Morgunblaðið - 19.12.2002, Page 29

Morgunblaðið - 19.12.2002, Page 29
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 29 SUNDÆFINGAR eru hafnar í Grindavík og fyrsta almenna sund- mótið í bænum var haldið þar á dögunum. María Jóhannesdóttir stendur fyrir sundstarfinu en það fer fram undir merkjum Ungmennafélags Grindavíkur. Byrjunin lofar góðu. „Já, þetta starf byrjaði í fyrra. Nú í vetur eru um 30 krakkar í 1. til 6. bekk að æfa og standa þau sig frábærlega. Við tökum okkur frí í desember og janúar en stefnum að því að vera út maí með sundþjálfun. Við buðum sundfólki úr UMFN á sundmótið og ég held að það hafi lukkast vel,“ sagði María. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Fyrsta al- menna sund- mót bæjarins Grindavík STJÓRN Knattspyrnufélagsins Víð- is hefur óskað eftir því að Gerða- hreppur veiti 5 milljónum króna til reksturs félagsins á næsta ári og að hreppurinn yfirtaki auk þess skuldir félagsins sem nema jafn hárri fjár- hæð. Hreppsnefndin hefur kosið nefnd til viðræðna við félagið. Fram kemur í erindi stjórnar Víð- is til hreppsnefndar að ákveðið hafi verið að leggja knattspyrnudeild fé- lagsins niður og að félagið starfi framvegis án deildaskiptingar. Segir núverandi stjórn að knattspyrnu- deildin hafi hleypt sér í skuldir, að- allega á árinu 2000, og nemi þær um það bil 5 milljónum kr. Það hafi gerst án vitundar aðalstjórnar og ekki í viðskiptabanka félagsins. Starfsemi félagsins hefur verið rekin án halla að undanförnu, segir í bréfinu, enda allur kostnaður skor- inn niður, leikmönnum gert að aka á leiki, snæða á eigin kostnað og þola vinnutap. Fram kemur að erfitt er að manna stjórnarstöður hjá félaginu, ekki síst vegna erfiðrar skuldastöðu. Hreppsnefnd Gerðahrepps vísaði ósk Knattspyrnufélagsins Víðis til gerðar fjárhagsáætlunar 2003 á fundi í vikunni. Jafnframt var kosin þriggja manna nefnd til að ræða er- indið við stjórn félagsins. Nefndin fær það vegarnesti að fyrir fund að- ila skuli liggja ársreikningar félags- ins síðustu sjö ár og fjárhagsáætlun fyrir árin 2002 og 2003. Stjórn Víðis vill losna við skuldir Garður Útgefandi: Búnaðarbanki Íslands hf., Austurstræti 5, Reykjavík, kt. 490169-1219. Lýsing á flokknum: Heiti flokksins er 1. flokkur 2002. Bréfin eru til 10 ára, bundin vísitölu neysluverðs og bera 6,00% ársvexti. Nafnverð útgáfu: Hámarksstærð útgáfunnar er allt að 1.500.000.000 kr. að nafnverði. Þegar er búið að gefa út 860.000.000 að nafnvirði og eru öll bréfin seld. Innköllunarákvæði: Frá og með 1. ágúst 2007 er útgefanda heimilt með auglýsingu að segja upp skuldbréfaflokki þessum með minnst þriggja mánaða fyrirvara. Ef ekki kemur til innköllunar hækka árlegir vextir bréfs þessa frá 1. desember 2007 í fasta 7,50%. Skráningardagur: Bréfin verða skráð í Kauphöll Íslands þann 23. desember 2002, enda uppfylli þau skilyrði skráningar. Skráningarlýsingu og þau gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum. Búnaðarbankinn Verðbréf, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Sími: 525-6060 Fax: 525-6099 Aðili að Kauphöll Íslands. F í t o n / S Í A Verðbréfwww.bi.is Skráning víkjandi skuldabréfa Búnaðarbanka Íslands hf. 1. flokkur 2002. Búnaðarbanki Íslands hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.