar að leikskólinn væri lítill, húsnæðið gamalt og þyrfti mikillar endur- nýjunar við. Gunnar Gíslason deildarstjóri skóladeildar sagði ljóst að Árholt yrði af þessum sök- um fyrsti leikskóli bæjarins sem færður yrði til í kjölfar þess að nýr leikskóli yrði tekin í notkun. Hann benti einnig á að mun meira fram- boð væri á leikskólaplássum norð- an ár en sunnan. Þá væri Árholt lítil eining og óhagkvæm í rekstri. Stefnt væri að því að koma slíkum einingum úr rekstri og væri lokun Árholts liður í því. Fram kom í máli foreldra á fundinum að þau myndu gjarnan kjósa að börnin fengju að halda hópinn og fengu þau svör að allt yrði gert til að hægt yrði að verða við þeirri ósk. Þá komu einnig fram þau sjónarmið að börnunum liði betur á litlum leikskólum og óaði marga við því að senda börn sín á Hólmatún þar sem það væri svo stórt. Eins þótti fólki súrt í broti að fara svo langt með börn sín á leikskóla, en flestir byggju í námunda við Árholt. Gunnar sagði að mönnum hefði þótt það skárri kostur að loka ein- um leikskóla, sem væri óhag- kvæmur í rekstri, en að skera nið- ur fé til allra leikskóla bæjarins þegar sú staða kom upp að draga þyrfti úr útgjöldum. Leikskólanum Árholti lokað í sumar Allt gert til að mæta óskum foreldra vegna flutnings Morgunblaðið/Kristján Foreldrar barna á Árholti fjölmenntu á fundinn í leikskólanum. ELDUR kom upp í vélarrúmi Sléttbaks EA þar sem hann lá við Togarabryggjuna. Slökkvilið Akureyrar var kall- að út kl. 14.43 og gekk vel og greiðlega að slökkva eldinn sem ekki var mikill. Verið var að skera úr stokk í vélarrúmi og hljóp neisti í ullar- einingu sem var bak við stokkinn og blossaði upp eldur í pappa- hleðslu utan á einingunni. Sam- kvæmt upplýsingum frá slökkvi- liðinu varð minna úr en á horfðist í fyrstu, en nokkrir vél- stjórar voru að störfum í vél- arrúminu og náðu þeir að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út. Höfðu skjót viðbrögð þeirra mikið að segja. Morgunblaðið/Kristján Rjúfa þurfti gat á þilið við ljósavélina um borð í Sléttbak EA, svo slökkvi- liðsmenn gætu fullvissað sig um að ekki væri eldur á milli þilja. Eldur í vélarrúmi ÞRJÚ tilboð bárust í snjó- mokstur á efri hluta syðri Brekkunnar á Akureyri en tilboðin voru opnuð í gær. Til- boðin voru öll langt yfir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 10,5 milljónir króna. GV gröfur ehf. buðu lægst, eða um 27,2 milljónir króna, eða 259% af kostnaðaráætlun. G. Hjálmarsson hf. bauð um 29,3 milljónir króna, eða 279% af kostnaðaráætlun og Trukkar og tæki ehf. buðu um 34 milljónir króna, eða 324% af kostnaðaráætlun. GV gröfur voru einnig með frá- vikstilboð, sem hljóðaði upp á um 14,5 milljónir króna, eða 138% af kostnaðaráætlun. Um er að ræða snjómokstur á umræddu svæði frá næstu áramótum og fram til vors 2004. Snjómokstur á Brekkunni Tilboðin langt yfir kostnað- aráætlun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.