Morgunblaðið - 19.12.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 19.12.2002, Síða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 41 Það er einkennileg tilhugsun að standa við dánarbeð ömmu Huldu aðeins nákvæmlega mánuði eftir að afi Rögnvaldur kvaddi þennan heim. Það er að sumu leyti eins og að upplifa sama daginn upp á nýtt því í okkar huga voru amma og afi ekki stakir einstakling- ar heldur órjúfanleg heild. Það eru HULDA M. JÓNSDÓTTIR ✝ Hulda M. Jóns-dóttir fæddist á Svaðastöðum í Við- víkurhreppi í Skaga- firði 1. september 1921. Hún lést á Kristnesspítala 8. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Glerárkirkju 18. des- ember. því sömu minningarnar sem leita á hugann mánuði seinna og þær tengjast ekki síst Skarðshlíðinni þar sem amma og afi bjuggu síðustu árin. Það má segja að það að eiga ömmu eins og ömmu Huldu hafi verið eins og að eiga hlut í prjónastofu og frímiða á úrvals veitingastað. Á heimilinu voru fjölda- framleiddir sokkar, vettlingar, dúkar og hvaðeina annað sem þeirri gömlu datt í hug að töfra fram með prjónum sínum. Alltaf var hún raulandi við iðju sína hvort sem var hannyrðir eða eldhússtörfin og aldrei naut hún sín betur en þegar gesti bar að garði. Þá var borðið undantekningar- laust drekkhlaðið hverskyns kræs- ingum og punkturinn yfir i-ið var konfekt í skál og ísköld mjólk með. Þótt amma og afi hafi unað hag sínum vel á Akureyri voru Óslands- hlíðin og Skagafjörðurinn alltaf í hjarta þeirra. Heimahögunum tengdust þau meðal annars í gegnum söng Álftagerðisbræðra og Heimis- manna sem þau fylgdu eftir af engu minni ákafa en unglingsstúlkur sem elta popphljómsveitir. Þrátt fyrir allar trakteringarnar og óteljandi gjafir þá ristir það ekki djúpt á við að hafa átt þessa fjör- miklu og skemmtilegu konu að traustum vini. Eftir að hún veiktist hafði hún lítið annað en blítt en glettnislegt brosið til að tjá sig með en það er það sem einkenndi hana öðru fremur alla tíð og það sem við viljum ekki síst muna. Nú eru amma og afi komin saman á ný eftir stuttan aðskilnað og aftur orðin ein heild hérna fyrir handan. Guð blessi minningu þeirra beggja. Rögnvaldur Óli, Guðrún Hulda og Friðrik Pálmi. Kæri Ísleifur afi, ég grét alla leið frá Grafarvogi upp í Mosó þegar pabbi og mamma sögðu mér að þú værir dáinn. Við hittumst ekki oft en þú komst oftast í afmælið mitt og ég kom stundum til ykkar Sibbu ömmu, alltaf gáfuð þið mér eitthvað fallegt og sleikjó. Þrátt fyrir allt of fáar samverustundir þá þótti mér rosa- lega mikið vænt um þig. Ég sakna þín mjög mikið, pabbi, mamma og Valdís sakna þín líka mikið. Ég bið að heilsa öllum sem ég þekki hjá guði. Ég bið guð að styrkja Sibbu ömmu, Hörpu, lang- ömmu Dóru og aðra aðstandendur. Guð varðveiti þig. Þín sonardótt- ir, Helga Valtýsdóttir. ÍSLEIFUR ÖRN VALTÝS- SON ✝ Ísleifur Örn Valtýsson fædd-ist í Hafnarfirði 28. desember 1947. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 29. nóvember síðastliðinn og var út- för hans gerð frá Víðistaðakirkju 6. desember. Borin er í dag til hvíldar virðuleg kona sem ég hef tekið mér til fyrirmyndar í svo mörgu. Á mínum ung- lingsárum kynntist ég ömmu mjög vel og gátum við oft á tíðum hlegið mikið saman og það færist bros frá eyra til eyra þegar hugurinn reikar og minningar um hana koma í huga mér. Ég upplifði það sem ákveðin forréttindi að fá að kynnast henni. Amma átti mjög fal- legt heimili, var listfeng og skapandi í hugsun en ein af mínum minningum er einmitt þegar hún kom með skrif- bók til mín og sýndi mér ljóðin sem hún hafði samið. ÞÓRDÍS GUNN- LAUGSDÓTTIR ✝ Þórdís Gunn-laugsdóttir fæddist á Reynihól- um í Miðfirði 8. jan- úar 1914. Hún lést í Víðinesi 10. desem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 18. desember. Dísa amma, eins og ég kallaði hana, var alltaf mjög sjálfstæð kona og gott dæmi um það er þegar hún var 53 ára. Þá tók hún bílpróf og lét engan vita fyrr en hún kom akandi