Morgunblaðið - 19.12.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 19.12.2002, Qupperneq 45
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 45 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Bókhald Hafnarfjörður — Hlutastarf Starfskraftur óskast til bókhalds og fleiri starfa. Góð bókhaldskunnátta og þekking á Concorde bókhaldskerfi skilyrði. Umsókn ásamt náms- og starfsferilsskrá send- ist á auglýsingadeild Mbl. merkt: „I — 13129“. Hvaleyrarbraut 18—20, sími 565 5055. Tamningamaður óskast Vanur tamningamaður óskast á nýjan hestabú- garð í norður Noregi. Við erum með 30 hesta, þar af eru 8 sem á að temja, þjálfa og sýna á ræktunarsýningu vorið 2004. Um er að ræða efnileg trippi undan 1. verðlauna foreldrum. Viðkomandi skal einnig sjá um fóðrun og aðra umhirðu. Nánari upplýsingar í síma 0047 9075 0668, skrifleg umsókn sendist til: Sandåker gården, att. Nicolaisen, N - 8100 Misvær, Norge. Reykjavík Afgreiðslustarf Óskum eftir að ráða starfsmann í af- greiðslu í bakaríinu okkar á Háaleitis- braut 58—60. Viðkomandi þarf að hafa góða þjónustulund og geta hafið störf 6. jan 2003. Vinnutíminn er frá 7.00—13.00 eða 13.00—18.30 auk helgarvinnu. Áhugasamir geta sótt um á staðnum og fengið nánari upplýsingar hjá Ellisif milli kl. 10 og 12 virka daga. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Skólaslit Iðnskólans í Reykjavík verða í Hallgríms- kirkju föstudaginn 20. des. kl. 15.00. Aðstandendur nemenda og velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari. Til viðskiptavina Iðntæknistofnunar Lokað verður vegna jólaleyfa frá og með 23. desember til áramóta. Gleðileg jól. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 11  18312198½ Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20.00. Mikill söngur og vitnisburðir. Prédikun: Stefán Hákonarson. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is mbl.is ATVINNA Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hallgrímskirkja. Jóla-kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Léttur málsverður í safn- aðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Langholtskirkja. Foreldra- og barna- morgunn kl. 10–12. Jólastund. Um- sjón hefur Ágústa Jónsdóttir. Söng- stund með Jóni Stefánssyni. Kaffisopi í boði kirkjunnar. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel milli kl. 12 og 12.10. Að bæna- stund og altarisgöngu lokinni er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Gospelkvöld kl. 20 að Hátúni 10. Þor- valdur Halldórsson syngur. Guðrún K. Þórsdóttir stjórnar. Bjarni Karlsson prestur flytur hugvekju og heimilisfólk kemur fram í ýmsum hlutverkum. Neskirkja. Félagsstarf eldri borgara Neskirkju laugardaginn 21. des. kl. 14. Litli kórinn syngur jólalög undir stjórn Ingu J. Backman. Gengið verður í kringum jólatréð. Kaffiveitingar. Þátt- taka tilkynnist í síma 511-1560 milli kl. 10 og 13 til föstudags. Allir vel- komnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Nedó – unglingaklúbbur 9. bekkur og eldri kl. 17, 8. bekkur kl. 19.30. Munda og Hans. Digraneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Bænastund kl. 12.10. Alfa 2 kl. 19. Tilkynnið þátttöku til kirkjuvarð- ar. (Sjá nánar www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar fyrirlestr- ar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borg- ara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Alfa-námskeið kl. 19. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deg- inum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkj- unnar og ber þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skrá í bæna- bók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10– 12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safn- aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinn- andi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samverustund. Barna- starf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 16.30–18. Lágafellskirkja. TTT-starf Lágfellskirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16. Mikið fjör, mikið gaman. Allir krakkar á aldrinum 10–12 ára velkomnir. