Morgunblaðið - 19.12.2002, Side 49

Morgunblaðið - 19.12.2002, Side 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 49 ADSL mótald • Stofngjald • Músarmotta Samtals verðmæti 18.125 kr. Aðeins 5.900 kr. Tilboð 1. Hver býður betur? Startpakkinn - allt sem til þarf ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 94 81 11 /2 00 2 Nokia 3310 á 9.900 kr. Með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 Venjulegt verð 14.900 kr. 9.900 kr. Tilboð 2. islandssimi.is Hringdu strax í síma 800 1111 eða komdu í verslun okkar í Kringlunni. Ný Puma ilmvötn fyrir stelpur og stráka Þú sparar kr. 6.590 Kynntu þér tilboðin! Spennandi bökunar- tilboð! gera almenningi kleift að fullnægja þörfum sínum betur og/eða ódýrar en áður. Í öðru lagi geta auglýs- endur aukið verðmæti vöru eða þjónustu sinnar með því að tengja jákvæða huglæga þætti við vöru- merki sitt í gegnum ímyndarauglýs- ingar. Varan eða þjónustan uppfyll- ir þá fleiri þarfir en áður. Brotthvarf RÚV af auglýsinga- markaði myndi því almennt séð skerða möguleika almennings á því að uppfylla þarfir sínar og/eða yki kostnað þeirra við það. Áhrif brotthvarfs RÚV fyrir aug- lýsendur eru í meginatriðum af tvennum toga. Í fyrsta lagi minnkar aðgengi auglýsenda að almenningi. RÚV hefur mesta vikulega dekkun ljósvakamiðlanna (þ.e. nær augum og eyrum flestra) og ekki er hægt að ná til ákveðins hluta þjóðarinnar nema í gegnum RÚV. Þetta þýðir að erfiðara yrði fyrir auglýsendur, og þar með óhagkvæmara, að nálg- ast neytendur ef RÚV nyti ekki við. Í öðru lagi myndi brotthvarf RÚV þýða að dýrara yrði fyrir auglýs- endur að koma skilaboðum sínum á framfæri við neytendur. Þetta á rætur sínar að rekja bæði til þess að framboð auglýsingatíma í ljós- vakamiðlunum myndi minnka með tilheyrandi verðhækkunum (vænt- anlega umfram aukið áhorf) og líka vegna þess að samval auglýsinga- tíma verður óhagstæðara (það yrði dýrara að ná til neytenda án RÚV jafnvel þótt einkareknu ljósvaka- miðlarnir myndu ekki hækka verðskrár sínar – ef svo væri ekki þá væri hvort sem er ekki verið að auglýsa á RÚV!). Áhrif brotthvarfs RÚV á almenn- ing yrðu ferns konar. Í fyrsta lagi myndu afnotagjöld RÚV hækka miðað við óbreyttar rekstrarfor- sendur, þ.e. ef bæta ætti RÚV upp tapaðar auglýsingatekjur. Að sjálf- sögðu fer endanlegur kostnaðar- auki síðan eftir því hversu takmark- að endurskoðað hlutverk RÚV yrði. Í öðru lagi yrði eins og fyrr var get- ið mun erfiðara fyrir almenning að afla sér upplýsinga um vörur og þjónustu og þar með erfiðara og/ eða dýrara fyrir hann að fullnægja þörfum sínum. Í þriðja lagi myndi verð á vöru og þjónustu hækka vegna þess að auglýsendur þyrftu að leita óhagkvæmari/dýrari leiða til að koma upplýsingum um vörur sínar eða þjónustu á framfæri og auka verðmæti þeirra með ímynd- arauglýsingum. Og að síðustu má ekki gleyma því að auglýsingar hafa, auk upplýsingahlutverksins, ákveðið afþreyingar- og skemmt- anagildi, og geta jafnvel lengt líf fólks ef rétt er að hláturinn lengi líf- ið eins og rannsóknir benda til! Í ljósi þess sem sagt hefur verið hér að ofan ætti engum að koma á óvart að auglýsendur og meginþorri landsmanna vilja að RÚV verði áfram á auglýsingamarkaði. Höfundur er formaður Samtaka auglýsenda. mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.