Morgunblaðið - 19.12.2002, Page 53

Morgunblaðið - 19.12.2002, Page 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 53 STÖÐUGT er umræða í þjóð- félaginu um þjónustu sveitarfélaga við íbúa sína. Snar þáttur er þjón- ustan við börn eða foreldra þeirra. Hér á eftir er fjallað um tvö mál sem voru til umfjöllunar á fundi fræðslu- nefndar fyrr í þessum mánuði og hafa orðið milli stafs og hurðar í um- ræðunni vegna gjaldskráraðlagana. Daggæsla í heimahúsum Á fundi fræðslunefndar 5. desem- ber var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að hefja niðurgreiðslur til allra foreldra sem eru með börn sín í vistun hjá dagmæðrum. Hingað til hafa aðeins skilgreindir forgangs- hópar notið niðurgreiðslna. Fræðslunefnd leggur til við bæj- arstjórn að niðurgreiðslur verði hafnar til nýs hóps foreldra og geta þær numið allt að 77.000 kr. á ári vegna hvers barns. Lagt er til að þessar niðurgreiðslur verði til allra foreldra frá og með þeim tíma að fæðingarorlofi lýkur. Reglur varð- andi forgangshópa verði óbreyttar og einnig varðandi möguleika for- eldra barna sem verða 2ja ára á árinu um að sækja um niður- greiðslur eftir 1. september ár hvert hafi þeim ekki boðist pláss fyrir barn sitt á einhverjum leikskóla bæjarins og gilda þá sömu reglur og fyrir for- gangshópa. Skilyrði fyrir öllum niður- greiðslum er að barnið eigi lögheim- ili í Mosfellsbæ og niðurgreitt er í 11 mánuði á ári. Nýju niðurgreiðslurnar verði eft- irfarandi: 7.000 kr. miðað við 8–9 tíma vistun. 5.250 kr. miðað við 6–7 tíma vistun. 3.500 kr. miðað við 4–5 tíma vistun. Sumarþjónusta leikskóla Á sama fundi samþykkti fræðslu- nefnd með þremur atkvæðum sjálf- stæðismanna að leggja til við bæj- arstjórn að mæta óskum um aukna þjónustu leikskólanna á sumrin með því að skara sumarleyfistíma leik- skólanna. Samþykkt var að fela for- stöðumanni fræðslu- og menningar- sviðs ásamt leikskólafulltrúa og leikskólastjórum að vinna tillögur að nánari útfærslu málsins í samráði við foreldrafélög leikskólanna. Jafn- framt verði útfærslan kynnt fyrir foreldrum og fengin staðfesting frá þeim um sumarleyfi þeirra barna. Þegar niðurstaðan af kynningunni liggur fyrir verði tekin endanleg ákvörðun um útfærslu. Lokaorð Það er von okkar að foreldrar með börn á þessum aldri meti þessar hug- myndir um aukna þjónustu sem end- urspeglast í ofannefndum samþykkt- um fræðslunefndar. Þetta er nýmæli í þjónustu í Mosfellsbæ en vissulega þjónusta sem þekkist í nágranna- sveitarfélögum okkar. Nýmæli í þjónustu við barnafólk í Mosfellsbæ Eftir Hafstein Pálsson „Niður- greiðslur verði til allra foreldra.“ Höfundur er forseti bæjarstjórnar. Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15. brynja sverrisdóttir ver›ur í versluninni laugardaginn 21.des. á milli kl. 14-16 kringlan/leifsstö› sími 588 7230 jólaleikur leonard w w w . l e o n a r d . i s ver› kr. 4.900 ver› kr. 7.300 ver› kr. 5.300 ver› kr. 5.700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.