heim í hlað á Skódan- um sínum sem hún hafði keypt sér. Þetta var amma í hnotskurn en hún átti sér alltaf markmið sem hún fór eftir. Lundarfar henn- ar var alveg einstakt en hún var alltaf glaðleg og gefandi þrátt fyrir að lífið hafi ekki alltaf verið dans á rósum en svo sannarlega fékk amma að kynnast lífsbaráttunni. Hún var líka hrein- skiptin kona og kunni ég því afar vel. Þegar ég kveð hana með söknuði og þakklæti hugsa ég til afa, Jóhann- esar, mömmu og Óla Þórs bróður míns sem hún hafði ekki fengið að sjá svo lengi. Blessuð sé minning hennar. Elín Bragadóttir. Elsku afi. Nú ertu kominn í englahópinn okkar. Mikið er það gott að hafa fengið að hafa þig og þekkja. Við þekktum þig best í sveitinni á Hvanneyri og viljum því kveðja þig með þessu erindi. GUÐMUNDUR JÓNSSON ✝ GuðmundurJónsson, fyrrver- andi skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, fæddist á Torfalæk í Austur- Húnavatnssýslu 2. mars 1902. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 6. desember. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. (Sigurður Jónsson frá Arnarvatni.) Guðbjörg, Guð- mundur, Haukur, Reynir, Ragnhildur, Erna og fjölskyldur. Elskulegur bróðir okkar, mágur og vinur, STEINGRÍMUR FRIÐFINNSSON, Byggðarenda 6, Reykjavík, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi föstudaginn 13. desember. Útför hans verður gerð frá Langholtskirkju föstudaginn 20. desember kl. 13.30. Björn Friðfinnsson, Iðunn Steinsdóttir, Guðrún Matthíasdóttir, Sigurður St. Helgason, Guðríður Sólveig Friðfinnsdóttir, Hermann Árnason, Ólafur Friðfinnsson, Unnur Aðalsteinsdóttir, Stefán Friðfinnsson, Ragnheiður Ebenezerdóttir, Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, Ólafur Lárusson, Elín Þóra Friðfinnsdóttir. Bróðir okkar, SNORRI SVEINN SVEINSSON, lést á heimili sínu föstudaginn 13. desember. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 20. desember kl. 13.30. Guðlaug Sveinsdóttir, Magnús Sveinsson og ættingjar. Elskulegur faðir minn, ástvinur, sonur, bróðir og barnabarn, KRISTÓFER MATTHEW CHALLENDER, Strandgötu 49, Hafnarfirði, sem lést mánudaginn 9. desember sl., verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 20. desember kl. 13.30. Blóm eru afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningar- og styrktarsjóð SÁÁ. Embla Challender, Sigríður Ásta Einarsdóttir, Erla María Erlendsdóttir, Ólafur Örn Gunnarsson, Melvin Fred Challender, Karen Challender, Erlendur Eiríksson, Elva María Magnúsdóttir, Vilhelmína Ósk Ólafsdóttir, Melissa Challender, Dýrleif, Linda Björk og Helga Dóra Ólafsdætur, Vilhelmína Arngrímsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁRNI RAGNARSSON, lést á sjúkrahúsi á Spáni þriðjudaginn 17. desember. Guðfinna Halldórsdóttir, Ragnar Kristinn Árnason, Halldór Jakob Árnason, Guðfinna Jónsdóttir, Margrét Hanna Árnadóttir, Eyþór Ólafur Karlsson, Árni Þór Árnason, Ingigerður Fanney L. Bragadóttir og barnabörn. Fyrrum sambýliskona föður okkar og tengda- föður, INGA JÓHANNESDÓTTIR, áður til heimilis á Lindargötu 66, er látin. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 27. desember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Ketlisson, Guðrún Hjálmarsdóttir, Björn Ketilsson, Vigdís Ragnarsdóttir, Jónína Ketilsdóttir, Snorri Hafsteinsson. Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur, tengdasonur og bróðir, JÓN GUNNAR ÞÓRMUNDSSON múrarameistari, Borgarholtsbraut 46, Kópavogi, lést þriðjudaginn 17. desember á gjörgæslu- deild Landspítalans Fossvogi. Jarðsungið verður frá Kópavogskirkju mánu- daginn 30. desember kl. 13.30. Jóhanna S. Hannesdóttir, Hannes Sigurbjörn Jónsson, Bergþóra Sigurjónsdóttir, Halldór Gunnar Jónsson, Auður M. Guðmundsdóttir, Heimir Snær Jónsson, Þórmundur Hjálmtýsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Hannes Halldórsson, María Steinþórsdóttir og systkini hins látna. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.