Morgunblaðið - 19.12.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 19.12.2002, Qupperneq 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 51 ÞAÐ er ótrúleg upplifun að skoða nýbirtan lista sjávarútvegsráðuneyt- isins með forsendum skiptingar byggðakvóta á milli landsvæða. Þar hefur ráðherra sjávarútvegs látið embættismenn sína draga sjáv- arplássin í flokka eftir þar til gerðum mælikvarða. Aðferðafræðin gengur út á að finna mestu „vesalingana“ meðal sjávarbyggða þessa lands. Þetta er gert með tilliti til tekna, íbúafjölda á síðasta ári, fólksfækkun frá árinu 1995, minnkun í afla og aflaheimildum heimabáta, og minnk- un í afla til vinnslu. Byggðunum eru gefnir punktar eða prik þannig að þær sem verst hafa komið út úr hinu dásamlega kvótakerfi fá flest stigin. Þessar „vesalingabyggðir“ geta svo átt von á jólagjöf frá Árna Mathie- sen. Ráðherrann hyggst víst nefnilega skammta tvö þúsund tonnum af svo- kölluðum byggðakvóta til þeirra sjávarbyggða sem hafa vinninginn í aumingjadilkadrætti sjávarútvegs- ráðuneytisins fyrir jólin 2002. Þegar litið er yfir niðurstöðurnar og skoðað hvaða sveitarfélög fá flesta punkta í þessum vafasama jólaleik, rekur mann í rogastans. Hafnarfjörður, Keflavík, Sand- gerði, Vatnsleysustrandarhreppur, Þingeyri, Hólmavík, Blönduós, Hrís- ey og Þórshöfn. Allir þessir staðir skora hátt. Hvernig má það vera að íbúar í þessum útvegsbyggðum eru nú allt í einu orðnir að opinberum þurfaling- um í eigin landi? Öll þessi sjávar- pláss liggja mjög vel við einum gjöf- ulustu fiskimiðum heims. Þetta eru staðir sem byggðust upp á sjávar- útvegi og hafa hýst stolta íbúa í aldir. Á öllum þessum stöðum og fleiri meðfram ströndum landsins, er að finna dugandi fólk. Það vill fá að lifa af því sem landið gefur, og þeim nátt- úruauðæfum sem finnast við strönd- ina. Þrátt fyrir að vita að fiskurinn bíður fyrir utan eins og hann hefur gert í aldir, þá verður þetta fólk nú víða að bíða árlega í ofvæni eftir staðfestingu sjávarútvegsráðuneyt- isins. Til að fá að vita hvort kvóta- kerfi ríkisstjórnarinnar hafi ekki örugglega farið nógu illa með það sjálft og þeirra heimabyggð, svo það eigi nú kannski einhvern möguleika á að fá náðarsamlegast leyfi frá hinu háa ráðuneyti til að bjarga sér og sínum. Með öðrum orðum að fá skammt- aðan svokallaðan byggðakvóta eins og skít úr hnefa sjávarútvegsráð- herra. Hungurlús frá yfirvaldinu til lífsbjargar. Þetta minnir óþyrmilega á aldagamla hataða einokun Dana. Allir vita að reynslan hefur sýnt að þessi ömurlega stjórnvaldsákvörðun yfirvalda leysir engan vanda, heldur elur á úlfúð og sundrungu í sjávar- plássum sem eiga allt sitt undir því að sína samstöðu á örlagastund. Hún hefur heldur ekkert með fiskveiði- stjórnun að gera. Þrátt fyrir það er þessi aumkunar- verði leikur endurtekinn árlega og skammlaust af sjávarútvegsráð- herra og pótintátum hans. Náttúrulega gerist þetta allt undir heiftarlegum ekkasogaleiksýningum frá LÍÚ-forkólfunum sem tóku þátt í að ræna fólk réttinum til sjósóknar með því að kýla í gegn og verja með kjafti og klóm núgildandi lög um fiskveiðar sem heimila þá svívirðu að lifibrauð og mannréttindi fólksins í sjávarbyggðunum eru nú orðin að meira eða minna vafasömum hluta- bréfum í Kauphöll Íslands. Blindir af hroka, græðgi og valdasýki þykjast þessir aðilar eiga allt sitt undir því að fólkið í landinu fái ekki að njóta auð- æfa sinna með tilvísun til aldagam- alla laga og einfaldra réttlætissjón- armiða. Og réttindin safnast saman á æ færri fyrirtæki sem kannski verða ekki nema fjögur eftir nokkur miss- eri ef fer fram sem horfir. Og þeim fyrirtækjum verður stjórnað af fámennri klíku peninga- og valda- fíkla sem með réttu geta þá barið sér á brjóst af gleði yfir því að drottna nú loks yfir bæði landinu og miðun- um. Kannski þegnunum líka? Þurfalingar í eigin landi Eftir Magnús Þór Hafsteinsson „Hvernig má það vera að íbúar í þess- um útvegs- byggðum eru nú allt í einu orðnir að opinberum þurfaling- um í eigin landi?“ Höfundur er fréttamaður og fiskifræðingur. C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum Hörpuskel og krabbi „mille feuille“ með rósmarínsmjörsósu Dúfurúlla og foie gras ravioli með sósu „Arabica“ Steiktur barri og humar með kampavíns-kavíarsósu Hreindýravöðvi „Pineau“ með trufflukrókettum og Griottes sósu Spænskur „Manchego“ með portvínssírópi Gyllt hindberjakaka með súkkulaðifrauði „Gianduja“ og épice ís Kaffi og konfekt Verð: 15.000 kr. BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 • FAX: 562 3025 E-MAIL: holt@holt.is • http://www.holt.is viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Óskum N Ý Á R S F A G N A Ð U R Matseðill Nýársfagnaður á Hótel Holti G a l a k v ö l d v e r ð u r 2 0 0 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.