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Æskulýðsstarfið Sound. Æskulýðshópurinn okkar er með fundi alla fimmtudaga kl. 17. Frá- bær hópur fyrir frábært ungt fólk í 8.– 10. bekk. Safnaðarstarf Lágafells- kirkju. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Keflavíkurkirkja. Litlu jól í Myllubakka- skóla kl. 17–19. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn – pabbamorgunn. Kærkomin smáhvíld og spjall þegar styttist í hátíðina. Úrslitin kynnt í jólasmákökusamkeppninni. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Glerárkirkja. Aðventusamvera eldri borgara kl. 15. Gestur samverunnar verður Hannes Sigurðsson, forstöðu- maður Listasafnsins á Akureyri, og fjallar hann um efnið Ævintýri listarinn- ar. Að venju verður helgistund, tónlist og léttar veitingar. Safnaðarstarf AÐVENTUKVÖLD verður föstu- dagskvöldið 20. desember í Lauf- áskirkju og hefst samveran kl. 21. Kór kirkjunnar mun syngja jóla- og aðventulög undir stjórn organist- ans Bjargar Sigurbjörnsdóttur. Kveikt verður á aðventukransinum og lesin jólasaga. Hljóðfæraleik- arar frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar koma fram og börnin í kirkjunni syngja létta söngva. Hugleiðingu kvöldsins flytur Helga Jónína Stef- ánsdóttir frá Húsavík. Í lok samverunnar verða ljósin slökkt og einungis kveikt á kertum, en unglingar úr Grenivíkurskóla flytja helgileikinn Gefum þeim ljós af okkar ljósi. Að síðustu fá öll börn í kirkjunni ljós í hönd og sunginn verður sálmurinn Heims um ból. Allir eru innlega velkomnir jafnt fullorðnir sem börn, því dagskráin er sniðin fyrir alla fjölskylduna. Matthías Johannessen í aðventuhelgistund í Gerðubergi ÁRLEG aðventuhelgistund verður í Gerðubergi í dag kl. 14. Milli félagsstarfsins í Gerðubergi og Fella- og Hólakirkju hefur ríkt gott samstarf í mörg ár. Vikulega sér kirkjan um helgistund í Gerðu- bergi á fimmtudagsmorgnum og þangað kemur heimavinnandi full- orðið fólk. Aðventuhelgistundin er í umsjón djákna Fella- og Hólakirkju, Lilju G. Hallgrímsdóttur, en auk hennar kemur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son og Lenka Mátéová, organisti frá kirkjunni. Michael Máté, 9 ára, leikur á flautu og Lovísa Sigfús- dóttir syngur einsöng. Sigríður Jónsdóttir les jólaguðspjallið en hún er ein af þeim sem sækja helgi- stundirnar reglulega. Sr. Míakó Þórðarson túlkar á táknmáli. Matthías Johannessen skáld kem- ur og les úr nýútkominni bók sinni, Vatnaskil. Eftir stundina eru seldar hátíð- arveitingar í Kaffi Bergi í Gerðu- bergi. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Messa á imbrudögum í Dómkirkjunni UNDANFARIN ár hafa tveir bæna- hópar sameinast í messu á imbru- dögum í Dómkirkjunni. Nú verður að vanda safnast saman kl. 8 árdeg- is föstudaginn 20. desember til stuttrar messu og þeim sem vilja eiga kyrrðarstund í nánd jóla boðið að vera með. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Hátíðartónleikar í Sandgerði Í DAG, fimmtudagurinn 19. desem- ber verða hátíðartónleikar kirkju- kóra Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli haldnir í safnaðar- heimilinu í Sandgerði kl. 20. Fram koma fjórir kórar meðal annars Gospel kór, Chancel kór, Handbell kór (bjöllukór) og barna- kór. Kórarnir koma frá mismun- andi kirkjudeildum. Sungin verða valinkunn amerísk jólalög. Atburður sem enginn má missa af. Allir velkomnir á amerísk jól. Sóknarprestur. Kvöldstund við kertaljós í Laufáskirkju Laufáskirkja GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.